Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.04.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn. Föstudagur 29. apríl 1988 DAGBÓK Sunnudagsferð F.í. 1. maí Kl. 10:00 á morgun, sunnudaginn 1. maí fer Ferðafélag Islands í skíðagöngu- ferð á Skjaldbreið. Ekið áleiðis eins og færð leyfir og síðan gengið á skíðum. (1000 kr.) Kl. 13:00 Þingvellir. Ekið að Almanna- gjá og gengið niður hana að Öxarárfossi. Ekið inn í Bolabás og litast þar um. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. (800 kr.) Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgarferðir til Þórsmerkur hcfjast um næstu helgi. Farið verður á föstudag 29. apríl kl. 20:00 og komið til baka á sunnudag. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Farnar gönguferðir. Farmiða- sala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Helgina 6.-8. maí Eyjafjallajökull- Seljavallalaug. Farið verður til Þórsmerk- ur á föstudegi og gengið á Eyjafjallajökul á laugard. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu- ferðir skipulagðar í Þórsmörk fyrir þá sem ekki ganga yfir jökulinn. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélags íslands. F. v. Anders Josephsson bariton, Marta G. Halldórsdóttir sópran, Hallfríður Ól- afsdóttir flautuleikari og Pétur Eiríksson básúnuleikari Tónleikar í Háskólabíói Á morgun, laugardaginn 30. apríl kl. 14:30, heldur Tónlistarskólinn í Reykja- vík tónleika í Háskólabíói. Þar koma fram með Sinfóníuhljómsveit íslands: Anders Josephsson bariton, Marta G. Halldórsdóttir sópran, Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari og Pétur Eiríksson básúnuleikari. Ungir nemendur koma fram á tónleikum Tónmenntaskóli Reykjavíkur: Tónleikar í Gamla bíói Á morgun, laugardaginn 30. apríl kl. 14:00, mun Tónmenntaskóli Reykjavíkur efna til tónleika í Gamla bíói (íslensku óperunni). Á þessum tónleikum koma einkum fram yngri nemendur skólans með ein- leiks- og samspilsatriði á ýmis hljóðfæri. Auk þess verður hópatriði úr forskól- adeild. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hesturinn okkar Fyrsta tölublað á þessu ári af Tímariti Landssambands hestamannafélaga: Hest- urinn okkar, er komið út. Af efni má nefna Annál fyrir árið ’87. Þá er Frétt frá formannafundi, þar sem sagt er frá samningatilraunum til að sætta hestamannfélög innan sambandsins. Þá er grein um unglingastarfið og er viðtal við Kolbrúnu Kristjánsdóttur. Tekið er fram við efnisyfirlit blaðsins, að allt efni undir nafni í blaðinu sé á ábyrgð höfunda og þarf ekki að vera í samræmi við stefnu ritstjórnar. Ritstjóri og ábm. er Jens Einarsson. Gallerí Borg: Louisa og Karólína í kjallaranum Nú hefur Gallerí Borg borist sending frá Louisu Matthíasdóttur; tólf litlar og miðlungsstórar olíumyndir, sem flestar eru nýjar og hafa ekki sést hér á landi áður. Þessar Louisu-myndir hafa verið hengdar upp í neðri kjallara Gallerísins í Pósthússtræti og eru þar til sölu. Þá hefur Gallerí Borg einnig borist nokkrar myndir eftir Karólínu Lárusdótt- ur, vatnslitamyndir og olíumyndir, sem einnig eru til sölu í kjallaranum. Gallerí Borg, Pósthússtræti er opið kl. 10:00-18:00 virka daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardagaogsunnudagakl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrákl. 11:00-17:00. FÉLAGSRÁDGJAFABLADIÐ l.tbl. I.árg. Nýlega kom út fyrsta tölublað af tíma- riti Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Blaðið nefnist Félagsráðgjafablaðið og er í blaðinu að finna margan fróðleik, m.a. um fræðslufundi félagsins, fréttir erlendis frá, greinar um hjónameðferð, fíkniefna- mál unglinga og meðferð þeirra, sagt er frá samnorrænni ráðstefnu um ofbeldi gegn börnum o.fl. í ritnefnd eru Oktavía Guðmundsdóttir og Unnur Sigurðardótt- ir. Hlynur Helgason hefur teiknað forsíðu og aðrar teikningar. Aðalfundur félagsins var haldinn 9. apríl þá var kosin ný stjórn. Hana skipa: Guðrún Ögmundsdóttir formaður, S. María Játvarðardóttir varaformaður, Rannveig Gunnarsdóttir gjaldkeri, Guð- björg Þórðardóttir ritari, Hrefna Ólafs- dóttir, en hún er jafnframt fulltrúi stjórn- ar í launamálaráði BHMR og Unnur Sigurðardóttir, varamaður og í ritstjórn Félagsráðgjafablaðsins. FREYR 6. hefti ’88 Ritstjórnargreinin í þessu blaði heitir Búnaðarþing og þar er rakið það sem hæst bar í störfum síðasta Búnaðarþings. Af efni blaðsins má nefna: Búvöru- framleiðsla og manneldismarkmið, sem er erindi eftir Bjarna Guðmundsson. Þá er greinargerð frá Manneldisráði. Gunn- laugur A. Júlíusson búnaðarhagfræðing- ur ritar Búnaðarþátt. Ari Teitsson hér- aðsráðunautur skrifar um vandamál loð- dýraræktar. Birtar eru ályktanir Búnað- arþings ’88. Jónas Hallgrímsson, trúnað- arlæknir Lffeyrissjóðs bænda skrifar grein: Örorkumat fyrir Lífeyrissjóð bænda. Ýmislegt fleira efni er í þessu blaði. Á forsfðu er mynd af Seljalands- fossi, en Ijósmyndari er Jón Friðbjörns- son. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum stofnuðu minningarsjóð um hann nýlátinn. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útilni Landsbanka íslands á Húsavík og er nr. 5460. Grafík Gallerí Borg Þessa dagana eru kynnt grafíkverk eftir Þórð Hall í sýningarglugganum í Austur- stræti og ný keramikverk eftir Guðnýju Magnúsdóttur. En þau eru meðal þeirra mörgu listamanna sem eiga verk í sölu í Gallerí Borg. Samnorrænt námskeið fyrir aldraða 1.-14. ágúst í Noregi - Ferð farin á vegum Hallgrímskirkju Lýðháskólinn í Sund í Þrændalögum býður upp á samnorræna sumardvöl dag- ana 1.-14. ágúst í sumar. Ferðin verður skipulögð á vcgum starfs aldraðra í Hall- grímskirkju f Reykjavík. Brottför er áformuð 27. júlí, en heim- koma 16.-18. ágúst. Dagarnir fyrir og eftir námskeiðið verða nýttir til dvalar í Osló og/eða skoðunarferða eftir því sem unnt er. Flug og dvalarkostnaður í Sund verður samkvæmt síðustu upplýsingum rúml. 37 þúsund krónur, - og eru þá innifaldar allar kynnisferðir frá skólan- um. Við þetta bætist svo ferðakostnaður milli Osló og Þrándheims ásamt gistingu í Osló. Allt að 25 geta komist með í þessa ferð. Innritun þarf að gerast sem allra fyrst og ljúka fyrir páska. Hana annast Dómhildur Jónsdóttir í Hallgrímskirkju, og veitir hún allar nánari upplýsingar. Aldursmarkið er um 60 ára og eldri og við ferðafæra hcilsu. MODERNICELAND Nýlega kom út hér á landi tímarit á ensku um Island og íslensk málefni. Nefnist það Modern Iceland. I þessu fyrsta blaði er aðallega umfjöllun um möguleika á fjárfestingum erlendra aðila hérlendis. Þá er í blaðinu viðtal við Þorstein Pálsson forsætisráðherra um þetta mál. Grein er um nýja álverið, Atlantal, „en fæstir gera sér sennilega grein fyrir hversu langt það er kornið,” segir í fréttatilkynn- ingu með blaðinu. Ritstjóri er Robert Melk en fram- kvæmdastjóri er Magnús Ólafsson. Selkórinn syngur Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur hina árlegu tónleika sína fyrir styrktarfélaga og aðra söngunnendur laugardaginn 7. maí kl. 17:00 og sunnudaginn 8. maí kl. 17:00 í sal Tónlistarskóla Seltjarnarness. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög. Einsöngvari með kórnum er Hulda Guð- rún Geirsdóttir, stjórnandi er Friðrik V. Stefánsson og undirleikari er Jónfna E. Árnadóttir og nemendur Tónlistarskóla Seltjarnamess taka einnig þátt í tón- leikunum. Hinn árlegi vordanslcikur Sclkórsins verður haldinn í kvöld, föstud. 29. apríl í Félagsheimili Seltjarnarness. Hljómsveit- in Kaktus leikur frá kl. 22:00 - 03:00 og kórfélagar skemmta. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SÍMABLAÐIÐ Fyrsta tölublaðs 73. árg. af Símablað- inu er nýkomið út. Þar er fjallað um félagsmál símafólks og fréttir um síma- mál. Forystugreinin ber fyrirsögnina: Stjórnvöld hafa magnað upp dýrtíð. 14. Landsfundur F.Í.S. var haldinn í nóvem- ber sl. í Stykkishólmi og eru fréttir og myndir frá fundinum í blaðinu. Birt eru lög Félags íslenskra símamanna. Viðtal er við Garðar Hannesson, stöðv- arstjóra Pósts og síma í Hveragerði, um nýstofnað félag stöðvarstjóra. Ýmsar smáfréttir eru í blaðinu, innlendar og erlendar. Þá er minnst látinna félags- manna F.Í.S. Ritstjóri Símablaðsins er Helgi Hallsson. Þoitjórg Hóskuldsdóttir sýnir í Gallerí Borg, Pósthússtræti Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur opnað sína áttundu einkasýningu sem er í Gall- erí Borg, Pósthússtræti. Þorbjörg stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1962 - ’66, síðan við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1967_'71 0g lagði stund á olíumálun, grafík og leikmyndagerð. Sýningin er opin kl. 10:00-18:00 og kl. ‘14:00-18:00 laugardaga og sunnudaga. Pennavinir í Ghana Tveir ungir Ghanabúar senda bréf til blaðsins og biðja um að nöfn sín verði birt, svo þeir geti eignast pennavini á tslandi. Þeir vilja skrifa á ensku. Ebenezer Aidoo, Box 15, Moree, C/R Ghana W-Africa Ebenezer er 16 ára og er í skóla. Hann hefur áhuga á ferðalögum, kortum, mynt- söfnun, myndum o.fl. og langar til að skrifast á við bæði pilta og stúlkur og fólk á öllum aldri. Challoth Aidoo, Box 15, Moree, C/R Ghana, W-Africa Challoth er aðeins yngri en Ebenezer, og hann er líka í skóla. Hann hefur áhuga á músík, kvikmyndum, að skiptast á minjagripum o.fl. Vill helst skrifast á við stelpur. Kór Átthaga- félags Strandamanna Kór Átthagafélags Strandamanna held- ur tónleika í Breiðholtskirkju í Mjódd laugardaginn 30. apríl kl. 15:00. Stjórn- andi er Erla Þórólfsdóttir og undirleikari Ulrich Ólason. Neskirkja ■ Félagsstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardaginn 30. apríl, í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 15:00, - lokasamvera. Myndasýning, ein- söngur, flautuleikur og gott kaffi. Vikuleg laugardagsganga Frístundahópurinn Hana nú í Kópa- vogi fer í sína vikulegu laugardagsgöngu á morgun, laugardaginn 30. apríl. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Nýlagað molakaffi á boðstólum. Allir velkomnir. Nektardansmær í DUGGUNNI í Þorlákshófn Annað kvöld, laugard. 30. apríl - eftir Eurovision- söngvakeppnina - mun ind- versk/íslensk nektardansmær og söng- kona skemmta í DUGGUNNI í Þorláks- höfn. IIIIIIIIIIIHIIlllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP Föstudagur 29. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristinn Ágúst Frið- finnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Ævintýri frá annarri stjömu" eftir Heiðdísi Norðfjörð. Höfundur lýkur lestrinum (10). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Gakktu með sjó. Umsjón: Ágústa Bjöms- dóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Ásgeir Guðjónsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fróttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mand- ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les þýðingu sína (4). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfréttir. 15.15 Eitthvað þar.... Þáttaröð um samtímabók- menntir ungra og lítt þekktra höfunda. Annar þáttur: Um bandaríska rithöfundinn Paul Auster. Umsjón: Freyr Þormóðsson og Kristín Ómars- dóttir. (Endurtekinn þáttur frá fyrra fimmtudegi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi eftir Robert Schumann. a. Þrír Ijóðasöngvar. Margaret Price sópran syngur; James Lockhart leikur á píanó. b. Fimm þættir úr „Kreisleriana" op. 16 Vladimir Horowitz leikur á píanó. c. Tvö smálög Cantabile sveitin í Montreal leikur. d. Arabeska í C-dúr op. 18. Andras Schiff leikur á píanó. e. Þrír Ijóðasöngv- ar. Margaret Price sópran syngur; James Lock- hart leikur á píanó. 18.00 Fréttir. 18.03 Hringtorgið. Sigurður Helgason og Óli H. Þórðarson sjá um umferðarþátt. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. 20.00 Blásaratónlist. 20.30 Kvöldvaka. a. Úr Mímisbrunni „Hvergi fylgd að fá“. Um smásögu Ástu Sigurðardóttur, „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Umsjón: Sigríður Albertsdóttir. Lesari: Gurðún Ólafsdóttir. b. Ágústa Ágústsdóttir syngur ís- lensk einsöngslög Jónas Ingimundarson leikur á planó. c. Vor fyrir vestan Baldvin Halldórsson les úr minningabók Gunnars M. Magnúss, „Sæti númersex". d. Hamrahlíðarkórinn syngur íslensk lög Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar. e. Upphaf frystitækni á íslandi Sigurður Kristins- son segir frá fiskifélögum Héraðsmanna. Kynnir: Helga Þ. Stephensen. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 23.00 Andvaka. Þáttur í umsjá Pálma Matthías- sonar. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Ásgeir Guðjónsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dasgurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og9.00. Veðurfregnirkl. 8.15. Leiðarardagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Rás 2 opnar Jónsbók kl. 7.45. Margvíslegt annað efni: Umferðin, færðin, veðrið, dagblöðin, landið, miðin og útlönd sem dægurmálaútvarpið á rás 2 tekur fyrir þennan dag sem fyrri daga vikunnar. - Leifur Hauksson, Egill Helgason og Sigurður Þór Salvarsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með yfirliti hádegisfrétta kl. 12.00. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dæqurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars“ og vettvang fyrir hlustendur með „Orð í eyra“. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarpið skilar af sér fyrir helgina. Illugi Jökulsson fjallar um fjölmiðla. Ánnars eru stjórnmál, menning og ómenning í víðum skilningi viðfangsefni dægurmálaút- varpsins í síðasta þætti vikunnar í umsjá Ævars Kjartanssonar, Guðrúnar Gunnarsdóttur, And- reu Jónsdóttur og Stefáns Jóns Hafsteins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Snúningur. Snorri Már Skúlason ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 29. apríl 18.55 Ritmálsfréttir 19.00 Sindbað sæfari (Sindbad's Adventures) Þýskur teiknimyndafiokkur. Leikraddir: Aðal- steinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.25 Hringekjan. (Storybreak) Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Leikraddir: Þórarinn Eyfjörð. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Þlngsjá Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 20.55 Staupasteinn Bandarískur gamanmynda- flokkur Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.25 Derrick Þýskur sakamáiamyndaflokkur með Derrick lögregluloringja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Veturfiði Guðnason. 22.30 Síðasti jöfurinn (The Last Tycoon) Banda- risk bíómynd frá 1976. Harold Pinter sá um handritsgerð eftir sögu F. Scott Fitzgerald. Leikstjóri Elia Kazan. Aðalhlutverk Robert De Niro, Tony Curtis, Robert Mitchum, Jeanne Moreau, Jack Nicholson og Donald Pleasence. Myndin gerist í Hollywood á fjórða áratugnum þegar kvikmyndagerð stóð i hvað mestum blóma. Kvikmyndaframleiðandi nokkursem hel- ur notið mikillar velgengni i starfi á i sáiarstriði er hann verður ástfanginn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.35 Útvarpsfréttir f dagskrárlok Föstudagur 29. apríl 16.20 Lagasmiður. Songwriter. Mynd um tvo fé- laga sem ferðast um Bandaríkin og flytja sveitatónlist. Aðalhlutverk: Willie Nelson og Kris Kristofferson. Leikstjóri: Alan Rudolph. Fram- leiðandi: Sidney Pollack. Þýðandi: Ingunn Ing- ðlfsdóttir. Tri Star 1984. Sýningar tími 95 mín. 17.50 Föstudagsbltinn. Blandaður tónlistarþáttur með viðtölum við hljómlistarfólk og ýmsum uppákomum. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnars- son. 18.45 Valdstjórinn. Captain Power. Leikin barna- og unglingamynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðar- dóttir. IBS. 19.1919:19 Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofariega eru á baugi._______________________________ 20.30 Séstvallagata 20. All at No 20 Breskur gamanmyndaflokkur um ekkju sem er eigandi fjölbýlishúss og leigjendur hennar. Myndaflokk- ur þessi nýtur mikilla vinsælda i Bretlandi um þessar mundir. Aðalhlutverk: Maureen Lipman. Þýðandi Guðmundur Þorsteinsson. Thames Television 1987. 21.00 Viðkomustaður. Bus Stop. Aðalhlutverk: Marilyn Monroe, Don Munay, Betty Field og Eileen O'Connell. Leikstjóri: Joshua Logan. Framleiðandi: Buddy Adler. 20th Century Fox 1956. Sýningartími 95 mín. 22.35 Sæmdarorða. Purple Hearts. Aðalhlutverk: Ken Wahl og Cheryl Ladd. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Framleiðandi: Sidney J. Furie. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Wamer 1984. Sýningar- tími 110 mín. 00.25 Úr öskunnl i eldinn. Desperate Voyage. Skemmtiferð Neggja hjóna snýst upp i martröð þegar þau lenda í klóm nútímasjóræningja. Aðalhlutverk: Christopher Plummer, Cliff Potts og Christine Belford. Leikstjóri: Michael O'Herl- ihy. Þýðandi: Bjöm Baldursson. Lorimar 1984. Sýningartími 90 mln. 02.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.