Tíminn - 07.05.1988, Page 4

Tíminn - 07.05.1988, Page 4
4 Tíminn Laugardagur 7. maí 1988 Eyðsluhlaup Reykjavíkurborgar formlega hafið með ákvörðun meirihluta borgarstjórnar: Vetrargarður byggður fyrir hitaveitugjöld Það má segja að borgarstjórn hafi á fundi sínum á fimmtudagskvöld skotið af startbyssunni í eyðslu- hlaupi því sem sjálfstæðismenn höfðu boðað í fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir þetta ár, en byggingar- leyfi fyrir ráðhús og fyrir veitingahús á Öskjuhlíð voru staðfest á fundin- um. Ráðhúsið verður borgað beint úr borgarsjóði en veitingahúsið á Öskjuhlíð verður borgað með hita- veitugjöldum Reykvíkinga því Hita- veita Reykjavíkur fjármagnar þá byggingu. Gert er ráð fyrir að til þessara framkvæmda fari 1500 millj- ónir á næstu þremur árum, þar af tæplega 300 milljónir á þessu ári. Þó formleg byggingarleyfi hafi ekki verið endanlega afgreidd fyrr en á fimmtudagskvöld, þá höfðu bæði Reykjavíkurborg og Hitaveit- an þjófstartað í framkvæmdum sínum. Þurfti félagsmálaráðherra í tvígang að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar við ráðhúsbygg- ingu þar sem ekki var farið að lögum í þeim framkvæmdum. En eftir að borgarstjórn staðfesti byggingarleyf- ið geta framkvæmdir haldið áfram í löglegan máta. Borgarfulltrúar stjórnarandstöð- unnar greiddu atkvæði gegn því að Hitaveita Reykjavíkur fái leyfi til byggingar vetrargarðs og veitinga- húss á Öskjuhlíð. f bókun þeirra kom fram að stjórnarandstaðan telji fráleitt að nota fjármuni Reykvík- inga til þess að reisa rándýra munað- arbyggingu á Öskjuhlíð. í ljósi þess að þeir Reykvíkingar sem nú eru komnir á efri ár lögðu mikinn kostn- að í uppbyggingu Hitaveitunnar á Frá borgarstjómarfundi á fimmtudag. Tímamynd: Gunnar sínum tíma, þá telja borgarfulltrúar stjórnarandstöðunnar mun eðlilegra að nýta það fé Hitaveitunnar, sem ekki þykir nauðsynlegt til starfsemi hennar, í þágu aldraðra í Reykjavík. Lögðu borgarfulltrúar stjórnar- andstöðunnar því fram tillögu þess efnis að fyrirhugað framlag Hita- veitu Reykjavíkur til útsýnishúss renni sem lán til íbúðasjóðs fyrir fólk yfir 67 ára aldurs. Lánið skuli síðan endurgreiðast samkvæmt láns- kjaravísitölu á næstu 50 árum. Á þessu ári myndu 125 milljónir renna í þennan sjóð, en það er sú upphæð sem Hitaveitan hyggst eyða í veit- ingahúsið í ár. Þessari tillögu var vísað frá með atkvæðum sjálfstæðismanna. -HM Upplýsingamiðstöð ferðamála: Ferðakynning um helgina „Njótið sumarsins í íslenskri nátt- úru“ er ein af yfirskriftum ferðak- ynningar sem haldin verður í Upp- lýsingamiðstöð ferðamála, Ingólfs- stræti 5, um helgina. Kynningin er sérstaklega ætluð til að kynna fslendingum þá ferða- möguleika sem þeim bjóðast hér á landi, en einnig er hún hugsuð til að hvetja fslendinga til að ferðast um eigið land. Jafnframt munu fulltrúar frá Ferðamálaráði Færeyja og Ferðamálasamtökum á Grænlandi verða viðstaddir og veita upplýsingar um ferðaþjónustu landanna. Á ferðakynningunni verða veittar upplýsingar um þá fjölmörgu mögu- leika sem bjóðast í ferðalögum innanlands og verður starfsfólk upp- lýsingamiðstöðvarinnar ásamt full- trúum frá landsbyggðinni við kynn- ingu, en hún verður opin á laugardag frá 10-18 og sunnudag 13-18. Upplýsingamiðstöð ferðamála var opnuð í júní á síðasta ári og er hlutverk hennar að veita jafnt ís- lendingum sem útlendingum alhliða upplýsingar um allt sem viðkemur ferðamálum á fslandi. í miðstöðinni Áslaug Alfreðsdóttir í húsakynnum Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, að Ingólfsstræti 5. (Tímamynd Pjetur) er alla jafnan hægt að fá upplýsingar um gististaði, rútuferðir, flug, auk þess eru veittar upplýsingar um það sem er að gerast í Reykjavík á tilteknum tímum, s.s. opnunartíma safna, sýninga og hljómleika. Að rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála standa Ferðamálaráð fslands, Reykjavíkurborg og Ferða- málasamtök landsbyggðarinnar. Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar er Áslaug Alfreðsdóttir. -ABÓ dr/JDar Nato skólastjórar fara til Rússlands Reykvísku skólastjórarnir Björn Jónsson (Hagaskóla), ErlingTóm- asson (Langholtsskóla), Ingi Krist- insson (Melaskóla), Kristján Sig- tryggson (Hvassaleitisskóla) og Þráinn Gnðmundsson (Lauga- lækjarskóla) fóru fyrir skömmu ■ kynnisferð til Sovctríkjanna. Slíkt værí í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef þessir sömu skólastjórar hefðu ekki áður faríð í umdcilda ferð til NATO-stöðva í Brusscl og lögðu þá á sig að hossast í óinnrctt- aðri herfiugvél á leiðinni út. Dropateljarí hcyrir nú kennara velta því fyrir sér hvort skólar hafi verið skoðaðir í þcssari ferð eða hvort þeir hafi cinungis viljað fá mótvægi við Nato-hugmyndir aust- an járntjalds, en hitt er víst Ijóst að Rússar léðu ekki herþotu undir skólastjórafiutninga í þetta sinn. Sérstæö fundarstjórn Við kynningu fyrirhugaðrar ferðar í fræðsluráði í lok mars lét Þorbjöm Broddason bóka í fund- argerð ánægju sína yfir því að ferð þessi væri kynnt fyrirfram öfugt, við sumar fyrri ferðir skólastjóra. Síðan virðist sem fjör hafi færst í leikinn því samkvæmt fundargerð bókar Þorbjörn: „Ég mótmæli því að formaður fræðsluráðs slítur um- ræðu i miðjum klíðum þegar fræðslustjóri hefur beðið um orðið um þennan lið. Formaður sýnir þannig enn einn vott um vaxandi vanhæfni sína til fundarstjórnar.“ Formaður fræðsluráðs er enginn annar en Ragnar Júlíusson sem er líka formaður hins vafasama skóla- málaráðs, skólastjóri Álftamýrar- skóla, stjómarformaður Granda, o.fl. Ragnar lét þó ekki fipa sig í fundarstjórninni og bókaði að bragði „ réttlætingu“ á því að hann þaggaði svo dónalega niður í fræðslustjóranum: „Skammir frá Þorbirni Broddasyni tek ég ekki nærri mér. Þvcrt á móti. Skætingur úr þeirri átt má vera hvcrjum manni örugg vísbending um að hann sé á réttu róli.“ Ætli formað- ur firæðsluráðs hafi verið cins snaggaralegur þegar hann stýrði þeim stjómarfundi Granda sem ákvað að kaupa Saabinn góða fyrir stjórnarformanninn? Guðjón Einarsson næsti fréttastjóri? Og áfram halda menn að spá í mögulega kandidata til fréttastjóra sjónvarps í stað krummans á skjánum. Frestur til að sækja um fréttastjórann rennur út á morgun. Dropateljari hefur eins og aðrir góðborgarar þessa lands heyrt að mætir menn með völd og áhrif hafi gengið á eftir nokkrum útvöldum kandidötum til að sækja um frétta- stjórastöðuna. Heitastur af öllum heitum í „djobbið“ mun vera mað- ur að nafni Guðjón Einarsson. Guðjón þessi er nú ritstjóri þeirra mætu blaða, Sjávarfrétta og Fiskifrétta. Endur fyrir löngu las hann landsmönnum hinsvegar fréttapistilinn, einmitt fyrir framan upptökuvélar ríkissjónvarpsins. Saklaus lítill fugl hvíslaði því að dropateljara að Guðjón hefði ekki sýnt starfinu áhuga. En maður veit jú aldrei. Mönnum getur náttúr- lega snúist hugur... Greiðslukorta vítahringur Dropateljari heyrði fyrir skömmu af hinum cina sanna greiðslukortavitahríng sem að sögn mun einkum skeinuhættur flug- fólki og öðrum þeim sem starfa síns vegna fara oft utan eða þá eiga auðvelt með að skreppa til útlanda á góðum kjörum. Sem kunnugt er endar úttektartímabilið þann 18. hvers mánaðar en reikninginn þarf ekki að greiða fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Hefst þá vítahring- urinn með því að á nýju úttcktar- tímahili bregður þctta fólk sér til útlanda og tekur út peninga á kortið í banka erlcndis. Að því loknu kemur það heim og borgar á tilsettum tíma reikning fyrra tímab- ils með úttektinni úr erienda bank- anum. Ekki fara sögur af því hversu lengi unnt er að stunda þennan leik, en hann endar með ósköpum. Ekki er á íslendinga logið þegar möguleiki á lánsfé er annars vegar. Vogur hefur vinninginn Alveg voru óborganlegar um- ræður í Kastljósþætti sl. fimmtu- dagskvöld um vanda veitingahús- anna. Til leiks voru mættir þrir veitingamarskálkar úr „fyllerís- bransanum" í Reykjavík. Dropa- teljarí verður að viðurkenna að það tók hann dágóðan tíma að átta sig á um hvað þetta röfi snerist. Þó þykist teljarinn vita, svona eftirá, að fræðingarnir þrír hafi verið að leita skýringa á því af hverju fólk nennir ekki lengur að fara á skemmtistaðina til að drekka sig út úr fullt og dilla sér eftir taktföstum tónum Stormskers eða Halibjöms Hjartarsonar. Þrátt fyrir að stjórnandinn, Óli Sig., tæki skýrt fram að dregið hefði svo og svo mikið úr aðsókn á veitingastaðina, samkvæmt töl- fræðiupplýsingum, var engu tauti við þremenningana komið. Að þeirra sögn bjóða þeirra hús upp á stórkostleg „sjóv“ og því sé fullt út úr dyram hjá þeim heigi eftir helgi og mánuð eftir mánuð. Að vísu viðurkenndi Óli nokkur Laufdal, íslandsráðherra, að eilítið hefði drcgið úr aðsókninni á hans veit- ingastaði síðan á gullaldarárunum. Skýringin sem kóngurinn gaf var í hæsta máta grátbrosleg, sumsé að öflugasta samkeppni við veitingast- aðina kæmi frá alkaheimilinu Vogi. Þangað munu um 7000 manns hafa lagt leið sína á undan- förnum árum, eftir því sem Laufdal segir. Og eftir sitja veitingakón- garnir og gráta með tóma kass- ana... Elskulegt en einkar furöulegt Roskin kona í Reykjavík, sem venur komur sínar í ákveð- ið kaffihús, segir að þar sé afgreiðslufólk frámuna kurteist og einkar alúðlegt og vill allt fyrir hana gcra. Þangað finnst henni gott að konta. Þó þykir henni það furðu- legra en orð fá lýst, að þetta unga elskulega fólk sogar sykurinn gegnum rör upp í nefið ... !

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.