Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 14

Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 14
 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR FÓLK „Við treystum á að veðurguð- irnir verði góðir við okkur,“ segir Gunnar Ingi Magnússon, einn af sjö bekkjarbræðrum í 4. bekk D í Verslunarskóla Íslands, sem í gær voru í óða önn að búa sig undir að fara fótgangandi í skólann í morg- un, alla leið frá Keflavík. Þessi uppfærða útgáfa af Keflavíkur- göngunni er liður í Góðverka- dögunum sem standa yfir fram á sunnudag. Að sögn Gunnars hefur verið mikið um góðverk og áheit í Versló í vikunni. „Fólk er að vaxa á sér bringuna, borða paintball-kúlur, syngja ABBA-lög í búningum og ég veit ekki hvað og hvað, allt í þágu góðs málefnis,“ segir Gunnar, en allt fé sem safnast í skólanum rennur rakleiðis til Mæðrastyrks- nefndar. Gunnar segir algengt að nemendur heiti fimm hundruð til þúsund krónum á skólafélaga sína, auk þess sem leitað er til fyrir- tækja með von um styrki. Strákarnir léku svipaðan leik fyrir ári síðan. Þá gengu þeir frá Mosfellsbæ niður í Versló í hávað- aroki og grenjandi rigningu. „Við vorum ansi hraktir eftir fjögurra tíma göngu, en mættum þó á rétt- um tíma í skólann klukkan tíu mínútur yfir átta,“ segir Gunn- ar og skellir upp úr. Stefnan hjá þeim félögum var að leggja af stað frá heimili vinkonu þeirra í Keflavík klukkan 22.00 í gær- kvöldi. „Kannski tökum við okkur örstutta pásu heima hjá bekkjar- systur okkar í Garðabænum og fáum okkur kakó, en bara ef tími gefst til. Við viljum alls ekki koma of seint í skólann!“ 365 miðlar er eitt margra fyr- irtækja sem taka þátt í Góðverka- dögunum, sem eru haldnir í fyrsta skipti í ár. Þeir byggja á nær alda- gamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag, og hvetja þannig landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náunga- kærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Góðverkadagarnir hafa hlotið góðar viðtökur hjá skólum, fyr- irtækjum og á fleiri vígstöðvum. Komið hefur verið í gagnið vef- síðunni godverkin.is, þar sem les- endum gefst meðal annars færi á að segja frá hversdagslegum góð- verkum sem þeir hafa framið eða orðið vitni að, auk þess að lesa um nýjustu góðverkin í fyrirtækjum, skátunum og skólunum. kjartan@frettabladid.is Ganga fyrir gott málefni Sjö bekkjarbræður í Versló fara fótgangandi í skól- ann frá Keflavík í tilefni Góðverkadaganna, sem nú standa yfir. Hvatt er til náungakærleiks og vináttu. STUNDVÍSIR STÚDENTAR Þeir Sigvaldi, Stefán, Óttar, Ingólfur, Egill, Andri, Baldvin og Gunnar vilja ólmir safna fé til styrktar þörfu málefni en alls ekki mæta of seint í skól- ann. Baldvin er bekkjarfélagi göngugarpanna en hugðist ekki leggja á sig Keflavíkur- gönguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar á hvern áfangastað. Athugið að flugvallarskattur getur verið mismunandi á milli áfangastaða. Flugsæti, verð frá: 12.450 kr. 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur á völdum áfangastöðum. Kynntu þér 18 spennandi áfangastaði okkar og frábærar pakkaferðir Express ferða. Allar nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandexpress.is og www.expressferdir.is 18 áfangastaðir Alicante Bologna Álaborg Gautaborg Billund Stokkhólmur Kaupmannahöfn Genf London París Berlín Reykjavík Akureyri Eindhoven Frankfurt Hahn FriedrichshafenBasel Kraká Varsjá Barcelona F í t o n / S Í A F I 0 2 8 5 0 5 BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að senda sautján þúsund manna herlið til Afganistans til aðstoðar liðsafla Atlantshafsbandalagsins þar. Ítalir sögðust einnig hugsan- lega ætla að fjölga í herliði sínu í Afganistan. Búist er við að Bandaríkjamenn muni þrýsta meira á önnur NATO- ríki um að fjölga í herliði sínu í Afganistan. Bandaríkjamenn eru fyrir með 23 þúsund manna her í Afganistan, sem er partur af 55 þúsund manna herliði NATO. - gb Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fjölgar í herliði: Sautján þúsund manna her á leið til Afganistans SYRGIR BRÓÐUR SINN Afganskur maður syrgir bróður sinn sem féll eftir loftárás í Herat á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞORRAVAKA Þemadagar hófust í Menntaskólanum við Sund í gær þar sem hjálparstarf er í fararbroddi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.