Tíminn - 13.01.1988, Side 13

Tíminn - 13.01.1988, Side 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 13. janúar 1988 iilllllllllllillllil ÁRNAÐ HEILLA iillllllliliii 50 ára Ingimundur Sigfússon forstjóri Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, verður fimmtugur í dag, vinsæll maður og þekktur í við- skiptalífinu. Faðir hans, Sigfús Bjarnason, kom ungur til Reykja- víkur norðan úr Húnavatnssýslu og gerðist fljótlega umsvifamaður í við- skiptalífi borgarinnar og byggði upp stórt fyrirtæki, sem Ingimundur og bróðir hans tóku við af honum látnum. Hefur Hekla verið rekin með myndarskap allt frá byrjun og breytti engu þótt ný kynslóð tæki við rekstri þess, sem þó vill oft verða jafnvel í grónum fyrirtækjum. Ingimundur hefur erft það frá föður sínum að vera lipur í viðskipt- um. Minnist ég þess frá því á árum áður, þegar gott þótti að eignast bjöllu (Volkswagen), að einn dag gengum við, ég og útgefandi minn, til Sigfúsar, sem þá hafði aðsetur þar sem Páll Stefánsson var áður, en Hljómbær er nú til húsa, og gerðum samning um kaup á bíl. Þessi samn- ingur var gerður af mikilli mildi frá hendi Sigfúsar svo hann er mér minnisstæður. En mér sýnist að sami andi ríki enn í fyrirtækinu og er það vel. Á sínum tíma keypti Sigfús Þing- eyrar og hefur þeim kaupum eflaust ráðið nokkur metnaður Húnvetn- ingsins. Ingimundur og aðrir erfingj- ar Sigfúsar eiga nú Þingeyrar og með þeim ósa bæði Vatnsdalsár og Víð- idalsár, sem hafa alltaf þótt mikil hlunnindi, ekki síst nú á dögum, þegar laxveiði er orðin stór tekjulind jarðeigendum. Þingeyrar hafa, ekki síður en Laxamýri í Aðaldal, lengi haft tekjur af laxveiði, og komu þær til sögu fyrir daga stangaveiðinnar. Jón Ásgeirsson á Þingeyrum hafði á sínum snærum laxakarí, sem lá við ós Víðidalsár á veiðitíma, og var veiðin seld um Blönduós. En Ingimundur hefur ekki látið nægja að eiga sinn hlut í Þingeyrum. Hann eignaðist Sigríðarstaði úti við ströndina en nokkru vestar, og þar hefur hann brugðið sér í búskap á sumrin svona til að komast í góða snertingu við land forfeðranna. Sig- ríðarstaði hefur hann byggt upp og gert að myndarbýli. Ingimundurhef- ur gaman af að tala um búskap sinn og ferðir hans norður eru orðnar margar. Ekki voru Sigríðarstaðir keyptir vegna hlunninda. Ég held að einu hlunnindin sem sú jörð býr að sé Ingimundur sjálfur. Kynni okkar Ingimundar hófust fyrir alvöru þegar við, Þorsteinn Pálsson, núverandi forsætisráð- herra, Ingimundur, Hörður Einars- son og undirritaður, stóðum í ströngu á Vísi, en Ingimundur var þá formaður Reykjaprents, en Þor- steinn ritstjóri og Hörður síðar. Það voru skemmtilegir dagar og mikill baráttuhugur og held ég að við allir höfum haft gott af samstarfinu. Á þessum tíma átti Vísir í töluverðum erfiðleikum vegna þess að nokkur hluti starfsliðsins hafði stofnað til annars dagblaðs, og lenti Ingimund- ur í miklu vafstri út af þeim skiptum. Síðan minnist ég þess hve baráttu- hugurinn var ríkur í Ingimundi, án þess honum fylgdi nokkur minnsti vottur af úlfúð eða kergju, sem oft vill koma upp þegar deilt er. Þótt ég tali nú úr öðru húsi vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Ingimundi fyrir þessa Vísis-daga. Þeir voru eftir- minnilegir. Það kom svo í hlut Ingimundar ásamt fleirum að standa að sameiningu hinna tveggja síðdeg- isblaða, sem var viturlegt. Ingimundur, sem heitir í höfuð afa síns föður Rannveigar móður hans, lauk lögfræðiprófi árið 1967. Þá um haustið varð hann forstjóri Heklu við lát föður síns. Hann hefur átt sæti í Verslunarráði íslands, stjórnum Félags íslenskra stór- kaupmanna og Stjórnunarfélagi íslands, setið í stjórn Bílgreinasam- bandsins og stjórn Reykjaprents eins og áður er getið, þar sem hann var formaður, og gegnt stjórnarstörfum í Vinnuveitendasambandinu. Fimm- tugur maður hefur því komið víða við og alls staðar lagt sínar hollu hendur á plóginn. En Sigríðarstaða- bóndinn er ekki einn að verki. 1 ágúst 1959 kvæntist Ingimundur Valgerði dóttur hjónanna Vals Gíslasonar leikara og Laufeyjar Árnadóttur. Það skiptir auðvitað ekki litlu máli fyrir mann, sem rekur stórt fyrirtæki, og þarf þar að auki að sinna ýmsum öðrum störfum eins og hér hefur verið talið, að eiga góðan og traustan lífsförunaut. Valgí, en svo er Valgerður kölluð af vinum og vandamönnum, hefur ein- mitt verið hinn trausti bakhjarl í lífi Ingimundar. Þau standa saman í lífsins stríði, Sigríðarstaðir ekki undanskildir. Á þessum tímamótum í lífi vinar míns, Ingimundar Sigfússonar, gæti maður sagt ýmislegt fleira. Hann er aðeins fimmtugur og á eftir að lifa lengi landinu til góðs. Og þó að það sé hann sem á afmælið leyfi ég mér að óska þeim hjónum báðum og fjölskyldu þeirra til hamingju með daginn. Þau hjón eru einstök að allri rausn og gerð og setja svip mann- prýðinnar á umhverfi sitt. Indriði G. Þorsteinsson llllllllllllllllllllllllllll LEIKLIST illlllllllllllllllW .............IIIIIHI........................ .................... ............................. ...................... ................................ .................................. ................................................................ ■!!! Síldarmúsíkal Leikfélag Reykjavíkur: SÍLDIN ER KOMIN eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Tónlist og söngtextar: Valgeir Guðjónsson. Leikmunir og oúningar: Sigurjón Jóhannsson. Dansar og hreyfing: Auður Bjarnadóttir og Hlíf Svavarsdóttir. Útsetningar og tónlist- arstjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir. Það hlaut að koma að því að sett yrði saman leikverk um síldarárin, - í allri nostalgíunni er augljóslega spennandi að staðnæmast við það spennuþrungna andrúmsloft sem ríkti þegar kaupstaðir fyrir norðan og austan breyttust um sinn í eins konar Klondyke, gullgrafarabæi. Silfur hafsins, sögðu menn og aura- laust fólk gat á skömmum tíma rakað saman peningum. En vinnu- álagið var geysilegt meðan á þessu stóð og áhættan alltaf fyrir hendi. Síldarspekúlantar gátu farið flatt, eins og íslandsbersi í Guðsgjafaþulu Laxness er skýrt dæmi um. Allt þetta rifjast upp þegar horft er á hið lauflétta músíkal sem Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi í skemmunni við Meistaravelli á sunnudagskvöldið. Fyrir þann, sem alinn er upp í síldarbæ eins og undirritaður, vekur sýningin ýmsar minningar. Best að segja það strax að mér virðist aðstandendum sýning- arinnar hafa tekist mætavel að endurskapa hinn öra æðaslátt at- vinnulífsins á síldarplani. Sýning Þórunnar Sigurðardóttur og sam- starfsmanna hennar er liðmannleg í hvívetna. En ánægja sú, sem hafa má af sýningunni, er undir því komin að fólk sé reiðubúið að sætta sig við veika innviði vegna hins gustmikla yfirbragðs og atvinnu- mennsku í sviðsbrögðum. Því að sannast að segja er texti leiksins bitlítill og fyndnin í dauflegra lagi. Ekki heyrðust mér söngtextarnir beysnari. Lög Valgeirs eru hins veg- ar áheyrileg í besta máta. Þetta er músíkal og grimm reynsla fyrir því að slíkur skemmtanaiðnað- ur gengur vel í fólk. En sá er víst aðalmunurinn á þessum leik og hin- um fyrri þeirra Steinsdætra um sfld- ina, sem Leikfélag Húsavíkur mun hafa sýnt, að tónlistin er hér komin í fyrirrúm, enda Valgeir kominn til skjala þar sem á Húsavík var notast við gamla slagara. Efnislega er það eitt að segja um Sfldin er komin að leikurinn lýsir síldarsumri fyrir austan; þangað streymir fólk hvaðanæva, borgar- börn og sveitapíur, fylliraftar, strákalýður og loddarar. Állt þetta lið er eins og skopgervingar upp úr öðrum verkum. Hér er til dæmis stæðileg sveitastúlka úr fjalladal og verður ólétt eftir helsta aflaskipstjór- ann. Svo er hér bóndi sem vill koma söltunarstöðinni burt af því að merar hans verða fyrir ónæði. Sá bóndi er skopfígúra eins og títt er í verkum kaupstaðarbarna. Síðan eru karlar og konur, aðkomufólk, heimskt yfir- vald, síldarspekúlant, laganemi, málari sem segist vera AA-maður, málar kirkjuna og geymir þar spíra. (Hvernig er með þetta AA-stand, ekki minnist ég þess frá síldarárun- um fyrir norðan, er þetta ekki tíma- skekkja?) Ekki gleymist hin allt vitandi kjaftakerling á miðstöðinni, sú er í meira lagi hljóðvillt enda gerist þetta á Austfjörðum. Þannig er mannlífsmyndin næsta kunnugleg og klisjuborin og svo sem ekkert við því að segja. Hins vegar er öll orðræða þessa fólks bragðlítil. Það þarf nefnilega að gæta þess að raunsæisverk þarf að stílfæra rétt eins og önnur; rauntrúa mannltfs- mynd er ekki unnt að gera nema með hæfilegu kryddi og það gat ég ekki orðið var við í þessu verki. Þær persónur, sem eitthvert persónulegt mót fengu, voru sveitastúlkan Jökla og svo kannski Óli sem er búinn með einn vetur á Laugarvatni. Bagalegast þótti mér hve síldarút- vegsmaðurinn sjálfur, Bergmundur, er litlaus persóna frá hendi höfunda því að Jón Sigurbjörnsson væri vel til þess fallinn að gera slíkan karl líflegan á sviðinu. Aftur á móti syngur Jón prýðilega, t.d. í atriðinu með Rússunum. Annars eru leikendur fleiri en svo að ég reyni að telja þá upp. Hér getur að líta margt ungt fólk sem nýkomið er úr leiklistarskóla. Það skilar hlutverkum sínum yfirleitt þekkilega, nefni aðeins Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem Jöklu og Bryndísi Petru Bragadóttur sem Iw Jósu. Eldra liðið fe^Mtt meðsitt, svo sem Soffía JakdMÉMttir sem Sig- þóra. En billegt UB mér að setja Eggert Þorleifsso^jHilutverk Lilla, fylliraftsins góða MWað lokum nær óvæntri upphefð formúlu reyf- arans. Þótt EggtuÉryti nýst vel í kvikmynd er ham*ý§mgarna hér. Skemman við MtMÉpjgaravelli er sem • sköpuð fyrir þeíS&sýningu, eða sýningin fyrir hart&fin mun reyndar sönnu nær. Þessi ÍB geimur fyllist furðanlega og venSMí iðandi af lífi. Ekki bar á öðu!>%n áhorfendur skemmtu sér dávitófcn illa kann ég við þann sið aðr *&ida upp fyrir hverju sem er cfiMKiiu er farið að gera nánast á hvöSfcksýningu eða tónleikum. Með^HKpá móti fer sá hátíðleiki, sem ájpwtra yfjr þeirri athöfn, út í veðiw og vind. Og þótt sýningin á Meistaravöllum sé faglega unnin af fagmönnum Leikfélags Reykjavíkur fannst mér sannast að segja lítil ástæða til að standa upp fyrir slíku. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.