Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1988, Blaðsíða 8
. 8 JTíminn Miðvikudagur 30. mars 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideiid Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Palestínumál Þrátt fyrir ruglingslegan fréttaflutning ýmissa fjölmiðla og fjaðrafok í röðum Sjálfstæðisflokks- ins, eru augu íslensks almennings að opnast fyrir því hver séu aðalatriði umræðunnar um Palestínu- og ísraelsmál. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra lýsti yfir því áður en hann fór á fund utanríkisráð- herra Norðurlanda, sem haldinn var í Noregi 23. og 24. þ.m., að hann myndi beita sér fyrir því að málefni Palestínumanna, sem kúgaðir eru af ísraelsmönnum, yrðu rædd á fundinum. í ljós kom að um það var samkomulag milli allra utanríkisráð- herranna að þetta mál skyldi rætt. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda gaf síð- an út yfirlýsingu, þar sem fram kemur að ráðherr- arnir hafi þungar áhyggjur af þróun mála á hernámssvæðum ísraels. Ráðherrarnir lýsa yfir því að hernámsstefna ísraelsmanna, sem felur í sér undirokun Palestínumanna, íáarjóti í bága við ákvæði mannréttindayfirlýsinga og alþjóðalög. Utanríkisráðherrar Norðurlanda lýstu sameigin- lega yfir því að þeir legðu ítrekaða áherslu á, að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna um ástandið í ísrael og á hernáms- svæðum þess. Taka ráðherrarnir sérstaklega fram að á slíkri ráðstefnu verði að tryggja að palestínska þjóðin eigi sína fulltrúa. Slíkt er auðvitað óhjá- kvæmilegt. í sambandi við það atriði, hvaða samtök eða félagsskapur eigi að ákveða hverjir vera skuli fulltrúar Palestínumanna, þá er athyglisvert, mið- að við t.d. skoðanir ungra sjálfstæðismanna, að utanríkisráðherrar Norðurlanda telja ekkert því til fyrirstöðu að það verði fulltrúar og frammámenn úr röðum PLO sem tali máli Palestínumanna á slíkri ráðstefnu. Stjórnmálamenn úr öllum flokk- um á Norðurlöndum eru löngu vaxnir upp úr þeirri fáfræði og fordómum, sem íslenskir íhaldsstrákar ala á, gagnvart Frelsissamtökum Palestínumanna og foringja þeirra, Jassir Arafats. Á Norðurlöndum og í Evrópu yfirleitt ber enginn sómakær stjórnmálamaður sér í munn lengur að PLO sé hryðjuverkasamtök, og Arafat sé byssubófi. Þótt ísraelsmenn ali á slíkum áróðri og bandaríska þjóðþingið hafi af annarlegum ástæðum mótað stefnu á grundvelli slíkra hleypi- dóma, þá ættu íslenskir stjórnmálamenn og frétta- menn ekki að verða sér til skammar með því að trúa áróðri af þessu tagi. Eins og Steingrímur Hermannsson hefur rétti- lega bent á í umræðum hér á Iandi þá er naumast til nokkurt stjórntæki á vegum Palestínumanna, sem stendur nær því að vera sameiningarafl þeirra, en Frelsissamtökin PLO undir stjórn Jassirs Ara- fats. Þessi samtök vilja leita pólitískra lausna á vanda sínum. ísraelsmenn vilja hins vegar halda styrjaldarástandinu áfram. Þótt Norðurlandabú- um, þ.á m. íslendingum, sé hlýtt til ísraelsmanna, þá er ekki hægt að styðja ófriðar- og kúgunarstefnu þeirra gagnvart Palestínumönnum. l!l GARRI LINAN FUNDIN Nú hefur tilvistarkreppa Al- þýðubandalagsins verið leyst. Við- varandi stefnuleysi er lokið. Línan er fundin aftur. Alþýðubandalagið er komið með stefnu á nýjan leik. Að vísu gamalkunna, en það sakar ekki. Nýja línan er að stefna að blóðugri byltingu gegn helvítis auð- valdinu. Þetta kemur Ijóslega fram í litlu Ijóði sem birt var í síðasta sunnu- dagsblaði Þjóðviljans. Þar verður að hafa í huga að Þjóðviljann verður að lesa líkt og Prövdu, fara vandlega á milli línanna. Færustu sérfræðingar Tímans í málefnum Alþýðubandalagsins hafa nú farið yfir málið, og niðurstaða þeirra er einróma. Hin nýja stefna flokksins er bylting. Nú skal með öðrum orðum hætt öllu frjálslyndistali. Bleikur sósíal- ismi síðustu ára tilheyrir liðinni tíð. Nú skulu öreigarnir saineinast gegn aldalöngu arðráni kapítalistanna. Þeim verður velt. Byltingin er það sem koma skal. ... og fá sér byssu? Ljóðið, sem hér um ræðir, heitir því sakleysislega nafni „ó kjara- samningar enn á ný“. Það er eftir ungt skáld og bersýnilega ort og birt í tilefni af nýjustu fréttum af kjarasamningunum. Það hefst á tiltölulega meinleysislegan hátt, með lofgjörð um verkamanninn, eða svona: þú sem gerir að gjaldeyrinum hállTrednum fíngrum og bölvar froslkaldri sólinni í bitrum vindi Síðan er haldið áfram á sömu nótum, verkamaðurínn nefndur „órólegt hugleysi þingmannsins“, og „hugsjónaeldur lopa-hagfræð- inga og hetjanna sem grafa eftir visku í neftóbaksdósum“, og þarf víst ekki að fara í grafgötur um það við hvern sé átt. Síðan er því lýst í Ijóðinu að verkamaðurínn heyri þytinn í lofti þegar launaskriðan falli niður hlíð- ina liinum megin. Enn segir svo að óþrjótandi þolinmæði verka- mannsins leiði hugann að eilífð- inni, og löngu gefln loforð liggi svikin í ómerktri gröf. Og krufning fari aldrei fram, en samviskan slái lán og flatmagi á heilsuhæli í Flór- ida. Og Ijóðinu lýkur með þessum orðum: Því spyr ég: er ekki kominn tími á ad fleygja neftóbakinu, lopapeysunni daufri týru hugsjónaeldsins fleygja þessum deigu vopnum og fá sér byssu? Uppsetningin Að því er að gæta að hér er í VÍTTOG BREITT rauninni ekkert við skáldið að tala. Skáld hafa vitaskuld fullt leyfi til að láta hugann reika og gefa hug- myndafluginu byr undir vængi, og þar með til að boða byltingu ef þeim sýnist svo. Menn geta svo tekið boðskapinn mismunandi al- varlega, allt eftir geðslagi hvers og eins. En hitt vekur meiri athygli að Þjóðviljinn setur þetta Ijóð upp þannig að ekki fer á milli mála að því er ætiað þungt og mikið vægi í blaðinu. Það leynist engum, sem skoðar, að Ijóðið er sett upp og prentað með þeim hætti að þannig á að lesa milli línanna að hin nýja stefna Alþýðubandalagsins sé loks- ins komin fram í dagsljósið. Hér á öldinni sem leið og fram eftir þcssari var það boðskapur kommúnista að ekki þýddi að semja við auðvaldið. Það eina, sem það skildi, værí að vopnunum væri veifað framan í það. Þess vegna þýddi ekkert annað en að öreigarnir tækju völdin með bylt- ingu. A seinni árum hafa alþýðu- bandalagsmenn hins vegar látið þannig að þeir vildu fara sér hægar. Hin kommúníska bylting hefur a.m.k. ekki verið beinlínis á hinni opinberu stefnuskrá. En nú undan- faríð hefur flokkurinn lent í póli- tísku tómarúmi og fylgið hrunið af honum. Við slíkar aðstæður er kannski cðlilegt að flokkar reyni að ná fótfestu aftur. En í lcngstu lög verður þó að vona að skynsam- ari menn í flokknum taki ráðin af strákunum á Þjóðviljanum. Byssur eru leiðinlegt stjórntæki og fara illa í lýðræðisríki eins og er hérna hjá okkur. Garri MEINL0KUR Bítlar og blómabörn er samheiti á þáttaröð sem Stöð 2 lét gera um framsæknustu byltingarkynslóð allra tíma, að eigin mati. Það sem bítlakynslóðin, nú á fimmtugs- aldri, hafi að segja um sjálfa sig í þessum þáttum er svo stórbrotið að þeir sem eru svo óheppnir að alast upp á undan henni eða eftir munu aldrei fá botn í að hvaða leyti síbernskir skallapopparar eru öðrum kynslóðum markverðari. En eitt mega þó blómabörnin eiga, þau innleiddu hass og önnur fíkni- efni sem almenna neysluvöru ung- menna, en það hafði æskublómi mannkyns aldrei haft döngun til að gera áður, og mun það vera höfuð- byltingin í lífsviðhorfum sem marg- lofuð umbyltingarbörn náðu að framkvæma. Það að dægurlagatónlist var um- sköpuð úr einum takti í annan breytti heimsmyndinni var boð- skapur framhaldsþáttanna um bítl- ana og blómabörnin. Af því hlaust allur byltingarmóðurinn og fortíð- in var strikuð út. Og hugsið ykkur barasta hvað skeði. Blómabörnin fundu upp vangadansinn. Unglingarnir fóru að klæða sig öðruvísi en foreldrarn- ir vildu. Dyraverðir ballhúsa fóru allt í einu að skipta sér af hálstaui og átakanlegar sögur voru sagðar um það. Hártískan breyttist. Æskufólk með svipuð áhugamál safnaðist í klíkur. Oft var gaman á æskuárunum og er nú viss eftirsjá að þeim. Foreldrarnir þóttu gam- aldags. Unglingarnir skemmtu sér á öðrum stöðum en þeir fullorðnu. Svona þusaði hver miðaldra manneskjan af annarri í þáttaröð- inni og er allt það fólk svo lánsamt að lifa í eilífri æskuvímu, en þeir sem bornir voru á undan því fædd- ust gamlir og komust aldrei í kynni við vangadans, fatatísku, jass, æskuvini, foreldravandamál eða dyra^erði skemmtanahúsa, hvað þá aðra unaðsgjafa en brennivín. Daufleg æskuár það. Einföld heimsmynd í umræðunni um stöðu og hlut- verk kvenna er iðulega borin á borð álíka einföld heimsmynd og dregnar af henni allt eins fávíslegar ályktanir og blóma- og byltingar- börn af sínum eigin æsicuárum. Algeng staðhæfing er að íslenskar konur hafi yfirleitt aldrei bardúsað við annað en uppþvott á leirtaui, matseld og barnastúss. Þær séu fyrst núna að leita út á vinnumark- að utan heimilanna og séu orðnar fyrirvinnur á borð við karla. Þetta háborgaralega viðhorf til vinnu kvenna hljómar allt úr svip- uðum áttum, frá dætrum og sonum efnafólks sem nutu óskiptrar móð- urumhyggju í uppvextinum. Einn af ritstjórum DV skrifar hugvekju um helgina og fjallar um glæsilegt kannanafylgi Kvennalist- ans og telur eins og margir aðrir að það sé æðsta hnoss kvenna sem karla að komast á þing eða stjóma og ráðskast með annarra hagi á öðrum vígstöðvum. Ekki skal það dregið í efa, en algengri meinloku skýtur upp í þeirri röksemdafærslu að konur séu nú fyrst að hasla sér völl í atvinnulífinu. Framúrstefna? „Konur vom upp til hópa þægar og undirgefnar. Einhverjar voru búnar að tileinka sér þá framúr- stefnu að vinna utan heimilis, en oftast nær var það óþarfi að mati þjóðfélagsins og ekki gert nema í ýtrustu neyð.“ Hér kemur rétt einn ganginn þröngt sjónarmið velvilj- aðs góðborgara, sem heldur að það sé einhver framúrstefna að konur vinni utan heimilis. Óþarfi er að hlaupa yfir alla kvennasöguna til að sýna fram á að konur hafa alla tíð þrælað í útiverk- um og sinnt heimilisstússi að auki. Ef aðeins er litið á atvinnusögu þessarar aldar sést að konur eiga þar stærri hlut en söguskoðarar uppþvottarins ætla þeim. Heyannir, gegningar og fjósverk voru á verksviði kvenna ekki síður en karla. Skyldu góðborgarabörnin ekki einu sinni hafa séð ljósmyndir af hverjir unnu á saltfiskreitum þegar sú atvinnugrein var undir- staða útflutningsins? Hverjir sölt- uðu síldina þegar silfrið flóði inn í þjóðarbúskapinn? Hraðfrystiiðn- aðurinn hefði aldrei orðið svipur hjá sjón nema vegna vinnuframlags kvenna. Lyklabarn er nýyrði, en fyrir- bærið gamalt. Eflaust muna margir núlifandi fslendingar eftir ein- manalegum morgnum þegar pabbi var á sjó en mamma farin að berja ísinn ofan af þvottakörunum til að vaska og himnudraga saltfiskinn. Svona má lengi telja því það er svo sannarlega engin framúrstefna að íslenskar alþýðukonur sæki vinnu utan heimilis. Hitt er svo annað mál að ávallt er skömm að því hve lítils þjóðfé- lagið mat þeirra vinnuframlag og skammtaði konum naumt og enn bera þær skarðan hlut sem erfið- ustu verkin vinna. Með þeim dæmum sem hér eru tekin er leitast við að sýna hve mönnum er gjarnt á að rífa hug- myndir og baráttumál úr öllu sam- hengi og líta þau aðeins frá þröngu sjónarhorni og umskapa sagnfræð- ina eftir eigin höfði. Það þjónar aldrei öðrum tilgangi en að afvega- leiða sjálfan sig og aðra. Og hvers á minning allra þeirra kvenna að gjalda sem skópu þjóðinni auð með erfiði sínu utan heimilanna? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.