Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 42
26 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru veitt síðastliðinn þriðjudag, 17. febrúar, við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Verkefnið Gönguhermir hlaut nýsköpunarverðlaunin þetta árið en þau eru veitt ár hvert háskólanemum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrvinnslu sumarverkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði náms- manna. „Hugmyndin kviknaði hjá Þjóðbjörgu Guðjónsdóttur, barnasjúkraþjálfara og lektor við sjúkraþjálfunarskor, og hún hóf samstarf með tveimur verkfræði- prófessorum við Háskóla Íslands, Karli S. Guðmundssyni og Fjólu Jónsdóttur,“ segir Jóna Guðný Arthúrsdóttir sjúkra- þjálfari, en hún vann verkefnið með Andra Yngvasyni, nema í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og Bjarka Má Elíassyni, vélaverkfræði- nema við Háskóla Íslands, sem stund- ar nú nám í Danmörku. „Þau óskuðu eftir nemum til að vinna sumarverk- efni sem fólst í hugmynda- og hönnun- arvinnu fyrir gönguherminn,“ segir Jóna Guðný áhugasöm. Markmið verkefnisins var að koma með hugmynd að tæki sem hermt gæti eftir breytilegum þungaburði sem aukið gæti beinþéttni barna með al- varlega hreyfihömlun. „Tækið virk- ar þannig að börnin eru sett í tækið þannig að þau standa upprétt með þunga á fótum. Tækið hreyfir síðan fæturna og líkir eftir eðlilegri göngu- hreyfingu,“ útskýrir Jóna Guðný og heldur áfram: „Börnin sem tækið er hannað fyrir eru öll bundin við hjóla- stól og eru líklegri til að hljóta beinbrot en heilbrigð börn. Hingað til hafa þau verið í stöndum sem þau standa kyrr í en rannsóknir um árangur þess eru misvísandi. Nýja tækið ætti hins vegar að veita þeim meiri hreyfingu og eðli- legri sem stuðlað gæti að aukinni bein- þéttni.“ Rætt var við fólk sem vinnur með hreyfihömluðum börnum og þekkir þá standa sem til eru í dag. „Við fengum fram kosti og galla og fórum í mikla hugmyndavinnu til að finna út hvernig tækið myndi vinna best,“ segir hún og nefnir að hugmyndin sé að þróa tækið enn frekar þannig að það geti líka nýst unglingum og fullorðnum. Hafin er vinna við að sækja um einkaleyfi og leita að styrkjum fyrir áframhaldandi þróun gönguhermisins og eru leiðbeinendurnir, Karl og Þjóð- börg, í þeirri vinnu um þessar mundir. „Við vonumst til að Nýsköpunarverð- launin auðveldi okkur að fá styrki en auk þess eru verðlaunin mikil hvatning og viðurkenning fyrir okkur nemend- urna. Við erum því afskaplega stolt og ánægð og fengum líka fallegan verð- launagrip eftir Jónas Braga glerlista- mann,“ segir Jóna Guðný og brosir. Samkvæmt umsögn dómnefnd- ar liggur styrkur verkefnisins meðal annars í því hversu þverfaglegt það er. „Samvinnan gekk einstaklega vel, sér í lagi í ljósi þess að við þekktum lítið inn á fræði hvors annars og náðum við að samnýta krafta okkar. Verkefnið hefði aldrei orðið að veruleika nema með þessu samstarfi,“ segir Jóna Guðný og bætir við að allir sem að verkefninu komu hafi lært mikið af samstarfinu. Vegna stóraukins framlags frá Reykjavíkurborg er heildarfjármagn Nýsköpunarsjóðsins árið 2009 nærri fjórðungi hærra en árið 2008. Í því atvinnuástandi sem blasir við náms- mönnum er umsjónarmönnum sjóðs- ins mikið gleðiefni að geta styrkt fleiri verkefni í sumar en í fyrra en umsókn- arfrestur rennur út 9. mars næstkom- andi. hrefna@frettabladid.is VERKEFNIÐ GÖNGUHERMIR: HLÝTUR NÝSKÖPUNARVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS Bætt heilsa hreyfihamlaðra VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI STARF Nýsköpunarverðlaunin voru afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Jóna Guðný og Andri veittu sínum verðlaunagripum viðtöku en Bjarki Már er við nám í Danmörku og því tók faðir hans, Elías Jóhannsson, á móti verðlaununum fyrir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TILBOÐSDAGAR 30-50% afsláttur af völdum legsteinum á meðan birgðir endast Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Ólason húsasmíðameistari, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Sigríður Halldórsdóttir Kristján Bjarni Guðmundsson Helga Kristjana Einarsdóttir Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir Örn Sveinbjarnarson Salvar Finnbogi Guðmundsson Jóna Þórdís Magnúsdóttir Vignir Guðmundsson Rebekka Rut Rúnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Snæbjörn Ármann Björnsson fyrrverandi bóndi á Nolli, Grenilundi, Grenivík, lést á Grenilundi fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram laugardaginn 21. febrúar nk. kl. 13.30 í Laufáskirkju. Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir Stefán Sigurður Snæbjörnsson Súsanna Poulsen Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Sætúni, Fáskrúðsfirði, síðast til heimil- is að Dvalarheimilinu Grund, lést aðfaranótt 12. febrúar á Dvalarheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristín A. Gunnþórsdóttir Sigurgeir Þór Sigurgeirsson Guðmundur Þór Gunnþórsson Guðjón Gunnþórsson Helen Medvedeva Eygló Sara Gunnþórsdóttir Rut Gunnþórsdóttir Eiður Sveinsson Rakel Gunnþórsdóttir Ævar Agnarsson Þorgils Garðar Gunnþórsson Helga Steinunn Hauksdóttir Rebekka Gunnþórsdóttir Þórunn Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. febrú- ar. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 23. febrúar, klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt íþróttafólk á Akureyri. Guðbjörg Þorvaldsdóttir Guðrún Sigbjörnsdóttir Hildur Björk Sigbjörnsdóttir Stefán Geir Árnason Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir Magnús Jónsson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Katrín Jónsdóttir Rósa María Sigbjörnsdóttir Björn Þór Sigbjörnsson Ástríður Þórðardóttir Afabörnin Jökull Starri, Sölvi, Egill Darri, Hrafnhildur Ýr, Eva María og Auður Ýr. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og kærleika við andlát og útför elskulegs föður okkar, afa og langafa, Aðalsteins P. Maack húsasmíðameistara og fv. forstöðumanns Byggingareftirlits ríkisins, áður til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. janúar sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls fyrir góða umönnun og hlýhug. Aðalheiður Maack Óðinn Geirsson Pétur A. Maack Kristjana Kristjánsdóttir Þórhallur Maack Gyða Bárðardóttir Gísli Maack Kara Margrét Svafarsdóttir Sigríður Maack Már Másson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI, ER 56 ÁRA Í DAG. „Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöld- in.“ Hannes er þekktur fyrir ein- dreginn stuðning við frjáls- hyggju og er virkur þátttak- andi í stjórnmálaumræðu á Íslandi. Stóra bomban var það kallað þegar Helgi Tóm- asson, yfirlæknir á Kleppi, og Jónas Jóns- son frá Hriflu áttu í úti- stöðum sem hófust árið 1930. Stóra bomban byrj- aði með heimsókn Helga til Jónasar sem þá var dómsmála- ráðherra og hafði á þessum tíma bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Sú deila fólst aðallega í skipan lækna en teygði sig einn- ig inn í starfsmannamál á Vífils- stöðum. Jónas varð í framhald- inu afar óvinsæll meðal lækna og í viðleitni til að bæta úr málinu skipaði Jónas rannsóknardómara til að kanna afskipti lækna af veitingu lækn- isembætta og hófst rannsóknin um svipað leyti og stóra bomban kom fram. Hápunktur deilunn- ar varð þegar Helgi lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust. Oft er þetta mál kall- að geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð stóru bombuna og hefur það nafn fest við það. ÞETTA GERÐIST: 19. FEBRÚAR 1930 Upphaf stóru bombunnar AFMÆLI Hörður Magnússon íþróttafrétta- maður er 43 ára. Jeff Daniels leikari er 54 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.