Tíminn - 30.03.1988, Qupperneq 19
Miðvikudagur 30. mars 1988
Tíminn 19
A
B *LLIR sem á annað borð
vita, hver söngkona Nana Mousk-
ouri hin gríska er og hafa séð
myndir af henni, minnast dökk-
hærðar, slétthærðrar stúlku með
gamaldags gleraugu og í skóla-
telpulegum fötum. Því miður er
hún alltaf svona'. |dyndin, sem hér
fylgir með, var tekin þegar Nana
veitti ljósmyndara einum og vin-
konu hans góðfúslega leyfi til að
„hressa upp á“ útlitið. Henni leið
svo skelfing illa í „múndering-
unni“, að hún gat varla beðið eftir
að komast aftur í skólastelpufötin,
strauja hárið og setja upp gleraug-
un. Synd.
Nú er Nana nýbúin að syngja
fyrir frændur okkar Norðmenn í
Grieghöllinni í Bergen og konsert-
höllinni í Osló, auðvitað í sinni
„gömlu“ mynd og fyrir troðfullum
húsum. Af því tilefni var tekið við
hana viðtal og hér koma brot úr
því:
- Ég má til að syngja, annars
finn ég ekki að ég er lifandi. Meira
að segja börnin mín, Nicholas og
Hélene segja, að ég breytist öll um
leið og ég kem inn á sviðið. Þá
ljóma ég, segja þau. Ég nýt þess að
hitta áheyrendur mína.
Undarlegt að heyra svona lagað
frá konu, sem staðið hefur meira
og minna á sviði um allan heim í
tæp 30 ár. Sá tími hefur að mestu
verið ferðalög og hún hefur farið
mörgum sinnum umhverfis jörðina
á söngferðum sínum. Nú er hún 51
árs, en hefur bókstaflega ekkert
breyst.
- Á sviðinu næ ég bestu sambandi
við annað fólk, ég er nefnilega svo
óskaplega feimin, heldur hún
áfram. - Sem barn þorði ég varla
að opna munninn og þegar ég
neyddist til þess, kom allt öfugt út
úr mér. Um leið og tónlistin kom
inn í líf mitt, fann ég tjáningarform
mitt. Ég er eiginlega að tala, þegar
ég syng. Ég er frjáls á sviðinu,
feimnin rýkur burtu.
Nana syngur á frönsku, grísku,
ensku, þýsku, ítölsku og spænsku.
Hún hefur lifað af útvegi, þar sem
frægð og frami eru oft aðeins
stundarfyrirbæri. Það getur hún
þakkað þrjósku sinni. Hún stóð
fast á sínu, í öll þau skipti, sem
yfirboðarar hennar vildu breyta
bæði nafni hennar og útliti. - Ég er
ég, sagði hún og neitaði að breyt-
ast.
- Ég hef alltaf sungið um það
sem ég tel skipta manneskjuna
mestu máli, segir Nana. - Ástina,
frelsið og samkennd fólks. Ég hef
hugsað mér að halda því áfram.
18 árum fyrir Bergerac
Við höfum áður sagt frá því, að
nú er verið að endursýna „Ashton-
fjölskylduna" í norska sjónvarp-
inu, í þetta sinn í litum og mun lítill
munur á vinsældunum núna og
áður. Hins vegar gleymdum við
alveg að segja frá því, að meðal
leikara þar er ungur og myndarleg-
ur maður, að nafni John Nettles.
Hann leikur Ian Mckenzie, þann
sem loks tekst að vinna hug og
hjarta Fredu Ashton.
Eflaust muna fáir eftir honum
sem Ian, en þeim mun fleiri munu
þekkja hann sem Bergerac, pers-
ónu, sem hann byrjaði að leika 18
árum seinna og aflaði honum
heimsfrægðar.
Þannig þekkjum við Nettles núna: Umvafinn fögrum konum á Jersey.
Hann þurfti að leggja mun harð-
ar að sér í kvennamálunum sem
Mckenzie en Bergerac. Freda var
ekki jafn auðfengin og stúlkurnar
á sólskinseynni Jersey.
John
Nettles
á unga
aldri, sem
lan
Mckenzie,
unnusti
Fredu
Ashton.