Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 52
36 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL ÞRIÐJA HUNDINN Fergie, sem giftist leikaranum Josh Duhamel í síðasta mánuði, vill nú taka að sér golden ret- reiver-hund. Fyrir eiga skötuhjú- in dachs-hundana Zoe og Dylan sem þau sjást reglulega með á gangi, en eru nú sögð vilja fá stærri hund í hópinn. Fergie og Du- hamel eru einnig sögð vera að íhuga að ættleiða barn þar sem söngkonan er ekki tilbúin til að gera hlé á vinnu sinni. Knattspyrnufélag Reykja- víkur hélt upp á 110 ára afmæli sitt fyrr í vikunni í KR-heimilinu í Frostaskjóli. Fjölmargir KR-ingar mættu í hófið til að halda upp á áfangann og skemmtu þeir sér prýðilega. KR á sér langa og merkilega sögu, enda elsta knattspyrnufélag lands- ins og elsta samfellt starfandi íþróttafélagið. Í hófinu voru meðal annars veittar heiðursviðurkenn- ingar til félagsmanna í KR og Ell- ert B. Schram rakti sögu félagsins í stuttu máli. Auk hófsins er ætlunin að minn- ast afmælisins með veglegri fjöl- skylduhátíð vestur í bæ í samvinnu við Vesturgarð laugardaginn 6. júní og með afmælishátíð 3. okt- óber. Vel heppnað afmælishóf KR RÚNAR OG ERLING Fótboltakappinn fyrrverandi, Rúnar Kristinsson, ásamt Erling Aðalsteinssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RAUÐA LJÓNIÐ Bjarni Felixson, eða Rauða ljónið eins og hann hefur verið kallaður, ásamt eiginkonu sinni. BROSMILDAR Þessir brosmildu KR-ingar létu sig ekki vanta í afmælishófið. „Já, ég heyrði í honum og útskýrði þetta fyrir honum. Ég var veru- lega óánægð með hann því þetta var tekið úr öllu samhengi,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir, for- stöðumaður samskiptasviðs Saga Capital, um ummæli Stef- áns Einars Stefánssonar viðskiptasiðfræðings í Silfrinu á sunnudaginn. Stefán Einar sagði þar að fjármálafyr- irtæki nokkurt „úti í bæ“ hefði látið skreyta húsakynni sín með sandblásnum fleygum orðum núverandi for- stjóra fyrirtækisins og taldi það merki um „firringu“. Marg- ir þóttust kann- ast við umrætt fyrirtæki, Saga Capi- tal, en áletr- anir þessar tengjast þó ekki „mikilmennsku- brjálæði“ fyrirtækisins að sögn Brynhildar heldur er hér einfald- lega um að ræða verkefnið Brostu með hjartanu sem Akureyrarbær og ýmsir aðilar á Akureyri standa fyrir en hjörtu og fleyg orð úr bókum, ljóðum og munni skólabarna hafa verið límd víðs vegar um bæinn. Verk- efnið sprettur upp úr kreppu- tal inu og snýst um að senda skilaboð í anda jákvæðni og bjartsýni. „Við hjá Saga Capital ákváð- um sem sagt að vera með og ég persónulega fékk þá hugmynd að taka þetta inn í hús og gera þetta um leið svolítið lókal fyrir okkur starfsmennina. Krepputalið hefur auðvitað líka áhrif hér. Við höld- um starfsmannafund einu sinni í viku með forstjóranum, Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, og hann talar svolítið kjarnyrt mál. Þess- ar línur sem við hengdum upp eru línur sem við sem vinnum hér þekkjum öll úr hans munni.“ Bryn- hildur segir að Þorvaldur hafi ekki verið hafður með í ráðum heldur hafi þetta átt að koma á óvart og um leið að vera hluti af verkefn- inu. „Þetta var innanhússgrín á Þorvald og eru tilvitnanir eins og „það er dimmast fyrir dögun“, og „enn hefur ekki komið það él sem ekki styttir upp“ útskýrir Bryn- hildur. .- jma Misskilið innanhússgrín hjá Saga Capital „Jú, við erum komin með nýja Lottu. Þetta er fjórða Lottan okkar Íslendinga. Og hún er stafræn, það er að segja það er flaga inni í hverri kúlu,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskr- ar getspár, en síðastliðið laug- ardagskvöld var ný lottóvél tekin í notkun ásamt nýjum stafrænum lottókúlum. „Við vorum svona á síðasta snún- ingi með að skipta út vélinni en öryggiskröfur gera ráð fyrir að ný vél sé tekin í notk- un á 7-9 ára fresti. Sú sem við kveðjum var sennilega orðin átta ára.“ Íslendingar lottuðu í fyrsta skiptið árið 1986 og það er mikill munur frá þeim hætti sem þá var hafður á drætt- inum þegar Lottómeyjar og -sveinar klæddu sig í hvíta hanska og teygðu sig hand- virkt eftir kúlunum. Stefán segir að lottóvélarnar séu keyptar af sama fyrirtæki og fyrri vélar hafa verið keypt- ar af. „Þetta er svipuð vél og er að finna annars staðar á Norðurlöndum. Nýja vélin er mjög kröftug og búin nýjasta búnaði og nú geta ekki orðið mistök við álestur kúlnanna því það er tölva sem gerir það út frá flögunum og full- trúi dómsmálaráðuneytisins les tölurnar af skjá í hverjum úrdrætti.“ Gamla vélin er enn uppi í Efstaleiti en hún skilaði Íslending- um um 4,5 millj- örðum króna. „ Hú n kemur hingað bráðum og fer þá niður í kjallarann og verð - ur geymd sem sögu- legur munur.“ - jma Lottókúlurnar orðnar stafrænar VORU Á SÍÐASTA SNÚNING Gamla lottóvélin var orðin átta ára gömul. Kings of Leon-rokkarinn Caleb Followill hefur ákveðið að selja hús sitt í kjölfar ógnvekjandi aðdáendapósta. Í viðtali við breska dagblaðið The Sun segist Followill fá gjafir og ýmiss konar furðulegar sendingar á heimili sitt í Nashville í Bandaríkjunum eftir að Kings of Leon slógu í gegn í Evrópu, en krakkar hafa gert sér ferð frá Bretlandi til Bandaríkj- anna til að fara með gjafir á heim- ili hans. Followill fékk sig þó fullsadd- an þegar hann kom heim til sín á dögunum eftir að hafa skropp- ið frá í stutta stund, en þá hafði fjórum kóngaspilum með nöfnum hljómsveitarmeðlimanna verið komið fyrir við útidyrnar og seg- ist rokkarinn þar með hafa ákveð- ið að setja húsið á sölu. Óttasleginn rokkari OFSÓTTIR Rokkararnir í Kings of Leon hafa orðið fyrir miklu áreiti eftir að þeir slógu í gegn í Evrópu, bæði með óvæntum heimsóknum og ógnvekjandi aðdáendapóstum. STEFÁN KONRÁÐSSON ÖRG ÚT Í STEFÁN Brynhildur Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Saga Capital, segir að enginn hafi misskilið áletranir á húsakynnum Saga Capital hingað til, nema Stefán Einar Stef- ánsson í Silfrinu. Aðeins sex sýningar: 05/02 08/02 15/02 22/02 01/03 08/03 Sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðasala í síma 568 8000 og á www.id.is. Nýtt verk eftir Katrínu Hall, Peter Anderson og Cameron Corbett. Tónlist eftir Sigtrygg Baldursson, Pétur Ben og Frank Hall. Leikmynd eftir Aðalstein Stefánsson. Traustur bakhjarl Íslenska dansflokksins F ít o n / S ÍA Íslenski dansflokkurinn býður atvinnulausum ókeypis miða á sýninguna - nánar á www.id.is ID .IS “fjörug, kraftmikil og oft falleg (sýning) og minnir okkur enn einu sinni á hversu öflugur og fjölhæfur Íslenski dansflokkurinn er” Martin Regal, Morgunblaðið 8. feb.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.