Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 22
22 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
N
ýir formenn taka nú við stjórnum bankaráða tveggja
ríkisbanka eftir að forverar þeirra ljúka störfum
eftir erfiðan tíma. Forsendan fyrir brottför þeirra
úr starfi var veik og lýsti mest undrun og uppgjöf
yfir hinni nýju stöðu í bankarekstri hér á landi: hún
er pólitísk og mun eðlilega dragast inn í umræðu stjórnmála þjóð-
arinnar í víðasta skilningi. Tugþúsundir manna hafa tapað hluta-
fé í bönkum og fjármálafyrirtækjum og meðan athyglin beinist
einkum að stærstu hluthöfunum er það tap hinnar dreifðu eign-
ar sem er alvarlegra. Í sparnaði þess fólks var falin vonin um
dreifða eignaraðild, ekki bara í fjármálafyrirtækjum heldur í
öllum atvinnurekstri.
Sama fólk á nú að leggja bönkunum fé með ábyrgð ríkisins og
sköttum sínum. Og það á heimtingu á að bankarnir starfi fyrir
opnum tjöldum um allar þær ráðstafanir sem lúta að björgun fyr-
irtækja sem halda uppi samfélagslegri þjónustu. Efasemdir um
tæknilega getu bankanna til að takast á við vandann eru eðlileg-
ar: brennt barn forðast eld. Þá eru ekki síður eðlilegar áhyggjur
almennings að sérgæðasjónarmið sem hafa ríkt í bönkunum um
nokkurt skeið spilli fyrir einföldum lausnum í erfiðleikum fyrir-
tækja sem eru á vetur setjandi: bolabrögð í lánanefndum geta á
endanum orðið opinber mál ef ekki er vandað til verka, rétt eins
hyglun sem er landlægur ósiður hér á landi.
Efasemdir hafa komið fram um hæfni skilanefnda bankanna
til að standa í sölu eigna á erlendum vettvangi: þar skorti bæði
reynslu og þekkingu á erlendum mörkuðum til að koma eignum
í verð með hagstæðum árangri. Enginn er annars bróðir í þeim
leik og því brýnt að menn hafi varann á og nýti sér alþjóðlega
ráðgjöf. Ekki er síður mikilvægt að umsjónarmenn í bönkunum
hátt og lágt hafi skýrt umboð, skýra stefnu og komi málum í höfn.
Langlundargeð nýrra fjárfesta er takmarkað. Almenningur vill
sjá árangur fyrir sinn pening. Stjórnmálamennirnir verða að sjá
til þess – fyrir opnum tjöldum.
Sú ályktun hefur verið dregin af hinu snögga hruni einkabank-
anna að þar hafi ráðið nokkru fyrirhyggjuleysi af menntunarskorti
þó svo mikið hafi verið gumað fyrr af menntunarstigi einstaklinga
sem þangað voru ráðnir. Ef kunnáttuleysi er nýjum ríkisbönk-
um til trafala þá er að ræsa Bankaskólann á ný og endurmennta
bankafólk í fornum og sígildum fræðum fjármálastarfsemi.
Nú þegar bankar eru orðnir hluti af endurreisnarkerfi ríkisins,
svo sárt sem það kann nú að vera hugsjónamönnum einkafram-
taksins, er brýnt að síbyljan um gegnsæi verði gerð að raunveru-
leika. Það er ekki hægt að ætlast til að samfélagið leggi atvinnu-
vegum í landinu til nýjan fjárhagsgrundvöll, endurfjármögnun
lána, endurnýjað umboð til rekstrarmanna sem eru enn með allt á
hælunum, bæði prívat og á opinberum vettvangi, atvinnustarfsemi
sem er í raun gjaldþrota, nema það gerist fyrir opnum tjöldum.
Það skulu nýir formenn bankaráða hafa í huga þegar þeir mæta
til vinnu. Bankarekstur á Íslandi er ekki lengur neitt prívatmál
hinna fáu útvöldu. Hann er mál okkar allra.
Eftir klúður einkaframtaksins:
Þjóðarbankarnir
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Stjórnvöld hafa mörg undan-gengin ár fóðrað fólkið í land-
inu á röngum upplýsingum um
sum brýn þjóðmál, í sjálfsvörn
að því er virðist. Margir virtust
kæra sig kollótta um blekkinga-
flóðið meðan allt lék í lyndi. En nú,
þegar tjaldið er fallið og efnahag-
ur margra heimila og fyrirtækja
er í uppnámi fyrir alvarleg mis-
tök fyrri eigenda og stjórnenda
bankanna og meðvirkra stjórn-
málamanna og annarra, er vert að
rifja upp tvö atriði, sem stjórnvöld
sögðu ósatt um. Réttar upplýsing-
ar um þessi atriði skipta máli fyrir
skilvirka endurreisn efnahagslífs-
ins. Listann mætti lengja.
Aukinn ójöfnuður
Þrátt fyrir skýrar staðtölur frá
ríkisskattstjóra um mjög aukinn
ójöfnuð í skiptingu ráðstöfunar-
tekna heimilanna ár fram af ári
eftir 1993 kannaðist ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins ekki við neina slíka
þróun. Allt atferli ríkisstjórnar
þessara flokka 1995-2007 vitn-
aði þó um ójafnaðarstefnu þeirra.
Þetta voru flokkarnir, sem bjuggu
til nýja stétt auðmanna með lög-
festingu kvótakerfisins 1984 og
héldu síðan uppteknum hætti við
einkavæðingu bankanna 1998-
2002, þegar nokkrir vel tengdir
flokksmenn neyttu lags og gerð-
ust skyndilega auðmenn í boði
stjórnvalda. Þetta voru flokkarn-
ir, sem lögðu mun lægri skatt á
fjármagnstekjur en launatekjur
og lækkuðu skattleysismörk að
raungildi og þyngdu með því móti
skattbyrði lágtekjufólks.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
og skilmerkileg gögn og útreikn-
inga ríkisskattstjóra og annarra
utan stjórnkerfisins, til dæmis
Guðmundar Arnar Jónssonar verk-
fræðings og Stefáns Ólafssonar
prófessors, héldu stjórnvöld og
erindrekar þeirra áfram að þræta
fyrir aukinn ójöfnuð. Þegar ég
lýsti eftir frekari upplýsingum frá
ríkisskattstjóra, fékk ég þetta svar
23. apríl 2008: „Þó svo að það felist
vissulega hvorki mat né túlkun í
útreikningi á gini-tölum þá hefur
Gini-talan öðlast ákveðið pólitískt
vægi í umræðunni sem einhvers
konar einfaldur mælikvarði á rétt-
læti í samfélaginu. Með útreikn-
ingum á Gini-tölum, í nafni emb-
ættisins, teljum við okkur því vera
komna óþægilega nærri pólitík-
inni, nær en við kærum okkur um.“
Sem sagt: ríkisskattstjóraembætt-
ið færðist í fyrra undan að reiða
fram réttar upplýsingar um þróun
tekjuskiptingar af tillitssemi eða
ótta við pólitíska yfirboðara. Þessi
boð fólu í sér fráhvarf frá fyrri
háttum. Hagstofan skilar auðu.
Fiskveiðistjórnin
Þeir, sem þrættu fyrir aukinn
ójöfnuð í tekjuskiptingu, vegsöm-
uðu jafnframt fiskveiðistjórnina
og sáu engin tormerki á mismun-
uninni í kvótakerfinu. Þeir héldu
áfram að þræta fyrir augljóst
ranglæti af völdum kvótakerfisins,
enda þótt mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna hafi fyrir rösku
ári úrskurðað, að mismununin við
úthlutun aflaheimilda sé mann-
réttindabrot, og skorað á stjórn-
völd að breyta fiskveiðistjórnar-
kerfinu af mannréttindaástæðum.
Má ekki bjóða nýrri ríkisstjórn
að bregðast við áskorun mann-
réttindanefndarinnar? Talsmenn
kvótakerfisins þrættu ekki aðeins
fyrir ranglætið, heldur einnig
fyrir óhagkvæmnina, sem ætti
þó að blasa við hverjum manni.
Kvótakerfið er reist á þversögn,
sem hlýtur fyrr eða síðar að verða
kerfinu að falli. Þversögnin felst í
að veita útvegsmönnum lagaheim-
ild til að höndla með kvóta, sem
þeir fengu úthlutað ókeypis úr
hendi löggjafans. Frjálst framsal
kvóta er að sönnu nauðsynlegt, en
það getur ekki gengið til lengdar
upp á önnur býti en þau, að allir
sitji við sama borð við úthlutun
kvótans í upphafi. Útvegsmenn
gengu á lagið og veðsettu kvótann
í stórum stíl, þótt auðlindin ætti að
lögum að heita sameign þjóðarinn-
ar. Þeir notuðu lánsféð til að fjár-
magna brask með eigur annarra
að veði.
Skuldir útvegsfyrirtækja eru
nú taldar vera um 500 milljarð-
ar króna; fjárhæðin nemur rösk-
lega þreföldu útflutningsverðmæti
sjávarafurða 2008. Skuldirnar
voru svipaðar útflutningsverð-
mætinu 1995 og hafa því þre-
faldazt á þann kvarða frá 1995.
Óvíst er, hvort útvegsfyrirtækin
geta borið svo þungar skuldir til
langframa á eigin spýtur. Bank-
arnir veiktu sjávarútveginn með
ótæpilegum lánveitingum og stóðu
þannig í vegi fyrir þeirri hag-
ræðingu, sem var höfuðréttlæt-
ing kvótakerfisins. Yfirbygging-
in tærði undirstöðuna. Hagkvæm
fiskveiðistjórn hefði leitt til eigna-
myndunar, en ekki skuldasöfnun-
ar. Stjórnvöld halda einnig áfram
að þræta fyrir brottkast á veiddum
fiski þrátt fyrir ítrekaðan vitnis-
burð sjómanna um brottkast og
löndun fram hjá vikt. Kvótakerfið
hvetur til lögbrota af þessu tagi,
en lögreglan og önnur yfirvöld láta
málið yfirleitt afskiptalaust.
Rangar upplýsingar
Í DAG | Rétt skal vera rétt
ÞORVALDUR GYLFASON
Traustið er grunnurinn
UMRÆÐAN
Karl Pétur Jónsson skrifar um endur-
reisn íslensks samfélags
Vorið 2007 var ég í hópi 66.000 Íslend-inga sem treystu loforði Sjálfstæðis-
flokksins um áframhaldandi stöðugleika
og forystu í baráttunni fyrir athafnafrelsi
einstaklingsins. Við tók ríkisstjórn tveggja
stærstu flokka landsins sem naut trausts
2/3 hluta þjóðarinnar. Tæpum tveimur
árum síðar upplifa grandvarir Íslendingar vanmátt-
inn sem fylgir því að geta ekki mætt skuldbinding-
um sínum. Lánstraust Íslendinga er horfið, þjóðin er
höfð að háði og spotti erlendis og það skásta sem við
getum vænst af öðrum þjóðum er meðaumkun.
Sjálfstraust er forsenda trausts frá öðrum. Á
meðan vantraust ríkir innanlands verður ekki til
nauðsynlegur grundvöllur fyrir eðlilegri þátttöku
okkar í samfélagi þjóða. Alvarlegastur er skortur á
trausti á milli almennings og stjórnvalda. Stjórnvöld
hefur skort kjark til að grípa inn í atburðarás sem
ljóst mátti vera að leiddi til efnahagslegra þreng-
inga. Ýmislegt bendir til að fyrirtæki hafi ekki ein-
göngu farið fram af græðgi og bíræfni, heldur líka
út fyrir ramma laganna. Margt bendir til að stjórn-
völd hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu.
Uppgjör stjórnmálaflokka við fortíð-
ina verður fyrsta skrefið í að endurbyggja
traust. Þeir verða að gangast við mistök-
um sínum. Sú tregða sem forysta Sjálfstæð-
isflokksins hefur sýnt í þessu hefur valdið
mér og mörgum öðrum sjálfstæðismönnum
vonbrigðum. Erfitt verður að treysta flokkn-
um til að endurreisa Ísland, viðurkenni hann
ekki að á þeim tæpu átján árum sem flokkur-
inn var í ríkisstjórn voru ekki unnar eintóm-
ar hetjudáðir. Annað skrefið er að grasrót
flokkannna endurmeti gildi þeirra og byggi upp trú-
verðuga framtíðarsýn. Þriðja skrefið verður þegar
flokkarnir leiða fram hæfan mannskap til að vísa
þjóðinni inn í tíma velmegunar, framfara og fagurs
mannlífs á Íslandi. Kallað hefur verið eftir endur-
nýjun og má heita víst að margt hæfileikafólk svari
því kalli.
Traustið er grunnurinn. Við munum ekki rísa
upp til að byggja nýtt samfélag fyrr en reiðin hopar
fyrir trausti. Fyrr munum við hvorki öðlast kjark
né getu til athafna. Fyrst þá mun límið í samfélagi
okkar harðna á ný, peningar flæða á milli fólks og
fyrirtækja í heilbrigðum viðskiptum, atvinna skap-
ast og gangverk samfélagsins ná takti á ný.
Höfundur er stjórnmálafræðingur og ráðgjafi.
KARL PÉTUR
JÓNSSON
ELDRI BORGARA FERÐIR
um fornar byggðir á Suður-Grænlandi.
Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið.
Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776.
Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is
REYKJAVÍK
Grænland
Narsarsuaq
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/F
LU
4
50
11
0
2.
20
09
flugfelag.is
Þjóðernisbrjálæðingar
Varaþingmaðurinn Mörður Árnason
olli skammvinnu fjaðrafoki á þingi
í gær þegar hann sté í ræðustól í
umræðum um Evrópumál og lét
heldur óblíð orð falla um samstarfs-
flokk Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.
„VG: íhaldsflokkurinn mikli og
þjóðernisbrjálæðingarnir eru mörgum
skrefum á undan Sjálfstæðisflokkn-
um,“ sagði hann. Við þetta espuðust
sjálfstæðismenn upp sem von var,
þustu í pontu og lýstu undrun á
orðunum. Það væri alveg fáheyrt að
svona töluðu menn um samstarfs-
flokk sinn. Mörður sá sig tilneydd-
an að kveðja sér hljóðs á ný og
árétta að þetta væri alls ekki
hans skoðun á Vinstri græn-
ingjum, heldur einungis lýsingar
sem aðrir hefðu oft gripið til.
Idolið fallið
„Bubbi í áfalli vegna Björns“ stóð
í fyrirsögn á Vísi en þar tjáir Bubbi
Morthens sig um mál Björns Jörundar
Friðbjörnssonar sem flæktist í kókaín-
mál þar sem símtöl hans og Þorvarð-
ar Davíðs Ólafssonar voru gerð lýðum
ljós. Við lestur greinarinnar sannfærist
lesandinn um að vissulega sé kóngur-
inn í áfalli. „Ég er í áfalli,
mér finnst ég eiga svo
mikið í Idolinu,” segir
hann. Það er því ekki
alveg jafn ljóst hvort
hann sé í áfalli vegna
Björns eða vegna
þess að
skuggi
hafi
fallið á
Idolið.
Bjarnargeiði
En kónginum er annt um Björn, segir
hann hinn vænsta pilt. Hins vegar
segir hann það ekki hægt að ljúga sig
út úr þessu, kunnáttumaður í eitur-
lyfjaheiminum sjái það strax um hvað
er verið að ræða í þessum símtölum
Björns og Þorvarðar. Það er ágætt að
gera vinum sínum greiða og ef hann
heitir nú Björn þá veitir
honum kannski ekki af
svona dásamlegum
bjarnargreiða.
stigur@frettabladid.is
jse@frettabladid.is