Fréttablaðið - 19.02.2009, Síða 62
46 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. vírus, 8.
tilvist, 9. sigað, 11. ekki, 12. dimmt,
14. áburður, 16. skóli, 17. tækifæri,
18. for, 20. í röð, 21. þjappaði.
LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. bor, 4. ríki
í Suðaustur-Asíu, 5. ái, 7. fælinn, 10.
traust, 13. óvild, 15. hóta, 16. flík, 19.
kyrrð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. java, 6. rs, 8. líf, 9. att, 11.
ei, 12. myrkt, 14. gúanó, 16. fg, 17.
lag, 18. aur, 20. mn, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. al, 4. víetnam,
5. afi, 7. styggur, 10. trú, 13. kal, 15.
ógna, 16. fat, 19. ró.
„Klukkan sex er það Cheerios
án sykurs, með AB-mjólk með
perubragði og vatnsglas. Þetta
virkar í 90 prósentum tilvika.
Ég borðaði alltaf AXA-kornmat
með súkkulaðibragði í vatni, en
eftir að pakkinn hækkaði úr 380
krónum í 500 kall finnst mér
það ekki réttlætanlegt.“
Heimir Karlsson fjölmiðlamaður
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8.
1 Skúli Helgason.
2 Um 100 milljónir króna.
3 Góða dátann Svejk.
„Við erum þrjár stelpur sem var sagt upp vinn-
unni hjá fjármálafyrirtæki einn föstudaginn í lok
janúar. Við ákváðum fljótlega að snúa leiðindun-
um upp í ævintýri. Sex klukkustundum eftir aftöku
var hugmyndin komin. Næsta dag settumst við yfir
landakortið. Á mánudeginum var vaðið í sprautur
og flugmiðinn keyptur á miðvikudegi,“ segir Katrín
Atladóttir, bloggdrottningin katrin.is.
Katrín flýgur til Suður-Afríku í dag með vin-
konum sínum, Margréti og Ástu, og ætlar að vera í
svörtu heimsálfunni í minnst tíu vikur. „Ég ætla að
sniðganga íslenskar fréttir og það verður frábært
að losna við allar kosningafréttirnar. Við komum
ekki aftur fyrr en eftir kosningarnar. Það verður
mjög gott að fá frí frá neikvæðninni sem er í gangi
á Íslandi. Það er alveg margt gott í gangi en margir
á netinu einblína aðeins of mikið bara á það slæma.
Það væri svo miklu uppbyggilegra að fókusa frekar
á jákvæðu hlutina.“
Katrín segir ferðina svo sem ekki ákveðna í
þaula. „Við byrjum í Cape Town, sem mér skilst að
sé ein hættulegasta borg heims. Það verður lítið mál
því við erum svo svalar. Síðan förum við í þriggja
vikna bakpokaferðalag með ensku fyrirtæki til
Namibíu, Botswana og Zambíu. Eftir það er eigin-
lega allt opið en okkur langar í sólbað á Zanzibar,
górillutrek í Rúanda og til Kenýa.“
En hvað með peninga? „Peninga?“ hnussar í Katr-
ínu. „Það er eitthvað svo 2007 að vera með vinnu
og hugsa um peninga. Maður er ekkert að stressa
sig, maður verður bara að nýta svona tækifæri til
að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt. Ætli
maður fái nokkuð aftur vinnu fyrr en í næsta góð-
æri? Nei, djók.“
Hægt verður að fylgjast með Afríkuferð Katrínar
og kó á katrin.is/afrika. - drg
Atvinnulausar í Afríkuferð
„Við erum að taka yfir þáttinn Mér
finnst. Eitt af flaggskipum ÍNN,“ segir
Lára Ómarsdóttir blaðamaður.
Lára, ásamt blaðamönnunum Berg-
ljótu Davíðsdóttur og Katrínu Bessa-
dóttur, er nýr umsjónarmaður þáttarins
Mér finnst sem áður var í umsjá þeirra
Ásdísar Ólsen og Kolfinnu Baldvinsdótt-
ur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Lára segir
þær stöllur leggja upp með að láta sér
ekkert mannlegt óviðkomandi og stefn-
an er að fjalla um allt milli himins og
jarðar. „Við gerum ráð fyrir því, vegna
þess að við komum úr þessum heimi
blaða- og fréttamennsku, að vera meira
fréttatengdar en þær sem fyrir voru. En
samt, við ætlum líka að tala um ýmis-
legt sem kemur fréttum ekkert við.“
Í Mér finnst var áður, með fulltingi
hjálparkokka á borð við Ellý Ármanns,
Björk Jakobsdóttur og Sigríðar Kling-
enberg, talað fjálglega um ýmislegt
sem gæti flokkast undir reynsluheim
kvenna. Og ef karlkyns blaðamað-
ur gerði svo mikið sem tilraun til að
útskýra yrði það afgreitt snarlega sem
klúrheit. „Verður kynferðisleg umræða?
Við ætlum bara að vera einlægar og
skemmtilegar og tala um það sem okkur
þykir áhugavert. Við erum allar mjög
opnar og hressar en við ætlum ekki að
gera út á erótík,“ hlær Lára.
Lára nefnir sem ákveðna fyrirmynd
þekkta þætti sem hafa verið lengi á
skjánum vestanhafs, The View, þar sem
Barbara Walters og Goldie Hawn fara
á kostum. Þættirnir verða á dagskrá
tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtu-
dögum, og hefjast í næstu viku.
- jbg
Ætla ekki að gera út á erótíkina
SJÓNVARPSSTJÓRINN Í KVENNAFANS Hinir nýju umsjónarmenn Mér
finnst ætla að fjalla um allt milli himins og jarðar. Frá vinstri eru Lára,
Katrín og Bergljót ásamt Ingva Hrafni Jónssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVO 2007 AÐ VERA MEÐ VINNU OG HUGSA UM PENINGA
Margrét Ágústa Sigurðardóttir, Katrín Atladóttir og Ásta Mekkín
Pálsdóttir á Laugaveginum. Þær verða í Afríku á morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
gullsmiðjan.is
Ástandið í þjóðfélaginu hefur orðið
til þess að fólk úr ýmsum
áttum veltir því nú fyrir sér
að fara fram í komandi
alþingiskosningum
og ein þeirra er Sirrý
Sigfús spá- og
útvarpskona. Horfir
hún einkum til þess
að ganga til liðs við sjálfstæðismenn
á Suðurnesjum. Sirrý er einn helsti
aðdáandi Davíðs Oddssonar og fer
hvergi leynt með þá skoðun sína að
Jóhanna Sigurðardóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon standi að baki
meintri aðför á hendur honum.
Í Fréttablaðinu í gær var greint frá
því að aðdáendur góða dátans
Svejks; Davíð Ingason, dr. Óttar
Guðmundsson, Sigmar B. Hauksson
og fleiri, ætluðu að koma saman
á veitingastaðnum Kryddlegnum
hjörtum, fá sér einn bjór og jafnvel
stinga úr einu staupi – og
minnast æðruleysis Svejks.
Leikarinn Þór Tulinius ætlar
að lesa úr bók Haseks.
Einhverra hluta vegna
skolaðist dagsetningin til
en íslenskir Svejk-aðdá-
endur ætla að hittast
í kvöld klukkan 21.00 en ekki 21.
febrúar eins og fram kom.
Samfélag tónlistarmanna á Íslandi
er lítið og þar eru flestallir vinir.
Stundum getur þó slest upp á
vinskapinn eins og gerðist skömmu
fyrir jól á skemmtistaðnum Alþjóða-
húsinu við Hverfisgötu. Þar tóku
tal saman Örvar Þóreyjarson
Smárason úr múm og Atli Bolla-
son, hljómborðsleikari Sprengju-
hallarinnar. Örvar virðist hafa verið
ósáttur við skrif Atla um krúttkyn-
slóðina í Morgunblaðið skömmu
áður, því áður en nokkur viðstaddra
fékk að gert hafði hann
ráðist að Atla og skallað
hann þrisvar sinnum í
andlitið. Sem betur fer sá
lítið á Atla og þeir félagar
sættust fullum sáttum
daginn eftir.
- jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég lít ekki á mig sem neina fyrir-
mynd nema kannski dóttur minnar
og hennar vegna er hræðilega leið-
inlegt að þessu máli sé nú slegið
upp. Ég hefði kannski betur hugs-
að málið. Þegar ég var ungur var
Bubbi Morthens mín fyrirmynd.
Þetta er kannski afleiðing af því,“
segir Björn Jörundur, tónlistar-
maður og dómari í Idol-Stjörnu-
leit á Stöð 2.
Mjög hitnaði í kolum á netmiðl-
um í gær eftir að Vísir greindi frá
því upp úr hádegi að nafn Björns
Jörundar Friðbjörnssonar hefði
komið upp í tengslum við dóm
sem birtur var yfir Þovarði Davíð
Ólafssyni. Þar var endurrit sam-
tals þeirra tveggja sem fengið
hafði verið með hlerun fíkniefna-
deildar lögreglunnar. Þorvarð-
ur Davíð var dæmdur fyrir sölu
fíkniefna og ómögulegt er annað
en ætla að Björn Jörundur hafi
verið meðal viðskiptavina hans.
Vísir fékk sjálfan Bubba Mort-
hens, sem var með böggum hildar
vegna málsins, til að þýða þau orð
sem brúkuð eru í samtölum þeirra
tveggja. Og samkvæmt því þýðir
„ás“ kókaín og „tvíburabróðir“ er
slanguryrði yfir amfetamín.
Björn Jörundur hafnaði því í
samtali við Vísi að um eiturlyfja-
viðskipti hefði verið að ræða, hann
hafi verið yfirheyrður vegna máls
Þorvarðar Davíðs en ekki verið
fundinn sekur um neitt ólögmætt.
Björn segir þau viðbrögð sín ekki
réttmæt – en spurning blaðamanns
Vísis hafi komið sér í opna skjöldu.
„Það er á engan hátt hægt að mis-
skilja hvað þarna fer fram. Ég hef
gert mörg mistök í lífinu, ekki síst
þarna. Ég var á slæmum stað. En
þetta var fyrir um ári síðan.“
Einkum er það staða Björns Jör-
undar sem dómara í Idolinu sem
tengd hefur verið þessum frétt-
um. Vísir hefur eftir áðurnefnd-
um Bubba að Stöð 2 gæti minnk-
að skaðann með því að láta Björn
fara. Og mun málið sem slíkt vera
til skoðunar hjá yfirstjórn Stöðv-
ar 2.
Björn segist aðspurður ekki
hafa hugleitt það að hætta sem
slíkur þrátt fyrir að þetta mál
hafi komið upp. „Nei, ég held að
það myndi orka mjög tvímælis ef
maður segði sig frá öllum störfum
og vinnu þegar það kemst í hámæli
hvernig maður hefur hagað sér í
fortíðinni. Ég vissi alveg hver ég
var þegar ég réði mig til starfs-
ins. Það hefur engin áhrif á mín
störf í dag, það breytist ekkert né
hefur áhrif á það hvernig ég ætla
að sinna mínum störfum þó aðrir
viti það hvernig ég hef hagað mér
fortíðinni.“
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Birni Jörundi var hann staddur á
Siglufirði en þar dvelur hann við
að semja tónlist. „Ég var einmitt
núna í dag, þegar þetta kom allt
upp, að semja gott lag. Sem er eitt-
hvað á þessa leið: ‘Ég ætla að brosa
til þín/því allt verður betra ef þú
brosir til mín’. Já, á kassagítar-
inn,“ segir Björn Jörundur.
jakob@frettabladid.is
BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON: FLÆKTUR Í KÓKAÍNMÁL
Ég er ekki góð fyrirmynd
BJÖRN JÖRUNDUR Segist hafa vitað hvern mann hann hafi að geyma þegar hann
réði sig til starfa sem Idol-dómari. Hann ætlar ekki að láta gamlar syndir ráða því að
hann hætti þar nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON