Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. febrúar 1988 Tíminn 7 Unglingarnir skeggræöa íslenskt talmál: Þó „talmáls" samtalið sé einkum vinsælt meðal grunnskólanema, hafa framhaldsskólanemendur ekki síður gaman af því eins og mynd þessi af Samvinnuskólanemiim ber með sér. rimamynd: Cunnar - íllt íonum? - Obb oss la. - Ve sen. Á éa koma meðér? - Nei, é reddus alveg. Ég bara kemstigi uppidir mukkur meðan ér hjáöussum lakknir. - Gedurigi komiðá bará ettir? - Jú. ábyggilega. - Ókei. Vertu ðáigi leingi. - Neinei. - Altilæ, séðigðá. - Ókei, bæðá. - Blesar. Á bókmáli verður samtalið svona: - Hæ. - Hæ. - Hvað segir þú? - Gott bara. - Hvað ætlar þú að fara á eftir? - Hvað segir þú? - Hvað ætlar þú að fara á eftir? - Hvað ert þú að scgja maður? - Hvað ætlar þú að fara segi ég. - Ég skil ekki hvað þú ert að reyna að segja. - Djöfulsins asni ert þú. Ert þú ckki mcð eyru? - Láttu ekki svona. Rcyndu bara að tala hærra. Ég heyri ekki al- mennilcga í þér. - Ég get ekki talað hærra. Hcyrðu annars. Ætlar þú ekki að koma uppeftir með okkur? - Ég veit ekki. Ég á víst að fara til læknis. - Af hvcrju? Er citthvað að þér? - Ég er mcð vcrki í maganum. - 1111 í honum? - Ofboðslcga. - Vescn. Á ég að koma með þér? - Nei ég redda þcssu alveg. Ég bara kemst ckki uppeftir meö ykk- ur meðan ég er hjá þcssum lækni. - Getur þú ekki komið bara á cftir? - Jú, ábyggilega. - Ókci. Vertu þá ekki lengi. - Nei nei. - Allt í lagi, sé þig þá. - Ókei, bæ þá. - Blcssaður. íslendingar hreykja sér gjarnan af því að hafa varðveitt tungu forfeðra sinna, forfeðra sem rituðu hinar stórfeng- legu íslendingasögur og með því viðhaldið sannri norrænni menningu um aldaraðir. Undanfarin ár hafa þó margir haft af því áhyggjur að unglingarnir hafi minni áhuga á tungunni en hollt væri og vísa þá oft til þess hvernig þeir tala. Ekki virðist þó áhuginn hjá unglingunum vera minni en svo að í nokkrum félagsmiðstöðvum í Reykjavík hafa hópar unglinga á grunnskólaaldri að eigin frumkvæði hent á lofti kennslu- gagn sem er notað í framhaldsskólum. Kennslugagnið sem hér um ræðir er tilbúið samtal á nútíma talmáli. Samtal þetta hafa unglingarnir Ijós- ritað og dreift sín á milli. Eru þess all nokkur dæmi að þetta kennslu- gagn hafi orðið hvatinn að miklum og fjörugum umræðum um talmál í félagsmiðstöðvum höfuðborgar- innar. Þar sem íslenskir unglingar eru farnir að velta fyrir sér sínu eigin talmáli eftir að hafa lesið þetta skemmtilega samtal og að minnsta kosti hluti þeirra telja ástæðu til að bæta eigið daglegt mál, þá var ekki úr vegi að hafa samband við Kristj- án Árnason dósent í íslensku við Háskóla íslands og forvitnast um hvar íslenskt talmál stæði í dag. Kristján taldi ekki meiri hættu á að unglingar í dag hefðu slæm áhrif á íslenskuna en unglingar fyrri tíma, þó mörgum liinum fullorðnu þætti talmál unglinga ekki til fyrir- myndar. Benti Kristján á að þó unglingar skapi sér sinn eigin stíl í daglegu talmáli, þá breyttist málfar fólks yfirleitt þegar það kemst af unglingsárunum. Kristján sagði það Ijóst að alltaf væri munur á bókmáli og talmáli, reyndar gæti framburður í daglegu máli orðið nær því hjákátlegur ef bókmáli yrði fylgt út í ystu æsar. Hins vegar gæti verið, að nú væri að draga meira í sundur með bókmáli og talmáli, en þó taldi Kristján að á meðan mcnn væru læsir og skrifandi hefðu þeir yfir- leitt vald á málinu og því engra stökkbreytinga að vænta. Til gamans látum viö samtalið fylgja hér á eftir: - Hæ. - Hæ. - Hvaseiru? - Gottbra. - Kvattlara faráettir? - Kvasseiru? - Kva attlara fará ettir? - Kvarta seia mar? - Kva attlaru a fara, seiég. - Ég skiligi hvaðúrt a reina seia. - Djösis ass nertu. Ertigi meiru? - Láttigi sona. Reindu bara tala harra. Eg heirigi almila íðér. - Éggedigi talaharra. Herðannas. Attlariggjað koma uppidir mokkur? - Ég veitigi. Já vísta fara til lakknirs. - Akkuru? Er eikk vaðér? - Érme verkí maganum. Kvattlara faráettir?“ Frumvarp Sverris Sveinssonar o.fl.: SR fái heimild til skipakaupa Fimm félagar af sex, í nefnd LAFÍ sem gerði tillögu um Lagnaefnisráð, Guðmundur Guðlaugsson, yfírkennari málmsmíðadeildar Iðnskólans, Gunn- ar Sigurðsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, Páll Árnason, efna- verkfræðingur, Iðntæknistofnun, Guðni A. Jókannesson, verkfræðingur og Kristján Ottósson, byggingardcild borgarverkfræðings, en sjötta manninn, Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðing, vantar á myndina. Tímamynd: Gunnnr Stjórn Lagnafélags íslands: Aukin tjón í rðralagningu Sverrir Sveinsson (F.N.v.) hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér að úr 50 ára gömlum lögum um síldarverksmiðjur ríkisins verði fellt niður grein, sem felur í sér að viðkomandi verksmiðjustjórn „sé óheimilt, án samþykkis Alþingis, að auka við verksmiðjurnar nýjum vél- um eða mannvirkjum umfram það sem nauðsynlegt ertil þessað tryggja öruggan og hagfelldan rekstur þeirra vinnslufyrirtækja sem fyrir eru“. í framsögu sinni sagði Sverrir að þessi hálfrar aldar gamla lagagrein stingi mjög í stúf við almennt viðhorf manna til reksturs fyrirtækis sem Það var kátt yfir fólki á 13. listmunauppboði Gallerís Borgar á Hótel Borg sl. sunnudag. Margir viðstaddir komu greinilega í þeim tilgangi einum að krækja sér í ákveðnar perlur íslenskrar myndlistar, sem þarna voru á boðstólum. Aðrir komu fyrir forvitnissakir. Á uppboðinu voru seld 76 verk. Þau voru öll íslensk, að undanskild- um keramikplatta eftir Salvador væri í harðri samkeppni við innlend og erlend fyrirtæki á sama sviði. Fiskimjölsiðnaðurinn á Islandi væri mjög sveiflukenndur, bæði í afla og markaðsverði afurða, og til þess að rekstur fyrirtækja á þessu sviði verði farsæll eru skjótar ákvarðanir nauð- synlegar. Það væri nær ókleyft að reka slt'k fyrirtæki ef bíða þyrfti ákvarðana Alþingis um uppbygg- ingu og endurbætur á verksmiðjun- um. Þá stæðu mál þannig nú að loðnu- afla, sem þessar verksmiðjur byggðu rekstur sinn á, væri úthlutað sem kvóta á skip. Þeirri úthlutun fylgdu Dali. Heildarsala á þessu uppboði nam rúmum 2.5 milljónum króna. Verk Ásgríms Jónssonar, Frá Hornafirði, vatnslitamynd gerð 1927, reyndist verðmætast verkanna, selt á 300 þúsund. Verk eftir Þor/ald Skúla- son, Form (olíumálverk) frá 1953 og Mugg, Frá botni Arnarfjarðar (olíuverk) frá 1917 voru bæði seld á 280 þúsund krónur. engar kvaðir um eða tímasetningar um VQÍðar, þannig að ekki færu alltaf saman hagsmunir veiða og vinnslu. Þingmaðurinn sagði það því hans skoðun að eðlilegt væri að S.R. gæti keypt og rekið loðnuskip til að tryggja hráefnisöflun og um leið betri nýtingu verksmiðjanna um land allt, sérstaklega þar sem þróun- in í loðnuveiðunum væri sú að sífellt fleiri skip tengdust loðnuverksmiðj- unum hagsmunaböndum. Sagðist Sverrir sjá ýmsa möguleika í þessu sambandi, bæði þá að verksmiðjurn- ar væru í samvinnu við útgerðarfyrir- tæki á þeim stöðum þar sem S.R. er með verksmiðjur og að þær ættu skipin einar sér. Minnti þingmaðurinn á mikilvægi þessa máls fyrir Siglufjörð, því áhrif staðsetningar þessa stórfyrirtækis þar hefði e.t.v. verið sambærilegt við gildi Álversins fyrir Hafnarfjörð, Sementsverksmiðjunnar fyrir Ákra- nes ogverksmiðjurS.Í.S. fyrir Akur- eyri. Hvað sem menn vildu svo segja um ríkisrekstur í þessari vinnslu- grein þá yrðu allar atvinnugreinar að njóta sem jafnastra starfsskilyrða. Frumvarpinu var síðan vísað til atvinnumálanefndar og annarrar umræðu. ÞÆÓ Stjórn Lagnafélags íslands hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að stofnað verði Lagnaefnisráð en slíkt ráð myndi hafa á hendi virkt eftirlit með notkun nýrra efna til rörlagna. í fréttatilkynningu frá Lagnafélag- inu, kemur fram að framboð á nýjunt efnum til rörlagna hefur auk- ist mikið á síðustu árum. „í stað hefðbundinna stálröra hafa nú komið á markað rör úr mismun- andi tegundum gerviefna. Þessi nýju efni hafa mismunandi eiginleika, m.t.t. endingar, hversu vel þau þola heitt vatn, súrefnisupptöku vatns sem streymir í gegnum þau o.þ.h. Sú hætta sem við blasir er að þessi rör verði notuð í verulegum mæli í húsbyggingum og veitumannvirkj- um án þess að nægilegt eftirlit sé haft með vali þeirra og uppsetningu og því megi búast við verulega aukinni tjónatíðni í næstu framtíð. Dæmi um slík slys eru þegar fyrir hendi og því hafa flestir byggingarfulltrúar, veitur og aðrir eftirlitsaðilar lagst gegn notkun allra nýrra lagnaefna" segir í tilkynningu LAFÍ. Ennfremur bendir féiagið á að ekki sé lengur stætt á að hamla gegn nýrri tækni, og því beri að koma á virku eftirliti. Á fundi fagráðs LAFÍ síðastliðið vor, var skipuð 6 manna nefnd til að gera tillögur um málið. Niðurstaða nefndarinnar var sú að stofnað yrði lagnaefnisráð, og yrði hún skipuð fimm mönnum, tveim frá ríkisvald- inu, tveimur frá sveitarfélögunum og einum frá Lagnafélaginu. -SÓL Listmunauppboð Gallerís Borgar: ÁSGRÍMUR DÝRASTUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.