Tíminn - 06.04.1988, Page 20
Sparisjóösvextir
á tékkaigKningB
hávaxtakjörum
SAMVINNUBANKI
fSLANDS HR
Auglýsinsadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
■111 1 "■ 11 *....
Okeypis þjónusta
HRESSA
KÆTA
Fjórír bensínlausir
jeppar norðan
Hofsjökuls. Far-
þegum bjargað til
Hveravalla.
Fróðárheiði ófær
og tugir bíla sátu
fastir í snjónum og
urðu farþegar að
þiggja aðstoð
björgunarsveita
og snjóbíls.
Maður á vélsleða
lést, þegar hann
hrapaði fyrir björg
í Grjótárdal á
Tröllaskaga. Fóru
saman á sex vél-
sleðum.
Bræður höfðust við
næturlangt í skafli í
Geldingadal. Voru á
tveimur vélslcðum.
Þeirra leitað á 12
vélsleðum og
snjóbíl.
Jeppi féll í
sprungu og
skorðaðist milli
brúna á Langjökli.
Fjórir jeppar
héldu frá Hvera-
völlum til bjargar. I
Drengur lést, þegar
jeppi hrapaöi í sprungu I
í Fitjahnúkum a Snæ-
felli. AIJs flinm jeppar |
í leiðangrinum. Snjó-
bfllinn Tanni kom til
lv vrgar og þyrla sótti
Ifluð og hina slösuðu
upp á jökul.
Tveir biðu bana og tveir liggja þungt haldnir á Borgarspítala:
Slys skyggðu á páska
Tvö banaslys skyggðu á hclgi
páskavikunnar. Hið fyrra varö
um miðjan föstudaginn langa,
þegar vélsleðamaður ók fram af
klettasnös í Grjótárdal á Trölla-
skaga og hlaut af bana. Hann hét
Ásgeir Bentsson, var 22ja ára
gamall og bjó á Sauðárkróki.
Hann lætur eftir sig barnshafandi
unnustu.
Hann fór við fimmta mann á
vélsleðum kunna slóð upp af
Grjótárdal, sem er þverdalur á
Hjaltadal. bar sem þeir hringsól-
uðu í sólskini og logni uröu
félagar hans varir við, að Ásgcir
hefði orðið viðskila við hópinn.
Þeir fundu hann látinn neðan viö
klettana eftir ógnarhátt fall. Talið
er að hann hafi fengið snjóblindu,
eða að móða hafi sest innan á
hjálmglerið, og hann ekki séð
hvert stefndi.
Níu ára drengur lést
Níu ára drengur lést í síðara
slysinu, sem átti sér stað á laugar-
dagskvöld um sjöleytið. Jeppa-
bifreið, sem hann var farþegi í,
hrapaði ofan í átta metra djúpan
og fimmtán metra breiðan gil-
skoming í Fitjahnúkum á Snæ-
felli. Drcngurinn hét Vilhjálmur
Birgisson og bjó í Kópavogi. í bíl
með honum voru faðir hans og
kunningi föður hans, sem báðir
komust lífs af, en liggja nú þungt
haldnir á Borgarspítalanum. Þeir
eru úr lífshættu.
Farið var á fimrn jeppum í
þann leiðangur. Ekki var unnt að
gera sér grein fyrir djúpu gilinu,
fyrr en um seinan, og hrapaði
fremsti jcppinn í bílalestinni ofan
í það. Snjóbíllinn Tanni var ekki
fjarri slysstað og hélt þegar til
aðstoðar, þegar kallið barst. Með
í för var hjúkrunarkona, en
verkjastillandi lyf skorti. Ferða-
félagar þeirra, er hröpuðu í
skorninginn, náðu þeim upp og
var lík drengsins, og hinir slösuöu
menn, flutt með Tanna í skála
Ferðafélags Fljótdalshéraðs í
Snæfelli. Þar var beðiö þyrlu
Landhelgisgæslunnar. Vegna
vonskuveðurs tafðist hún og varð
að bíða á Hornafirði langt fram
eftir nótt. Ekki var fært að sækja
hina slösuðu fyrr en árla morguns
á sunnudag. Voru þeir fluttir til
Egilsstaða, þar sem þeirra biðu
flugvélar, sem fluttu þá til
Reykjavíkur.
Ókeypis tilkynninga-
þjónusta
Athygli hefur verið vakin á
ókeypis tilkynningaþjónustu Sec-
uritas. Ferðamenn um öræfi og
hálendi geta gefið vaktmönnum
hjá Securitas upplýsingar um
ferðir sínar og tilkynnt sig þangað
um hvaða fjarskiptabúnað sem
er, með rcgíulegu millibili. Hjá
Securitas fengust þær upplýsingar
að umtalsvert fleiri hafi notfært
sér þjónustu þeirra um þessa
páska en í fyrra. En það væru
yfirleitt þeir, sem væru best búnir
og vanastir fjallaferðum, sem
baktryggðu sig með þessu móti.
Þeir, sem þarnast þess mest. hafa
ekki samband.
Það viðraði víða illa til ferða-
laga þessa miklu ferðahelgi. Þeg-
ar á skírdag urðu margir að
hverfa frá bifreiðum sínum, sem
festust á Holtavörðuheiðinni.
Öðrum tókst að snúa heim, eftir
margra klukkustunda langa bar-
áttu við veðuröflin. Sem hendi
v»ri veifað varð ófært yfir heið-
ina.
Jörðin opnaðist
undir jeppa
Jeppaferð um Langjökul end-
aði snarlega, þegar jörðin opnað-
ist undir bifreið og skorðaðist
milli brúna. Bílstjóri og farþegar
forðuðu sér úr bílnum og engan
sakaði. Ekki þótti ráðlegt að
reyna að draga jeppann úr
sprungunni, þar sem hann hékk,
því að menn óttuðust að hann
hrapaði og drægi með sér aðra
bíla í dýpið. Beðiðvar stórvirkari
tækja.
Á laugardag lenti fólk á ferð
um Fróðárheiði í miklum hrakn-
ingum, en margir voru illa búnir
til ferðar í miklum snjó. Urðu
sumir að láta fyrir berast á heið-
inni klukkustundum saman og
komust hvorki fram né aftur í
blindbyl og hríð. Björgunarsveit-
ir frá Grundarfirði, Hellissandi
og Ólafsvík lögðu á heiðina til
hjálpar vandastöddum auk snjó-
bíls frá Akranesi.
Að auki var fólki á fjórum
bensínlitlum jeppum norðan
Hofsjökuls hjálpað til Hvera-
valla. Ferðalangar norðan Tind-
fjallajökuls áttu einnig í erfiðleik-
um og nutu aðstoðar við að
komast til byggða.
Leituðu skjóls
í snjóskafli
Hrakningasögur fólks á ferða-
lagi um páskana eru fleiri en
rúmast hér. Að síðustu skal
nefnt, að björgunarsveitin Hjálp-
in frá Akranesi leitaði tveggja
bræðra aðfaranótt páskadags,
sem fóru upp af Svínadal á tveim-
ur vélsleðum um kl. hálfþrjú á
laugardag. Þeir eru 22 og 18 ára
gamlir og þekktu gjörla þessar
slóðir. Þeirfundust í Geldingadal
á Botnsheiði kl. hálfsex um morg-
uninn, en þá höfðu 12 vélsleðar
og einn snjóbíll verið kallaðir til
leitar. Til stóð að kalla á liðsauka.
Bræðurnir villtust, þegar hið
versta veður skall á svo ekki sá úr
augum, og því leituðu þeir skjóls
í skafli og gistu þar um nóttina.
Þeir voru vel haídnir, en kaldir,
þegar hjálpin barst.
Þj