Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 8
Föstudagur 29. apríl 1988 8 Tíminn Timirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700. Fölnaðar rósir Átján rósa flokkurinn í ríkisstjórn virðist hafa orðið að lúta örlögum hinna afskornu blóma, ef marka má niðurstöðu efnahagsráðstefnu flokks- ins um síðustu helgi. Hinar rauðu rósir hafa fölnað að mun upp á síðkastið, enda leggur Alþýðublaðið á það áherslu s.l. þriðjudag, að enginn geti lengur fjallað um margvíslegan bráðavanda sem að þjóðfélaginu steðjar öðru- vísi en vinna upp úr hugmyndum Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Hefði mörgum mannin- um þótt gott að sjá þó ekki hefði verið nema svo sem eina tillögu til úrbóta frá þessum flokkum. En þeir sem eru fölnaðir í rótina geta varla gert ráð fyrir því að eiga ráð til að reisa við efnahag sem á um sárt að binda. Alþýðuflokkurinn og blað hans hefur ýmislegt við miðstjórnarfund framsóknarmanna að at- huga og nefnir tillögur þeirra um eflingu lands- byggðar „gamlar framsóknarlummur“. Það hlýt- ur að vera gleðiefni fyrir framsóknarmenn að vera bornir slíkum kringilyrðum út af lands- byggðinni, þar sem stór hluti fiskverkunar fer fram, en erfiðleikar landsbyggðarinnar eiga meðal annars rætur að rekja til erfiðrar mark- aðsstöðu fyrir helstu útflutningsvöru okkar. Þegar þeim atvinnuvegi er gert erfitt fyrir vegna lækkandi verðlags og fastgengisstefnu bendir flokkur átján rósa á að „bæta verði nýtingu framleiðslutækja í sjávarútvegi“. Það er aldeilis að rósaflokkurinn bryddar á nýjum leiðum. Svo virðist komið fyrir helstu atvinnuvegum þjóðarinnar að grundvöllurinn undir þeim hafi veikst það mikið að stórfelldra aðgerða sé þörf nú þegar. Lítið samfélag sem framleiðir mikið, en hefur tiltölulega fábreyttan útflutning, gæti hugsanlega aukið eitthvað fjölbreytni, en hvergi í þeim mæli, að hún gæti tekið við eða leyst af hólmi fiskútflutning okkar. Fyrst þarf að huga að því að sú atvinnugrein geti staðið vel, enda erum við sem fiskiþjóð fremstir í afköstum. Rósaflokkurinn virðist hafa minni áhuga á því að bæta hag þess sem við höfum, leggur þó til að „endurskipuleggja“ án frekari skilgreiningar, en lausnin liggur uppi í erminni. Það á að leggja grunninn að „uppbyggingu nýrra atvinnugreina sem tryggi batnandi lífskjör í framtíðinni“. Þannig gengur rósaflokkurinn fram fyrir alþjóð og segist vera með stóru lausnirnar á sama tíma og ljóst er að atvinnumarkaðurinn er strengdur til hins ítrasta. Efnahagsfundur krata um síðustu helgi ber visnuðum rósum vitni. Þeim fer eins og mörgum ákafamönnum í loftkastalagerð, að þeir gleyma að vökva það sem næst þeim er. Rósastríð sín vilja þeir heyja einhvers staðar úti í stratosferunni. GARRI 'llllllllll lllí! Verkföll og söngur í fyrrakvöld barst sú frétt út til landsmanna aö starfsmenn Flug- leiða íhug'JÖu nú að draga sig út úr Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur og stofna sitt eigið stéttarfélag starfsmanna við flugrekstur. Ekki verður annað sagt en að það sé eðlilegt að slíkar hugmyndir séu reifaðar eins og málin standa. Og hið sama er að segja um þær fréttir sem einhver Ijósvakamiðillinn flutti sama dag um að starfsfólk ferðaskrifstofa og annarra fyrir- tækja í ferðaþjónustu, þar á meðal hótela, væri að þreifa fyrir sér um sams konar skipulag á sínum kjara- málum. Yfirstandandi verkfall hefur vakið menn til umhugsunar um það að endurskoðunar sé orðin þörf á ýmsum atriðum í kjaramál- unum hér hjá okkur. Svo VR sé tekið sem dæmi, þá er það opinbert leyndarmál að einstakir félagar þar njóta margir mjög verulegra yfir- borgana. Aftur á móti eru líka í félaginu stórir hópar fólks sem haldið er á strípuðum töxtum, og mun þar fyrst og fremst vera um að ræða afgreiðslufólk í stórverslun- um. Aðvörun Ellerts Fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Ellert B. Schram rítstjóri DV, skrifaði áhugaverða grein í blað sitt á laugardaginn var þar sem hann víkur einmitt að þessu atriði. Greinina ncfnir hann Vitlaust verkfall, og í henni deilir hann allhart á þá félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem stýra fél- ögum verslunarmanna, fyrir sam- bandsleysi við grasrótina í félögun- um og tilheyrandi ábyrgðarleysi í kjarakröfum. Niðurstaða þingmannsins fyrr- verandi er m.a. á þá leið að forystan í verslunarmannasam- tökunum hafl sjálf komið samn- ingamálunum í hnút af því að hún hafi gleymt að leggja sérstaka rækt við þann hópinn innan samtakanna sem verst stóð. Hún hafí ekki verið ■ jarðsambandi og tapað bæði á félagsfundi og í allsherjaratkvæða- greiðslu af því að hún hafi ekki skynjað stemninguna í sínum eigin röðum. Hér fer ekki á milli mála að þingmaðurinn fyrrverandi hefur inn dregur í efa að vel verður fylgst með þessu máli hér heima, enda erum við íslendingar vanir að standa með okkar fólki. Rússnesk kosning lagsins Þú og þeir hér á dögunum sýnir líka að með þessu litia lagi hefur Sverrir sungið sig inn í huga og hjörtu þjóðarinnar. Hann hitti þar umsvifalaust beint í mark. Ellert B. Schram. talsvert til síns máls. Höfuðástæða yfirstandandi verkfalls er sam- bandsleysi milli forystu félagsins og hinna óbreyttu félagsmanna þess. Það hefur leitt til þessóvenju- lega ástands að tiltölulega fámenn- ur hópur fólks, sem allir eru sam- mála um að þurfi að fá bætt kjör, hefur dregið aðra stóra hópa betur launaðs fólks með sér út í verkfall. Með öðrum orðum hefur óánægja afgreiðslufólks í stórverslunum með kjör sín orðið þess valdandi að ferðaþjónusta landsins er lömuð. Þar á meðal eru flugsam- göngur meira eða minna að stöðv- ast og hótelin að tæmast. Það verður víst að taka undir það með rítstjóranum að þetta er vitlaust verkfall. Stormsker Og svo er það víst á morgun sem Sverrir Stormsker fær að verja sextánda sætið í söngvakeppni sjónvarpsstöðva úti í Dublin. Eng- Sverrir Stormsker. En eftir er þó að sjá hvort smekkur nágranna okkar er sá sami. Við höfum nú í tvígang sent ágæt lög í þessa keppni, en vægast orðið fyrir verulegum vonbrigðum í bæði skiptin. Þess vegna er trú- lega skynsamlegast fyrir okkur að vera hóflega bjartsýn i þetta skiptið. Og fari svo að við lendum í þriðja sinn í scxtánda sætinu þá er eiginlega orðið álitamál hvort við eigum yfirleitt að vera að halda þessu áfram. Ef stórþjóðirnar úti í Evrópu gera sér ekki einu sinni það ómak að hlusta almennilega á lagið okkar, hvað þá að greiða þvi atkvæði, þá er orðin stór spurning hvaða eríndi við eigum þarna. Músíkin hér er síður en svo verri en glymjandinn hinna þar úti, og hann Stormsker okkar er hvað sem öðru líður talsvert frumlegrí heldur en kaffihúsannisíkantarnir hjá hinum. Ef hann fellur ekki heldur í kramið þarna þá er engin ástæða til að vera að þessu meira. Garrí. VÍTT OG BREITT llllll Glataður húmoristi fundinn Ólafur Ragnar Grímsson: ... .,Það hefur í fyrsta lagi skapast mjög gott vinnuandrúmsloft í flokknum sjálfum. Þær deilur og misvísanir sem voru hafa verið lagðar til hliðar og innan flokksins hefur skapast mjög eðlileg vinna og umræða unt þessa stefnumótun. Þetta er forsenda þess að endur- heimta megi trúverðugleik flokksins. Allar hrakspár fyrir landsfund hafa reynst rangar. Ég tel að þetta verkefni hafi tekist, það hefur tekist að skapa eðlilegt vinnuástand og flokkurinn þannig gerður að flokki með eðlilegum hætti.“ Svavar Gestsson: ... „En vandi flokksins er fyrst og fremst einn; sá sundurlyndisfjandi sem búinn var til á árinu 1985 og hefur verið misjafnlega lifandi hluti af flokks- veruleikanum síðan lætur flokkinn aldrei í friði og skapar erfiðleika bæði út á við og inn á við. Þetta er vandi flokksins númer eitt. Út- koma flokksins í skoðanakönnun- um er lakari en ég gerði mér hugmyndir um á landsfundinum. Ég bjóst varla við að flokkurinn mundi fara niður eftir landsfund- inn.“ ... „Til að almenningur fari að treysta flokki þarf hann að sjá að flokksmenn treysti hver öðrum.“ En nú hafa sumir flokksmenn sem HP ræddi við viljað meina að andrúmsloftið innan flokksins hafi batnað eftir landsfund? „Ég vil nú lítið tjá mig unt það, en vildi gjarna hitta þá húmorista sem halda því fram.“ Ástand og andrúmsloft Þessar lýsingar á ástandi Alþýðu Þeir syngja ekki sama alþýðu- bandalagið. bandalagsins eru gefnar af núver- andi og fyrrverandi formanni í viðtölum í Helgarpósti í tilefni af því að hálft ár er liðið síðan formannsskiptin fóru fram með miklum buslugangi og Ijóst er að þeir Ólafur Ragnar og Svavar eiga það sameiginlegt að fylgið fjarar jafnt og þétt undan flokknum hvor þeirra sem heldur um stjórnvölinn. Áttavitinn týndur er fyrirsögn á samantekt HP um kærleiksheimili sósíalistanna. Viðtalið við núver- andi formann er undir fyrirsögn- inni; Andrúmsloftið í flokknum orðið gott en fyrrverandi formaður segir: „Ástandið innan flokksins hefur versnað." Þegar farið var að efna í viskukorn þessa pistils þótti upp- lagt að taka upp hálfs árs afmælis- viðtölin við allaballana og leggja út af þeim. En þegar til átti að taka þurfa umsagnir formannanna um flokkinn sinn engra nánari útlist- inga við og er engu við gullkornin að bæta. Aðeins má benda Svavari á hvar hann getur hitt að minnsta kosti einn „húmorista“, sem heldur því fram að ástandið í flokknum hafi batnað. Skoðanir Stormskers Staðlaðar spurningar og stöðluð svör eru höfuðeinkenni hinnar óskaplegu viðtalagleði sem tröll- ríður íslenskri fjölmiðlun og eykst jafnt og þétt eftir því sem frétta- og dagskrárgerðarfólki fjölgar með stóraukningu atvinnutækifæra á viðtalasviði. Nýju þjóðarstoltin, Sverrir Stormsker og söngvarinn Sighvatur Björgvinsson, Gunnar Bærings- son, Stefán Hilmarsson, eða hvað það nú er sem sjónvarpið heldur að hann heiti, eru yndislega hressandi undantekningar og svara frétta- fólki á annan veg en bilaðar hljómplötur, eins og flestir aðrir gera. Og Stormsker er greinilega næmur á viðbrögð fréttafólks og tekur eftir hvernig það hagar sér. Hann er nú á írlandi og þar ræddi DV við tónskáldið, sem ætlaði að tala við útlenda blaðamenn eins og hann á að venjast á Islandi, og segja þeim hvernig honum félli við íra. En þá fór í verra. „Þeir höfðu bara ekki áhuga á að vita skoðanir mínar á írum heldur spurðu þeir mig um íslendinga... “ Vonandi kemst sú hagnýta fjöl- miðlafræði sem felst í þessum orð- um Stormskers til skila. Sú nesja- mennska íslensks fjölmiðlafólks, að spyrja erlenda poppara og aðra frægðarmenn sífellt um álit þeirra á íslandi og íslendingum er orðin meira en hvimleið og ber vitni um einstakan útúrboruhátt. Þetta fattaði Sverrir á írlandi og gaf svo ljóslifandi lýsingu af ís- lensku þjóðlífi, að eigin hætti, og á þeim skoðunum höfðu írar áhuga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.