Tíminn - 30.03.1988, Page 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 30. mars 1988
Stjórnarfundur SÍS:
Fagnar fullri
samstöðu hjá
stjóm I.S.C.
Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur sent frá sér
eftirfarandi ályktun vegna ágreinings sem veriö hefur innan stjórnar
Iceland Seafood um launa- og kjarasamning milli fyrrverandi
forstjóra og fyrrverandi stjómarformanns.
„Stjórnin harmar mjög þann ágreining sem verið hefur í Iceland
Seafood Corp. og fagnar því að full samstaða náðist í stjórn
fyrirtækisins á fundi hennar þann 23.3.1988 um lausn þessa
ágreinings. í því sambandi er lögð áhersla á, að stjórn Iceland
Seafood Corp. hefur fulla ábyrgð og vald í málinu sem í hverju öðru
málefni fyrirtækisins, enda rétt kjörin stjórn í sjálfstæðu fyrirtæki
skráðu í Bandaríkjunum. Stjórn Sambandsins telur að ágreiningur
í launa- og kjaramálum fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins hafi að
fullu verið skýrður.“
Ályktun þessi er samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum eftir að
búið var að fara yfir allar þær
skýrslur sem gerðar hafa verið varð-
andi málið. Stjórnin hafði þá hlýtt á
skýrslur eins af löggiltum endur-
skoðendum Sambandsins, Geirs
Geirssonar, og framkvæmdastjóra
sjávarafurðadeildar Sambandsins,
Sigurðar Markússonar, um ágrein-
ing sem verið hefur í stjórn Iceland
Seafood um launasamning þann sem
Erlendur Einarsson gerði við þáver-
andi forstjóra.
Hafði Valur Arnþórsson, stjórn-
arformaður Sambandsins, við þetta
að bæta að hann teldi ekki nægjan-
lega vel frá samningum þessum
gengið og þeir hefðu mátt vera mun
ítarlegri. Benti hann á þá samninga
sem hann hefur gert sem stjórnarfor-
maður. Vildi hann samt ekki kveða
svo fast að orði að um mistök hafi
verið að ræða hjá þáverandi stjórn-
arformanni, Erlendi Einarssyni, þó
að samningurinn hefði mátt vera
mun betur útfærður.
Ekki hvílir nein opinber skylda á
málsaðilum um að gefa upp tölur um
heildargreiðslur til Guðjóns B.
Ólafssonar. Enn síður er álitið að
það sé í verkahring stjórnarfor-
manns Sambandsins að gefa upp
tölur úr samningum sem stórn Ice-
land Seafood er búin að komast að
endanlegri niðurstöðu um. Samt sem
áður þótti Vali Arnþórssyni ástæða
til að gefa upp hluta af upplýsingum
varðandi greiðslur til þáverandi for-
stjóra án þess að skýra þær að
nokkru. Þær upplýsingar sem komu
fram hjá stjórnarformanninum voru
á þá leið að forstjórinn hefði þegið
um 2,3 milljóná dollara greiðslur
síðari sex árin sem hann gegndi
starfinu. Launin hafi verið mun
lægri framan af ferlinum, enda hafði
forstjóranum tekist að rétta fyrirtæk-
ið úr verulegu tapi í milljóna dollara
hagnað á ári. Ágreiningurinn hefði
staðið um 5-600 þúsund dollara, en
þar er átt við ýmsar kostnaðar-
greiðslur. Heildartölurnar eru í ís-
lenskum krónum um 90 milljónir
fyrir sex hin síðari ár. Hér er um að
ræða mun meiri greiðslur en sem
nemur launagreiðslum til forstjórans
ef miðað er við íslenskar aðstæður.
Tíminn hefur fyrir því öruggar
heimildir að hér sé að mestu leyti um
að ræða greiðslur fyrir kostnað er
fylgir því að gegna stöðu forstjóra
fyrirtækis af þessari stærðargráðu. í
þessu sambandi sagði Valur Arn-
þórsson m.a. að til væru fyrirtæki af
svipaðri stærðargráðu sem legðu
fram minni kostnað í sambandi við
starfa forstjóra sinna. Hins vegar
væru til fyrirtæki af svipaðri stærð
sem borguðu ailt að 1,5 milljónir
dollara í laun og kostnað fyrir for-
stjóra sinn á ári (58 milljónir ísl.
króna). KB
Valur Arnþórsson stjórnarformaður SÍS greinir frá ályktun stjórnar SÍS.
Tímamynd Pjetur
Tap á SÍS
Tap var á rekstri Sambands is-
lenskra samvinnufélaga samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum í bók-
haldi. Kom þetta fram hjá stjórn-
arformanninum Val Arnþórssyni á
blaðamannafundi í gær. Stjórn
Sambandsins fékk þessar niður-
stöður inn á borð hjá sér í gær-
morgun, en hún situr á árvissum
marsfundi sínum fram eftir degi í
dag. Sendi stjórnin frá sér cftirfar-
andi ályktun í framhaldi af umfjöJI-
un sinni: „Stjómin leggur áherslu
á fuila samstöðu um úrlausn á
viðfangsefnum Sambandsins og
samvinnuhreyfingarinnar, en
framundan bíða mörg erfið verk-
efni vegna óhagstæðra ytri skilyrða
f rekstri atvinnufyrirtækja. Treystir
stjórnin forstjóra og framkvæmda-
stjórn, svo og öðrum stjórnendum
hreyfingarinnar, til þess að hafa
öfluga forystu um úrlausn þeirra.
verkefna.“ KB
Vinnuhópur skipaður af félagsmálaráðherra skilar skýrslu:
Bendir á húsbréfamiðlun
sem arftaka lánakerfis
Skýrsla vinnuhóps um framtíðarskipan almenna húsnæðislána-
kerfisins var birt fjölmiðlum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra, skipaði þennan hóp 25. janúar síðastliðinn til
þess að leggja mat á stöðu kerfisins og valkosti í endurskipulagningu
þess.
Það er mat hópsins að núverandi lánakerfi valdi ekki hlutverki
sínu. Niðurstöður hópsins um aðgerðir eru tvíþættar. Annars vegar
eru settar fram tillögur um ráðstafanir sem gera eigi án tillits til þess
hvernig lánamálum verði skipað að öðru leyti, og einnig skilaði
hópurinn af sér þremur tillögum um framtíðarskipan húsnæðislána-
kerfisins.
Þær ráðstafanir sem vinnuhópur-
inn telur að gera þurfi í byrjun eru
eftirfarandi:
Útlánsvextir Byggingarsjóðs ríkis-
ins verði látnir fylgja vöxtum á
lántökum sjóðsins. Vextir af lánum
frá Byggingarsjóði ríkisins eru nú
3,5% og eru lánin til 40 ára. En
skuldabréfin sem lífeyrissjóðirnir
kaupa af byggingarsjóðunum bera
nú 7% vexti og þau endurgreiðast á
15 árum. í staðinn verði teknar upp
vaxtabætur í skattakerfinu. Þæryrðu
háðar vaxtastigi og tengdar tekjum
eða eignum og kæmu þær í staðinn
fyrir niðurgreiðslu vaxta í húsnæðis-
lánakerfinu og húsnæðisbóta og
vaxtaafsláttar í gildandi skattalög-
um. Öll sú aðstoð sem ætlað er að
veita íbúðareigendum eftir þessar
og aðrar breytingar kæmu þá fram í
skattakerfinu.
Talið er að þessar aðgerðir muni
draga úr óþarfa eftirspurn eftir
lánum. Þessi óþarfa eftirspurn stafar
m.a. af því að menn vilja nýta ódýr
lán til mjög langs tíma til eignaaukn-
ingar í fasteignum, þótt þeir hafi
enga þörf fyrir viðbótarhúsnæði,
eins og segir í skýrslunni.
Einnig er mælst til að gildandi
reglur um forgangsröðun við láns-
úthlutun verði afnumdar, þar sem
þær eru taldar hafa óæskileg áhrif á
íbúða- og lánsfjáreftirspurn og eru
hæpnar frá félagslegum sjónarmið-
um. Þessi óæskilegu áhrif er talin
felast í því að stærstur hluti viðskipt-
anna er fólginn í viðskiptum með
eldri íbúðir. Þetta skapar vandamál
þar sem þeir sem ekki eiga íbúð fá
afgreiðslu á undan hinum sem eiga
íbúðir, sem eru þó væntanlega
stærsti seljendahópurinn. Hópurinn
leggur til að tenging lánsréttar við
greiðslur lífeyrisiðgjalda verði af-
numin svo og tenging lánsréttar við
skuldabréfakaup lífeyrissjóða. Al-
mennt skuldabréfaútboð leysi af
hóimi heildarsamninga við lífeyris-
sjóðina um skuldabréfakaup.
Á grundvelli þessara breytinga
leggur vinnuhópurinn fram þrjá
kosti um framtíðarskipan hins al-
menna húsnæðislánakerfis. Vænleg-
asti kosturinn að mati vinnuhópsins
er að í stað beinna lána til íbúða-
kaupa verði tekið upp kerfi skulda-
bréfaskipta, eða húsbréfamiðlunar.
Hugmyndin er sú, að við íbúðasölu
taki seljandi við skuldabréfi fyrir
láni sínu til kaupanda og geti síðan
skipt á þessu bréfi og ríkistryggðum
og markaðshæfum bréfum hjá Hús-
næðisstofnun eða hjá sérstakri hús-
bréfamiðlun sem komið yrði á fót í
þessu skyni, eins og segir í skýrsl-
unni. Bréf þessi yrðu markaðshæfog
á þeim kjörum sem væru gjaldgeng
á peningamarkaði. Húsnæðisstofn-
un eða húsbréfamiðlunin yrði hins
vegar eigandi hins upprunalega
skuldabréfs og innheimti greiðslur
af því hjá íbúðarkaupanda og bæri
þvf áhættuna af þessum viðskiptum.
Hugmyndin er sú að ekki sé þörf
fyrir verulegt viðbótarfjármagn
vegna venjulegra fasteignaviðskipta,
þar sem hver lánar öðrum. Seljandi
fasteignarinnar getur gert eitt af
þrennu. Hann getur átt bréfin sem
hvern annan öruggan sparnað, látið
þau ganga upp í næstu íbúðakaup
sín eða innleyst bréfin á markaði.
Með slíku kerfi er því stefnt að því
að draga úr og hætta sfðan alveg
beinum lánveitingum húsnæðislána-
kerfisins. f fyrstu ergert ráð fyrir þvf
að húsbréfamarkaðurinn eigi eink-
um við á kaupum og sölu á notuðum
íbúðum en ekki nýbyggingum. Það
er talinn kostur við þessa leið að
henni má beita samhliða núverandi
kerfi og gæfi því kost á aðlögunar-
tímabili. Einnig er raunhæft að ætla
að útborgunarhlutfall lækki veru-
lega.
Hinir tveir kostirnir eru ekki álitn-
ir jafn vænlegir. Annar gerir ráð
fyrir að núverandi kerfi verði haldið
í megindráttum. Áfram verði byggt
á lánsloforðum og föstum lánsfjár-
hæðum, en kerfið endurbætt með
lækkun lánsfjárhæða, aukinni fjárút-
vegun og styttingu endurgreiðslu-
tíma á lánum til íbúðaskipta.
Þriðji kosturinn er frábrugðinn að
því leyti að lánsfjárhæðir verði
breytilegar eftir því sem útlánageta
leyfir og lánveitingar verði háðar
raunverulegum fasteignaviðskiptum
en ekki óskum um þau, eins og
stendur í skýrslunni.
Skýrsla þessi hefur verið send
aðilum vinnumarkaðarins og stjórn-
málaflokkunum og mun félagsmála-
ráðherra eiga viðræður við þessa
aðila.
Jóhanna Sigurðardóttir taldi hug-
myndina um húsbréfamarkað einkar
áhugaverða, en þess má geta að
þetta kerfi er vel þekkt víða erlendis,
t.d. í Danmörku. Hún sagðist vonast
til þess að geta komið frumvarpi um
endurskipulagningu húsnæðislána-
kerfisins í gegnum þingið næsta
haust og mun hún stefna að því að
nýtt lánakerfi verði tekið í notkun
um næstu áramót. JIH