Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. febrúar 1988 Loðna fryst í HraðfrystistAðinni í Reykjavík á vertíðinni í fyrra. 1 Iðnnemasamband íslands: Aðgerðir beinast gegn launafólki Iðnnemasamband fslands hefur sent frá sér kjaramálaályktun, þar sem farið er hörðum orðum um aðgerðir ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar. í ályktuninni segir m.a.: „Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum, hafa gerðir hennar mark- visst beinst gegn hagsmunum launa- fólks. Afleiðingar stjórnarstefnunn- ar hafa verst komið niður á þeim efnaminni í landinu, þeim sem nota stærstan hluta sinna launa til matar- kaupa, fólki sem lifir án lúxusvara. INSÍ lýsir yfir andstöðu sinni við matarskattinn og krefst þess í stað að lúxusneyslan verði skattlögð, en ekki nauðþurftir fólks, og vaxtaokr- inu linni." Ennfremur segir í kjaramálaálykt- uninni: „Laun iðnnema eru í dag langt undir lágmarkslaunum, skerðing þeirra á síðasta ári nemur 13 til 24%. INSÍ gerir þá kröfu að laun iðnnema verði aftur hlutfall af launum sveina í stað fastrar krónutölu undir lág- markslaunum sem og samið var um í síðustu kjarasamningum." -SÓL Samdráttur í sölu frystrar loðnu og hrogna: Úllit er nú fyrir að tekjur af sölu frystrar loðnu og loðnuhrogna verði allt að helmingi minni á þessu ári cn Á fundi sínun 3. febrúarsl. álykt- aði hreppsncfnd Hólmavíkurhrepps gegn hækkunum á verði raforku frá Orkubúi Vcstfjarða til húshitunar. Orðrétt scgir í ályktunni: „Með hliðsjón af þcim stórauknu útgjöld- um sem þcssar hækkanir hafa í för með sér fyrir heimili á Vestfjörðum, því síðasta og kemur þar aðallega tvennt til. f fyrsta lagi hefur verð á frystri loðnu og hrognum lækkað telur hreppsnefndin ástæðu til að kanna kostnað við að taka upp olíukyndingu í húsum í stað rafkynd- ingar. í framhaldi af því samþykkir hreppsnefndin að fela sveitarstjóra að leita tilboða í viðeigandi brcyting- ar á kyndikerfi íbúðarhúsa á Hólma- vík.“ verulega og í öðru lagi er útlit fyrir að ekki takist að selja nema brot af þeim hrognum sem seld voru á síðasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í síðasta eintaki Fiskifrétta, og segir þar ennfremur að áætlað hrognaverð verði um 500 dollurum lægra á þessu ári. Á síðasta ári nam útfiutningsverð- mæti frystrar loðnu og hrogna rúm- um 970 milljónum króna, og voru þá seld 8.847 tonn af frystri loðnu og 6.462 tonn af hrognum. Nú lítur út fyrir að ekki verði af nema 3.000 tonna hrognasölu og svipað magn verði selt af frystri loðnu. Pað er aðallega tvennt sem veldur þessu ástandi. í fyrsta lagi er loðnan ívið minni í ár en 1987 og í öðru lagi bjóða Kanadamenn stærri loðnu á lægra verði. Japanskir eftirlitsmenn eru nú komnir til íslands til að skoða loðn- una, en frysting hófst fyrir skömmu. -SÓL Hreppsnefnd Hólmavíkur: Mótmælir harðlega orkuverðshækkunum Kaupfélag Skagfirðinga: Þórólfur ráðinn kaupfélagsstjóri Eins og kunnugt er hefur Ólafur Friðriksson, núverandi kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sagt starfi sínu lausu, þar eð hann tekur nú snemma árs við starfi fram- kvæmdastjóra verslunardeildar SÍS. Stjórn KS auglýsti þvf starf kaup- félagsstjóra laust tií umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann 15. febrúar síðastliðinn. Stjórn kaup- félagsins kom saman til fundar nú þann 18. febrúar og fjallaði um umsóknirnar. Alls sóttu sex manns um starfið og úr hópi þeirra ákvað stjórn kaupfélagsins að ráða Þórólf Gíslason núverandi kaupfélags- stjóra Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn. Þórólfur er fæddur þann Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri 19. mars 1952 á Eskifirði en ólst upp á Reyðarfirði. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst vorið 1974 en stúdentsprófi frá framhalds- deild skólans 1976. Frá miðju ári 1976 hefur hann gegnt stöðu kaup- félagsstjóra við Kaupfélag Langnes- inga. Auk þess hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa þar, svo sem verið stjórnarformaður Útgerðar- félags Norður-Þingeyinga og setið í stjórn Fiskiðju Raufarhafnar. Þess utan hefur hann starfað að ýmsum félagsmálum heima og heiman. Eig- inkona Þórólfs er Andrea Dögg Björnsdóttir kennari. Ríkisbankarnir veita atvinnu- vegum landsins mestu fyrir- greiðsluna Á tímum cinkabanka, frjáls- hyggju og fjármagnsleigu kcmur í ljós, að ríkisbankarnir tveir veita atvinnuvegum landsins mesta fyrir- greiðslu. Útlán Landsbankans og Búnaðarbankans til atvinnulífsins eru langtum hærri en annarra banka í landinu, og sýnir það hverja yfirburði ríkisbankarnir hafa, og hver nauðsyn þeir eru fyrir atvinnuvegina, enda tala tölur skýru máli um þessa yfirburði. Þessar staðreyndir er vert að hafa í huga þegar talað er um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög. Til sameiginlegra þarfa lands- manna námu lán Landsbankans til ríkis og ríkisstofnana við síðustu áramót 719 milljónum kr. og nam það 41,9% af heildariánum banka- kcrfisins til rtkisins. Búnaðarbank- inn veitti 364 milljónum til sömu þarfa eða 21,2% lánanna. Til samanburðar má geta þess að Iðn- aðarbankinn og Alþýðubankinn lánuðu ekkert í þessum lánaflokki. Og til Framkvæmdasjóðs og ann- arra sjóða lánaði Búnaðarbankinn 697 milljónir kr., Landsbankinn 600 milljónir og Samvinnubankinn 256 milljónir. Iðnaðarbankinn og Útvegsbankinn lánuðu 86 millj. og 42 millj.. Atvinnuvegirnir Þegar sögunni víkur að beinuni útlánum til atvinnuveganna kemur Útvegsbankinn sterkt inn í mynd- ina í sjávarútvegi og Iðnaðarbank- inn í iðnaði. Þaðcrþó Landsbank- inn sem ber höfuð og herðar yfir aðra banka í útlánum til sjávarút- vegs. Af útlánum til útvegsins lánar Landsbankinn 7.645 milljónir eða 65,2% af hcildarlánum sjávarút- vegs. Útvegsbankinn kemur næst með 2.073 milljónir, eða 17,7% af heildarlánum til atvinnuvegarins. Búnaðarbankinn er þriðji stærsti bankinn í þessari grein, lánar 1.030 milljónir. Á móti kemur að Al- þýðubankinn lánar 31 millj., Versl- unarbankinn lánar 14 millj. og Iðnaðarbankinn lánar 13 millj. í iðnaði er Landsbankinn líka stærstur í útlánum. Af heildarlán- um til iðnaðar er hlutur Lands- bankans 44,0%. Búnaðarbankinn er næstur í röðinni með 16,7%, en Iðnaðarbankinn er aðcins 0,1% lægri. í landbúnaði er Búnaðar- bankinn hæstur í útiánum með 46,1% af heildarlánum. Þess ber þó að gæta að í lok árs eru afurðaiánin afgreidd og hækkar það hlutfallið. Landsbankinn er með 41,0% af heildarlánum til landbúnaðar. Aftur á móti eru Iðnaðarbankinn, Alþýðubankinn, Útvegsbankinn og Verslunarbank- inn með svo til engin útlán. Hlutur Iðnaðarbankans mun vera næstum einvörðungu ián bankans til Kaup- félags Svalþarðseyrar. f versluninni er Landsbankinn með hæsta hlutfall lána til greinar- innar, eða 32,6%. Búnaðarbank- inn kemur næstur með 13,8%. Þriðji í röðinni er svo Verslunar- bankinn með 11,5%, en það eru rúm 48% af heildarútlánum bankans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.