Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 18

Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 18
18 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is „Bestu kaupin mín eru í Soda stream-tækinu mínu,“ segir Eygló Harðardóttir alþingismaður. „Það er frábært að þurfa ekki lengur að kaupa sódavatn í miklu magni. Við drekkum líka öll fjölskyldan miklu meira vatn eftir að við keyptum þetta tæki. Mér þykir svolítið vænt um þetta tæki því að við keyptum það kvöldið eftir að það lá fyrir hvernig listi Framsóknarflokksins liti út fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég var búin að eyða miklum peningum í kosninga- baráttuna og þarna keypti ég Soda stream-tæki fyrir mig og fjölskylduna. Kjördæmisþingið okkar, sem ákvað listann, var á Selfossi og við fórum hjónin eftir það í Nóatún og keypt- um tækið. Við erum sammála um það að þetta sé með betri kaupum sem við höfum gert. Tækið hefur verið í mikilli notkun alla tíð síðan. Við höfum boðað út fagnaðarerindið í fjölskyldunni og það hafa allir komist að sömu niðurstöðu, eftir að fólk hefur keypt Soda stream-tæki hefur vatns- neysla aukist mikið og dregið að sama skapi úr neyslu á sykruðum gosdrykkjum.“ Verstu kaup sín segir Eygló hafa verið íbúð sem hún keypti í Kópavoginum efst í Salahverfinu. „Við bjuggum minna en ár í henni, fluttum síðan til Vestmannaeyja, leigðum hana út í um ár og seldum svo á versta tíma, rétt áður en eftirspurn og verð fór að hækka á höfuðborgar- svæðinu. Tilfinningin var alltaf eins og við ættum ekki heima í þessari íbúð, húsgögnin og myndirnar okkar pössuðu engan veginn og ættingjar okkar villtust alltaf þegar þeir ætluðu að koma í heimsókn.“ NEYTANDINN: EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR: Alltaf eins og við ættum ekki heima þarna „Ég get látið ryk hverfa eins og hendi sé veifað. Maður dregur fyrir alla glugga, kveikir á kertum og málið er steindautt, allt ryk á bak og burt,“ segir Stefán Máni. Myrkur hefur einmitt verið talið einkenna skrif glæpasagna- höfundarins sem hefur gefið út bækur á borð við Svartur á leik, Skipið og Ódáðahraun. „Svo er það rúsínan í pylsuendanum, húsráð beint úr undirheimunum: Maður þrífur blóð með köldu vatni en ekki heitu,“ segir Stefán Máni. GÓÐ HÚSRÁÐ BEINT ÚR UNDIRHEIMUM ■ Rithöfundurinn Stefán Máni lumar á fjölmörgum karlmannlegum hús- ráðum. Útgjöldin >Vikuútgjöld meðalheimilis í mat og drykkjarvörur Heimild: Hagstofa Íslands 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 10 .6 15 10 .1 92 10 .8 90 10 .7 68 2004 2005 2006 2007 Kreppan hefur haft sín áhrif á fiskisölu í landinu. En það þurfa ekki að vera neikvæð áhrif. Landinn er ekki hættur að kaupa fisk en neyslumynstrið hefur breyst. Fréttablaðið fór í verslunarleiðangur og tók fisksala tali. Inni í verslun Gallerýs Fisks útlist- ar Kristófer Ásmundsson eigandi fyrir blaðamanni girnilega rétti og suma hverja framandi. „Þetta er allt unnið hér á staðnum,“ segir hann stoltur. En neytendur hafa ekki leyft sér mikinn munað hjá fisksalanum í febrúar frekar en annars staðar, allir finna fyrir því. Hann segir að mikið sé keypt af hrognum og lifur meðan fiskrétt- irnir fá oftar að vera freistingin ein. Meðan hann er að sýna blaða- manni norður-afrískan fiskrétt kemur inn kona og kaupir hákarl. Svipaða sögu er að segja í Fiski- sögu. Davíð Steingrímsson fisk- sali segir að tilraunamennskan og girndaraugað sem áður fengu að ráða för hjá neytendum láta nú í minni pokann fyrir hagsýninni. „Fólk veit akkúrat hvað það vill og hversu mikið það vill og það kaupir ekkert umfram það,“ segir hann. Pálmi Karlsson, fisksali í Nóa- túni, segir að á veturna vilji fólk frekar einfaldari vörur. „Síðan þegar vorið kemur förum við að bjóða upp á fiskrétti á grillið og það hefur alltaf farið vel í fólk,“ segir hann. Látleysi í stað lúxuss En þessar breyttu áherslur virð- ast vatn á myllu Jóns Garðars Haf- steinssonar, eiganda Litlu fiskbúð- arinnar, og Lindu Jörundsdóttur, í fiskbúðinni Freyju. „Við gerum bara út á það að hafa þetta sem ódýrast og erum ekki með neinn óþarfa lúxus til að afvegaleiða okkur frá því,“ segir Jón Garðar. Þegar blaðamann bar að var Sig- urjón Þór Hafsteinsson að kaupa í soðið og greinilega ekki í fyrsta sinn sem hann kom í Litlu fiskbúð- ina. „Hann er með bestu ýsuna í bænum,“ segir hann þegar hann er spurður af hverju hann versli þarna. Það reyndist rétt, að minnsta kosti eru roð- og bein- lausu ýsuflökin ódýrust hjá honum í þessum verslunar- leiðangri. Ýsuflökin með roði kosta 690 krónur kílóið sem er sama verð og í Freyju. Ýsa var það heillin Í Freyju er boðið upp á heila ýsu og heilan þorsk. Guðmundur Gísli Geirdal rær að morgni dags, ef brælu er ekki fyrir að fara, og kemur með aflann beint í búð. Það geta því liðið örfáar klukkustund- ir þar til fiskurinn er tekinn af línunni uns hann er kominn í inn- kaupapokann. „Okkur Vestfirðingum þyk i r a lveg ótækt að fisk- urinn þurfi að fara óravegu og um hundr- að hendur áður en hann kemst í inn- kaupapokann,“ segir Linda. jse@frettabladid.is Fiskur á gamla mátann KEYPT Í SOÐIÐ Sigurjón kann vel að meta látleysið og lága verðið hjá Jóni Garðari í Litlu fiskbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVERJU MÆLIR FISKSALINN MEÐ? Verslun vara verð Nóatún Laxafiðrildi í mangó-chutney 1.698 Fiskbúðin Freyjugötu Ýsa í sinneps- og graslauksósu 1.090 Litla fiskbúðin Sjósiginn fiskur 1.190 Gallerý Fiskur Blandaður fiskur með norður-afrískum brag 1.690 Fiskisaga Ýsa í karríi og kóríander 1.460 Fiskbúðin Freyja Heil ýsa 290 Allt er kílóverð VERÐ Á ROÐ- OG BEINLAUSUM ÝSUFLÖKUM Verslun Verð Nóatún 1.298 Fiskbúðin Freyjugötu 1.195/1.290* Litla fiskbúðin 890 Gallerý Fiskur 1.390 Fiskisaga 1.490 Fiskbúðin Freyja selur öll flökin með roði, kílóverðið er 690 sem er það sama og í Litlu fiskbúðinni TÖLURNAR STANDA FYRIR KÍLÓVERÐ * FER EFTIR ÞVÍ HVERNIG FLÖKIN ERU DAVÍÐ Í FISKISÖGU PÁLMI Í NÓATÚNI KRIST- ÓFER GALLERÝ FISKUR LINDA MEÐ HEILA ÝSU Neytendur hafa vanist því að stærri umbúðir séu hlutfallslega ódýrari en minni. Tveggja lítra flaska af kóki ætti til dæmis að vera ódýrari – hlutfalls- lega séð – en lítil kók í gleri. Þessa dagana, þegar íslenska krónan er sem í rússíbana, og allt er í rugli, er þetta engin regla. Því borgar sig að vera stöðugt á varðbergi. Flestar stærri búðir birta lítra/kílóaverð með litlum stöfum á (rafrænu) verðmiðunum sínum og því er bara að skoða þessi verð vandlega og láta ekki blekkjast. Mér berast mörg dæmi um að stærri umbúðir séu hlutfallslega dýrari en minni, öfugt við það sem þær ættu að vera. Húsmóðir rak augun í að lítraverðið á stórri flösku af grænni Filippo Berio olíuflösku væri óhagstæðara en á lítilli í Bónus. Stærri kassar af Cheerios hafa verið dýrari – sé litið á verð kílósins – en minni í Krónunni. Ævar Guðmundsson skrifar: „Rakst á svolítið sér- kennilegt í dag þegar ég kom við í 10-11 að kaupa mér Snickers. Eitt kostar 159 kr. Stórt, sem er ekk- ert annað en tvö lítil saman í bréfi, kostar 219 kr., sem er skiljanlegur díll. En fjögur saman, sem eru þá tvö stór, kosta 559 kr., sem er töluvert dýrara en að kaupa sér tvö „stór“. Sérkennilegt!“ Svona ójafnvægi munu kaupmenn útskýra með því að varan hafi verið keypt inn á mismunandi tíma, og að krónan hafi hrunið í millitíðinni. Sem sé: Verum á varðbergi! Neytendur: Verum á varðbergi! Gengisrugl úti í búð Frá og með 12. febrúar þurfa notendur 3G frelsis hjá símafyrir- tækinu Nova að greiða 19 krónur fyrir hver fimm MB sem notuð eru á netinu í símanum. Enn er hægt að skoða upphafssíðuna gjaldfrjálst en um leið og farið er inn á aðrar vefsíður eru, eins og áður sagði, rukkaðar 19 krónur fyrir hver fimm notuð MB. Netið fylgir sem fyrr frítt með 3G áskrift hjá Nova. ■ Verðlag Ekki lengur frítt á netið í Nova-frelsi GLÆNÝR RAUÐMAGI (FRÁ ÓLAFSVÍK) Stór humar frá Hornafi rði Óbarinn harðfi skur, ýsa og steinbítur frá Ísafi rði ...Strákar: Konudagurinn er á sunnudag !!! Fiskikóngurinn er... Fiskverslun sem gaman er að koma í :) Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.