Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 12
12 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Niðurskurður fram undan
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
Sá gríðarlegi niðurskurður
sem fara þarf í á næstu
árum til að ríkissjóður
rétti úr kútnum er sann-
kallað jarðsprengjusvæði
fyrir stjórnmálamenn,
sérstaklega í aðdraganda
kosninga. Umræða um
hvar skuli höggva og hvar
skuli hlífa hefur þó sjaldan
verið mikilvægari.
Halli verður á rekstri ríkissjóðs
á næstu árum, en ná á jafnvægi
í ríkisrekstrinum árið 2012, sam-
kvæmt yfirlýsingu íslenskra
stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Útgjöld ríkisins á árinu 2009
verða tæplega 556 milljarðar
króna. Á móti koma 403 milljarða
króna tekjur. Halli á rekstri ríkis-
sjóðs verður því um 153 milljarðar
króna, en reiknað er með að hann
minnki um helming á næsta ári.
Hægt er að takast á við þennan
halla með niðurskurði á útgjöldum
eða með því að auka tekjur ríkis-
ins. Tryggvi Þór Herbertsson,
prófessor í hagfræði við Háskól-
ann í Reykjavík, segir að ríkið geti
þurft að skera niður allt að tíunda
hluta af útgjöldum sínum. Það eru
um 56 milljarðar króna.
Skattahækkanir óráðlegar
Tekjur ríkisins eru að dragast
mikið saman, en það er skamm-
vinnt vandamál. Einkaneysla
hefur til dæmis dregist mikið
saman, og þar með neysluskattar
til ríkisins. Tryggvi segir að þessi
sveifla muni jafna sig út.
Ríkið verði að berjast gegn
algeru hruni í atvinnulífinu svo
fólk haldi störfum sínum og geti
haldið áfram að borga skatta og
kaupa vörur. Líklega fari atvinnu-
lífið að ganga betur seint á þessu
ári og á því næsta.
Engu að síður er ljóst að skera
þarf niður í ríkisútgjöldum. Ríkið
verður væntanlega að fresta fram-
kvæmdum, til dæmis við sam-
göngumannvirki, segir Tryggvi.
Þá sé einnig mögulegt að horfa
ti annarra útgjalda sem stofn-
að hefur verið til á undanförn-
um árum, til dæmis með því að
skerða réttindi til fæðingaror-
lofs tímabundið. Fæðingarorlofið
í heild kostar ríkið um 10,6 millj-
arða króna á árinu 2009.
Eflaust verður horft til þess að
skera talsvert niður í útgjöldum til
utanríkismála, en um 12,2 millj-
arðar króna renna til málaflokks-
ins á fjárlögum ársins 2009. Jafn-
vel þótt þau framlög verði skorin
verulega er það aðeins brot af því
sem ríkið þarf að skera niður.
Þegar útgjöld ríkisins eru skoð-
uð eftir ráðuneytum er augljóst
hvar stærstu útgjaldaliðirnir eru.
Félagslega kerfið og menntamálin
eru þeir langsamlega stærstu. Það
eru engu að síður þeir útgjalda-
liðir sem fara verður varlega í að
skera, segir Tryggvi. Félagslega
kerfið verði að geta tekið við þeim
sem fari illa út úr kreppunni, og
menntakerfið sé afar mikilvægt
sem fjárfesting til framtíðar.
Útgjöld ríkisins þanist út
Ef ekki tekst að skera útgjöld rík-
isins nægilega mikið niður getur
komið til greina að hækka skatta.
Skattahækkanir á þessum tíma-
punkti eru þó afar óráðlegar að
mati Tryggva.
Með skattahækkunum taki ríkið
enn meira af ráðstöfunartekjum
heimila, sem hafi dregist verulega
saman undanfarið. Hann segir
að miðað við sína útreikninga á
skuldastöðu ríkissjóðs geti ríkið
tekið á sig meiri skuldir, og því
sé svigrúm til að láta sjálfvirka
sveiflujafnara virka.
Það er stjórnmálamannanna að
ákveða hvar og hversu mikið á að
skera niður, segir Vilhjálmur Þor-
steinsson hugbúnaðarhönnuður.
Hann fjallaði um þörfina á gríðar-
legum niðurskurði á ríkisútgjöld-
um á bloggsíðu sinni nýlega.
Vilhjálmur gagnrýnir stjórn-
málamenn fyrir að tala um halla
ríkissjóðs í upphrópunum og klisj-
um í stað þess að ræða í hrein-
skilni hvað þurfi að gera til að
snúa þessari óheillaþróun við.
Útgjöld ríkisins sem hlutfall af
landsframleiðslu hafa þanist veru-
lega út á síðustu árum. Vilhjálm-
ur segir aðspurður að ef hann
þyrfti að gera tillögur að niður-
skurði myndi hann byrja á því
að uppreikna fjárlög fyrri árs, til
dæmis 2002 eða 2003, á verðlag
ársins í ár, og sjá hvað hafi þan-
ist út síðan.
Útgjöld ríkisins árið 2003 voru
um 260 milljarðar króna. Þegar
tekið hefur verið tillit til verðþró-
unar til ársins 2009 er upphæðin
um 388 milljarðar króna. Útgjöld
ríkisins í ár eru áætluð tæplega
556 milljarðar króna, og hafa því
aukist um 43 prósent á þessum sex
árum.
Hátekjuskattur gæfi 4 milljarða
Þar sem hefðbundin tekjuskatt-
shækkun er ekki talin fýsileg
hafa ýmsir horft til þess að leggja
á sérstakan hátekjuskatt. Slíkur
skattur skilar þó alls ekki þeim
upphæðum sem ríkið þarf á næstu
árum.
Sé lagður fimm prósenta auka-
skattur á allar tekjur yfir 500 þús-
und krónum gæti ríkið fengið um
4,3 milljarða króna í tekjur á ári,
samkvæmt reiknilíkani fyrir stað-
greiðsluskatta sem nálgast má á
vef DataMarket.
Vilhjálmur bendir á að útreikn-
ingar DataMarket byggi á tekjum
landsmanna árið 2007 og þar sem
tekjurnar muni dragast saman
sé upphæðin trúlega nær fjórum
milljörðum króna. Reiknilíkanið
gerir ekki heldur ráð fyrir því að
hátekjuskattur sé talinn hafa letj-
andi áhrif og tekjurnar yrðu því
jafnvel enn minni.
Ríkið lækkaði skatta á mat-
væli í mars 2007. Á þeim tíma var
áætlað að skattalækkunin kost-
aði ríkið um sjö milljarða króna
á ári. Tryggvi segir afar óráðlegt
að bregðast við halla á ríkissjóði
með því að hækka neysluskattana
aftur. Það geti einfaldlega komið
illa niður á fjölskyldum sem séu á
tæpasta vaði fyrir.
Nökkvi Bragason, skrifstofu-
stjóri fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins, segir unnið að
hugmyndum að niðurskurði í ráðu-
neytinu. Það sama eigi við í öðrum
ráðuneytum. Hann vill ekki upp-
lýsa nánar um vinnuna, en segir
það væntanlega að mestu þeirrar
ríkisstjórnar sem tekur við eftir
kosningar í vor að ákveða hvar
skera eigi niður í ríkisútgjöldum.
Niðurskurður líklegri en
miklar skattahækkanir
Augljóst er að þegar fjárlög eru afgreidd með rúmlega 150 milljarða halla
er óumflýjanlegt að vinna á þeim halla með sársaukafullum niðurskurði á
næstu árum, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.
Hann vildi þó ekki gefa dæmi um hvar ætti að höggva, eða hvar ætti að
hlífa, að mati ASÍ að svo komnu máli.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir
samtökin reikna með því að ríkið verði að minnka útgjöld. Stjórnvöld verði
þó að gera sitt til að efla undirstöðuna, atvinnulífið og heimilin.
Það er ekki SA að leggja til hvar eigi að skera, segir Vilhjálmur Egilsson.
Hann segir samtökin þó hafna skattahækkunum, réttara væri að létta
álögum eins og verið sé að gera víða erlendis.
ÞARF SÁRSAUKAFULLAN NIÐURSKURÐ
Halli á ríkissjóði 2009
Nauðsynlegur niðurskurður
Vaxtagjöld ríkissjóðs
Útgjöld til utanríkismála
Þar af til Varnarmálastofnunar
Útgjöld til heilbrigðismála
Þar af til Landspítalans
Útgjöld til félagsmála
Þar af til fæðingarorlofs
Mögulegur hátekjuskattur
Almenn tekjuskattshækkun
*Uppreiknað á verðlag ársins 2009
600
500
400
300
´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09
Aukning ríkisútgjalda
M
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
387,6
422,4
555,6
M
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
150
100
50
0
4 14
10
,6
11
3,
1
32
,9
11
5,
7
1,
2
12
,2
86
,9
5615
3
Útgjöld ríkisins
Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í Ísrael lýstu sig báðir sigurvegara þingkosn-
inganna í síðustu viku. Erfiðlega gengur að mynda starfhæfa stjórn og óvissan
um samningavilja gagnvart Palestínumönnum er enn meiri en verið hefur.
■ Hverjir eru sigurvegararnir?
Stóru flokkarnir tveir eru Kadima og Likud. Báðir þessir flokkar eru í raun
hægri flokkar og tregir til samninga við Palestínumenn, þótt Kadima hafi í
yfirlýsingum sagst vilja ná samningum, þótt reyndar hafi sá vilji lítt skilað
sér í verki. Likud var gamalgróinn hægriflokkur þar til leiðtogi hans, Ariel
Sharon, sagði sig úr honum og stofnaði Kadima.
■ Hverjir yrðu meðstjórnendur?
Næstir þessum tveimur flokkum að stærð koma Verkamanna-
flokkurinn, gamalgróinn vinstri flokkur sem lengi hefur viljað hraða
samningaviðræðum við Palestínumen en hefur þó verið í stjórn með
Kadima undanfarin misseri, og svo flokkur rússneska innflytjandans
Avigdors Lieberman, Ísrael Beiteinu, sem er þjóðernissinnaður
flokkur og hefur harða stefnu gagnvart Palestínumönnum. Annar
hvor þessara flokka eða báðir verða að vera með í nýrri stjórn,
hvort sem hún verður undir forystu Likud eða
Kadima, eða jafnvel sameiginlegri forystu
þeirra beggja.
■ Hverjir eru minnstu flokkarnir?
Yst á bæði hægri og vinstri væng stjórn-
málanna eru svo nokkrir litlir flokkar,
sem væntanlega þarf að leita til um
stjórnarmyndun. Hægra megin eru
fjórir flokkar strangtrúaðra gyðinga,
en stærstur þeirra er Shas sem iðu-
lega hefur átt ráðherra í ríkisstjórn.
Hinir eru Lögmálið-Gyðingdómur,
Þjóðarbandalagið og Heimkynni
gyðinga. Vinstra megin eru síðan
annars vegar Meretz-hreyfingin, sem
er flokkur vinstri-grænna síonista, og
hins vegar þrír flokkar ísraelskra araba,
sem heita Sameinaði arabalistinn-Taal,
Hadash og Balad.
FBL-GREINING: FLOKKARNIR Í ÍSRAEL
Hægt gengur enn að
mynda stjórn í Ísrael
- Lifið heil
www.lyfja.is
20% verðlækkun
NORMADERM frá Vichy. Taskan inniheldur rakakrem, hreinsimjólk,
næturkrem, bólubana og andlitshreinsi. 4.112 kr. 3.289 kr.
Frábært fyrir húð sem
á við óhreinindi eða
vandamál að stríða.
Hentar sérstaklega
vel fyrir unglinga.
Gildir til
5. mars
2009.
Bifreiðaeigendur athugið!
Tímareimaskipti.
Bremsuviðgerðir.
Kúpplingsviðgerðir.
Smurþjónusta.
Tímapantanir í síma
5355826