Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. apríl 1988 Tíminn 3 Tímamótayfirlýsing landbúnaðarráðherra um svínarækt: GALTASTOÐ OG INNFLUTNINGUR Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, upplýsti á Alþingi í gær að Ijóst væri að til mikils væri að vinna með auknu kynbótastarfi í svínarækt, bæði til að auka vaxtarhraða og draga úr fitusöfnun svínanna. Sagði Jón að einkum væri horft til tveggja leiða til að bæta svínastofninn, sem væri óneitanlega lítill og hefði væntan- lega liðið fyrir smæð sína og skipulagslitla kynbótastarfsemi. Upplýsingar þessar komu fram í svari hans við fyrirspurn Guð- mundar Ágústssonar, alþingis- manns, um hvort athugað hafi verið með hvaða hætti bæta megi svína- og alifuglastofna hér á landi, til aukinnar framleiðni í þessum búgreinum. Þessar tvær leiðir sem ráðherra benti á til að bæta svínastofninn fela annars vegar í sér lausn vand- ans hér innanlands, en hins vegar er rætt um innflutning á nýju blóði í stofninn. Fyrri leiðin er sú, að mati ráð- herra, að stórauka kynbætur á þeim stofni sem til staðar er. „Þá þyrfti að tryggja meiri þátttöku í afurðaskýrsluhaldi og í framhaldi af því koma upp galtastöð þar sem úrvalsgeltir yrðu hafðir til sæð- inga.“ Síðari leiðin byggist á því að brotið verði blað í innlendri svína- rækt og hafinn yrði innflutningur af einhverju tagi. „Að flytja inn nýtt blóð í stofninn með innflutn- ingi sæðis, fósturvísa eða lifandi dýra. Til þessa skortir þó, að mati yfirdýralæknis, Iagaheimild, eigi kostnaður að verða viðráðanlegur. Stóraukið skýrsluhald þyrfti samt sem áður að koma til svo og kynbótastöð (galtastöð) til að sjá um framræktun og dreifingu þeirra dýra sem framræktuð yrðu eftir innflutning,“ segir í svari Jóns Helgasonar. Upplýsti hann einnig að nefnd sérfræðinga ynni nú að athugunum á þessum málum í samvinnu við Svínaræktarfélag íslands. Kom auk þess fram í svari Jóns að samstaða svína- og alifugla- bænda hefði til þessa ekki verið næg, til að hrinda mætti fram hliðstæðu ræktunarátaki og gefið hefði góða raun í ræktun nautgripa og sauðfjár. Frumkvæðið hlyti að verða að koma frá bændunum sjálfum. „Slík samstaða, sem nýtur skilnings hins opinbera, er for- senda þess að umtalsverður rækt- unarárangur náist.“ Árið 1986 heimilaði landbúnað- arráðherra að veitt yrði framlag úr kjarnfóðursjóði til þess að koma á fót ræktunarstöð fyrir svín hérlend- is og nam framlagið þremur millj- ónum króna. Framkvæmdir hafa ekki enn hafist og hefur málið verið til umfjöllunar hjá hagsmunaaðilum. Mun enn vera rætt um staðarval og skipulag. Það sem verið hefur að gerast í svínarækt að undanförnu hefur að miklu leyti byggst á starfi svína- ræktarráðunauts sem verið hefur í hálfu starfi hjá Búnaðarfélagi íslands. Að hinu hálfu leytinu starfar hann sem sérfræðingur í rannsóknum í svínarækt við Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Um þetta starf sagði Jón Helgason: Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, segir að stórauka þurfi kyn- bætur svínastofnsins og jafnvel að flytja inn nýtt blóð með innflutn- ingi á sæði, fósturvísum eða lifandi dýrum. „Hann hefur einbeitt sér að því, í góðri samvinnu við Svínaræktar- félag íslands, að kanna vaxtargetu íslenskra svína, með því að koma á skýrsluhaldi meðal svínabænda og með margháttuðum kjötmæl- ingum og kjötrannsóknum í slátur- húsum. Miklar niðurstöður liggja þegar fyrir um þetta efni.“ KB Forskot tekið á sæluna á Suðurlandi: Alaveiðar haf nar við Brautartungu Álavertíðin fer brátt í hönd. Bændur á Suðurlandi hafa látið ála- gildrur sínar liggja í tjörnum fáeinar nætur nú undanfarið og eru þokka- lega ánægðir með veiðina. Raunar fer ekki að veiðast verulega vel fyrr en í næsta mánuði og þá allt fram í septembermánuð. Það má segja að veiðarnar nú í apríl fari fram í vísindaskyni. Lítið er vitað um ís- lenska álinn og greinir menn á um, hvort beri að flytja hann inn til eldis hér á landi, eða veiða álaseiði, sem nefnast guláll, í fjörunni hér heima og ala hann í stöðvum. Verða sjón- armið þeirra, sem vilja veiða íslensk- an ál og rækta hann upp, rækilega kynnt í Tímanum á morgun. Þessi fengur, sem sést á myndinni, fékkst, þegar vitjað var um gildrur í gær, en þær voru lagðar kvöldið áður í tvær tjarnir í landi Brautar- tungu í Stokkseyrarhreppi. Þetta var í fyrsta sinn, sem álagildrur voru lagðar í Brautartungu á þessu ári. þj Verðlagsstofnun: Leðurlúx bannfært Verðlagsráð hefur samþykkt að banna notkun nafngiftarinnar „leð- urlúx“ á húsgagnaáklæði sem búið er til úr polyúrethanefni. Bannið er þrautaráð Verðlagsráðs þar sem hús- gagnasalar höfðu ekki látið sér segj- ast þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar Verðlagsstofnunar um að leðurlúx væri villandi nafn á ofannefndu gerviefni sem dæmi eru um að villt hafi um fyrir kaupendum. I frétt frá Verðlagsstofnun kemur fram, að sumir neytendur hafi skilið nafnið leðurlúx svo að þar væri um sérstakt gæðaleður að ræða en aðrir haldið að þýddi „leðurblöndu“. Bannið setur Verðlagsráð með heimild í 38. gr. laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Seljendum er þar með bannað að nota nafnið leðurlúx á umrætt polyúrethanáklæði eða að rangnefna efnið á annan hátt sem gefið gæti í skyn að um leður sé að ræða. Auglýsandi einn sem Verðlags- stofnun hafði samband við hélt því fram að leðurlúx væri þýðing á ensku orðunum „leaatherlook" og “leatherstyle". íslensk málstöð taldi leðurlúx hins vegar hvorki geta verið íslenskt orð né þýðingu á fyrrgreind- um orðum. Hins vegar mætti kalla áklæðið leðurlíki, í því fælist hvorki blekking né að um lélegt húsgagna- áklæði væri að ræða. Bent er á til samanburðar að almennt er talið að neytendur eigi heimtingu á að fá upplýst hvort t.d. peysa sé úr ull, polyacryl eða úr einhverri blöndu af þessum efnum. - HEI Sævar Jóelsson veiðir ál upp úr tjörninni í gær. Tíminn:Pjctur Heilbrigðiseftirlitið skerst í leikinn á Hjónagörðum: Hellulögnin stoppuð af Ráöhúsið 3 m of hátt: ákæruofan Þó að nýlega hafi samtökin Tjörnin lifi, kært til félagsmála- ráðherra að framkvæmdir skuli vera hafnar við ráðhúsið fræga í Reykjavík, áður en leyfi byggingarnefndar lægi fyrir, liggur nú fyrir að þau muni aftur kæra til ráðherra að bygg- ingarnefndin hefur nú veitt leyfið. Greinilegt er því að mikill þrái er í fólki vegna byggingarinnar og beinist hann mjög að formlegum afgeiðslu- stigum nefnda og ráða. Til dæmis um hörku aðilanna má nefna að meirihluti borgarráðs kallar jafnan til lögfræðing sér til halds og trausts þegar ráð- húsmálin eru á dagskrá. í mjög ítarlegri athugasemd minnihlutans í borgarráði, vegna beiðni um byggingarleyfi ráðhússins, kemur fram í fjórða lið, að veggir hússins séu rúmum þremur metrum hærri en gert sé ráð fyrir í staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur og í deiliskipulagi Kvosarinnar. Mun þetta vera það atriði sem áðurnefnd sam- tök hyggjast byggja kæru sína á. KB Hellulagning á „ítalska innistræt- inu“ í Hjónagörðunum nýju við Suðurgötu hefur nú verið stöðvuð af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Tryggvi Þórðarson hjá Heilbrigðis- eftirlitinu sagði að þeir væru búnir að skerast í leikinn og verkið yrði ekki samþykkt fyrr en sýnt hefur verið fram á að hægt verði að skúra gólfin og þrífa þau eðlilega. Sagði hann að þetta væri það eina sem þeir hefðu út á verkið að setja. Ef arkitektum og hönnuðum tekst að sýna fram á að hægt verði að þvo gólfin með vatni muni ekki standa á leyfi frá þeim. Það voru væntanlegir íbúar á þess- um nýju Hjónagörðum, sem kölluðu Heilbrigðiseftirlitið á staðinn. Var grunur þeirra sá að ekki væri hægt að þrífa hellulagða gangana með eðlilegum hætti. Bentu þeir á hellu- lagðar innistéttar í gömlu hjóna- garðabyggingunni, þar sem er leik- svæði barnanna. Tryggvi Þórðarson sagði að þetta hellugólf hefði verið skoðað og niðurstaðan væri sú að slíkur frágangur væri með öllu óvið- unandi. Sagði hann að frágangur á göngum neðstu hæðar í nýju byggingunni, væri ekki ósvipaður. Þar væri um sömu megin ókosti að ræða varðandi þrifin. Sagði hann að á hinn bóginn væri arkitektum ekki sett nein skil- yrði vegna þess að um hellulögn væri að ræða út af fyrir sig. Eingöngu væri um það að ræða að fá það á hreint að hægt verði að þrífa gólfin. Sagðist hann búast við að þessi mál yrðu leyst af hálfu arkitektanna, sam- kvæmt beiðni Heilbrigðiseftirlitsins. Ef ekki fæst lausn á þessu stigi málsins, væri reyndar um það að ræða að Heilbrigðisráð ríkisins skær- ist í leikinn. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.