Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 48

Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 48
32 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Dr. Gunni Ég var í London á dögunum. Þetta var ferð eins og ég fór þegar ég var tvítugur. Ég sá endurvakta nýbylgjuhljómsveit frá pönkárunum, Magazine, á tónleikum og hékk í plötubúðum. Ég uppgötvaði löngu gleymda gleði, þá að fletta plötum í plötustöflum. Ég enduruppgötv- aði æsandi undraheim plötubúðanna. Veröld plötubúðanna hefur sjaldan verið lýst eins vel og í bókinni, og síðar bíómyndinni, High Fidelity. Það er alveg ákveðin tegund af nördum sem hanga í plötubúðum. Þeir hanga ekki í hvaða búð sem er. Þeir hanga lítið í sálarlausum stór- verslunum og þær fara bara á hausinn á endanum. Liðið sem vill topp 10 fær sér það bara stafrænt á net- inu. Í stað Virgin Mega- store á horni Oxford Street og Tottenham Court Road er komin búðin Zaavi. Þar er ömurlegt um að litast og greinilegt að búðin er á síð- ustu metrunum. Nördar vilja búðir rekn- ar af áhuga og sérfræði- þekkingu og því eru minni búðir málið. Þar sem nörd- isminn og leitin endalausa að snilldinni lifir. Rough Trade er gamalkunnugt nafn. Byrjaði sem útgáfa og búð í pönkinu og er enn að. Gefur meðal annars út Emilíönu Torrini og er með tvær búðir í London. Ég fór í báðar. Í þeirri minni var verið að spila eitthvað sem mér fannst æðislegt. Þetta var eins og í High Fidelity þegar Cusack og Black spila eitthvað og veðja um að einhver í búðinni muni koma og spyrja hvað þetta sé og kaupa plötuna. Ég spurði og hlóð svo plöt- unni niður þegar ég kom heim. Fín plata með Marnie Stern. Stærri búðin er við enda götu með eintómum indverskum veitingastöðum. Þar var verið að spila „Orð, morð“ með Óðmönnum þegar ég kom inn. Vá, hvílík tilviljun! Ég spurði og komst að því að lagið er á safn- plötunni B-music, Drive in, Turn on, Freak out sem útgáfan Finders Keepers gaf út í fyrra. Trúbrot á líka lag á plötunni. „Mind blowing vintage vinyl discoveries from around the psychedelic globe,“ stend- ur á umslaginu. Íslenskt hipparokk er greinilega óplægður akur fyrir þá sem allt þykjast hafa heyrt. Óðmenn eru aldrei á fóninum í Zaavi. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Undraheimur plötubúða NÖRDAR HANGA Í PLÖTUBÚÐUM Undraheimi plötubúða hefur aldrei verið lýst betur en í High Fidelity. „Upp með hendur, allir saman, Stál og hnífur er nú meiri lygasagan,“ segir í texta lagsins Upp með hend- ur frá hinum nýstofnaða dúett Blóð- bræður. Ekki fer á milli mála að lagið er ádeila á Bubba Morthens. „Textinn segir nú bara alla sög- una og lagið Stál og hnífur segir alla söguna líka. Ef Bubbi lítur á þetta sem skítkast er það aðal- lega hans mál,“ segir Erling Bang, annar meðlima Blóðbræðra. Hinn heitir Hrafn Jónsson og er óreynd- ur úr tónlistarbransanum, öfugt við Erling sem er trommari þunga- rokkssveitarinnar Celestine og fyrrum trommari I Adapt. „Við erum ekkert hljómsveit sem er í því að skíta yfir fólk,“ segir Erling en játar að tilfinningar sínar til Bubba séu blendnar. „Bubbi hefur samið haug af góðum lögum og haug af lélegum lögum líka en okkur finnst hann ekki samkvæmur sjálfum sér.“ Næsta lag Blóðbræðra nefnist Flóttamaður og fjallar um Íslend- ing sem er bitur út í samfélagið og heldur að eina vitið sé að hlaupa í burtu og flýja land. „Það er blóð- bragð af öllu þessu dóti hjá okkur, við erum baneitraðir,“ segir Erling. Dúettinn er í óða önn að semja nýtt efni og stefnir á útgáfu sinnar fyrstu plötu á næstu misserum. Hægt er að sjá myndband við Upp með hendur á síðunum Kvik- mynd.is og Youtube.com. - fb Stál og hnífur algjör lygasaga BLÓÐBRÆÐUR Erling Bang (til vinstri) og Hrafn Jónsson eru meðlimir hljómsveitar- innar Blóðbræðra. Hafdís Huld tekur nú upp nýja plötu í hljóðveri í Norður-Yorkshire og er langt komin. Nokkrar hljóðverskempur eru henni innan handar. Trommar- inn Martyn Barker var einu sinni í hljómsveitinni Shriekback og bassaleik- arinn Simon Edwards var í Fairground Attraction. Um hljóðupptökur sjá Calum MacColl, sem hefur komið nálægt plötum Backstreet Boys, og Phill Brown, sem hefur samstarf með Robert Plant og Bob Marley á fer- ilskánni. Þá er Alisdair Wright sem lengi hefur spilað með Hafdísi ekki langt undan. Red Grape Records gefur nýju plötuna út eins og þá fyrri (Dirty Paper Cup, kom út 2006) og má búast við fyrstu smá- skífunni í apríl. Hafdís Huld tekur upp > Plata vikunnar Evil Madness - Demoni Paradiso ★★★★ „Kraut-rokk, b-myndatónlist og gamalt syntapopp eru á meðal þess sem kemur upp í hugann þegar hlustað er á Demoni Paradiso.“ TJ > Í SPILARANUM The Prodigy - Invaders Must Die Swan Lake - Enemy Mine Andrew Bird - Noble Beast Bon Iver - Blood Bank EP Morrissey - Years of Refusal THE PRODIGY MORRISSEY NÝ PLATA Á ÁRINU Hafdís Huld. Plötuútgefandinn Baldvin Esra á Akureyri hefur stofnað nýja útgáfu sem gefur út ódýra íslenska tónlist. „Brak er undirútgáfa Kimi Rec- ords og sinnir verr seljanlegri tónlist en Kimi. Enn verr seljan- legri,“ segir Baldvin Esra Einars- son, plötuútgefandi á Akureyri, um nýjastu hugmynd sína, Brak Rec- ords. „Framleiðsluferlið miðast við illseljanleikann. Samt er auðvitað haldið í gæðin. Brak gefur bara út gæðaefni.“ Öll framleiðsla Brak-útgáfunnar fer fram á Íslandi. „Það er kappi á Ólafsfirði sem brennir diskana, en við stefnum á að kaupa brennslu- vél í framtíðinni. Plöturnar koma í vasa og svo fylgir ljósritað blað með.“ Íslenskir geisladiskar eru oftast pressaðir í geisladiskaverksmiðj- um í útlöndum enda ekki slíkar vélar til hérlendis. Baldvin segir engan gæðamun á pressuðum og brenndum diskum, hljómgæðin og endingin sé sú sama. „Menn hafa verið að pressa diskana erlendis af því að það hefur verið ódýrara ef gerðir eru 500 eða fleiri disk- ar. Ef upplagið er undir 500 ein- tökum kemur betur út að brenna hérna heima. Þá sleppur maður við flutningskostnað og svo er gengið náttúrlega óhagstætt. Brak-disk- arnir verða seldir ódýrt, á þetta 1600-1700 kall út úr búð. Þetta er íslensk framleiðsla frá A til Ö.“ Fyrsta platan frá Braki er Music from soul með Carpet show. „Það er hljómsveit Brynjars Helgason- ar, 17 ára nemanda í MH. Hann er búinn að dunda við þessa plötu í nokkur ár. þetta er lág-hljómgæða þjóðlagatónlist og má líkja henni við listamenn á borð við The Mic- rophones, Danielson og Daniel Johnston,“ segir Baldvin. Hann segir Brak komið til að vera og mikið af úrvalsefni bíði útgáfu. „Upprunalega stóð til að gefa út á tveggja mánaða fresti, en mér sýnist að nýjar plötur muni koma oftar út en það. Þetta er svo lítið vesen. Það tók viku frá því að búið var að mastera Carpet show plötuna þar til að hún var komin í búðir.“ Fram undan hjá Braki eru plöt- ur með hávaðarokksveitinni Skelk í bringu, döpru gleðipoppsveitinni Létt á bárunni (Berglind og Svav- ar úr Skakkamanage), Faðirvor og Reykjavík! lite, sem er órafmagn- aða útgáfan af Reykjavík! drgunni@frettabladid.is Ódýrt, íslenskt og illseljanlegt CARPET SHOW Er band Brynjars Helga- sonar, 17 ára nema í MH. BRAK MIÐAST VIÐ ILLSELJANLEIKANN Baldvin Esra, plötuútgefandi á Akureyri, hefur stofnað nýja útgáfu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS ESKIMOS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.