Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 5fjármál heimilanna ● fréttablaðið ● Katrín Jónsdóttir heldur utan um upplýsingasíðuna www.matarkarfan.is en þar setur hún inn tilkynningar um tilboð á matvörum verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á vefsíðunni www.matarkarfan.is má nálgast upplýsingar um tilboð á matvöru ýmissa verslana. „Sigurgeir Orri Sigurgeirsson fékk hugmyndina að þessari vef- síðu og ég tók að mér að setja hana saman,“ útskýrir Katrín Jónsdótt- ir, vefstýra síðunnar www.mat- ar karfan.is. Slagorð matarkörfunnar er að vera „hlutlaus í dagsins önn og bjóða þér að finna flest öll mat- artilboð á einum stað á nokkrum mínútum.“ Katrín leggur áherslu á að síðan taki ekki afstöðu til þróunar matarverðs í landinu né hampi einni verslun fram yfir aðra. „Við erum algerlega hlutlaus og birtum einfaldlega þau tilboð sem verslanir eru með. Við gerum alls ekki verðkannanir. Síðan er auðlesin en við setjum upplýsing- arnar bæði inn myndrænt og upp í töflu og sýnum þannig neytend- um ekki bara hvar eru góð tilboð, heldur líka hve mikill sparnaður- inn er í krónum og prósentum. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við síðunni bæði frá neytendum og kaupmönnum en það kemur þeim ekki síður vel að koma tilboðum sínum þarna á framfæri.“ Á síðunni gefst fólki einnig tækifæri á að senda inn stuttar ráðleggingar og segja frá því hvað það gerir til að spara. „Þannig fáum við heimilislega tengingu inn í þetta og síðan verður líflegri. En við pössum okkur þó á að gæta alltaf hlutleysis.“ - rat Hagsýnum til hagsbóta Frístundakort sem reykvískir for- eldrar geta nýtt til að greiða niður íþrótta-, lista- og tómstundastarf barna sinna voru tekin í notk- un haustið 2007. Um síðustu ára- mót stóð til að styrkurinn myndi hækka úr 25.000 krónum í 40.000 krónur en þeim áformum var frestað í ljósi efnahagsástands- ins. Jafnframt var tekin ákvörð- un um að rýmka reglurnar þannig að foreldrar geta nú nýtt kortin til að greiða niður dægradvöl barna sinna eftir skóla. Meginmarkmið Frístundakorts- ins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í upp- byggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæð- um. Í ljósi þess má spyrja hvort breytingarnar leiði ekki til þess að efnaminni foreldrar nýti kort- in frekar til að greiða niður frí- stundaheimili fyrir börn sín, sem verði til þess að þau taki síður þátt í starfsemi hinna 140 frjálsu félaga sem eru aðilar að frístundakort- inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, svarar því. „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 krónur á mánuði og dugar kortið því ekki allt árið en ætti að geta létt undir,“ segir Gísli. Hann segir að til standi að bera það saman hvort einhver breyt- ing verði á skráningu barna í tóm- stundastarf hinna frjálsu félaga í ljósi rýmkunarinnar á notkun kortsins en þær niðurstöður liggja ekki fyrir. - ve Rýmkaðar reglur Gísli Árni Eggertsson hjá ÍTR telur breytingar á frístundakorti ekki ýta undir ójöfnuð. Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 52 14 0 2/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.