Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 30
19. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fjármál heimilanna
Ráðgjafarstofa um fjármál
heimilanna veitir fólki sem á
í greiðsluerfiðleikum endur-
gjaldslausa ráðgjöf og er mikil
eftirspurn eftir þjónustunni
um þessar mundir.
„Við veitum fólki sem á í veru-
legum greiðsluerfiðleikum og er
komið í þrot með fjármálin endur-
gjaldslausa ráðgjöf og hefur þessi
starfsemi verið í gangi síðan í
febrúar 1996,“ segir Ásta S. Helga-
dóttir, forstöðumaður Ráðgjafar-
stofu um fjármál heimilanna.
Sextán aðilar koma að rekstri
Ráðgjafarstofunnar, fjármála-
stofnanir og félagslegar stofnanir,
og gildir það samkomulag út árið
2012. „Ráðgjafarstofa um fjár-
mál heimilanna var upphaflega
tilraunaverkefni sem komið var á
laggirnar af félagsmálaráðuneyt-
inu árið 1996. Árið 2007 var und-
irritað nýtt samkomulag til næstu
fimm ára og er þetta samstarf
mikill kostur,“ útskýrir Ásta. Ráð-
gjafarstofan aðstoðar fólk við að fá
yfirsýn yfir stöðu mála og hjálp-
ar til við að útbúa greiðsluáætlan-
ir. „Við reynum að finna lausnir á
vandanum en margir aðilar koma
að málum, bankar og fleiri. Þegar
fólk leitar eftir aðstoð okkar þá er
fyllt út umsóknareyðublað og út-
búið fjárhagsyfirlit þar sem við
tökum niður tekjur og eignir og
vinnum út frá viðmiðunarneyslu-
tölum okkar, en reyndar eru ekki
til nein almenn neysluviðmið á Ís-
landi,“ segir Ásta og bætir við að
hluti vandans sé sá að fólk sé búið
að missa tökin og skorti því nauð-
synlega yfirsýn.
Fólk fær fjárhagsyfirlit og til-
lögu ef svo ber undir. Síðan er af-
hent bréf þar sem þetta er allt
skýrt út. „Við hugsum þetta sem
ákveðið verkfæri til að fara með til
kröfuhafanna til að þeir sjái heild-
arstöðuna,“ segir Ásta og heldur
áfram: „Fólk skuldar oft hjá svo
mörgum þannig að heildarmynd-
in hjálpar fólki sem ætlar að leita
eftir samningum við kröfuhafa.“
Ýmsir sérfræðingar starfa hjá
Ráðgjafarstofunni en þar vinnur
fólk menntað í lögfræði, viðskipta-
fræði, hagfræði, sálfræði, félags-
fræði og fasteignasölu. „Hjá okkur
starfa tólf manns og má segja að
umhverfið sé mjög þverfaglegt,“
segir Ásta og brosir.
Aðsókn í þjónustu Ráðgjafar-
stofunnar hefur ríflega tvöfaldast
milli ára og hafa myndast biðlist-
ar. „Róðurinn var farinn að þyngj-
ast í mars og apríl í fyrra en við
hrunið þá fjölguðum við starfs-
fólki. Samt eru enn biðlistar,“ segir
hún og viðurkennir að eftirpurnin
sé í raun meiri en Ráðgjafarstof-
an getur sinnt. „Hins vegar erum
við með símatíma í síma 551 4485
alla virka daga frá níu til fjögur
og netspjall á rad.is þar sem kom-
ast má í beint samband við okkur.
Síðan má auðvitað senda fyrir-
spurn með tölvupósti og á vefsíð-
unni okkar eru ýmis eyðublöð sem
hægt er að fylla út og nýta þannig
tímann.“ Auk þessa geta þeir sem
lenda á biðlista fengið eins konar
fyrstu aðstoð til að koma sér af
stað. „Segja má að öll flóran leiti
til okkar en helsta breytingin er
sú að nú leitar til okkar fólk sem
hefur ekki verið í vanskilum áður
en er að lenda í því núna.“ - hs
Mikil aðsókn í þjónustu
Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, leggur til að fólk haldi heimilisbókhald. Finna má
einfalt skjal til að fylla út á vefsíðunni rad.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gaia, nemendafélag meistaranema í umhverfis- og auðlinda-
fræði við Háskóla Íslands, stendur fyrir Grænum dögum annað
árið í röð. Verða hinir Grænu dagar fyrstu vikuna í mars og
munu ýmiss konar málefni verða á dagskrá er lúta að umhverf-
isvernd eins og aukin endurvinnsla í Háskóla Íslands og fleira.
Fyrirlestrar og uppákomur af ýmsu tagi eru í boði og má þar
nefna Græna tísku sem er fataskiptimarkaður.
„Við ætlum að standa fyrir fataskiptimarkaði á Háskólatorgi
5. og 6. mars frá klukkan ellefu til tvö báða dagana,“ segir Taru
Lehtinen, formaður nemendafélagsins Gaia, og heldur áfram.
„Þá getur fólk komið með gömlu fötin sín, fengið fyrir þau skipti-
miða og síðan er hægt að fá aðra flík í staðinn. Ef fólk á ekki föt
til að skipta þá er líka möguleiki að greiða nokkur hundruð krón-
ur fyrir flíkina.“ Nú þegar hefur safnast mikið magn fata og er
fólki velkomið að mæta með föt hvenær sem er og fá skiptimiða.
„Þeir sem hafa áhuga á því geta hringt í Ruth Shortall, gjald-
kera, í síma 820 7687 en einnig má senda tölvupóst á ruderuth@
gmail.com,“ segir hún.
Fatamarkaðir sem þessi tíðkast víða í háskólum erlendis og fór
Taru á einn slíkan þegar hún var við nám í Gautaborg. „Mér þótti
hugmyndin frábær og vildi gjarnan láta á hana reyna hér á Ís-
landi,“ segir hún ánægð og bætir við að tilvalið sé að verða sér úti
um föt fyrir vorið án þess að eyða fúlgum fjár í tískubúðum. „Hjá
okkur kennir ýmissa grasa og erum við með mikið úrval af fínum
fötum.“ Nánari upplýsingar um dagskrá Grænna daga má finna
á nemendafelog.hi.is/Gaia/ en einnig er hægt að skrá sig í hóp á
trýnu (facebook): Green Days - University of Iceland. - hs
Fataskipti á Háskólatorgi
Ruth Shortall gjaldkeri og Taru Lehtinen, formaður Gaia. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
● ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
Lögmannavaktin er ókeypis lögfræðiráð-
gjöf fyrir almenning. Það er Lögmanna-
félag Íslands sem býður þessa þjónustu
alla þriðjudagseftirmiðdaga nema í júlí
og ágúst.
Markmiðið með ráðgjöfinni er að veita
upplýsingar um réttarstöðu og hvert er
hægt að leita eftir nánari úrlausn mála.
Starfandi lögmenn veita ráðgjöfina
á skrifstofu félagsins að Álftamýri 9 en reiknað er með um það bil 15
mínútum á mann. Æskilegt er að þeir sem nýti sér þjónustuna undirbúi
fyrirfram þær spurningar sem þeir ætla að leggja fyrir lögmanninn.
Panta þarf tíma og er tekið við pöntunum alla virka daga frá 9 til17 í
síma 568 5620. Íbúar höfuðborgarsvæðisins koma á skrifstofu félags-
ins að Álftamýri 9, 108 Reykjavík, en hringt er í íbúa landsbyggðar. Sjá
www.lmfi.is.