Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 7
Miðvikudagur 30. mars 1988 Tíminn 7 Innlán í erlendum gjaldeyri en útlán í íslenskum krónum: Verðtryggða krónan var Iðnlánasjóði góð búbót Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans, gerði grein fyrir stöðu Iðnlánasjóðs á aðalfundi Iðn- aðarbankans fyrir skömmu. Þar greindi Bragi m.a. frá því að heildar- útlán á síðasta ári hefðu numið 4.637 milljónum króna, fyrir afskriftir, og sé það aukning um 38,8% á árinu. „Á s.l. þremur árum hefur átt sér stað mjög mikill vöxtur í starfsemi Iðnlánasjóðs, og á sama tíma hefur eigið fé sjóðsins aukist úr 410 millj- ónum króna í 1.501 milljón króna. Sjóðurinn hefur á þessu tímabili orðið ein af sterkustu fjármálastofn- unum landsins hvað varðar eigið fé. Eigiðfjárhlutfall af niðurstöðutölum efnahagsreiknings er um 28,9% í árslok. Þá er Iðnlánasjóður orðinn annar stærsti atvinnuvegasjóðurinn á eftir Fiskveiðisjóði," sagði Bragi. Hann benti einnig á að hlutabréfa- og stofnfjáreign Iðnlánasjóðs væri 72,8 milljónirogerhúní 11 félögum. Tekjuafgangur samkvæmt rekstrar- reikningi eftir afskriftir og tillag í afskriftasjóð var 263,7 milljónir, en var 160,9 milljónir árið áður. Skýringar á þessari góðu afkomu sjóðsins sagði Bragi að væri að leita í samsetningu innlána sjóðsins og í útlánum hans. Innlán sjóðsins (þ.e. skuldir hans) eru að verulegu leyti í erlendum gjaldmiðli, eða meira en helmingur innlána. Útlánin hins veg- ar eru að mestu leyti í íslenskum krónum, og eru útlánin að mestu bundin lánskjaravísitölu. „Á sl. ári hækkaði lánskjaravísitalan um 22,2%, en gengi erlendra gjald- miðla, sem Iðnlánasjóður er með lán í, hækkaði um 3,5% að vegnu meðaltali. Að meðaltali hækkuðu heildarinnlán vegna gengis- og vísi- töluhækkana um 11%, en útlánin um 17%,“ sagði Bragi í ræðu sinni. Hann sagði einnig að útlánsvextir sjóðsins væru hagstæðir lántakend- um miðað við aðra kosti á lánamark- aðnum. Rekstrarkostnaður sjóðsins á síð- asta ári var 54,5 milljónir og hækkaði um 79% milli ára. -SÓL Lögregluskólinn: Bjarki Elíasson sest í skóla- stjórastólinn Dómsmálaráðherra skipaði í gær Bjarka Elíasson, yfirlögregluþjón í Reykjavík, skólastjóra Lögreglu- skóla ríkisins. Bjarki tekur til starfa frá og með 1. júní nk. Á síðari hluta þessa árs og á næsta ári er skólastjóranum ætlað að kynna sér skólastarf á Norðurlöndum og víðar. Frá 1965 hefur lögreglustjórinn í Reykjavík veitt skólanum forystu. En umfang skólastarfsins hefur farið vaxandi undanfarin ár og því orðið tímabært að skólastjórastarfið verði gert að sjálfstæðu og fullu starfi. gs Kennararáð Heyrnleysingjaskólans: Fagfélag um mennt- un heymleysingja Kennararáð Heyrnleysingjaskól- ans boðar til stofnfunds fagfélags um menntun heyrnleysingja næstkom- andi þriðjudagskvöld í mötuneyti Heyrnleysingjaskólans við Vestur- hlíð. Allir sem atvinnu hafa haft eða hafa eru hvattir til að mæta og gerast félagar í fagfélaginu. Markmið félagsins er samkvæmt tillögum undirbúningsnefndar að viðhalda faglegri vitund félags- manna og því markmiði hyggst félag- ið ná með því m.a. að koma á framfæri þekkingu og reynslu á þessu sérsviði. Tillögur að iögum félagsins liggja fyrir og er hægt að vitja þeirra á skrifstofu skólans sem jafnframt tek- ur við hugmyndum að nafni hins nýja félags. -SÓL Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskap 1945-1986: Hagvöxtur sexfaldast frá lokum stríðsins Þjóðhagsstofnun hefur gefið út nýja skýrslu í ritröðinni um þjóðar- búskapinn. Skýrsiunni er ætlað að gefa sögulegt yfirlit í tölum yfir hagþróun síðustu fjögurra áratuga, frá 1945 til 1986. Efnið er fengið víða að, þó sér- staklega frá Hagstofunni og Seðla- bankanum, til þess að fá sem gleggsta mynd af þeim þáttum sem hafa mótað hagþróun undanfarna áratugi. í skýrslunni kemur m.a. fram að árlegur hagvöxtur hefur að meðaltali verið 4,4% en hefur sexfaidast frá 1945. Hagvöxturinn hefur ekki verið jafn, heldur hefur hann sveiflast talsvert. Fólksfjölgunin alit tímabilið var 1,5% á ári sem jafngildir því að landsframleiðslan á mann hafi aukist um tæp 3%. Á mælikvarða landsframleiðslu hefur meðalverðhækkun frá fyrra ári verið um 20% undanfarna fjóra áratugi en mest síðasta áratuginn yfir 40%. í kafia um búskap hins opinbera kemur fram að árið 1985 svöruðu heildarútgjöld hins opinbera til þriðjungs landsframleiðslunnar en höfðu verið um fimmtungur hennar árið 1945. Fjöldi annarra þátta eru teknir fyrir, t.a.m. skiptingþjóðarútgjalda, atvinnuþróun, utanríkisviðskipti, verðlag og tekj ur og erlendar lántök- ur. Saltfisksala til Portúgals: Verðlækkun um 8% á saltfiski Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur nú gengið frá samningi við portúgalska kaupend- ur um kaup á saltfiski. Vegna mikillar birgðastöðu hjá sam- keppnisaðilum okkar, m.a. Norð- mönnum, þurfti að lækka meðal- talsverðið um 8% frá síðasta samn- ingi. Samkeppnisaðilar okkar bjóða saltfisk á mun lægra verði en við höfum hingað til gert, og er það m.a. gert vegna þess að Brasilíu- markaðurinn lokaðist og því sitja þeir uppi með miklar birgðir sem þeir þurfa að losa sig við. Þá er einnig mikill þrýstingur á aila fisk- markaði og tegundir fisks um verð- lækkun. Þessi verðlækkun hefur það í för með sér að gjaldeyristekjur þjóðar- innar minnka um hundruð milljóna króna. -SÓL AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1.fi. I 15.04.88-15.04.89 kr. 1.680,77 i "Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.