Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 56
40 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin: Man. Utd-Fulham 3-0 1-0 Paul Scholes (12.), 2-0 Dimitar Berbatov (30.), 3-0 Wayne Rooney (63.) STAÐA EFSTU LIÐA: Man. Utd 25 18 5 2 44-10 56 Liverpool 25 15 9 1 42-17 54 Aston Villa 25 15 6 4 40-24 51 Chelsea 25 14 7 4 44-15 49 IE-deild kvenna (A): KR-Haukar 72-83 (31-44) Stigahæstar: Hildur Sigurðardóttir 19, Sigrún Ámundadóttir 14, Guðrún Ámundadóttir 12, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 6 - Kristrún Sigurjónsdóttir 31, Slavica Dimovska 21, Moneka Knight 9, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7, María Lind Sigurðardótitr 7. Hamar-Keflavík 76-81 Stigahæstar: Lakiste Barkus 29, Julia Demirer 21 (19 frák.), Fanney Guðmundsdóttir 8, Jóhanna Sveinsdóttir 8 - Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Birna Valgarðsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 14, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 13. IE-deild kvenna (B): Snæfell-Grindavík 78-63 Stigahæstar: Kristen Green 37, Sara Andrésdóttir 15 - Ólöf Pálsdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 12. UEFA-bikarinn: Dynamo Kiev-Valencia 1-1 Kravchenko - Silva. Zenit St. Petersburg-Stuttgart 2-1 Huszti, Tymoschuk - Gomez. Aston Villa-CSKA Moskva 1-1 John Carew - Vagner Love. Werder Bremen-AC Milan 1-1 Diego - Filippo Inzaghi Bordeaux-Galatasaray 0-0 NEC Nijmegen-HSV 0-3 Sampdoria-Metalist 0-1 Meistaradeildin í handbolta: Chambery-Rhein Neckar Löwen 25-23 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk, þar af eitt úr víti, fyrir Löwen. EHF-bikarinn: Lemgo-Bjerringbro Silkeborg 28-25 Logi Geirsson var næstmarkahæstur í liði Lemgo með fimm mörk. Bjerringbro vann fyrri leikinn, 26-23, og fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. ÚRSLIT Gamla hörkutólið Árni Stefánsson er mættur aftur á hliðarlínuna í handboltanum. Hann er orðinn aðstoðarmaður Gunnars Magnús- sonar hjá HK og Árni mun væntanlega þenja raddböndin á hliðar- línunni í kvöld þegar FH sækir HK heim í Digranesið í gríðarlega mikilvægum leik og þá sérstaklega fyrir HK. Gunnar segir það mjög gott að fá Árna á bekkinn til sín. „Árni kemur í leiki og tvisvar í viku á æfingar. Það er um að gera að nýta hans krafta. Hann er mikill stemningskall sem kemur mjög sterkur inn í þetta hjá okkur,“ segir Gunnar en svo skemmtilega vill til að þeir félagarnir búa í sömu blokkinni og þekkjast vel. „Ég hitti hann á bílastæðinu og nefndi þetta við hann og hann var sem betur fer æstur í að vera með.“ Árni er fyrrverandi þjálfari liðsins og því í nýju hlutverki að þessu sinni sem hann segist hafa gaman af. „Ég er svo klikkaður að ég get ekki slitið mig frá þessu. Það er líka þægilegt að aðstoða nágranna sinn. Ég get fengið far hjá honum á æfingar og svona,“ segir Árni kátur en hann þjálfar 3. flokk hjá FH sem er einmitt félagið sem HK leikur við í kvöld. „Ég talaði náttúrlega við FH-ingana og þeir sáu ekkert að þessu enda toppmenn sem gaman er að vinna fyrir. Ég þekki líka marga af þessum FH-strákum enda oft uppi í íþróttahúsi þannig að þetta verður fjör.“ Árni segir það vera erfitt að losna við hand- boltabakteríuna. „Ég hélt ég hefði eitthvað lækn- ast en svo er nú aldeilis ekki. Þetta er búið að vera svaka gaman. Það kom mér á óvart hvað það var lítið sjálfstraust og stemning í hópnum þegar ég kom til HK og mitt hlutverk hefur því verið að kveikja svolítið á mönnum.“ Árni útilokar ekki að byrja aftur að þjálfa á fullu og segir handboltann hjálpa sér að mörgu leyti. „Þetta er frábær útrás sem maður fær. Að geta öskrað eins og vitleysingur í klukkutíma á leikjum og farið svo heim sallarólegur og verið góður við konuna. Hún kvartar því ekkert,“ segir Árni á gamansömum nótum og hlær dátt. ÁRNI STEFÁNSSON AFTUR Í HASARINN: AÐSTOÐAR NÁGRANNA SINN, GUNNAR MAGNÚSSON, MEÐ HK Er svo klikkaður að ég get ekki slitið mig frá þessu KÖRFUBOLTI Lokaspretturinn í Ice- land Express-deild karla er fram undan og er mikil spenna um alla deild. KR og Grindavík berjast um deildarmeistaratitilinn, Snæfell og Keflavík keppa um 3. sætið og þá eiga sex lið möguleika á að tryggja sér hin fjögur sætin inn í úrslita- keppnina. Staðan er hins vegar vonlaus hjá botnliði Skallagríms og hún er líka allt annað en góð hjá Þórsurum. Norðanmenn eru núna í 11. sæti og í raun sex stigum frá öruggu sæti þar sem þeir eru með verri innbyrðisstöðu gegn FSu. Fréttablaðið leitaði til körfu- boltaáhugafólks úr öllum áttum og fékk það til þess að spá í hvernig umrædd einvígi innan deildarinn- ar enda. Spámennirnir sem tóku þátt eru Einar Bollason, Yngvi Gunnlaugsson, Hrannar Hólm, Torfi Magnússon, Signý Her- mannsdóttir, Jón Halldór Eðvalds- son, Snorri Örn Arnaldsson, Guð- jón Skúlason, Bárður Eyþórsson, Pálína Gunnlaugsdóttir, Jón Björn Ólafsson, Guðjón Þorsteinsson, Guðbjörg Norðfjörð og Ágúst Björgvinsson. Deildarmeistaratitillinn KR og Grindavík berjast um deild- armeistaratitilinn. KR er með tveggja stiga forskot á Grinda- vík en Grindvíkingum mun duga að verða jafn þeim að stigum þar sem Grindavík er með betri stöðu í innbyrðisleikjum. Spáhópur: KR 100%, Grindavíkza 0% Þriðja sætið Snæfell og Keflavík berjast um 3. sætið og Snæfell er ofar vegna betra gengis í innbyrðisleikjum. Spáhópur: Snæfell 86%, Keflavík 14% Síðustu sætin inn í úrslitakeppni Sex lið berjast um fjögur síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Njarð- vík og Stjarnan eru í bestu stöð- unni en FSu í þeirri verstu og er í raun enn í harðri fallbaráttu við Þórsara. Breiðablik, ÍR og Tindastóll eru hins vegar öll jöfn með 14 stig í 7. til 9. sæti. Árangur í innbyrðisleikjum kemur líklega til með að ráða í lokin og þar standa Blikar vel að vígi gagnvart ÍR og Tindastól en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína gegn þessum tveimur liðum. Stól- arnir hafa hins vegar tapað öllum þremur leikjum sínum gegn Blik- um og ÍR-ingum. Spáhópur: Njarðvík 100%, Stjarnan 93%, ÍR 86%, Tindastóll 71% en Breiðablik 50% og FSu 0%. Fallbaráttan Fallbaráttan stendur á milli FSu og Þór Akureyri. Breiðablik, ÍR og Tindastóll eru ekki alveg sloppin en það verður að teljast líklegast að fallbaráttan standi á milli Þórs og FSu. Spáhópur: Þór 71%, FSu 29%. ooj@frettabladid.is Barist úti um alla deild Fram undan er spennandi lokasprettur í Iceland Express-deildinni. Fréttablaðið fékk körfuboltaáhugafólk til þess að spá um hvernig þetta fer allt saman. STAÐAN Í DEILDINNI KR 17 16 1 1626-1250 32 ------------------------------------------------------ Grindavík 17 15 2 1676-1372 30 Snæfell 17 11 6 1411-1237 22 Keflavík 17 11 6 1464-1300 22 Njarðvík 17 9 8 1387-1447 18 Stjarnan 17 8 9 1452-1447 16 Breiðablik 17 7 10 1327-1477 14 ÍR 17 7 10 1414-1426 14 ------------------------------------------------------ Tindastóll 17 7 10 1388-1454 14 FSu 17 6 11 1382-1419 12 ------------------------------------------------------ Þór Ak. 17 4 13 1369-1525 8 Skallagrímur* 17 1 16 1055-1597 2 Skallagrímur er fallinn í 1. deild. KÖRFUBOLTI Það verður flottur leikur í DHL-Höll þeirra KR- inga í kvöld þegar topplið Ice- land Express deildar karla tekur á móti nýrkrýndum bikarmeistur- um Stjörnunnar. Nýkrýndir bik- armeistarar hafa aðeins unnið fyrsta leik eftir bikarúrslitaleik- inn í 3 af 9 skiptum frá árinu 2000 og allir sigrarnir þrír hafa komið á móti neðsta liði deildarinnar. Þetta verður í þriðja sinn á síð- ustu fjórum tímabilum þar sem bikarúrslitaliðin þar sem bikar- úrslitaleikurinn er endurtekinn aðeins nokkrum dögum seinna. Í fyrra fóru nýkrýndir bikarmeist- arar Snæfells illa með Fjölnis- menn á þeirra eigin heimavelli og unnu þá með 53 stigum eftir að hafa unnið 23 stiga sigur í bikaúr- slitaleiknum fjórum dögum áður. Tveimur árum áður náðu Keflvík- ingar hefndum fyrir tap í bikaúr- slitum með því að vinna nýkrýnda bikarmeistara Grindavíkur með 25 stigum fimm dögum eftir 15 stiga tap í bikaúrslitum. Stjörnumenn hafa þegar spillt fyrir deildarmeistaradraum- um Grindvíkinga og nú er að sjá hvort þeir geri hið sama með drauma KR-inga sem eru væntan- lega vaknaðir efrir bikarmartröð sína síðasta sunnudag. - óój FYRSTI LEIKUR BIKAR- MEISTARA SÍÐUSTU ÁR: 2008 Snæfell-Fjölnir (úti) 114-61 2007 ÍR-KR (ú) 81-89 2006 Grindavík-Keflavík (ú) 84-109 2005 Njarðvík-Snæfell (ú) 84-88 2004 Keflavík-Breiðablik (ú) 105-98 2003 Keflavík-Grindavík (ú) 92-105 2002 Njarðvík-Stjarnan (h) 102-75 2001 ÍR-Skallagrímur (h) 84-86 2000 Grindavík-Haukar (ú) 60-73 Nýkrýndum bikarmeisturum hefur ekki gengið vel í fyrsta leik undanfarin ár: Bikarúrslitaliðin mætast aftur SÁRT Leikmenn KR eftir tapið í bikarúr- slitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. SENDU SMS EST BCD Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU: 100 ÍSLENSKAR BALLÖÐUR, GOS, GEISLADPLÖTUR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! WWW.SENA.IS/100SERIA 9. HVERVINNUR! Allar uppáhalds ballöðu rnar þínar á 5 geislaplötum! > Sextán deildarsigrar Haukakvenna í röð Bikarmeistarar KR náðu ekki að stöðva sigurgöngu deildarmeistara Hauka í Iceland Express-deild kvenna. Haukar höfðu gott forskot nær allan leikinn og unnu að lokum með 11 stigum, 83-72. Þetta var sextándi deildarsigur Hauka í röð en liðið er það eina sem hefur unnið KR-konur á þessu ári. Kristrún Sigur- jónsdóttir, fyrirliði Hauka, átti stórleik, skoraði 31 stig og tók 13 fráköst. Leikurinn var mjög grófur og voru fleiri en einn leikmaður bornir út af eftir meiðsli, alvarlegust eru þau þó líklega hjá Sigrúnu Ámundadóttur í liði KR sem meiddist á hné. FÓTBOLTI Manchester United vann í gær sinn tíunda sigur í röð í öllum keppnum og náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Fulham. Edwin Van der Sar hélt hreinu í 14. deildarleikn- um í röð og hefur alls hald- ið marki sínu hreinu í 1.302 mínútur. Paul Scholes, sem átti mjög góðan leik, skoraði fyrsta markið strax á 12. mínútu en þetta var fyrsta mark hans í 18 mán- uði. Búlgarinn Dimitar Ber- batov jók muninn í 2-0 á 30. mínútu og Wayne Roon- ey (t.v.) innsiglaði síðan sig- urinn á 63. mínútu, tveimur mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. - óój Sigurganga Man. United hélt áfram í ensku deildinni: Fimm stiga forskot BLÓÐ SVITI OG TÁR Þorleifur Ólafsson fékk slæmt högg í leik um daginn en lét það ekki aftra sér að fara aftur inn á þegar hann var búinn að tjasla sér saman. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.