Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1988, Blaðsíða 2
2 Tími'nn Miðvikudagur 13. janúar 1988 Bændur í Garði II í Mývatnssveit leita réttar síns vegna dráttar á greiðslu fyrir sauðfjárafurðir í október og desember s.l.: Kaupfélaginu birt stefna Á næstu dögum verður Kaupfé- lagi Þingcyinga birt stefna frá þeim feðgum ■ Garði II í Mývatnssveit, Þorgrími Starra Björgvinssyni og Kára Þorgrímssyni, vegna dráttar á greiðslu fyrir sauðfjárafurðir 15. okt- óber og 15. desember sl. Samkvæmt búvörulögum eiga sláturleyfishafar að vera búnir að gera að 75% upp við bændur þann 15. október, en 100% greiðsla á síðan að vera komin inn á reikninga þeirra þann 15. desember. Eins og kunnugt er af fréttum liðinna vikna, var hálfsmánaðar dráttur á fullnaðargreiðslu til bænda, frá 15. desember s.l. og samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi sauðfjárbænda munu sumir bændur ekki enn hafa fengið greitt að fullu fyrir sínar afurðir. Þeir feðgar í Garði II fengu færð 75% af heildarupphæðinni inn á reikningþannó. nóvembers.l. Síðan var gert upp að 92% 31. desember s.l. Auk þess að krefjast fullnaðar- greiðslu fyrir afurðir, er í stefnunni farið fram á að Kaupfélagið greiði dráttarvexti, frá tilteknum gjalddög- um. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn hefur aflað sér, hafa lög- menn þeirra feðga sent Kaupfélag- inu innheimtubréf en án árangurs. Því er nú farin sú leið að birta því stefnu til 100% greiðslu afurða, dráttarvaxta og tilfallandi kostnað- ar. Lögfróðir menn, sem Tfminn hef- ur haft tal af, telja að hér sé um að ræða hreint innheimtumál. Hinsveg- ar eru margir sem líta svo á þetta sé prófmál fyrir aðra sauðfjárbændur í landinu, og niðurstöður þess skeri úr um lagalegar skyldur sláturleyfishafa til að greiða fyrir afurðir á lögbundn- um gjalddögum. Jóhannes Krist- jánsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, tjáði Tímanum að þau myndu ekki leita réttar bænda fyrir dómstólum, en þess í stað fylgdust menn grannt með gangi umrædds stefnumáls þeirra Garðs- feðga. Eins og Tíminn greindi frá í gær telja sláturleyfishafar að ríkið skuldi þeim um 530 milljónir króna, sem aftur leiði til að þeir séu nánast útilokaðir frá því að geta staðið í skilum við bændur. Ríkið er þessu hinsvegar ósammála. Ekki er ósennilegt að deila ríkis og sláturleyfishafa fléttist að ein- hverju marki inn í nefnt stefnumál gegn Kaupfélagi Þingeyinga. Lög- fróðir heimildamenn Tímans búast við að dráttarvextir verði ekki greiddir eftir birtingu stefnunnar,. enda væri þá verið að gefa fordæmi • sem þyrfti jafnt yfir alla sláturleyfis- hafa að ganga. Því er jafnvel búist við dómur muni fljótlega falla í héraðsdómi á Húsavík og málinu vísað áfram til Hæstaréttar. 1 samtali við Tímann sagði Þor- grímur Starri Björgvinsson að hann vildi taka skýrt fram að af sinni hálfu væri þessu máli ekki í reynd stefnt gegn Kaupfélagi Þingeyinga, heldur gegn óréttlátum búvörulögum. Þó hefði hann ekki neinna kosta völ en að beina stefnu gegn sínum slátur- leyfishafa, þ.e. Kaupfélagi Þingey- inga. „Við erum einungis að krefjast þess að ákvæði búvörulaganna um gjalddaga verði virt. Ráðamönnum virðist vera alveg sama hvort þeir setja kaupfélögin á kaldan klaka með samningsbroti. Þeir um það, við eigum ekki aðgang að öðrum en sláturleyfishafa, sem í þessu tilfelli er Kaupfélag Þingeyinga. Það er síðan í verkahring þess að leita réttar síns gagnvart ríkinu. Það er mín skoðun að gott sé að þetta mál kom fram í dagsljósið því það gæti skorið úr um hvort búvörulögin geti orðið til þess að drepa kaupfélögin í landinu." Þorgrímur Starri Björgvinsson Þorgrímur sagðist telja að hér væri um að ræða prófmál, því að ef gengi að innheimta umræddar fjár- hæðir, væri slíkt þar með opið fyrir aðra sauðfjárbændur í landinu gagn- vart viðkomandi sláturleyfishöfum. „Ég á nú von á að Samtök sláturleyf- ishafa reyni að verjast með kjafti og klóm. En mér hefði nú verið ósárt þótt þetta endaði á því að klórað ‘ yrði all rækilega í bakið á landbúnað- arráðuneytinu, og landbúnaðarráð- herra alveg sérstaklega. Hann hefur margoft hælt sér af búvörulögunum. Ef við bændur erum svo sviknir um staðgreiðsluna, eða kaupfélagið verður sett á kaldan klaka, vegna þess að ekki er séð fyrir því að þau geti staðið við sínar greiðslur, þá er mér ósárt um að ráðherra verði sviptur mesta ljómanun af góðverk- inu,“ sagði Þorgrímur Starri Björg- vinsson. óþh Fyrstu fram- kvæmdir við tónlistarhús í Laugardai Fyrstu framkvæmdir við nýtt tón- listarhús hófust í gær, þegar boranir hófust í Laugardalnum, en þar mun húsið rísa, þegar fram líða stundir. Nú stendur yfir söfnun til að hefja grunnframkvæmdir og til að standa undir ýmsum hönnunarliðum og voru tónleikarnir í Háskólabíói liður í þeirri söfnun. En innan fárra ára mun tónlist fylla Laugardalinn, um það verður ekki deilt. Tímamynd: Pjeíur Kristinn Finnbogason varaformaður bankaráðs Landsbanka (slands: Ekki nýtt að ekki náist eining Vegna afsagnar Árna Vilhjálms- sonar, prófessors, úr bankaráði Landsbanka íslands, þar sem hann gegndi stöðu formanns, geta líkur á kjöri Sverris Hermannssonar, alþingismanns og fv. ráðherra, til bankastjóra aukist nokkuð. Árna Vilhjálmsson greindi á við forystu Sjálfstæðisflokksins, sem styður ráðningu Sverris. Árni hafði setið í bankaráði Landsbankans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksinsfrá 1974. Eftir bankaráðsfund milli jóla og nýárs, þegar ráðning banka- stjóra Landsbankans var borin upp, kom í ljós að fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í ráðinu voru ekki sammála um hver bæri að taka við stöðunni, nú þegar Jónas Haralz, bankastjóri, hættir. Árni Vil- hjálmsson studdi Tryggva Pálsson, en Pétur Sigurðsson, hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til að Sverr- ir Hermannsson yrði ráðinn. Eyjólfur K. Sigurjónsson, full- trúi Alþýðuflokks í bankaráðinu, tók undir tillögu Árna, en fulltrúi Framsóknarflokks, Kristinn Finn- bogason, studdi tillögu Péturs. Þar með var fulltrúi Alþýðubanda- Iags, Lúðvík Jósepsson, í oddaað- stöðu og gat ráðið því, hver yrði bankastjóri. Hann lét hins vegar ekki uppi hver hans afstaða væri. í stað Árna Vilhjálmssonar tek- ur Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu, sæti hans í bankaráði. Mbl hefur eftir honum vegna þessa, að skoðun hans til ráðningar banka- stjóra hljóti að mótast af viðhorfi hans til hlutverks ríkisbankanna og pólítískrar yfirstjórnar þeirra með tilliti til þarfa atvinnulífsins í landinu. Kristinn Finnbogason, banka- ráðsmaður fyrir hönd Framsóknar- flokks, sagði, að vissulega væri erfitt að ná samstöðu í ráðinu um þetta mál, en það væri engin ný- lunda. „Um langt árabil hefur verið ágreiningur við ráðningu banka- stjóra. Það hefur ekki verið sam- staða í ráðinu um slíkt allt frá því Einar Viðar var settur bankastjóri. Um þá bankastjóra, sem nú sitja og hafa reynst ákaflega vel, var einnig ágreiningur á sínum tíma.“ Kristinn Finnbogason sagði að í mörg ár hefðu bankastjórar verið settir með þremur atkvæðum gegn tveimur, - bankaráðsmenn annað- hvort setið hjá við atkvæðagreiðslu eða greitt atkvæði sitt gegn þeim sem í boði var. „Að lokum verður að leiðrétta þann misskilning að atkvæðagreiðsla vegna ráðningar bankastjóra hafi þegar farið fram í bankaráðinu," sagði Kristinn. „Þetta mál verður ekki á dagskrá fyrr en Jónas Haralz hefur ákveðið að segja af sér.“ þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.