Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 50
34 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > DANSA Á ÓSKARNUM Talið er að kynnir Óskarsverðlaun- anna, Hugh Jackman, muni taka þátt í dansatriði á hátíðinni ásamt söng- og leikkonunni Beyonce Knowles. Zack Eftron og Vanessa Hudgens úr High School Musical taka einnig þátt í atriðinu. Leikstjóri verður landi Jack- mans, Baz Luhrmann. Skömmu eftir afsögn Richards Nixon Bandaríkjaforseta vegna Watergate-málsins hafði David Frost, ástralskur þáttastjórnandi, samband við umboðsmann Nixons og óskaði eftir opinskáu viðtali við hann. Nixon samþykkti viðtalið gegn vænni greiðslu og nokkr- um skilmálum, meðal annars að umræðu um Víetnamstríðið og Watergate-málið væri haldið í lág- marki. Almenningur horfði á þetta viðtal og lagði mat sitt á forsetann. Sjálfur horfði Nixon á viðtölin sem tækifæri til að skýra mál sitt. Sjón- varpsviðtalið var það fyrsta og síð- asta sem Nixon veitti eftir forseta- tíð sína. Frost/Nixon er byggð á sam- nefndu leikriti eftir Peter Morg- an frá 2006 sem sýnt var í rúm tvö ár, bæði í Lundúnum og á Broad- way. Morgan aðlagar sitt eigið leik- rit á hvíta tjaldið. Hann hefur að sjálfsögðu mun frjálsari hendur í myndinni og getur gert umgjörð hennar mun flottari, þó að leikrit- ið hafi verið mestmegnis undirbún- ingurinn fyrir viðtalið svo og við- talið sjálft. Líkt og leikritið er myndin drifin áfram af samtölum og þrátt fyrir að vera „samtalsmynd“ þá er varla nokkur einasti dauður punktur í henni. Samtölin eru mjög hnyttin og áhugaverð og sama tempói er haldið út myndina. Morgan hefur auðvitað haft nægan tíma til þess að fínpússa öll samtöl og kemst það vel til skila á hvíta tjaldinu. Ron Howard er við stjórnvöl- inn og fer það ekki á milli mála að Frost/Nixon skipar sér sess með Cinderella Man og A Beautiful Mind sem ein af hans bestu mynd- um. Howard hefur gert slappar myndir inn á milli, en framleiðsl- an hefur alltaf verið í sama gæða- flokki. Howard nær því allra besta út úr leikurum sínum og sömuleið- is samstarfsfólki í þessari. Mynda- takan spilar mikinn þátt í mynd- inni og þá sérstaklega í viðtölunum. Viðtöl Frosts við Nixon eru meðal merkustu sjónvarpsviðburða fyrr og síðar, og meðhöndlar Howard myndina í samanburði við það. Í raun er þetta ein hans mikilvæg- asta mynd hingað til. Bæði Frank Langella og Michael Sheen, sem fara með hlutverk Nix- ons og Frosts, endurtaka hlutverk sín úr leikritinu. Langella er stór- góður sem Nixon og nær algjör- lega töktunum hans. Þegar líða fór á viðtölin mátti sjá neistaflug hjá Langella, og þá sérstaklega í síð- asta viðtalinu þar sem Nixon við- urkennir mistök sín, fullur iðrunar og eftirsjár. Sheen er mjög góður í hlutverki glamúrgosans Frosts. Um miðbik myndarinnar fyllist maður vorkunn yfir Frost vegna erfið- leika hans við að fjármagna viðtöl- in, og þá skína í gegn leikhæfileik- ar Sheens. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Oliver Platt og Sam Rockwell sem rannsóknarmenn framleiðslu- teymisins kringum viðtalið. Slegið er á létta strengi og tekst vel til. Frost/Nixon er afbragðsmynd sem er drifin áfram af vönduðu og áhugaverðu handriti Morgans og magnaðri frammistöðu Langella sem Nixon. Ef það væri ekki næst- um fyrirfram ákveðið að Mickey Rourke muni taka Óskarinn sem besti karlleikarinn væri það Lang- ella sem ég væri til í að sjá taka styttuna heim. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Forseti svarar fyrir sig KVIKMYNDIR Frost/Nixon Leikstjóri: Ron Howard. Aðal- hlutverk: Frank Langella, Michael Sheen, Oliver Platt, Sam Rock- well. ★★★★★ Afbragðsmynd frá Ron Howard. Áhugaverð og vel leikin. Fjórar myndir verða frumsýnd- ar í bíó á morgun og ber þar hæst Milk sem hefur verið tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Myndin segir sanna og áhrifa- mikla sögu Harvey Milk sem var fyrsti opinskái homminn sem var kjörinn í mikilvægt opinbert emb- ætti í Bandaríkjunum. Leikstjóri er Gus Van Sant og Sean Penn fer með hlutverk Milks. Báðir eru þeir tilnefndir til Óskarsins. Mynd- in fær 8,1 af 10 í einkunn á Imdb. com. Rómantíska gamanmyndin He´s Just Not That Into You segir nokkr- ar samtengdar sögur af vandamál- inu við að lesa í mannlega hegð- un og túlka, eða mistúlka, orð og gjörðir karlmanna. Með aðal- hlutverk fara Ben Affleck, Jenni- fer Aniston, Drew Barrymore og Jennifer Connelly. Myndin fær 6,6 á Imdb.com. Sjálfur James Bond, Dani- el Craig, fer með aðalhlutverk- ið í Defiance sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Fjallar hún um þrjá bræður sem tekst að sleppa undan nasistum og dvelja í skógi nokkrum þar sem þeir léku sér á æskuár sínum. Einkunn: 7,4. Steve Martin endurtekur hlut- verk sitt sem seinheppni lögreglu- maðurinn Jacques Clouseau í Pink Panther 2. Úrvalsleikarar eru í öðrum hlutverkum, eða Jean Reno, John Cleese, Andy Garcia og Jer- emy Irons. Myndin fær 4,3 á Imdb. com. Áhrifamikil saga Harvey Milk MILK Sean Penn er tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í Milk. Óskarsverðlaunin verða afhent í 81. sinn aðfaranótt mánudags í Kodak-leik- húsinu í Hollywood. Flestir telja að Slumdog Milli- onaire verði kjörin besta myndin. Slumdog Millionaire er tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna og hefur rakað til sín viðurkenningum að undanförnu. Telst það vitaskuld góð vísbending um það sem koma skal. Bafta- og Golden Globe-verð- launin féllu henni í skaut á dög- unum sem besta myndin auk þess sem leikstjórinn Danny Boyle hefur fengið fjölda verðlauna. Ekki skemmir það fyrir að Banda- ríkjamenn eru yfirleitt hrifnir af Öskubuskusögum á borð við Slumdog Millionaire og sú stað- reynd að myndin er uppfull af áður óþekktum leikurum eykur einnig á sjarma hennar. The Curious Case of Benjamin Button er tilnefnd til þrettán Óskarsverðlauna en ólík- legt þykir að hún vinni í stærstu flokkunum. Á undangengnum hátíð- um hefur hún unnið í minni flokkum á borð við bestu förðunina og bestu tæknibrellurn- ar og telja margir að þar verði hún öruggur sigur- vegari á Ósk- arnum. Flest- i r t e l j a næsta víst að Mick- ey Rour- ke hreppi styttuna fyrir hlutverk sitt í The Wrestler. Endur- koma hans í sviðsljósið hefur heill- að marga og frammistaða hans í myndinni er sérlega góð, enda hefur hann sópað til sín verðlaun- um síðustu mánuði. Sá eini sem er talinn eiga einhvern möguleika í Rourke er Sean Penn í Milk. Helst er veðjað á að annað- hvort Meryl Streep (Doubt) eða Kate Winslet (The Reader) fái Óskarinn sem besta aðalleikkon- an. Streep hefur fimmtán sinnum verið tilnefnd og unnið tvisvar á meðan Winslet hefur sex sinnum verið tilnefnd en aldrei unnið. Sú staðreynd gæti auðveldað val Ósk- ars akademíunnar. Hinn sálugi Heath Ledger er tal- inn öruggur sem besti auka leik- arinn sem Jókerinn í The Dark Knight en meiri óvissa er um bestu leikkonuna í aukahlutverki. Viola Davis þykir standa sig sérlega vel í Doubt auk þess sem Marisa Tomei (The Wrestler) og Penélope Cruz (Vicky Cristina Barcelona) eiga góða möguleika. Besta teiknimyndin verður hugs- anlega Wall-E og besta heimildar- myndin Man on Wire. Fjallar hún um mann sem labbaði á línu á milli tvíburaturnanna áður en þeir hrundu. Síðan er því spáð að hin ísraelska Vals Im Bazir eða hin franska Entre les murs berjist um hituna sem besta erlenda myndin. Slumdog líklegur sigurvegari í ár SLUMDOG MILLIONAIRE Flestir telja að Slumdog Millionaire verði valin besta myndin á Óskarsverðlaununum. MICKEY ROURKE Endurkoma Rourke í The Wrestler er með hreinum ólíkindum. 40-80 afsláttur %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.