Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 41

Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 41
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2009 25 UMRÆÐAN Ari Skúlason skrifar um byggingarstarfsemi Eins og ég benti á hér í blaðinu fyrir skömmu, og allir hafa reyndar mátt vita lengi, hefur byggingarmark- aður farið algerlega úr böndum á höfuðborgar- svæðinu og nágrenni. Allt of mikið hefur verið byggt á undanförnum árum og það með mjög ómarkvissum hætti. Það á jafnt við um íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, en hér er sjón- um einkum beint að íbúðarhús- næði. Ástæður þessa eru margar. Mikil samkeppni var á milli sveit- arfélaganna um framboð á bygg- ingarlóðum, án þess að um nokk- urt samráð væri að ræða þeirra á milli. Afkoma í byggingariðn- aði batnaði í kjölfar mikilla verð- hækkana á húsnæði og lægri fjár- magnskostnaðar sem hvatti til að meira var byggt. Bankar og fjár- málastofnanir höfðu lengi yfir nægu fjármagni að ráða og útlán voru mikil. Úr öllu þessu varð til mikið spennuástand. Þrátt fyrir að lóðaframboð væri ríflegt miðað við þarfir kom upp mikil umræða um skort á lóðum sem varð til þess að lóðaverð hækkaði mikið, sem aftur hækkaði bygg- ingarkostnað og verðlag ofan á þær hækkanir sem aðrir þætt- ir sköpuðu. Eftirspurn eftir hús- næði var verulega ofmetin, þar sem bæði einstök sveitarfélög og byggingafyrirtæki voru að sækja inn á sama markaðinn. Framboð á húsnæði var stórlega vanmet- ið þar sem fjölmörg bygginga- fyrirtæki og sveitarfélög voru að uppfylla sömu þarfirnar án inn- byrðis samráðs. Lengi vel voru fjármálastofnanir til í að fjár- magna alla þessa starfsemi, þótt eitthvað hafi hægt á þegar leið á árið 2007. Ljóst hefur verið allt frá 2005 að of mikið íbúðarhúsnæði væri í byggingu. Ætla má að miðað við venjulegar aðstæður þurfi í kring um 1.500 nýjar íbúðir árlega inn á markaðinn á höfuðborgar- svæðinu til þess að anna venju- legri eftirspurn sem verður til vegna fólksfjölgunar og annarra lýðfræðilegra þátta. Flutningar fólks, bæði af landsbyggðinni og frá útlöndum trufla þessa mynd eitthvað, en ekki mikið. Á árunum 2003-2007 var að meðaltali lokið við byggingu um 1900 íbúða á ári og yfir 2.000 síðustu 3 árin. Opin- berar tölur fyrir 2008 liggja ekki fyrir, en ætla má að talan fyrir 2008 sé nokkuð fyrir neðan 2.000. Því verður auðvitað ekki neitað að tímabundin og mikil fjölgun útlendinga varð til þess að menn höfðu minni áhyggjur af of miklu framboði en ella hefði orðið. Því má segja að mat á því hversu mikið húsnæði þyrfti að byggja hafi af einhverju leyti smitast af þeirri bjartsýni sem ríkti á öllum sviðum. Þau sjónarmið eru líka uppi að þessi mikla uppbygging á síðustu árum hafi komið niður á gæðum bæði húsnæðis og byggð- ar og muni hafa neikvæð áhrif á þróun næstu ára. Staðan á byggingarmarkaði er nú erfið, við eigum nokkurra ára lager af húsnæði og tilbún- um lóðum. Framkvæmdir eru í algeru lágmarki og eftirspurn eftir nýjum íbúðum nær engin. Markaðurinn er í rauninni hel- frosinn og það mun taka langan tíma að koma eðlilegu ástandi á aftur. Breytingar á mörgum þátt- um þarf til þess að ástandið batni, þar nægir að nefna lægri verð- bólgu, lægra vaxtastig, auknar tekjur og atvinnu og betri lána- möguleika. Ég held hins vegar að við þurfum að nota tímann til þess að læra af reynslunni og koma skipulags- og byggingamál- um þannig fyrir að mistök eins og þessi endurtaki sig ekki. Einn mikilvægasti liðurinn í úrbótum hlýtur að vera stóraukið samstarf milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipu- lag og uppbyggingu og jafnvel eitt skipulagsvald fyrir allt svæðið. Stóraukið samstarf og sameigin- leg stefnumörkun hlýt- ur að auka upplýsingar og yfirsýn fyrir alla sem starfa á þessum mark- aði. Þannig væri hægt að miða lóðaframboð við áætlaðar þarfir (og kannski rúmlega það) og hægt yrði að huga betur að gæðamálum af ýmsu tagi. Byggingafyrirtæki hefðu þá nákvæmar upplýsingar um hve mikið yrði stefnt að því að byggja í fyrirsjáanlegri framtíð og fjár- málafyrirtæki hefðu sömuleiðis nokkuð góðar upplýsingar til að ganga út frá við lánveitingar til framkvæmda. Samt sem áður er mikilvægt að ekki verði komið á nýju ráðstjórn- arkerfi í kring um þessi mál og það skiptir afar miklu að sam- keppnisþáttum sé gert hátt undir höfði við fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála. Við megum ekki stuðla að kerfi þar sem stærð fyrirtækja, tengsl þeirra eða pól- itík ráði því hvaða fyrirtæki fá verkefni og hver ekki. Heilla- vænlegast er að útboðstæknin sé notuð á þessu sviði eins og annars staðar í byggingariðnaði. Starfs- aðferðir þurfa að vera einfaldar, heiðarlegar og gegnsæjar. Miklu máli skiptir að allt starf í kring um skipulag verði eins vandað og framast er unnt. Þar koma til ýmsir þættir sem skipta máli fyrir alla hagkvæmni eins og skynsamleg landnotkun, vega- lengdir, umferðarskipulag, gæði byggðar o.s.frv. sem ég hef ekk- ert komið inn á. Varðandi skipu- lag atvinnusvæða skiptir líka máli að fyrirtæki viti hvers kyns starfsemi verði umhverfis þau til frambúðar. Sé litið á fjármála- lega hluta málsins ætti sameig- inlegt skipulag að geta orðið til þess að verulega dragi úr hættu á því að fjárfest verði umfram eðli- legar og skynsamlegar þarfir. Sé gengið markvisst út frá spám um íbúafjölgun og aðra lýðfræðilega þætti á að vera hægt að áætla þarfir fyrir íbúðarhúsnæði á full- nægjandi hátt, ekki bara magn heldur líka samsetningu sem hentar þörfum miðað við aldur, fjölskyldugerðir, tekjustig o.s.frv. En til þess að þetta sé mögulegt þarf mun meira samstarf á milli sveitarfélaganna í skipulagsmál- um eða sameiginlegt skipulag. Með traustu og vönduðu skipu- lagi verður allur eftirleikur öruggari. Byggingarfyrirtæki geta gengið að öruggum upplýs- ingum um framboð lóða og skipu- lagt sig eftir því, fjármálastofn- anir munu hafa allt aðra yfirsýn og tekið ákvarðanir í samræmi við það og endanlegir kaupendur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, ættu að geta gengið að traustum upplýsingum um hvaða möguleik- ar eru í boði hverju sinni og við hverju sé að búast. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá Landsbankanum. Endurskoða þarf skipulag og byggingarstarfsemi ARI SKÚLASON FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 17.150 KR.* FLUGFELAG.IS SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.