Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. apríl 1988 Tíminn 15 Gestur Magnússon cand. mag. Þann 31. mars s.l. lést á Landa- kotsspítala Gestur Magnússon, cand. mag. í íslenskum fræðum. Gestur var fæddur að Túngarði í Fellsstrandarhreppi í Dalasýslu þann 20. desember 1923. Gestur var kominn af mikilhæfu mannkosta- fólki. Foreldrar hans voru hjónin Björg Magnúsdóttir frá Staðarfelli og Magnús Jónasson frá Köldukinn. Þau bjuggu allan sinn búskap að Túngarði, eða í rúm fjörutíu ár. Þau Túngarðshjón fóru bæði til fram- haldsnáms í æsku. Björg var lærð ljósmóðir og gegndi því starfi í Fellsstrandarhreppi á fimmta áratug og fylgdi henni ætíð mikil gifta. Magnús hafði á æskuárum sínum mikinn áhuga á að öðlast einhverja menntun. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag tókst honum að ljúka námi frá unglingaskóla Sigurðar Þórólfssonar í Hjarðarholti og eins vetrar náms naut hann í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Túngarður er ekki stór jörð, en þrátt fyrir að gæði jarðarinnar væru takmörkuð tókst þeim að bæta hana svo að afkoma þeirra var góð. Hvort sem var innan húss eða utan settu reglusemi og snyrtimennska svip sinn á búskap þeirra. Túngarðshjónunum var það mál hugleikið að börn þeirra tvö nytu langskólanáms, svo sem löngun þeirra sjálfra hafði staðið til. Árið 1938 hófu þau Gestur og systir hans Soffía nánt í Gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og luku þau samtímis stúdentsprófi vorið 1944. Soffía starfar nú sem deildar- stjóri í Hcilbrigðisráðuneytinu. Eftir stúdentspróf fór Gestur til náms í Norrænudeild Háskólá íslands. Þaðan lauk hanncand. mag. prófi í íslenskum fræðum 1949 og námskeið í uppeldisfræðum við Há- skóla íslands tók hann árið 1953. Árið 1951 gerðist hann kennari og kenndi samtímis við Gagnfræða- skóla verknáms og Ármúlaskóla í Reykjavík til ársins 1978. Á árunum 1958-1969 starfaði hann í Lands- prófsnefnd miðskóla eða þar til að störf þeirrar nefndar voru felld niður. Árið 1978 hætti Gestur kennslu og gerðist starfsmaður Al- þingis. Þar vann hann m.a. að útgáfu Alþingistíðinda. Því starfi gcgndi hann þar til s.l. sumar, að hann lét af störfum vegna veikinda sinna, sern þá voru farin að setja mark sitt á hann. Gestur var mjög góður starfsmaður og bar þar margt til. Hann var vel gefinn og vel menntað- ur. Hann var afkastamikill og reglu- samur og samskifti hans við sam- starfsfólk voru með þeim ágætum að á betra varð ekki kosið. Háttvís var hann í allri framkomu, glaðsinna og mikill húmoristi. Síðast bar fundum okkar Gests saman er við vorum báðir gestkom- andi í Þórshamri, en þá varð mér Ijóst að heilsu hans hafði hrakað svo, aö til tíðinda gæti dregið fljót- lega. Mér er því Ijúft að minnast þessarar stuttu en ánægjulegu stund- ar er ég átti þar með honum, ásamt öðru tólki. Gleði hans þá og hófleg fyndni var síst minni en okkar hinna. Svo mikið var þrek hans og jafnvægi að hann ræddi veikindi sín og horfur um framgang þeirra við sína nánustu eins og við hin ræðum dægurmáiin. Þar sem ég þekkti vel hversu miklum mannkostum og hæfileikum Gestur var gæddur, leiddi ég oft hugann að því Itvers vegna hann sæktist ekki eftir umfangsmeiri störfum. Ég vissi einnig til þess að samstarfsmaður hans, sem gjör- þekkti störf hans, ætlaði honuni valdameiri og umfangsmeiri störf. Meðfædd hlédrægni Gests og sam- viskusemi réðu því að slíkt heillaði hann ekki. Það skipti hann mestu máli að leysa þau verk vel af hendi, sem hann tók að sér. Það hefði hann að vísu alltaf gert að mínu mati. hvert sem starfssviðið hefði verið. En vegtyllur voru ekki það sem hann sóttist eftir. Foreldrar Gests, þau Björg og Magnús og börn þeirra Soffía og Gestur, héldu saman heimili að Drápuhlfð 41, Reykjavík, á meðan heilsa foreldranna lcyfði. Magnús er látinn fyrir mörgum árum síðan, en Björg lést fyrir u.þ.b. þremurárum. Síðustu árin dvaldist Björg á Hrafn- istu og veit ég vel að Gestur reyndist henni mjög vel þann tíma, sem fyrr. Gestur Magnússon var ókvæntur og barnlaus. Um nokkurt árabil f. 27.09.1918 d. 28.03.1988 Mánudaginn 28. rnars s.l. lést á Landspítalanum föðurbróðir minn Kristján Guðmundsson, bóndi á Brekku á lngjaldssandi, eftir erfið veikindi. Hann var fæddur 27. sept- ember 1918 og hefði því orðið sjö- tugur á árinu hefði hann lifað. Mér finnst Kitti frændi hafa farið frá okkur allt of snemma, því hann var ungur í mínum augum og átti svo mikið til að gefa og miðla öðrum. Kitti var kvæntur móðursystur minni, Árelíu Jóhannesdóttur. Það gefur því auga leið að tengsl og samgangur milli heimilanna var mikill. Ekki svo að skilja að skroppið hafi verið í sunnudagsbíltúr út á Sand. Nei, hvorugt heimilið hafði bíl til umráða á þeim tíma. En afskaplega man ég vel eftir þeim ferðum sem farnar voru í heimsókn út á Sand. Þær jöfnuðust á við heimsreisu nú til dags. Það var í einni slíkri ferð sem ég reyndi fyrst hversu traustur og Ijúfur hann var. Ég veit ekki hve gömul ég var, varla meira en þriggja til fjög- urra ára. Ég vaknaði upp um nóttina og auðvitað skinu engin götuljós inn um gluggana eins og heima, því ekkert rafmagn var þar. Ég rak upp einhver óhljóð, og um leið var Kitti kominn og tók mig upp. Ég heimtaði pabba og mömmu, en hann sagði að' við skyldum bara lofa þeim að sofa. Ég var nú ekki á því, en ég man enn þann dag í dag, þegar hann gekk með mig um gólf og róaði mig. Sjálfsagt hef ég sofnað í fanginu á honum. Já, ég á margar ljúfar og góðar minningar um hann. Ekki voru þær sfðri stundirnar, þegar ég fór út á Sand í fyrsta sumarfríinu mínu, þá átján ára. Það var í júnílok. Á kvöldin fórum við í fjallgöngur og allskonar gönguferðir. Kitti var mik- ill náttúruunnandi og fagurkeri, að ég tali ekki nú um tækisfærisræðurn- ar sem hann flutti, þær voru frábær- ar.Eitt sinn þegar við vorum komin hátt upp í fjallið fyrir ofan Brekku- bæinn, lagðist þoka yfir allan dalinn. Miðnætursólin skein ofar skýjum. Kyrrðin og friðurinn minntu á ein- hvern æðri stað. Aðeins fuglakvakið heyrðist. Við sátum lengi og nutum þessarar stundar. Nú gæti einhver haldið að ég hafi ein setið að Kitta frænda. Ekki aldeilis. Þau hjón eignuðust tólf börn. Tvö misstu þau ung. Börnin þeirra eru: Eygló f. 1946, Guðrún Jóna f. 1949, Elísabet Alda f. 1951, Guðnýf. 1952, Guðmundur f. 1954, Jóhannes f. 1955, Kristján Sigurður f. 1957, Finnbogi f. 1958, Helga Dóraf. 1960ogHallaSignýf. 1964. Kitti var börnunum sínum góður faðir, það sýndi sig á margan hátt, enda sóttu börnin heim í öllum fríum sínum. Engan félagsskap kusu þau frekar en foreldra sína. Það er heldur ekkert skrýtið. Þarna var spilað, sungið, dansað og farið í útileiki á nóttunni þegar bjart var að gömlum sið. Bæði hjónin sungu vel og Adda frænka jafnvel efni í óperu- söngkonu. Og auðvitað kunnu þau kynstrin öll af textum, gömium og góðum, sem þau kenndu börnunum sínum. Einu sinni sýndi Kitti ásamt Elísabet dóttur sinni og fleirum vikivakadansa á árshátíð Ingjalds- sandsfélagsins. Þau ciga dýrmætan fjársjóð minn- inga um pabba sinn, Brekkubörnin. Þau launuðu hann líka vel börnin, þegar á reyndi. í þrjá mánuði stóðu þau við sjúkrabeð hans með mömmu sinni, sem ekki lét sig vanta einn einasta dag á sjúkrahúsið. Tvisvar sinnum fóru þau öll upp á sjúkrahús með gítar og sátu hjá honum og spiluðu og sungu. í seinna skiptið aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans. Kitti var jarðaður á Ingjaldssandi 5. apríl. Við jarðarförina sáu börnin hans um sönginn ásamt móður sinni, og ein dóttirinn, Elísabet spilaði á gítar. Ég er viss um að slíkt er einsdæmi. Þau sungu fallegu ljóðin sem þau höfðu svo oft sungið sér- staklega fyrir hann, af því að honum þóttu þau svo falleg. Þau sungu „Heimþrá" Jóhannesar úr Kötlum, og „Þú gafst mér vængi" eftir æsku- vin Kitta, Jón I. Bjarnason. Kristján sonur hans söng einsöng, sálminn „Fyrirbæn". Þetta var falleg kveðju- stund. Ég sendi frænku minni, börnum og öllu skyldliði, innilegar samúðar- kveðjur. Kitta frænda kveð ég með söknuði. Blessuð sé minning hans. Guðrún Helea Jónsdóttir hefur hann átt góða vinkonu, Gyðu Guðmundsdóttir, sem búsett er hér í borginni. Hún er ekkja, en á eina uppkomna dóttur. Þau áttu ýntis sameiginleg áhugamál, svo scm fjallafcrðir í Þórsmörk og á fleiri staði. Gyða reyndist Gesti mjög vel í veikindum hans og það var honum mikils virði. Við hjónin minnumst kynna okkar af Gesti með miklu þakklæti og vottum aðstandendum ínnilega samúð. Halldór E. Sigurðssun Fyrir tíu árum hóf Gestur Magn- ússon að starfa hjá Alþingi við útgáfu Alþingistíðinda. Hann hafði þá unnið við kennslu í 27 ár og ntun hafa leitað eftir léttara og áhyggju- minna starfi af heilsufarsástæðum. Skólakennsla er öðrum þræði upp- eldisstarf og uppeldisstörf valda oft samviskusömum manni ærnum áhyggjum. Gestur var ákjósanlegur ntaöur í hið nýja starf, öruggur maður við prófarkalestur og nákvæmnisverk eins og að setja saman registur. Við voruni ekki beinlínis sam- starfsmenn en góðir málvinir urðum við. í fjögur ár áttum við samveru- stund flesta virka daga að morgni áður en dagsvcrk var hafið. Og það voru góðar stundir. Gestur var dagfarsprúður og vel að sér um marga hluti. Dómgreind hans og smekkvísi mátti treysta og því var ómetanlegt að heyra álit hans. Hann var ágæta vel skemmti- legur í viðræðum, hafði næmt kímni- skyn og góðlátlega glettni. Alltaf léttur og hlýr á sinn hógværa, hæg- láta hátt. Það er dýrmæt gjöf að njóta návistar slíks manns. Ekki cr það síst mikilsvert þegar að höndum ber mótlæti og hugraun utan daglegra skyldustarfa svo sem ol't vill verða. Vænti ég að ég rnæli fyrir munn samstarfsmanna Gests almennt þeg- ar ég vík að þessari hlið samverunn- ar. Það cr eins og návist slíkra manna fylgi hulinn kraftursem hugg- ar og græðir. Minnisstæðar verða mér síðustu stundirnar sem ég var mcð Gesti og talaði við hann. Hann var þá sjúkur maður, mjög af honum dregið, þrótturinn lítill og honum Ijóst að engin ráð voru kunn gcgn sjúkdómi hans. Samt var hann léttur í máli að vanda, hugsunin skýr og kímnin og glcttnin líkt ogáður. Örlögum sínum tók hann af æðruleysi og jafnaðar- geði að því er séð varð. Gestur Magnússon er kvaddur með söknuði og eftirsjá. Samveru- stundanna er minnst með gleði og frá þeim stafar birtu og hlýju. Til hans verður nú ekki leitað ráða cða leiðbeininga. En skylt er að mcta og muna það sem af honum mátti læra og þá ekki síst það sem sncrtir mannlega hegðun og heýrir undir siðfræði. 11.Kr. VOR ’88 G/obusa Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 GUFFEN dreifarinn frá Kverneland hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur hjá íslenskum bændum. Hann er sterkur, en léttbyggður og hentar á þunna og þykka mykju. Fáanlegur í stærðunum 2.600 1 - 6.500 1. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252 Ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennaholl, Fellsstrandarhr. Dal. S. 41475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 93- Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bilav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Vikurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 -JÉT' + Konan mín Svanborg Þ. Ásmundsdóttir verður jarðsett frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. apríl kl. 13.30. Ólafur Ketilsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.