Tíminn - 06.04.1988, Page 15

Tíminn - 06.04.1988, Page 15
Miðvikudagur 6. apríl 1988 Tíminn 15 M1NNING Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor Fæddur 19. júní 1917 Dáinn 24. mars 1988 Nú er í garð gengin sú árstíð að með hverjum degi rís sól hærra á himni og mildari vindar strjúka um vanga okkar. Við vörpum öndinni léttar og senn er veturinn að baki. Það er svo dásamlegt þegar dagana lengir og myrkrið flýr í sjó. Gleðin fyllir hjörtu okkar og þau tifa örlítið hraðar og ímyndunaraflið svífur á þöndum vængjum um loftin blá. Við vitum að blessað vorið, sumarið og sólin eru á næstu grösum. Það er sú árstíð sem flestir þrá og unna og þá ekki síst iífsglaðir athafnamenn upp- fullir af áhuga á undrum veraldar. En nú hefur einum sólargeislanum verið svipt burt úr lífi okkar hinna sem eftir stöndum. Miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30 verður tengdafaðir minn Þorbjörn Sigurgeirsson próf- essor jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, en hann lést í Landspítalan- um 24. mars. Fyrir okkur í Álfalandi 2, er erfitt að átta sig á því að Þorbjörn afi, eins og við kölluðum hann ætíð, skuli vera látinn og komi ekki oftar til að taka litla Þorbjörn mcð sér í sund. Andlát hans bar fremur brátt að og óneitanlega hrærast í brjóstum okk- ar tilfinningar og minningar sem erfitt er að lýsa með orðum. Þor- björn var fjölskyldunni afar mikils virði og þótti mér mjög vænt um hann og einmitt þess vegna langar mig að minnast hans. 1111 þótt Halldór bættist í hópinn. Heimili þeirra Heiðu stóð okkur alltaf opið. Á fyrstu hjónabandsár- um þeirra dvaldi ég langdvölum erlendis og heimsóknir urðu því ekki eins tíðar og við hefðum óskað. En ég á samt minningar um margar ánægjulegar samverustundir. Ég minnist sérstaklega einnar fyrstu heimsóknar minnar til þeirra er ég var unglingur. Halldór brá þá á glens og hélt því statt og stöðugt fram að ég væri svo sem hálfum sentimetra hærri en ég sagðist vera. Ég er ekki há í loftinu svo að mig munar um hvern sentimetrann. Hann tók síðan fram tommustokkinn og sannaði mál sitt. Segi ég þessa sögu hér þar sem hún lýsir vel gamansemi Halldórs og einnig nákvæmni. Síðastliðið sumar voru ferðir okkar upp á Akranes tíðari en oft áður. Einkum minnist ég þess er við áttum með þeim ánægjulegan sjómannadag. Halldór leiddi okkur um byggðasafnið að Görðum árdegis. Þar var hann á heimavelli og fræddi okkur um margt sem þar var að sjá. Síðdegis nutum við hátíðahaldanna af svölum húss þeirra, Sólbakka, þaðan sem útsýnið er svo skemmtilegt yfir höfn- ina. Ég veit að Heiða og Halldór og foreldrar mínir áttu saman margar ánægjustundir, í Reykjavík, á Akranesi og á ferðalögum um landið. Síðasta minning mín um Hall- dór er frá síðastliðnu hausti. Hann og Heiða komu suður til þess að vera með okkur er faðir minn lést. Heiða lék á orgelið við kistulagninguna og Halldór söng með sinni styrku rödd þótt árin væru orðin 76. Skömmu seinna veiktist hann sjálfur af þeim sjúkdómi er varð banamein hans. Við sem eftirerum geymum minn- inguna um góðan dreng sem ætíð vildi láta gott af sér leiða. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Halldóri og eiga með honum margar ánægjulegar stundir. Ég vil einnig þakka alla elskusemi hans við fjölskyldu mína, foreldra mína og systur og mín eigin börn. Heiða mín, við sendum þér öll okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pabbi hefði einnig viljað að við óskuöum þér til hamingju með að hafa átt slíkan lífsförunaut. Sigrún Helgadóttir. Þorbjörn fæddist hinn 19. júní 1917 að Orrastöðum í Torfalækjar- hrcppi í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurgeir Björnsson (Björnsi Eysteinssonar) bónda þar og Torf- hildar Þorsteinsdóttur. Þorbjörn var elstur fimm bræðra. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 eða fyrir rúmum 50 árum sigldi Þorbjörn til Kaupmannahafnar, þar sem hann lauk magisterprofi í eðlis- fræði frá Hafnarháskóla 1943. Eftir námsdvöl í Svíþjóð 1943-1945 og rannsóknardvöl í Bandaríkjunum 1945-1947 kom hann til íslands. Árið 1948 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Þórdísi Aðalbjörgu Þorvarðardóttur frá Stað í Súganda- firði og eignuðust þau fimm syni, sem allir eru uppkomnir. Þeir eru: Þorgeir verkfræðingur f. 1949, Sig- urgeir heyrnleysingjakennari f. 1950, Jón Baldur bifreiðaverk- fræðingur f. 1955, Þorvarður Ingi vélstjóri f. 1957 og Arinbjörn vcrka- maður f. 1961. Starfsferill Þorbjörns á Islandi hófst með því að hann var ráðinn framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins árið 1949 og gegndi því embætti til 1957. Sama ár varð hann prófessor í eðlisfræði við Verkfræði- deild Háskóla íslands. Viðfangsefni hans voru margvísleg. Þórbjörn var formaður Kjarnfræðanefndar ís- lands frá stofnun hennar 1956 þar til nefndin hætti formlegum störfum um miðjan sjöunda áratuginn. Þá var Þorbjörn forstöðumaður Eðlis- fræðistofnunar Háskóla íslands frá upphafi, árið 1958, til ársins 1966, en þá fluttist starfsemi hennar í nýtt húsnæði Raunvísindastofnunar við Dunhaga. Hann var í forsvari Eðlis- fræðistofu við RH frá stofnun henn- ar til ársins 1975. 1. desember 1968 var hann sæmdur Stúdentastjörnu Háskóla íslands. Árið 1984 lét Þor- björn af prófessorsembætti cftir far- sælt starf. Háskóli íslands sýndi Þorbirni þakklæti sitt og virðingu með því að sæma hann heiðursnafn- bót á sjötíu og fimm ára afmæli skólans árið 1986. I afmælisritinu f hlutarins eðli, sem gefið var út til heiðurs Þorbirni í tilefni sjötugsafmælis hans hinn 19. júní 1987 segir meðal annars, að Þorbjörn Sigurgeirsson hafi verið farsæll og framsýnn maður. Að hann hafi á sinn hæverska hátt kvatt yngri menn til dáða og örvað þá í þeirra eigin starfi. En að Þorbjörn hafi ekki aðeins unnið stórvirki í uppbyggingu rannsókna og kennslu, hann hafi jafnframt ótrauður unnið að hagnýt- ingu þekkingar á mjög eftirminnileg- an hátt. Þorbjörn var frumkvöðull að hraunkælingu við eldgos á Heimaey árið 1973 og síðan að hraunhitavinnslu til fjarhitunar. Þar segir enn fremur að þessi einstaki vísindamaður hafi þjónað Háskóla íslands með slíkri atorku, frumleik og frumkvæði, að hann verði fyrirmynd þeirra sem í kjölfar- ið koma. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem unnu að útgáfu afmælisritsins fyrir framlag þeirra að í hlutarins eðli kom út á þeim tíma að Þorbjörn gat sjálfur notið bókarinnar. Fríð og rík skal foldin Ijóma fögrum gróðri klœdd. Pjóðin efld að orku og sóma, upp við melnað fœdd. Fram skal sótt með frjálsum höndum, fram með hug og starf. Ei að baki öðrum löndum ísland standa þarf. (Jón Trausti) Eftir að Þorbjörn lét af störfum sem prófessor gat hann sinnt öðrum hugðarefnum sínum af enn meiri atorku en áður. Undanfarin 35-40 ár vann hann mikið að skógrækt. Þær eru ekki fáar ferðirnar sem Þorbjörn, Þórdís og bræðurnir og fjölskyldur þeirra fóru í gróðursetn- inga ferðir. Fyrst suður í Straums- hraun en þar hefur fjölskyldan gróðursett tré alit frá árinu 1950 og ætíð síðan. Enda er þar yndislcgur skógarreitur og merkilegur minn- isvarði um eljusemi Þorbjörns, Þór- dísarogsona þeirra. Nú njóta barna- börnin eljusemi afa og ömmu og fá lifandi „jólatré" úr þeirra eigin gróðurreit á hverjum jólum. En eftir að fjölskyldan var búin að fylla Straumshraunið þ.e. að ekki var pláss fyrir fleiri plöntur þar, útvegaði Þorbjörn fjölskyldunni nýtt gróður- setningarland. Það var austur í Skarfanesi í Landssveit. Þar hafa nú verið gróðursettar tugir þúsunda plantna á þeirra vegum. Ætti það framtak að vera öðrum landsmönn- um til hvatningar, um að klæða landið skógi. Af kynnum mínum af Þorbirni skynja ég vel hversu mikill gæfumað- ur hann var bæði í starfi og í einkalífi. Allir sem kynntust honum eiga ákveðnar minningar um hann. Þegar hugurinn fer yfir farinn veg, er margs að minnast. Ég gleymi því aldrci hversu hreykinn og glaður hann var þegar hann kom í heimsókn til mín á fæðingardeild Landspítal- ans, að sjá nýfæddan sonarson sinn sem var svo tillitssamur við hann afa sinn að fæðast 19. júní þ.e. á af- mælisdaginn hans. Enda sagði ég við Þorbjörn að hann mætti kalla hann Þorbjörn, þar með var hann búinn að eignast alnafna. Ég hef aldrei séð hann vera eins glaðan og þá, það lá við að hann væri montinn og þá er mikið sagt um svo hófsaman mann. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa eign- ast Þorbjörn fyrir tcngdaföður. Hann var mér, Sigurgeiri og Þorbirni mikils virði og ég vil þakka honum allan þann hlýhug sem hann sýndi okkur. Þorbjörn var lifandi dæmi um það að heiðarlegur maður er göfugasta verk skaparans. Kristín .lónsdóttir Kveöja nágranna Fátt er eins notalegt og eiga góða nágranna til beggja handa í götunni. Það er eins og skjólbelti í mannlíf- inu, fólk sem maður hittir til spjalls á góðum stundum, fólk sem veit hvert af öðru og bregður við til hjálpar eða hleypur undir bagga þegar þörf er á, fólk sem gaman er að heimsækja á gamlárskvöldi og öðrum tyllidögum og njóta glaðra hlátra með því. Á árunum 1950-1960 byggðum við kofa okkar innarlega á Digranes- hálsi við Digranesveg einir tíu eða tuttugu krakkar á ýmsum aldri. Þetta varð samstæður hópur þar sem hver rétti öðrum hjálparhönd og naut gleðistunda saman þegar færi gafst. Fólk heimsótti hvert annað á góðum stundum og börn þess léku sér saman eins og við hin cldri. Þannig hafa árið liðið. Þorbjörn, Þórdís og synir þeirra tóku þátt í leiknum af lífi og sál. En nú er Þorbjörn látinn, og nágrannarnir finna vel hvað þeir hafa misst. Hann fagnar þeim ekki lengur með drengs- legu gleðibragði á gamlárskvöldi, kemur ekki framar með broshýrri vinarhlýju í heimsókn til nágranna. Við eigum góðs nágranna að sakna og minni gleði að vænta. Þorbjörn Sigurgeirsson var óvenjulegur afbragðsmaður í augum okkar sem annarra er þekktu hann vel, og þótt hann væri landskunnur prófessor og vísindamaður var hann einn af okkur hérna í gamla genginu, eins og við segjum, fremstur meðal jafningja. Þcgar hann kom úr há- skólanum undir kvöld hérna á árun- um, var hann fljótlega kominn í vinnufötin og út að sýsla við garð eða önnur áhugaverk, eða farinn á fjöll, orðinn bóndi eða verkamaður. Eysteinn Björnsson, afi hans á Réttarhóli, segir einhvers staðar í sjálfsævisögu sinni, að sér hafi eigin- lega alltaf liðið illa inni í húsnm Múr datt það stundum í hug, að líklega hefði eitthvað af þeim arfi lent hjá Þorbirni. Og þau voru samrýnd um þennan útivistarþorsta hjónin. Eitt sinn er Þórdís kom af sjúkrahúsi bað hún mann sinn að aka með sig upp á hciði eða fcll í nágrenni Rcykjavík- ur svo að hún gæti litast um þaðan áður cn hún færi hcim. Það þurfti ekki að biðja Þorbjörn tvisvar um það. Skógræktaráhugi Þorbjörns Sig- urgeirssonar var alla tíð vakandi og afkastamikill. Hann efndi til mikillar skógræktar með tveimur frændum sínum í hrauninu milli Sveifluháls og Straumsvíkur, og mátti ætla að það væri viðhlítandi æviverk skógræktar- manns í hjáverkum. En þegar lokið var verki jaar réðst hann upp á Land í Rangárþingi og fckk sér þar skóg- ræktarland og hófst handa með sonum sínum. Heima sinnti hann einnig uppeldi plantna og gerðist fróður maður um þá hluti. Hann lagði eitt herbergi í húsi sínu undir sáðreit fyrir furu eða grcni. Skógrækt var honum hugsjón sem átti við landið allt en ekki aðeins blettinn hans sjálfs. Mér fannst sem kveðin um hann vísa Guðmundar skálds Böðvarssonar: Ég á mér draum um garð sem grœr og gildir einu hvar hann er, því hann er í mínu hjarta nœr en hœðin sem á milli ber. Nágrannarnir scm nutu návistar hans hér í gamla hópnum þrjá eða fjóra áratugi ciga honum mikið að þakka og við kveðjum hann með söknuði um leið og við sendum Þórdísi og sonum þeirra einlægar samúðarkvcðjur. Andrés Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar og tengdaforeldra Sólveigar Sigurðardóttur og Hallgríms Guðmundssonar Háholti 25, Akranesi Gunnar Inga Lóa Hallgrímsdottir Sigurður H. Hallgrímsson Guðmundur J. Hallgrímsson Hallgrímur Þór Hallgrímsson Jónas B. Hallgrímsson Pétur S. Hallgrímsson .. Jónsson Guðrún Jakobsdóttir Áslaug Rafnsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Guðný Aðalgeirsdóttir + Konan mín og móðir okkar Eyrún Eiríksdóttir Suðurgötu 12, Keflavík er látin. Sigtryggur Árnason og börn. + Faðir okkar Tryggvi Hjálmarsson húsgagnasmiður, Heiðarási 1 lést á Borgarspítalanum þann 4. apríl 1988. Börnin. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á af- mælis- og eða minningargrein- um í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.