Tíminn - 06.04.1988, Side 16

Tíminn - 06.04.1988, Side 16
16 Tíminn DAGBÓK Frjáls verslun Einsöngvaraprófstónleikar í Norrœna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna einsöngvaraprófs-tónleika í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 7. apríl og föstudaginn 8. apríl. Fimmtudaginn 7. apríl kl. 20:30 cru tónleikar Guðnýjar Árnadóttur, mezzó- sópran. Hún flytur m.a. verk eftir Schubert, Schumann, Brahms, Straussog Rossini. Lára Rafnsdóttir leikur með á píanó. Föstudaginn 8. apríl kl. 20:30 eru tónlcikar Mörtu G. Halldórsdóttur, sópran. Hún flytur verk cftir Pál Isólfs- son, Fauré, Wolf og Schubert. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Þessir tónleikar eru fyrri hluti einsöngv- araprófs Guðnýjar og Mörtu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fréttabréf :.y Öryrkjabandalags íslands ( ( Hársnyrti- og snyrtinámskeiðið „IN FOCUS 88“ Sunnudaginn 10. april og mánudaginn 11. apríl standa yfir bæði hársnyrti- og snyrtinámskeið í veitingahúsinu EVRÓPU. Þar koma fram félagar úr hópi „SEBASTIAN ARTISTIC TEAM",- sem hafa ferðast um allan hcim og sýnt og haft geysilcg áhrif á tískuna - eins og scgir í fréttatilkynningu frá umboðsfyrirtæki þeirra á Islandi. Námskeiðin byrja kl. 14:00 báða dag- ana og standa til kl. 18:00. Þeir sem vilja skrá sig á þetta tveggja daga námskeið geta gert það í síma 91-689977 og 91-689979. Aðgöngumiðar eru afhentir hjá Kristu í Kringlunni. við Ingibjörgu Haraldsdóttur rithöfund og „Konan í karlasamfélagi" er yfirskrift viötals við Ragnheiði Svcinbjörnsdóttur, „hagyrðing mcð meiru," eins og scgir í kynningu í blaðinu. Þá er Pósturinn á sínum stað og m.a. rætt þar um framhjáhald. Rissuð og raupað cr framlag Ragnars Lár í sögum og teikningum. Smásagan „Morðið á föstudaginn langa" cr eftir Björn Preger og grein cr um Michael Douglas lcikara._ Þá cru handavinnu-, tísku- og matar-' þættir margs konar í blaðinu. Ritstjórar eru: Þórarinn Jón Magnússon og Bryndís Kristjánsdóttir. Frjáls verslun 2. tbl. '88 „Samtíðarmaður" blaðsins að þessu sinni er Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfcstingarfélags lslands. Þá er sagt frá steypuverksmiðj- unni Ós og Ólafi S. Björnssyni forstjóra hennar. Grein er um ráðningarstofur, cn 10-12 slíkar eru starfandi hér á landi nú. Greinar eru um bækur og fjarskipti. Þórður Sverrisson, markaðsstjóri Vcrsl- unarbanka lslands skrifar um nýjustu bók Tom Peters, sem rekur eigið ráðgjafafyr- irtæki í Kaliforníu, en í fjarskiptaþættin- um er sagt frá myndsenditækjum, sem ryðja sér til rúms hérlcndis. Rætt er ( blaðinu um tölvuumhverfi og tölvuvæðingu, einnig um ferðamál og framboð á sætum í sólarlandaferðir, sem er ca. 18-20 þúsund sæti í ár. Sagt er frá nýjum tölvustýrðum trésmíðavélum, sem nýlega voru teknar ( notkun hjá Tré- smiðju Þorvaldar Ólafssonar í Keflavfk. Ritstjórnargrein nefnist: Hlutabréfa- markað vantar, en ritstjóri og ábyrgðar- maður er Kjartan Stefánsson. Brúðuleikhúsið SÖGUSVUNTAN Brúðuleikhúsið Sögusvuntan hcfurver- ið mikið á ferðinni að undanförnu. Verð- ur nú sami háttur hafður á og áður, - að ieikhúsiö kemur á staðinn og sýnir í daglegu umhverfi barnanna. Ef óskað er cftir er sýnt bæði fyrir og eftir hádegi. Þeir sem hafa áhuga á að fá „Sögu- svuntuna" í heimsókn geta skrifað eða hringt til Hallvcigar Thorlacius, Lauga- læk 38, 105 Reykjavík. Síminn er 91- 83695. Nýttlíf 2. tbl. 11. árg. Á forsíðu þessa blaðs er mynd af Ingva Hrafni Jónssyni, fréttastjóra Sjónvarps, og sonum hans. Grímur Bjurnason tók myndina. Langt viðtal við Ingva Hrafn er í ritinu og ncfnist „Skítkast og rósir". Þar er rætt um ýmis vandamál viðvíkjandi fréttastjórastarfi hans. „Reyni að vcra ég sjálf" ncfnist viðtal við Guörúnu Helgadóttur alþingismann. Sárin sem aldrci gróa er fyrirsögn á umfjöllun um sorg og sorgarviðbrögð. Þar cru líka viðtöl við fólk, bæði hjúkrun- arfólk og syrgjendur. Flciri viðtöl eru í ritinu: Góð söngrödd - gjöf frá guði, en þar er rætt við Ounnar Guöbjörnsson söngvara og Sundið styrkir sjálfsagann - viðtal við Bryndísi Ólafs- dóttur sundkonu. I blaöinu er líka umfjöllun um hljóm- plötur og músík, tískuþáttur. handa- vinnuþáttur og köku- og mataruppskrift- ir. Ritstjóri er Gullveig Sæmundsdóttir. FREYR - 5. tbl. ’88 Skipan leiðbeiningaþjónustu í land- búnaði nefnist ritstjórnargrein, þar sem fjallað er um nýútkomna skýrslu. Þá cr viðtal við Sigurð Jónsson á Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu um Stétt- arsambandsfundinn. Brcytt afurðacin- kunn kúa ncfnist grein eftir Jón Viðar Jónmundsson nautgriparæktarráðunaut hjá BÍ. Greinar eru um refarækt, og heilræði til kúabænda. Þá cr búnaðarþáttur eftir Gunnlaug A. Júlíusson: Versnandi hagur bænda í Evrópubandalaginu. Margar faggreinar og fréttir cru auk þess í blaðinu. Útgefendur eru Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda, en ritstjórar Matthías Eggertsson og Júlí- us J. Daníclsson. Á forsíðu blaösins cr mynd af Borg á Mýrum. Samúel nr. 118og 119 Tvö blöð hafá okkur borist af tímarit- inu Samúel. Á forsíðum eru nektarmynd- ir af fallegum stúlkum og mynd af Arnóri Diego, Herra Islandi, í sundskýlunni sem hann kcppti í um titilinn. Efni blaðanna er svipað og venjulcga. Viðtöl og léttar fréttir. Myndskreyttar síðurog sumar í lit,-einkum af skrautleg- um, fáklæddum píum. Fyrirsögnin á frásögn í blaði nr. 118 af kjöri „Herra Islands" á Akureyri cr: „Hann hefur dýrlegan kropp", og síðan fylgja myndir til sönnunar því og nokkrar aðrar myndir frá þessari samkomu. Þá eru bílaþættir í blöðunum; um Porsche- bíl og vélsleðaþáttur með mörgum myndum. Grein er um skuggahliðar New York borgar, eins og tvær íslenskar stúlkur hafa kynnst þeim. Viðtal er við bítilinn Georg Harrison og sagt er frá 100 ára afmæli grammófónsins. Þarna segir frá Tangókvöldi f Nausti og eru meðfylgjandi myndir frá samkvæm- inu, fangafrásaga frá Spáni, grein er um aðferðir við aftöku sakamanna, þá er grein um „rúmræfla og sneglu-Sigga" . Viðtal er við spænska unglinga um Island. Island - hvað? Er það víntegund? Smásagan eftir Edmond Can, Stöðugt undanhald, segir frá flótta ungs manns undan lögreglunni. Útgefandi Samúels er Sam-útgáfan og ritstjóri og ábm. Þórarinn Jón Magnús- son. Sveitarstjórnarmál Ár breytinga ncfnist forystugrein þessa blaðs. Þá er kynning svcitarfélaga: Reyk- hólahrcppur hinn nýi og viðtal er við síöasta oddvita Múlahrcpps, scm samein- aður hefur vcrið ( Rcykhólahrepp ásamt flciri hreppum. Greinar eru um stjórn- sýslu, fræðslumál, svo scm framhaldsnám í dreifbýli. Sagt er frá Dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka. Bókasafn Kópa- vogs cr kynnt og nýtt útlánakcrfi þcss. Þá er rætt um þjóöarátak í umfcrðaröryggi, brunavarnir, heilbrigðismál, umhverfis- mál o.fl. Margar myndir cru í blaðinu og á forsíðu er mynd sem Mats Wibe Lund tók af Rcykhólum. Ritstjóri er Unnar Stefánsson. Fréttabréf öryrkjabandalags íslands 1. tólublað l.árg. 1988 Fyrsta tölublað fyrsta árgangs Frétta- bréfs Öryrkjahandalags (slands er ný- komið út. Ábyrgðarmaður er Helgi Seljan. Árnþór Helgason, formaður stjórnar Öryrkjabandalags Islands, fylgir ritinuúr hlaði með formálsorðum. Þarvekur hann athygli á þvi. að með fréttabréfi þessu sé brotið blað í sögu íslenskrar blaðaútgáfu. því að það vcrður gcfið út bæði prentað, á hljóðsnældunt fyrir sjónskerta og á myndbandi fyrir heyrnarlausa. I blaðinu er sagt frá starfi Ö.B.l. á síðasta starfsári og grein er um Odd Ólafsson, fyrrum alþingismanns og yfir- lækni og núverandi heiðursformanns Ö.B.Í. Helgi Seljan skrifar Á léttari nótum - og þó, en þar er sagt frá starfsfólki bandalagsins. Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri bandalagsins er kynnt í greininni Af Ásgerði og önn daganna. Þá eru margar fréttir af sérsamböndum innan Ö.B.l. og upplýsingar fyrir félags- menn. VIKAN - 9. tbl. >88 Vikan er orðin nærri 70 bls. og prentuð á glanspappír. Af efni þessa blaðs má m.a. nefna: Kynningu á afmælishapp- drætti Vikunnar. Þá er grein um grasa- lækningar og viðtal við grasalæknana Arnbjörgu Lindu Jóhannesdóttur og ■ John Smith. Lýst er Lúxemborgarferð, sem heppnir áskrifendur Vikunnar hrepptu. Rætt er um fermingargjafir fyrr á árum. Sagt er frá „frtstælkeppni" í hárgreiðslu og leiðbeiningar um megrun á einni viku eru í þessari Viku. Viðtal er Miðvikudagur 6. apríl 1988 Hérna fer fram kennsla (saumaskap fyrir holdsveika á Indlandi. Hjálparstarf á Islandi fyrir holdsveik börn á Indlandi - undir forustu Þóru Einarsdóttur - stóð að þessari framkvæmd. Hjálp frá íslandi -til holdsveikra á Indlandi (slenska barnahjálpin fyrir holdsveik börn á Indlandi hefur staðið að endur- hæfingarstöð fyrir holdsveika á Indlandi. Þar fer fram kennsla, m.a. (saumaskap og er meðfylgjandi mynd frá staðnum. Með myndinni fylgir bréf frá alþjóð- lcgri stofnun sem vinnur gegn holdsveiki í heiminum. Þar segir m.a.: „ Fyrir hönd stofnunarinnar viljum við þakka frú Þóru Einarsdóttur, formanni ( íslensk/indverska félaginu, fyrir hjálp hennar og félagsins við að koma á stofn þeirri kennslu- og saumastofu sem stofn- uð var 3. febr. sl. Við þökkum einnig innilega stuðning félagsins „Islensk barnahjálp fyrir holdsvcik börn". Þetta fyrirtæki verður til mikillar hjálpar fyrir fjölskyldur holdsveiks fólks. Sérhver sjúklingur sem nýtur hér aðstoðar mun aldrei gleyma Þóru Einarsdóttur og henn- ar aðdáunarverðu starfsemi hér og þeir munu ávallt minnast íslensku barnahjálp- arinnar fyrir holdsveik börn." Pennavinur í Nígeríu Frá Nígeríu hefur borist ágætt bréf, þar sem fertugur maður óskar eftir pennavini eða vinkonu á Islandi. Hann segist lesa mikið og skrifa, predika guðs orð og syngja sálma. Hann hefur áhuga á heims- fréttunum og ferðalög eru ofarlega á blaði hjá honum. Nafn og heimilisfang: Mr. Raphael Olajire Egbetunce co Iwo C.T.C.U. Ltd. P.O. Box 759, Iwo Oyo State, Nigeria W/Africa Bjarmi 2. tbl. 82. árgangur Sigur er „1 brennidcpli" þessa blaðs. Þar er um að ræða páskahátíðina og upprisu Jcsú. Sr. Lárus Halldórsson skrifar: Höldum lífsins hátíð nú! Krossinn og ég er fyrirsögn á huglciðingu eftir ÖnnuJ. Hilmarsdóttur. Formálsorð cru eftir ritstjórann Gunn- ar J. Gunnarsson og nefnast Sátt við guð. Þar hugleiðir hann framtíðina og hvað hún bcri f skauti sér. Opnuviðtal er við sr. Stínu Gísladóttur og er fyrirsögn þess: Send mcð fagnaðar- crindi, sem er til allra. Fleiri grcinar, hugleiðingar og fréttir eru í blaðinu. ABC - Barna- og tómstundablað ABC blaðið cr málgagn Bandalags íslcnskra skáta á Islandi. I þessu blaði er margbreytilegt efni. Það cr mikið um þrautir og föndur, einkanlega páskafönd- ur. Þá cru sögur og viðtöl, svo sem viðtal við Hófí um dúkkurnar hennar o.fl. Einnig er viðtal með myndum við söngv- arann Stcfán Hilmarsson, sem kcmur til með að syngja lagið eftir Sverri Stormsker sem fer í Evrópusöngvakeppnina. Nokkr- ar smásögur fyrir börn og margir brandar- ar eru í blaðinu. Ritstjórar eru Margrét Thorlacius og Benjamín Árnason. Ásgrímssafn Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13:30-16:00. BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi$ interRent Bílaleiga Akureyrar Vera - málgagn kvenfrelsisbaráttu I forsíðugrein blaðsins segir bb, að f þessu blaði sé fjallað um hlutverk karla í kvenfrelsisbaráttunni, og að umfjöllun þcssi sé framhald af líkum skrifum í síðasta tölublaði Veru. Nú eru karlmenn spurðir álits á könnun þeirri sem um cr fjallað í síðasta blaði. Auk þcss er (blaðinu viðtal við Andreu Gylfadóttur söngkonu, um feril hennar sem tónlistarkonu og fleira. I blaðinu er smásaga eftir Stellu Hauksdóttur. grein um kvennasögu eftir Helgu Sigurjóns- dóttur, Sam/and/staðan - hugleiðing um baráttuna eftir Valgerði Bjarnadóttur og margar aðrar greinar. Þingmál og borg- armál eiga sinn sess ( blaðinu, svo og umfjöllun um bækur. Vcra er gefin út af Kvcnnaframboðinu og Samtökum um Kvennalista og kemur út scx sinnum á ári. Aðsetur Veru cr á Vesturgötu 3 ( Hlaðvarpanum, áskriftar- síminn er 22188 og tekið er á móti áskriftum allan sólarhringinn. Vera fæst á mörgum blaðsölustöðum. Mynd á forsíðu: Anna Gunnlaugs - úr myndaröðinni „7 dagar". LISTASAFN ÍSLANDS Frá 1. aprfl verður Listasafn íslands opiö daglcga nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Leiðsögn um sýninguna „ALDAR- SPEGILL" er alla sunnudaga kl, 13:30. Kynning á mynd mánaðarins er á fimmtudöeum kl. 13:30. Mynd aprflmán- aðar er ISLANDSLAG eftir Svavar Guðnason, frá árinu 1944. Kaffistofa safnsins er opin á sama t(ma. Aðgangur að safninu er ókeypis. Ferðastyrkir Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs ætlar að veita félagskonum tvo ferðastyrki til Oslóar á NORDISK FORUM. Einnig einn styrk á orlofsviku Norræna húsmæðrasambands- ins á Laugum. Félagskonur leiti nánari upplýsinga um styrkina hjá stjórninni, en umsóknarfrestur er til 10. apríl. Stjórnin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.