Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 10
10 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR SKILAFRESTUR VEIÐISKÝRSLNA ER 1. APRÍL VEIÐIKORTHAFAR ATHUGIÐ! Ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar gjald vegna útgáfu nýs veiðikorts um 1500 krónur. Breytingar hafa verið gerðar á veiðikortagjaldi til þess að skerpa á skilaskyldu veiðiskýrslna. Öllum veiðikorthöfum með veiðikort fyrir árið 2008 er skylt að skila inn veiðiskýrslu óháð veiði. DÓMSMÁL Karl Georg Sigurbjörns- son lögmaður, sem ákærður er fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðar- son, fyrrverandi ríkisendurskoð- anda, til að selja tíu stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar, SPH, á 25 milljónir hvert í stað 45 millj- óna, hafnaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann sagði frá- leitt að um fjársvik hefði verið að ræða þegar stofnfjárbréf í SPH voru keypt á 25 milljónir hvert og seld áfram á 45 milljónir. Í ákærunni segir að Karl Georg hafi hagnýtt sér ranga hugmynd Sigurðar, sem annaðist sölu á stofnfjárbréfum fyrir sjálfan sig og fjóra aðra, um hámarksverð. Ákærði hafi greitt 25 milljónir fyrir bréfin og selt svo áfram á 45 milljónir. Hann hafi leynt munin- um og þannig haft 200 milljónir af fimmmenningunum. Karl Georg sagði að hann hefði sem lögmaður aðstoðað við stjórn- arskipti SPH og í kjölfarið gengið frá viðskiptum með stofnfjárbréf í samræmi við samkomulag nýrrar stjórnar en ekkert haft með verð- ið að gera. Hann og Sigurður G. Guðjónsson hrl. hafi fengið lista yfir seljendur og gengið frá kaup- um. Ingólfur Flygenring hafi látið vita af því haustið 2005 að Sigurð- ur Þórðarson vildi selja og gengið hafi verið frá því í febrúar 2006. Karl Georg sagði að fimmmenn- ingarnir hefðu verið í minnihluta í SPH haustið 2005. Stefán Hilm- arsson, stjórnarmaður í A. Hold- ing í Lúxemborg, sem er í eigu Baugs, hafi sagt að allir ættu sitja við sama borð. Karl Georg sagði að bréf fimmmenninganna hefðu verið verðlaus en samt verið keypt. Það hafi verið hálfgerður greiði við þá. Verðið hafi verið það sama og aðrir hafi fengið. Í vitnaleiðslum kom fram að Karl Georg og Sigurður G. hafi fengið fé frá A. Holding inn á vörslureikning lögmannsstofu Karls Georgs til að geta greitt selj- endum. Stofnfjárbréfin hafi síðan verið seld áfram á 45 milljónir hvert og reikningurinn síðan gerð- ur upp og hagnaðurinn farið til A. Holding. Kom fram að fimmmenn- ingarnir hafi þurft leyfi stjórnar fyrir sölunni og því ekki getað selt hverjum sem var. Stefán sagði að strax hefði verið talað um 25 milljónir á bréf í sam- ræmi við hugmyndir seljenda. Hann hafi sjálfur reiknað út 45 milljónir sem verðmiða í endur- sölu út frá bókfærðu eigin fé sjóðs- ins og upphæðin verið talin nálægt upplausnarvirði sjóðsins. ghs@frettabladid.is Lögmaður neitar sök í fjársvikamáli Lögmaður er ákærður fyrir að hafa blekkt fimm stofnfjáreigendur til að selja bréf á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna króna og haldið muninum. FRÁLEITT AÐ MATI ÁKÆRÐA Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. hafnaði því að hafa blekkt fimm stofnfjáreigendur. Þeir seldu bréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert og þau voru síðan seld áfram á 45 milljónir hvert og þannig hafðar 200 millj- ónir af seljendunum. Fráleitt sagði Karl Georg fyrir héraðsdómi í gær. Hér sést hann ásamt verjanda sínum, Ragnari Hall. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Lífeyrissjóðirnir setja sig ekki á móti því að lán þeirra falli undir ákvæði um greiðslu- aðlögun segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en Hrafn fundaði með allsherjarnefnd í gær. „Ég sé ekki fyrir mér að við getum sett þetta mál í gegn með þeim hætti sem lagt er upp með, þannig að veðskuldir séu ekki almennt hluti af greiðsluaðlögun,“ segir Árni Páll Árnason, formað- ur allsherjarnefndar. Hann segir að breytingar hljóti að verða gerð- ar á frumvarpinu áður en nefndin afgreiði málið. Hrafn segir að skoða þurfi tvö atriði frekar. Annars vegar þurfi að vera skýrt ákvæði um hvernig fasteignamat fari fram. Þá þurfi að vera ljóst að ákvæði um að veðkröf- ur skuli ekki eingöngu ná til Íbúða- lánasjóðs og fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins standist ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt. „Því var lofað á fundinum að það yrði skoðað. Síðan er gert ráð fyrir að ákvæðið yrði endurskoðað fyrir lok næsta árs og við gerðum kröfu um að taka þátt í þeirri endurskoðun,“ segir Hrafn. - ss Rætt um almenn veðlán sem hluta af greiðsluaðlögun hjá allsherjarnefnd: Lífeyrissjóðirnir jákvæðir ÁRNI PÁLL ÁRNASON Formaður allsherj- arnefndar vill að allar veðskuldir verði hluti af ákvæði um greiðsluaðlögun. BETLAÐ Í KABÚL Ekki er óalgeng sjón í Kabúl að sjá nokkrar búrkuklæddar konur úti á götu að betla. Þær hafa margar hverjar fáa aðra möguleika til að framfleyta sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Það er orðinn nán- ast daglegur viðburður að lög- regla uppræti kannabisræktun. Lögreglan stöðvaði kannabis- ræktun í húsi í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Við húsleit fund- ust allnokkrar kannabisplöntur. Einnig var lagt hald á gróður- húsalampa. Þá stöðvaði lögreglan kanna- bisræktun í húsi í Laugardals- hverfinu í fyrradag. Við húsleit fundust fimmtán kannabisplönt- ur. Í framhaldinu var farið í hús- leit á öðrum stað á höfuðborgar- svæðinu og þar fundust fíkniefni. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins. - jss Höfuðborgarsvæðið: Kannabisrækt- un upprætt Ísland og Evrópusambandið Opinn fundur um Evrópusambandið á vegum BSRB föstudaginn 20. febrúar kl. 14 – 16 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um stöðu smáríkja innan ESB og afstöðu sambandsins til landbúnaðarmála Framsögu hafa Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Fundarstjóri Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Mikil styr stóð um söluna á Sparisjóði Hafn- arfjarðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.