Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2009 31
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 19. febrúar 2009
➜ Tónlist
20.30 Tónleikaröð Jóns
Ólafssonar „Af fingrum
fram“ í Salnum við
Hamraborg í Kópavogi,
hefst í kvöld. Gestur
Jóns er Magnús Eiríks-
son en auk þess kemur
fram Ellen Kristjánsdóttir.
➜ Fyrirlestrar
17.15 Bjarni Harðarson fjallar um
íslenska fyndi í erindi sínu í Bókasafni
Kópavogs, Hamraborg 6a. Allir vel-
komnir og enginn aðgangseyrir.
➜ Námskeið
20.15 Yndislestur með Einari Kárasyni.
Námskeið hefst í kvöld hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands við Dunhaga
7. Nánari upplýsingar og skráning á
www.endurmenntun.hi.is
➜ Listamannsspjall
20.00 Í Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu mun Ásmundur Ásmunds-
son bregða upp svipmyndum frá hug-
mynda- og vinnuferlinu við gerð sýning-
arinnar Hola sem stendur þar yfir.
➜ Dagskrá
20.00 Blaðað í myndaalbúminu,
dagskrá í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu 15. Halldór Guðmundsson
og Guðný Halldórsdóttir ræða ljós-
myndir Halldórs Laxness á sýningunni
Síbúin Sýn. Allir velkomnir og enginn
aðgangseyrir.
➜ Myndlist
Í Gallerí Marló við
Laugaveg 82 hefur
verið opnuð sýning
á frumgerðum blek-
teikningum Halldórs
Baldurssonar. Opið
mið.-lau. kl. 14-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Bresku viðtalsþættirnir Grumpy old women þar sem
rætt var við nokkrar mektugar breskar konur úr efri
miðstétt sem allar voru kunnugleg andlit hefur nú
alið af sér íslenska leiksýningu sem frumsýnd verður
á Akureyri á morgun. Verkið kallast Fúlar á móti og
þýðing og staðfærsla er í höndum Gísla Rúnars Jóns-
sonar en leikstjórinn er María Sigurðardóttir leik-
hússtýra þar nyrðra. Leikkonurnar Edda Björgvins-
dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Björk Jakobsdóttir
eru „fúlar á móti“ og er verkið frumsýnt í gamla
samkomuhúsinu annað kvöld.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessar vinsælustu uppi-
standsleikkonur þjóðarinnar og árshátíðardrottning-
ar stíga saman á svið og einnig í fyrsta skipti sem
þær leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Þær skauta af
sinni alkunnu snilld í gegnum síðara breytingaskeið-
ið og gera óspart grín að sjálfum kvennaflokknum.
Nú fá karlmenn loksins að vita hvers vegna eiginkon-
ur, systur og mæður þeirra eru eins og þær eru.
Höfundar verksins eru tveir af þekktustu uppis-
töndurum Bretlands, þær Jenny Eclair og Judith
Holder, en Fúlar á móti byggir á sjónvarpsþáttunum
þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp
utan Bretlandseyja og af því tilefni koma þær Jenny
og Judith og verða viðstaddar frumsýninguna þótt
ólíklegt sé að þær skilji mikið af bröndurunum. En
hitt má bóka að aðrir viðstaddir gera það örugglega.
-pbb
Fúlt breytingaskeið
LEIKLIST Þrjár konur á besta aldri, hver á sínum aldri og allar
ansi fyndnar. MYND LEIKFÉLAG AKUREYRAR/ GRÍMUR
Þjóðmenningarhúsið og Gljúfra-
steinn, hús skáldsins, efna til dag-
skrár í Þjóðmenningarhúsinu kl.
20.00. Dagskráin nefnist Blaðað í
myndaalbúminu og er haldin í til-
efni af sýningunni Síðbúin sýn,
þar sem brugðið er upp ljósmynd-
um sem Halldór Laxness tók á
ferðum sínum innanlands og utan
og heima á Gljúfrasteini.
Halldór Guðmundsson rithöf-
undur og Guðný Halldórsdótt-
ir, kvikmyndaleikstjóri og dóttir
skáldsins, ganga um með gestum
og ræða um ljósmyndir Laxness.
Þá munu Anna Guðný Guðmunds-
dóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir
flytja lög við ljóð Halldórs Lax-
ness.
Allir eru velkomnir á dagskrána
og aðgangseyrir er enginn. pbb
Halldór í
myndatöku
HALLDÓR LAXNES Mynd sem hann tók
Borgarbókasafnið heldur úti miklu
og skemmtilegu barnastarfi og er
Sögubíllinn Æringi hluti af því sem
fram fer á vegum safnsins. Sögu-
bíllinn heldur nú áfram ferð sinni
um borgina en þetta er í annað eða
þriðja sinn sem Æringi kemur á leik-
skóla borgarinnar. Fyrir jól heim-
sóttu ömmur leikskólana og sögðu
sögur af jólunum í gamla daga
en í þetta sinn er það sögukonan
Sóla sem segir sögur. Sóla er dótt-
ir Grýlu en ekki hefur farið mikið
fyrir henni undanfarið enda hefur
hún verið í útlöndum undanfarin
100 ár. Hún hefur lært heil ósköp
af sögum og fékk vinnu hjá Borg-
arbókasafninu við að segja sögur
en fær í staðinn að búa í Æringja.
Henni þykir afskaplega vænt um
börn og það er ástæðan fyrir því
að hún strauk að heiman fyrir 100
árum. Í þetta sinn er frístundaheim-
ilum boðið að fá Sögubílinn í heim-
sókn og hefur það gefist vel og bíll-
inn hefur undartekningalaust verið
pantaður fyrir yngstu börnin. Þetta
framtak Borgarbókasafnsins hefur
mælst vel fyrir enda bæði skemmti-
leg og gott innlegg til aukins mál-
þroska fyrir börnin. -pbb
Æringinn Sóla
BÓKMENNTIR Æringinn Sóla heimsækir
frístundaheimili
Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is
FORRÉTTIR
Saltfiskbollur og dill Aioli í salatlaup
Brasseraðir folaldaskankar „Oriental“ í opnu ravíolí
Innbökuð gæsalæri í smjördeigi umlukin íslenskum aðalbláberjum
Ekta frönsk lauksúpa að hætti Parísarbúa
AÐALRÉTTIR
Steikt klaustursbleikja, sveppir og beikon í döðlum
ásamt flauelismjúkum kartöflum
Gufusoðin lúða á pottaelduðu grænmeti í engiferkrydduðu soði
Íslenskar sjávarafurðir og kanadískur humar
í humarsósu að hætti „Fernand Point“
Dádýrasteik ásamt kremuðum villisveppum,
steiktum kartöflum og rauðvínssósu
EFTIRRÉTTUR
Kirsuber í eigin safa ásamt vanilluís og vöfflu
Crème Brûlée
Gallery Restaurant
býður 15% afslátt
af matseðli, a la carte,
öll kvöld vikunnar.
Gallery Restaurant,
Hótel Holti, státar af einstökum
hópi fagmanna sem töfra fram
ómótstæðilega málsverði í anda hins
franska eldhúss þar sem lögð
er áhersla á íslenskt hráefni.
Borðapantanir í síma 552 5700 og á gallery@holt.is
Opið alla daga í hádeginu og á kvöldin.
B HÓTEL HOLT A
HÁDEGISSEÐILL &
TILBOÐSKVÖLDSEÐILL
SUNNUDAGA/MÁNUDAGA/ÞRIÐJUDAGA
Verð á tilboðskvöldseðli:
Þriggja rétta matseðill á aðeins 4.200 kr.
Verð á hádegisseðli: Frá 1.980 kr.
LEIKHÚSMATSEÐILL
Leikhúsmatseðill er framreiddur frá kl. 18-20
alla daga vikunnar og er í boði fyrir alla matargesti.
Borðapantanir til kl. 19.
Gufusoðin Klausturbleikja með sveppum og beikoni
ásamt döðlugljáa
Steikt dádýr eða fersk smálúða, sellerírótarflauel
og rauðvínssósa
Hálfbökuð karamellukaka og vanilluís
Verð aðeins 4.990 kr.
BOMBAY 2 FYRIR 1
Bombay-kvöld alla fimmtudaga í febrúar.
Tveir fyrir einn af öllum Bombay-drykkjum.
HAPPYHOUR alla daga milli 15 og 18.
Öl á aðeins 399 kr.
FJÖLSKYLDUBOÐ
LAMBALÆRI & BÉARNAISE
Yndisleg fjölskylduhádegi um helgar
og sunnudagskvöld
Hefðbundinn hádegisseðill ásamt lambalæri og Béarnaise-sósu.
Börn yngri en 12 ára borða á hálfvirði og þau allra minnstu fá frítt.
Allir krakkar fá að heimsækja eldhúsið og velja sér ís.
Nú er gaman á Hótel Holti. Bombay-kvöld öll fimmtudagskvöld. Leikhúsmatseðillinn okkar hefur slegið
rækilega í gegn og nú gerum við enn betur og bjóðum þriggja rétta tilboðsmatseðla í hádeginu og á kvöldin.
Um helgar bjóðum við alla fjölskylduna velkomna í gourmet lambalæri og Béarnaise.
Verið hjartanlega velkomin,
starfsfólk Hótel Holts, Gallery Restaurant.