Tíminn - 07.05.1988, Page 3

Tíminn - 07.05.1988, Page 3
Laugardagur 7. maí 1988 Tíminn Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi um „Grandavagn“ Ragnars Júlíussonar stjórnarformanns: Fólk orðið leitt á þessu svínaríi Bílakaup Granda hf. til handa Ragnari Júlíussyni, stjómarfor- manni fyrirtækisins, voru til umræðu á borgarstjómarfundi á fimmtudag. „Við vorum búin að frétta af þessu svona utan af okkur en við bara trúðum því ekki að þetta væri satt,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í samtali við Tímann í gær. „Ég hélt að þetta hlyti að vera vitleysa en Davíð Oddsson staðfesti þetta. 1 framhaldi af þessu hljótum við að krefjast þess að fá vitneskju um hvernig sé staðið að þessum málum í öðrum fyrirtækjum sem borgin á, hvort þetta sé einstakt dæmi eða hvort að svona geti virkilega við- gengist víðar,“ sagði Sigrún. Hún sagði þetta dæmi sýna, rétt eina ferðina enn, hversu litlar upplýsing- ar borgarfulltrúum væru veittar um stöðu Granda hf. Sigrún kallaði þetta ábyrgðarleysi stjórnarfor- manns og sagði fólk vera orðið þreytt á „svona svínaríi". Davíð Oddsson, borgarstjóri, lýsti því yfir á borgarstjórnarfundinum að svona bílakaup væru viðtekin venja hjá fyrirtækjum af þessari stærðargráðu. Vilhjálmur f’orsteins- son, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, var spurður hvort slík bílakaup viðgengust þar. „Stjórnarformaður okkar fyrirtækis nýtur engra fríðinda, fyrir utan stjórnarlaun sín, og þar með er það upptalið. Ég hélt satt að segja að það væri það algenga," sagði Vilhjálmur. Bílakaupin voru samþykkt af stjórn Granda hf. fyrir áramót. í stjórninni eiga sæti, auk Ragnars Júlíussonar stjórnarformanns, Jón Ingvarsson hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún, Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ, og Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Ekki tókst Tímanum að hafa uppi á öðrum en Baldri og það sem hann hafði um málið að segja er þetta: „Ég þarf ekkert að vera að tjá mig um þetta mál við Tímann.“ Baldur hafði ekki tekið sæti í stjórninni þegar bílakaupin voru samþykkt en hann var spurður að því hvort hon- um fyndist ekkert athugavert við kaupin í ljósi slæmrar stöðu fyrir- Fiskvinnslan eins og iitla gula hænan: Ríkisstjórnin segirekki ég! Aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna lauk í gær og sam- kvæmt venju sendi fundurinn frá sér ályktun. í ályktuninni segir að fundurinn lýsi þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem við fiskvinnsl- unni blasi. Staðan sé afleiðing marg- falt meiri verðbólgu hérlendis en í viðskiptalöndunum og stjórnvöld hafi svikið loforð sín um jafnræði milli landa í verðbólgu. Kostnaður- inn hækki jafnt og þétt en tekjur fari lækkandi. Þá er í ályktuninni minnt á dæmi- söguna um litlu gulu hænuna, þar sem fiskvinnslan er í hlutverki hæn- unnar en stjórnvöld í hlutverki hinna sem ekki vildu hjálpa til. „f alþekktri dæmisögu vildu allir borða brauðið, en enginn vildi baka það. Dæmisögur eru til að draga lærdóm af,“ segir í ályktuninni. Loks segir að þegar að gengi krónunnar verði leiðrétt, sem aðeins sé tímaspursmál, þá sé nauðsynlegt að fylgja því eftir með aðhaldsað- gerðum. -SÓL Hálendisvegir lokaðir Vcgagerð ríkisins hefur lokað helstu hálendisvegum fyrir allri umferð fyrst um sinn, svo þeir verði ekki fyrir skemmdum af völd- um umfcrðar, því nú fer í hönd sá tími sem frost er að fara úr jörðu og jarðvegur hvað viðkvæmastur fyrir rofi. Akstur utan vega, sérstaklega á grónu landi sem er vatnssósa, hefur á hverju vori valdið landspjöllum auk þess sem sióðir af slíkum akstri eru til mikilla lýta. Margir vega- slóðar á láglendi eru ekki heldur í ástandi til þess að taka við umferö á þessum árstíma. -ABÓ Verkfall í Straumsvík Verkfall skall á hjá starfsfólki álversins í Straumvík á miðnætti. Starfsemin stöðvast þó ekki strax því gífurlegt tjón yrði á tækjum og búnaði álversins ef framleiðslan yrði stöðvuð öll í einu. Dregið verður úr framleiðslunni smám saman og það verður ekki fyrr en eftir tvær vikur sem starfsemin verður öll stopp. Starfsfólkið verður því áfram við vinnu næsta hálfa mánuðinn. Ekkert hefur miðað í viðræðum deiluaðila hingað til. Að sögn Frið- riks Jónssonar sem sæti á í samninga- nefnd verkalýðsfélaganna, stendur deilan fyrst og fremst um launaliði, en ekki hefur verið sett fram ákveðin krafa. Er fyrst og fremst miðað við það launaskrið sem orðið hefur á hinum almenna markaði. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem kemur til verkfalls í álverinu en hingað til hefur ekki komið til algjör- ar stöðvunar á framleiðslunni. Fund- ur var haldinn seinni partinn í gær og hefur ríkissáttasemjari boðað til fundar aftur á mánudag. Samningar náðust milli deiluaðila á Suðurlandi og hefur verkfalli því verið aflvst. JIH tækisins. „Það eru engin tengsl milli þessara mála,“ sagði Baldur. „Ef þetta mál verður tekið til endur- skoðunar þá verður ekki byrjað á því að lýsa því yfir á síðum dagblað- anna." Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., sat í stjórninni þegar hún samþykkti að kaupa lúxusbílinn handa Ragnari. Þetta hafði hann um málið að segja: „Ég ætla ekkert að fara að tjá mig um það sem hefur verið rætt á stjórnarfundum Granda. Það kemur ekki til greina. Ég lít svo á að það sé allt trúnaðarmál sem þar fer fram.“ Þess skal þó getið að Grandi hf. er að 75 hundraðshlutum í eigu opin- berra aðila, sem sagt skattborgara. Engu að síður virðist vera hið mesta mál að fá nokkrar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins og gildir þá einu hvort blaðamenn, almenningur eða borgarfulltrúar eiga í hlut. JIH Grandi er að 75 hundraðshlutum í eigu skattborgara. Ragnar Júlíusson ekur um í bíl sem stjórn Granda gaf honum. Nýir eigendur frá 1. ágúst Á framkvæmdastjörnarfundi Sambandsins í gær var tekin ákvörðun um að ganga að kauptil- boði Hauks Ármannssonar og fleiri á Skóverksmiðjunni Iöunni á Ak- ureyri. Samkvæmt þessari ákvörð- un munu nýir eigcndur taka við rekstri verksmiðjunnar 1. ágúst í sumar. Kaupin vcrða endanlega staðfest þegar ýmsuni formsatriðum hefur verið fullnægt, t.d. þegar lagöar hafa verið fram tilskildar trygging- ar fyrir kaupunum. Endanlegt söluverð verksmiöj- unnar er ekki ákveðið, en rætt hefur verið um 5 milljónir fyrir tæki og áhöld. Síðan á eftir að ganga endanlega frá sölu á birgðum, bæði hráefni og unnum vörum. Gcrt er ráð fyrir að kaupverðið greiðist á 8 árum. Iðunn mun verða áfram í núver- andi húsnæði, en það er í eigu Sambandsins. Ekki náðist í Hauk Ármannsson í gærkvöldi. óþh VIÐ PLYTJLM UM SET AÐ SUÐURLANDSBRAUT 18 TIL ELDRI VIÐSKIPIWIW OG NÝRRA VEGNA STÓRAUKINNA VIÐSKIPTA FLYTJUM VIÐ í STÆRRA MÚSNÆÐI MÁNUDAGINN 9. MAÍ N.K. VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN OG VÆNTUM ÞESS AÐ GETA BOÐIÐ ENN BETRI ÞJÓNUSTU VERIÐ VELKOMIN! STARFSFÓLK SAMVINNUBANKA ÍSLANDS SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. SUÐIJRLANDSBRAUT 18

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.