Tíminn - 13.01.1988, Síða 6

Tíminn - 13.01.1988, Síða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 13. janúar 1988 Um 20.000 bílar ónýtir eöa meira og minna skemmdir vegna umferðaróhappa 1987: Á 2. þúsund manns slas- aðir í umferðinni 1987 Hvaða orð yrðu notuð til að lýsa atburði sem þeim, að þak Háskóla- bíós hryndi af einhverjum ástæðum niður í salinn þéttsetinn tónleika- gestum, með þeim afleiðingum að 24 þeirra týndu lífi og allir hinir, á annað þúsund manns, hlytu lífstíð- arörkuml eða meiri og minni áverka? Skelfilegt? Þarna væri þó „aðeins" um svipaðan mannskaða að ræða og í raun átti sér stað í umferðinni á götum og vegum landsins á árinu 1987. Sá virðist fyrst og fremst munurinn að þjóðin sýnist hætt*.að kippa sér upp við það að „ökuþórar" dæmi hálfan 3. tug landsmanna til dauða og lim- lesti á 2. þúsund manns árlega - mikinn meirihluta úr hópi barna og ungmenna. Samkvæmt samantekt Farar- heillar ’87 úr skýrslum bifreiða- tryggingafélaganna slösuðust 1.038 manns í umferðinni á síðsta ári, sem var tæplega 100 manna fjölgun, eða rúm 10%, frá árinu áður. Athygli vekur að flestir slas- ast þegar akstursskilyrði ættu að vera hvað best, sumarmánuðina júlí og ágúst, samtals 242, sem var fjölgun um 45% frá sömu mánuð- um 1986. Framkvæmdastjóri Fararheillar telur skýringuna, a.m.k. að hluta, eiga rætur að rekja til hækkunar hámarkshraða á vegum landsins JAN FEB. MARS APRÍL MAl JÚNl JÚLÍ ÁGÚST SEPT OKT NÓV DES. frá 1. júlí. Það gæti stutt þá álykt- un, að um slys á fólki var að ræða í 9. hverju umferðaróhappi þessa sólríku sumarmánuði, en í svart- asta skammdeginu slasaðist fólk aðeins í 13. til 18. hverju umferðar- óhappi. Banaslys á árinu voru 24, annað árið í röð. Samtals komust um 13.330 um- ferðaróhöpp á skrár tryggingafé- laganna á árinu 1987, sem var um 11% fjölgun milli ára. Þar sem oftast er um árekstra milli tveggja farartækja að ræða mun ekki svo fjarri lagi að um 20.000 bílar hafi orðið ónýtir eða skemmst meira og minna á árinu, sem svarar til þess að 6. til 7. hver bíll í landinu hafi valdið eða lent í umferðaróhappi að meðaltali. I þessar tölur vantar þó tilvik eins og bílaskemmdir vegna útafaksturs þar sem ekki verða slys á mönnum, þar sem tryggingarnar bæta ekki slík tjón nema að um kaskótryggingu sé að ræða og þau lenda því ekki á skýrslum tryggingafélaganna. Marsmánuður átti að þessu sinni metið í fjölda umferðaróhappa, sem þá skráðust 1.275 talsins. Hins vegar virðast menn nú hafa verið gætnari í nýliðnum jólamánuði en árið áður. Óhöpp voru þá 1.098, eða 280 færri en í desembermánuði 1986, sem var mesti óhappamánuð- ur ökumanna það ár. - HEI Hækkun á tóbaki og brjóstbirtu Lokað var á velflestum útsölustöðum ÁTVR í gær. Nýtt verð í dag. Tvö tonn af kennsluefni Áfengi og tóbak hækkaði í verði í gær um 5,5 til 5,7% að meðaltali, en hækkun er þó mjög misjöfn á milli tegunda. Ástæður verðhækkananna eru af tvennum toga spunnar. Annars veg- ar vegna verðhækkana erlendis sem hafa áhrif á endursöluverð á íslandi og hins vegar að fjárlög fyrir árið 1988 gera ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverslunin skili meiri arði á þessu ári en í fyrra. Árið 1987 var arðurinn 3.200 milljónir en á árinu 1988 er gert ráð fyrir að arður verði 4.275 milljónir króna. Þó flestar tegundir áfengis hækki þá finnast víntegundir sem lækka. Léttvínin hækka yfirleitt um 8 til 12%. Til dæmis hækkar rauðvínið St. Emilion um 8,8%. Kostar nú 740 krónur í stað 680 krónur áður. Piat de Beaujoules hækkar úr 510 í 560 krónur sem er 9,8%. Hins vegar hækkar Chateuneuf du Pape aðeins um 3,2%. Hvað hvítvín varðar þá hækkar Hochheimer Daubhaus sem hefur verið mest selda hvítvínið að undanförnu um 19% kostar nú 550 krónur í stað 460 króna áður. Hins vegar hækkar Chablis um 3,4%. Flaska af Bristol Cream sherry hækkar um 6,8% úr 730 í 780 krónur. Sterku vínin hækka yfirleitt minna en þau léttu. Algengasta hækkunin er frá 3 upp í 5%. Smirnoff vodki sem keyptur er í dollurum hækkar aðeins um 3,8% kostar nú 1370 krónur í stað 1320 króna. Brenni- vínsflaskan hækkar úr 880 í 940 krónur sem er 6,8% hækkun. Ball- antine viskí hækkar um 4,5% úr 1550 í 1620 krónur, Beafeater hækk- ar um 3,6% úr 1390 í 1440 krónur. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leggur 45% ofan á kostnaðarverð áfengisins og að auki bætist við sérstakur skattur 27 krónur 92 aurar sem leggst á hverja alkóhólprósentu. Sem dæmi þá er sá skattur 997 krónur og 50 aurar á hverja Smir- noffflösku. Tóbak hækkar að meðaltali um 5,5%. Bandarísku tóbaksvörurnar hækka mun minna en þær evrópsku vegna lágs gengis dollarans. Winston pakkinn hækkar um 4,6% úr 130' krónum í 136 krónur. Frönsku Royal sígaretturnar hækka úr 114 í 126 krónur sem er 10,5% hækkun. London Dogs vindlar hækka einnig um 10,5% fara úr 190 krónum í 210 krónur. Caminante vindlar í 25 stykkja kössum hækka um 1140 krónum í 1275 krónur sem er 10,9% hækkun. Half and Half píputóbak hækkar úr 186 krónum í 195 krónur sem er 4,8%. Sweet Dublin hækkar um 7,3%. Venjulegt neftóbak hækkar úr 96 krónum í 101 krónu sem eru rúm 5%. -HM Nú stendur yfir á Norðurlöndum Norrænt tækniár. Það var Norður- landaráð sem ákvað að árið 1988 skyldi tileinkað tækni. Norrænt tækniár hófst formlega á íslandi á mánudag með athöfn í Norræna húsinu þar sem iðnaðar- ráðherra, Friðrik Sophusson, for- maður tækniársnefndar, Ólafur Davíðsson, og framkvæmdastjóri tækniárs, Sigurður H. Richter fluttu ávörp. Þá afhentu iðnaðar- ráðuneytið og Orkustofnun menntamálaráðuneytinu að gjöf námsefni til dreifingar í 8. og 9. bekk grunnskóla. Námsefnið er hugsað sem kynning á orkumálum almennt og á Norðurlöndunum sérstaklega. Námsefnið verður einnig sent í almenningsbókasöfn og bókasöfn framhaldsskólanna. Efnið sem hér um ræðir ber samheitið „Orka og Norðurlönd", og samanstendur af orkuspili, myndbandi, leiðbeiningum, kennslubók og verkefnahefti fyrir grunnskóla. Til marks um hversu mikið efni er hér á ferðinni má geta þess að samtals vegur það um 2 tonn. Markmið Norræns tækniárs hafa m.a. verið skilgreind á þá leið að „Auka þekkingu almennings á tækni og auka skilning hans á mikilvægi tækniþróunar." í sam- ræmi við þetta binda aðstandendur Norræns tækniárs miklar vonir við hugmyndina um „opið hús“. Sú hugmynd felst í því að helstu rannsóknarstofnanir og ýmis stærri fyrirtæki sem bygga verulega á tækni í starfsemi sinni hafa verið fengin til að hafa opið hús einn sunnudagseftirmiðdag hvert. Með þessu ætti almenningi að gefast kostur á að kynnast því hvernig tæknin virkar í viðkomandi fyrir- tækjum og stofnunum. Vonast að- standendur tækniársins til þess að takast megi að hafa opið hús sem flesta sunnudaga ársins, bæði í Reykjavík og sem víðast um landið. Fyrsta stofnunin sem verð- ur með opið hús er Ríkisútvarpið nú á sunnudaginn, 17. janúar. Af öðru sem á döfinni er vegna tækniársins má nefna veggspjalda- sýningu sem opnar í Kringlunni í Reykjavík nk. mánudag, 18. janú- ar, í tilefni 5 ára afmælis Rann- sóknarstofnana atvinnuveganna. Á þeirri sýningu, sem stendur í hálfan mánuð, munu 9 stofnanir kynna starfsemi sína. Einnig má nefna að biskupsemb- ættið hefur tekið vel í að beina því til presta að einhvern ákveðinn sunnudag í febrúar eða mars muni þeir fjalla í stólræðum sínum um efnið, „maðurinn, tæknin og trúin“. Loks hefur verið ákveðið í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið að efna til samkeppni meðal 10 ára barna um að gera mynd af ein- hverju sem tengist tækni framtíðar- innar. Verðlaun kæmu fyrir bestu myndina og fyrirhuguð er sýning á myndum í apríl. Jafnframt er fyrir- hugað að efna til ritgerðarsam- keppni meðal 12 ára barna um spurninguna: „Hvað myndi gerast á tæknilausum degi?“ Vel kemur til greina að gefa út ritgerðir úr þessari samkeppni í bók, en verð- laun verða alla vega veitt fyrir bestu ritgerðirnar og þær birtar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.