Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 29. apríl 1988 Ársskýrsla Byggðastofnunar: 38 fyrirtæki skulda 1,42 milljarða króna Byggðastofnun hefur nú lagt fram ársskýrslu sína fyrir árið 1987, sem var annað heila starfsár stofnunarinnar. í innganginum kemur fram að stofnunin telji að fólksflótti af landsbyggðinni hafi haldið áfram á árinu og sú röskun sé þjóðarbúinu mjög óhagkvæm og hættuleg. Bent er á að stjórnvöld geti lagt atvinnuþróun landsbyggðarinnar lið án þess að mismuna einum eða neinum. Á árinu samþykkti stjórn stofn- unarinnar 364 láns- og styrkum- sóknir, hafnaði 91 en 38 umsóknir féllu niður. Styrkir og lán námu samtals 1.022 milljónum króna á síðasta ári og voru 270 milljónir af því ógreiddar í árslok. Skuldunautar stofnunarinnar voru um áramótin- 1.491 talsins. Þar af skulduðu 38 fyrirtæki yfir 20 milljónir hvert, en alls 1.423,5 milljónir, eða 35,3% af heildar- skuldunum. Flest þessara fyrir- tækja eru í sjávarútvegi. Vanskil við stofnunina jukust um 53% á árinu. Alls voru afskrifuð lán upp á 31,3 milljónir króna og átti stofn- unin aðild að um 20 gjaldþrotamál- um. Byggðastofnun gekk í ábyrgð vegna tveggja lána á árinu og tvær ábyrgðir voru í gildi frá fyrra ári. Ábyrgðirnar námu samtals 74,3 milljónum króna. Niðurstaða efnahagsreiknings Byggðastofnunar var 4.621,7 millj- ónir króna og hafði hún hækkað um 25,6% á árinu. Eigið fé nam 1.374 milljónum og hafði það vaxið um 29,6% á árinu. Á árinu voru veitt lán til 114 aðila í sjávarútvegi, að upphæð 564 milljónir króna. Stærstu veit- ingarnar voru til Hraðfrystihúss Stokkseyrar, 37 milljónir, Hrað- frystihúss Grundarfjarðar, 30 milljónir og KEA 25 milljónir. I árslok voru skuldir sjávarútvegs- fyrirtækja 64% af lánveitingum. Byggðastofnun bendir á í árs- skýrslunni, að auðlindanýting kalli á vissa dreifingu byggðar, en vinnsla afurða sé hagkvæmari á fáum stöðum. „Nauðsynlegt er að leita leiða til að samræma þetta mismunandi hagræði atvinnugreina, þannig að búsetan verði í byggðarlögum sem fá staðist til lengdar. Án þess háttar stefnumörkunar mun sjávar- útvegurinn í vaxandi mæli snúast um að safna saman hráefni til vinnslu erlendis. Ekki mun fást nægilegt vinnuafl í landi til að vinna þau störf sem vinna þarf," segir í inngangi skýrslunnar. Stofnunin bendir loks á að nauð- synlegt sé að byggja markvisst upp framlag úr ríkissjóði til stofnunar- innar, sem hægt sé að nota til ýmissa verkefna á landsbyggðinni sem hún telur nauðsynlegt að ráð- ast í. Stofnuninni sé það óhægt um vik, þar sem mjög mikill hluti fjármagns hennar sé endurlánað lánsfé og stjórnendurnir vilji ekki ganga á höfuðstólinn. -SÓL Unglingur úr Garðabæ gegn verkfallsverði: Þumabrotið kæit til RLR Verkfallsvörðurinn, sem fingur- brotnaði við verkfallsvörslu við Kjötmiðstöðina í Garðabæ um há- degisbilið á föstudag fyrir viku, hefur kært atvikið til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann brotnaði á þumal- fingri vinstri handar og telur að hann hafi lent milli stafs og hurðar, þegar hún skall aftur í áhlaupi unglinga á verkfallsvörnina. Stór hópur unglinga í Garðabæ gerðist aðsópsmikill gegn verkfalls- vörðum þennan dag. Unglingarnir hreyttu ónotum í verkfallsverði, hentu í þá plastpokum fylltum af vatni og lögðust af fullum þunga á, verðina, svo þeir urðu að forða sér inn í anddyri verslunarinnar. Hrafn Bachman, eigandi Kjötmiðstöðvar- innar, gekk fram fyrir skjöldu og baðst verkfallsvörslunni vægðar. Unglingarnir létu segjast í bili, en héldu uppteknum hætti stuttu síðar og þá við bakdyrnar að Kjötmiðstöð- inni. Þar mun slysið hafa átt sér stað. Ekki er vitað hvaða unglingur úr Garðabæ á sök, en málið er í höndum RLR. þj Framsóknarþingmenn: Funda á Suðurnesjum Þingflokkur framsóknarmanna fundar á fleiri stöðum en í Alþingis- húsinu. Á miðvikudag héldu þing- menn Framsóknarflokksins til Suðumesja og héldu þingflokksfund í Keflavík. Eftir þingflokksfundinn ræddu þingmenn flokksins við trún- aðarmenn Framsóknarflokksins á Suðumesjum og kynntu sér enn ítarlegar en áður sérmálefni Suður- nesjamanna. Núndu bekkingum var stefnt í félagsmiðstöðina Þróttheima í gær eins og aðrar félagsmiðstöðvar í Reykjavík. IB Viðbúnaður við lok samræmdu prófanna: Oflugra starf í félagsmiðstöðvum í gær luku 4.200 nemendur 9. bekkja grunnskólanna samræmdu prófunum og var mikill viðbúnaður hjá ýmsum aðilum vegna þessa. Eins og alþjóð er kunnugt, er venjulega mikið um drykkjuskap daginn sem prófunum lýkur og flykkjast krakkarnir gjarnan í bæinn og fagna próflokum. í ár var ákveðið að reyna að sporna við þessu og hafði Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, samband við félagsmið- stöðvarnar og bað um að sérstakur viðbúnaður yrði á stöðunum og reynt að gera það sem í þeirra valdi stæði til að fá krakkana þangað í stað þess að fara í bæinn. Félagsmiðstöðvarnar brugðust vel við og var t.a.m. haldin árshátíð í félagsmiðstöðinni Þróttheimum í gær og var mikið um dýrðir. Einn starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar sagði í samtali við Tímann í gær, að árshátíðin hefði nú verið ákveðin fyrirfram, en starfsfólkið hefði nú lagt sig alla fram um að gera starf- semina sem öflugasta í gærkvöldi, með tilliti til prófloka. Sömu sögu höfðu fleiri aðilar í félagsmiðstöðvum að segja og voru aðilar sammála um að reynt yrði til hins ýtrasta að fá krakkana í hús í gærkvöldi. Lögreglan í Reykjavík hafði líka sérstakan viðbúnað í gærkveldi og vaktaði bæinn vel. -SÓL Gigt dýrasti sjúkdómurinn „Hún Iæðist með veggjum en er skæð. Hún veldur örkumlum en sjaldan dauða. Gigtin er dýrasti sjúkdómur á íslandi en um leið sá afskiptasti í heilbrigðiskerflnu,“ segir í fréttatilkynningu Gigtarfélags íslands. Nýkjörin stjórn Gigtarfélagsins hefur sett fram kröfu um að heild- arskipulagi verði komið á varðandi læknisþjónustu við gigtsjúka hér á landi. Þó félagar í Gigtarfélagi íslands séu 2.200 talsins eru gigtsjúkir í landinu ekki undir fimmtíu þús- undum. Allur þessi fjöldi þjáist á einn eða annan hátt dag hvern. Vinnutapið er gífurlegt og örorku- bætur og sjúkrapeningar sem gigt- veikir fá eru margfalt meiri en það fé sem veitt er í gigtlækningar. Undir forystu Sveins Indriðason- ar hefur Gigtarfélag íslands reist gigtlækningastöð við Ármúla 5 í Reykjavík. Þar starfa nú 4 sjúkra- þjálfarar, 2 iðjuþjálfarar og 3 gigt- arlæknar. Þar er unnið gott starf en þessa heilsugæslu þarf að auka og bæta, segir í fréttatilkynningunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.