Tíminn - 07.05.1988, Qupperneq 9
Laugardagur 7. maí 1988
8 Tíminn !
Titnirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Einræði borgarstjórnar
Starfsaðferðir meirihluta borgarstjórnar Reykja-
víkur undir forystu Davíðs Oddssonar borgarstjóra
vekja vaxandi undrun. í engu endurspeglast einræð-
isaðferðir borgarstjórnarmeirihlutans betur en í
ráðhúsmálinu.
Margir stuðningsmenn þess að ráðhús mætti í
sjálfu sér rísa í norðvesturhorni Tjarnarsvæðisins eru
að fá sig fullsadda af aðförum íhaldsmeirihlutans,
svo að víst má telja að almenningsálitið hafi í vaxandi
mæli snúist gegn hugmyndinni um ráðhús við
Tjörnina.
Ofurkappið við byggingarhraða þessa húss er með
ólíkindum. Nú er það að vísu áratuga „hefð“
íhaldsmeirihlutans í Reykjavík að hundsa lög og
reglur varðandi byggingastarfsemi í borginni. Lang-
dreginn einræðisferill íhaldsins í borginni, sem
spannar meira en tvo mannsaldra að fornu tali, er
varðaður slíku tillitsleysi við siðlega pólitík og
embættismennsku að leitun er á öðru eins á nokkru
byggðu bóli. íhaldið hefur komist upp með þessa
hegðun og magnast auðvitað þeim mun meira sem
einræðistíminn lengist.
Það er því ekki nema ein lausn á þessu lýðræðislega
vandamáli sem það er að láta íhaldið halda völdum
í borginni áratug eftir áratug, að andstæðingar þess
sameinist í því að fella þessa einræðisblokk í
kosningum, þegar þar að kemur.
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, er kunn fyrir það að taka málefnalega
afstöðu til verkefna sem rædd eru í borgarstjórn.
Hún hefur lýst stuðningi við hugmyndina um ráðhús
við Tjörnina og fært skynsamleg rök fyrir þeirri
afstöðu sinni. Hins vegar hefur hún frá upphafi
staðið gegn því að ráðhúsbyggingin verði keyrð
áfram með því offorsi sem íhaldsmeirihlutinn stend-
ur fyrir. Hefur hún mótmælt því harðlega hvernig
þessi meirihluti lendir sífellt í útistöðum við borgar-
búa, skipulagsyfirvöld og ráðherra sveitarstjórnar-
mála.
í andmælum sínum gegn einræðisbrölti meirihlut-
ans hefur Sigrún bent á, að borgaryfirvöld ætlist til
þess að borgararnir hlíti settum reglum, þegar þeir
ráðast í framkvæmdir á borgarlandinu. Það er því
kaldhæðnislegt að ráðherra skuli þurfa aftur og aftur
að beita valdi sínu til þess að borgaryfirvöldin hlíti
þessum sömu reglum.
Orðrett segir Sigrún Magnúsdóttir í bókuðum
andmælum sínum gegn starfsaðferðum meirihlutans:
„Ég hef stutt byggingu ráðhússins, en jafnframt
varað við því að rasað verði um ráð fram í
framkvæmdahraða. Ég hef bæði bent á að meira liggi
á öðrum framkvæmdum í borginni og að undirbún-
ingur fyrir útboð hafi hvergi verið nægjanlegur.
Framkoma borgarstjóra í þessu máli er sterkasta
vopn andstæðinga ráðhússins.“
Þetta er rétt metið hjá Sigrúnu Magnúsdóttur.
Einræðisbrölt meirihluta borgarstjórnar í ráðhús-
málinu hlýtur að enda með vaxandi andstöðu gegn
framkvæmdinni.
JL_^öngum hefur verið erfitt
að dagsetja vorkomuna á ís-
landi, enda breytilegt eftir
landshlutum, hvenær hennar
megi vænta. Þótt grænki í Mýr-
dalnum snemma vors kann að
vera grátt í Mývatnssveit hina
sömu daga. Það var því ekki
ófyrirsynju að einn af veður-
fræðingum sjónvarpsins tók svo
til orða, þótt greinilega hefði
brugðið til vortíðar, að samt
yrðu menn að „taka vorinu með
varúð“. Oft er það svo og er
aldrei nema satt, að íslenska
vorið kemur eins og í áföngum.
Það bíður álengdar og lætur
gjarnan á sér standa meðan
eftirhreytur vetrarveðranna
þrengja sér inn í vorþeyinn til að
bæla sunnanvindinn og þíðuna.
Þá er engu líkara en að vorið sé
að standa af sér veðrin.
Þó er ekki ástæða til annars
nú en vænta góðrar vortíðar og
farsæls sumars, sem á eftir
kemur. Liðinn vetur var síður
en svo harður, miklu fremur
mildur um mest allt land, þótt
fannfergi hafi gert á síðustu
vikum vetrarins sums staðar á
landinu og frostakafla á útmán-
uðum. Miðað við veðurfars-
reynslu íslendinga í þúsund ár
var sá kafli hvorki langur né að
hann þyrfti að koma neinum á
óvart.
Bjarndýr og hundar
Annars er ekki fyrir það að
synja að veðurfarið á íslandi sé
farið að koma íslendingum sjálf-
um á óvart. Er engu líkara en að
menn verði steinhissa, ef hríðar-
veður geisar nokkra daga á þorr-
anum, hvað þá ef hleypur í skafla
í Breiðholtinu dagpart á útmán-
uðum. Menn ætla varla að trúa
því að það hafi komið klofsnjór
á Seyðisfirði upp úr páskum og
að snjóskriða hafi grandað síma-
staur á Siglufirði.
Dæmi um hvað menn geta
orðið hissa á íslenskri veðráttu
og hnattstöðu landsins er sagan
af því þegar ísinn rak að landi í
Haganesvík í vetur og bjarndýr
fór að spássera milli bæja í
Fljótum sömu götur og börnin
ganga í skólann sinn. Feður
skólabarnanna í Fljótum tóku
sig til og felldu björninn með
þeim afleiðingum að dýravinir í
höfuðborginni sögðu að réttast
væri að kæra þennan grimma
Fljótavarg fyrir sjálfri mannrétt-
indanefndinni f Strassborg, sem
margir setja von sína á gegn
vonsku samfélagsins, m.a. vald-
níðslu sýslumanna og öðrum
leifum sveitamennskunnar á ís-
landi. í höfuðborginni vita menn
lítið af bjarndýrum, nema hvað
menn hafa séð þessa aumingja
engjast í gryfju í frægum dýra-
garði suður í Hafnarfirði. Eng-
inn fæst til að trúa því að
bjarndýr gætu unnið skaða á
skólalóðum og skíðaslóðum
norður í landi. Hins vegar banna
Reykvíkingar hundahald hjá sér
af ótta við það að lausbeislaðir
kjölturakkar glefsi í fólk og
hræði börn, sem eru á leið í
skólann.
Landið og sagan
Hvað vita íslendingar annars
um sitt eigið land? Hér verður
ekki lagt út í það að gagnrýna þá
fræðslu sem látin er í té í skólun-
um um náttúrufar og landshætti
sjálfs föðurlandsins og hvernig
daglegt líf og atvinna lands-
manna hlýtur að mótast af nátt-
úrlegum aðstæðum og eðli þess
lands sem þeir búa í. Hér verður
reyndar gengið út frá því að
námsefni skólanna í náttúru-
fræði, þjóðarsögu og samfélags-
fræðum stefni allt að því að gera
ungu fólki grein fyrir grundvall-
arstaðreyndum um hnattstöðu
og veðurfar á íslandi, hverjar
séu náttúruauðlindir landsins,
þ.e.a.s. hvaða lífsbjörg sé að
hafa í þessu landi, - en einnig
hverjir séu ókostir landsins, ef
menn vilja orða það þannig,
þ.e. hvers sé ekki að vænta á
Islandi og þá hvers menn geta
ekki krafist af landinu.
En hvað sem segja má um
námsefnið, sem ætlað er aði
upplýsa skólafólk um náttúru og
sögu síns eigin lands, þá bendir
því miður margt til þess að
þessar upplýsingar í skólabók-
unum komist ekki til skila í
fræðslunni og uppeldinu. Þegar
þannig stendur á er kannske
auðveldast að skella skuldinni á
skólana og kennarastéttina,*
enda finnst mörgum það hand-
hægast og tiltækast. Vafalaust er
skólunum og kennarastéttinni
skylt að taka á sig sinn hluta af
ábyrgðinni á því að engu er
líkara en að þjóðin sé í mörgum
efnum að fjarlægjast sinn eigin
veruleika. Hins vegar er ósann-
gjarnt að kenna skólum og kenn-
urum einum um, ef svo skyldi
reynast að þessi firring sé út-
breiddur veruleiki á íslandi.
Skólarnir eru ekki einir um að
miðla fræðslu til fólksins í land-
inu. Skólarnir hafa ekkert upp-
eldislegt einræði. Hugarheimur
æskunnar mótast auðvitað af
fleiru en skólunum. Eitthvað
hljóta heimili og foreldrar að
koma við þá sögu, að ekki sé
minnst á áhrif fjölmiðla og af-
þreyingarheimsins sem er and-
legt stórveldi á sína vísu. Auk
þess er í raun gerð allt önnur
meginkrafa til skólanna en að
þeir séu þjóðlegar fræðslu- og
uppeldisstofnanir. Raunar sést
ekki betur en að uppeldisfræði
sem slík sé vanmetin af ýmsum
og eigi undir högg að sækja hjá
almenningi og ráðamönnum.
Það hefur kostað talsvert um-
stang og miklar fortölur að fá
lagalega viðurkenningu á því að
gera nám í uppeldis- og kennslu-
fræði að skilyrði fyrir því að
menn geti kallast kennarar. Má
slíkt þó sýnast undarleg afstaða
gagnvart fagmenntun og sérhæf-
ingu, sem á öðrum sviðum er
talin svo nauðsynleg, m.a. í
iðnaðar- og tækninámi og flest-
um öðrum menntagreinum. Það
er því eðlileg krafa kennarastétt-
arinnar að allir starfandi kennar-
ar hafi stundað formlegt
kennaranám, þ.á m.nám í upp-
eldis- og kennslufræðum.
Kennaraháskóli íslands.
Þróun eða bylting?
Þótt enn eimi eftir af þeim
hugsunarhætti, að hægt sé að
gera hvern þokkalega gefinn og
sæmilega fróðan mann að
kennara, þá er slík afstaða til
kennarastarfs ekki sem best
rökstudd. Hitt mun sönnu nær
að í fáum störfum sé jafn auðvelt
að komast af með fúsk eins og í
kennslustörfum. Enda er
kennslufúsk algengt á öllum
skólastigum hér á landi, allt upp
í háskóla . Þó hlýtur það að eiga
við á íslandi eins og í öllum
öðrum löndum, að vanda þurfi
til menntunar og starfsundirbún-
ings kennara.
Því er það fagnaðarefni að
margra ára vinnu við endurskoð-
un laga um Kennaraháskóla ís-
lands skuli lokið. Alþingi hefur
haft frumvarpið til meðferðar á
þessu þingi og var það samþykkt
sem lög nú í vikunni. Eins og
jafnan þegar ráðist hefur verið í
endurbætur sem varða fræðslu-
kerfið, beint eða óbeint, tók
alllangan tíma að undirbúa um-
rætt frumvarp um kennarahá-
skólann, enda brýnt að ekki sé
ráðist í breytingar í málum af
þessu tagi nema að vel athuguðu
máli. Fræðslu- og skólamál eru
engin upphlaupsmál. Þar gildir
sú regla, sem fræðslu- og skóla-
yfirvöld hafa yfirleitt haft í
heiðri, að breytingar á fræðslu-
kerfinu skuli byggjast á stöðugri
endurskoðun laga og lagafram-
kvæmdar, sem leitt geti til þró-
unar og nauðsynlegra endurbóta
í stað kerfisbyltinga með ára eða
áratuga millibili.
Laugardagur 7. maí 1988
Tíminn 9
LAUGARDAGURINN 7. MAI 1988
Neikvæðar umræður
En þrátt fyrir nauðsyn þess að
ekki sé hrapað að breytingum á
fræðslukerfinu, námsefni skóla
og kennaramenntun, eða hlaup-
ið eftir tískukenningum og póli-
tískum patentlausnum í skóla-
og fræðslumálum, þá má þessi
mikilvægi málaflokkur ekki
lenda í útideyfu og áhugaleysi
stjórnmálamanna og almenn-
ings eða sinnuleysi af hálfu fjöl-
miðla. Þó jaðrar við að allt þetta
sé fyrir hendi. Stjórnmálamenn
hafa yfirleitt sýnt öðrum
þjóðmálaflokkum meiri fagleg-
an skilning en skóla- og mennta-
málum. Umræður um þessi mál
á almennum umræðuvettvangi
eru að jafnaði einhæfar og oft
mengaðar hleypidómum, enda
ekki óalgengt að til þeirra sé
stofnað af einhverju annarlegu
tilefni eða afmörkuðum áhuga
fremur en heildarsýn og þeirri
þörf að upplýsa almenning um
mikilvægi skóla- og mennta-
mála, um gildi skólanna fyrir
þjóðfélagið, hvað þar fer yfir-
leitt fram.
Gott dæmi um þessa einhæfni
áhugans á fræðslu- og mennta-
málum er fjaðrafokið, sem varð
kringum fræðsluskrifstofuna á
Akureyri fyrir ári eða svo. Eins
og stofnað var til þess deilumáls
var að vísu augljóst að með því
voru málsaðilar að búa til end-
ingargott fréttaefni, þótt ekki
væri samtímis stuðlað að því að
hefja umræður um fræðslumál á
hærra stig.
Kennarastéttin sem slík sinnir
því minna en skyldi að halda
uppi heildstæðum og upplýsandi
umræðum um skólamál. Þótt
ekki skuli lítið gert úr nauðsyn
kjarabaráttu kennarastéttarinn-
ar, þá getur sú mikla áhersla,
sem á hana er lögð í blaðaskrif-
um kennara og í umræðum
þeirra í öðrum fjölmiðlum um
málefni sín, varla talist eðlileg
og eykur hróður kennarastéttar-
innar minna en efni standa til.
Hin mikla nauðsyn þess að
kennarastéttin og forysta hennar
hafi frumkvæði um að halda
uppi faglegum umræðum í þjóð-
félaginu um skóla- og fræðslu-
mál, ætti ekki að þurfa að
drukkna í kjarabaráttunni. Þá
baráttu verða allar starfsstéttir
að heyja. Kennarar róa þar ekki
einir á báti.
Langvinnar
kjaradeilur
Kjaradeilur hafa sett mikinn
svip á þjóðfélagið þar sem af er
þessu ári. Hér skal ekkert fullyrt
um það, hvort þessar deilur séu
umfangsmeiri en oft áður, enda
af mörgu að taka í þeim efnum.
í samningaumræðunum hefur
hver lotan tekið við af annarri.
Eftir á eru menn að hugga sig
við það, að ekki hafi komið til
langdregnari eða afdrifaríkari
verkfalla en sögur eru af frá fyrri
tíð. Eigi að síður hefur atvinnu-
og þjónustustarfsemi verið
meira og minna í hers höndum
mánuðum saman. Stundum hef-
ur ekki munað nema hársbreidd
að hvert verkfallið skylli á eftir
annað. Þannig urðu formgallar
á verkfallsboðun fremur til þess
að koma í veg fyrir vinnustöðv-
un í sumum tilfellum en vilja-
leysi hjá forystumönnum stétt-
anna til þess að knýja þau fram.
Það á a.m.k. við um kennara-
stéttina. Við borð lá að mest allt
skólastarf félli niður á versta
tíma með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Reyndar erekki ann-
að að sjá en að kennarar séu enn
í viðbragðsstöðu og búnir til
átaka þegar færi gefst. Verkfall
verslunar- og skrifstofufólks
varð langvinnt og á ýmsan hátt
afdrifaríkt. Þjóðin hefur því
fengið sinn fulla skerf af vinnu-
deilum og verkföllum það sem
af er þessu ári.
Sú grundvallarregla lýðræðis-
þjóðfélags verður auðvitað ekki
sniðgengin, að kaup og kjör
launastétta skuli ráðast af því
sem um semst milli launþega og
atvinnurekenda hverju sinni.
Eigi að síður er nauðsynlegt, og
getur ekki á neinn hátt talist
óeðlilegt, að um samningamál á
vinnumarkaði gildi fastar laga-
reglur, sem virða ber, enda eru
í gildi hér á landi sem annars
staðar lög um stéttarfélög og
vinnudeilur, að vísu nokkuð
gömul og e.t.v. úrelt um sumt og
ófullkomin á öðrum sviðum. Þá
er heldur ekki hægt að útiloka
það að aðilar vinnumarkaðarins
verði að lúta stjórnvaldsákvörð-
unum, ef þannig stendur á, eða
sérstökum, tímabundnum lög-
um um tilteknar vinnudeilur
ef Alþingi ákveður að svo skuli
vera. Ótal dæmi eru um það að
Alþingi hafi leyst vinnudeilur
með lögum. Þann rétt er ekki
hægt að taka af Alþingi. Hitt er
annað mál að öll þess háttar
íhlutun í samningamál krefst
markaðra þjóðfélagshópa, sem
ekki geta haldið rétti sínum til
streitu nema með því að ein-
hvers konar íhlutun í samnings-
rétt á vinnumarkaði eigi sér stað.
Þess vegna verður að gera þá
kröfu til aðila vinnumarkaðarins
að þeir viðurkenni að rétti þeirra
til kröfugerðar og frjálsra launa-
samninga fylgja skyldur, sem
kunna að takmarka rétt þeirra,
þjóðfélagslegar skyldur, sem að
vísu er erfitt að skýrgreina í
lagatexta og öðrum opinberum
fyrirmælum, en eru til þrátt fyrir
það. Það hlýtur t.d. að vera
grundvallaratriði varðandi al-
menn kjaramál að meta efna-
hagshorfur í þjóðfélaginu, þegar
tekist er á um kaup og kjör.
Kjaradeilur er ekki hægt að
leysa af neinu viti nema tekið sé
tillit til efnahagsástandsins
almennt. Það er afar óskynsam-
legt metnaðarmál „að gera verð-
bólgusamninga“, eins og það er
kallað. Launþegum er enginn
greiði gerður með því. Öðru
nær. Engir tapa meira á verð-
bólgu en launþegar. í frjálsum
samningsrétti felst ekki réttur-
inn til þess að afneita efnahags-
lögmálum eða látast ekki sjá
fyrir endann á því sem verið er
að stofna til.
Kjarabarátta
og efnahagsþróun
Forystumenn launþega eru
augljóslega farnir að átta sig á
því að einstefnuakstur í kjara-
málum er ekki leiðin til kjara-
bóta fyrir láglaunahópana.
Greinilega má ráða af orðum
forystumanna Alþýðusambands
íslands að réttar- og kjarabætur
fyrir verkafólk verða ekki allar
gerðar með beinum samningum
við vinnuveitendur, heldur verð-
ur einnig að ná slíkum bótum
fram með iöggjöf og stjórnarað-
gerðum. Þessi sannindi eru ekki
ný. íslenskt velferðarþjóðfélag
hefur ekki síður orðið til fyrir
löggjafarstarf og almenna póli-
tíska stefnu í atvinnu- og félags-
málum en þá kjarabaráttu, sem
launþegar hafa háð á vinnu-
markaði beint við atvinnurek-
endur. Reyndar er ekki laust við
að stundum fari ofsögum af
baráttu íslenskra launþega við
„atvinnurekendavaldið“ a.m.k.
á síðari árum. íslenskt atvinnu-
rekendavald hefur lengi verið
eins og tannlaust ljón.
Það er fásinna að ætla að
skilja algerlega að kjarabaráttu
launþega og stjórnmálaaðgerð-
ir. Þvert á móti á að samhæfa
þetta tvennt eftir því sem frekast
er kostur. Þeirri hugsun var
framfylgt í verki með febrúar-
og desembersamkomulaginu
1986. Þá var stofnað til skynsam-
legra samráða um kjaramál og
þróun ýmissa efnahagsþátta. Af
einhverjum ástæðum hefur sam-
ráðsstefnan runnið út í sandinn.
Það viðræðusamband, sem kom-
ið var á fyrir tveimur árum,
hefur slitnað. Forsætisráðherra
þarf að hafa frumkvæði um að
endurvekja samráðsstefnuna.
Landinu verður ekki farsællega
stjórnað nema öll áhrifaöfl þjóð-
félagsins vinni saman á viður-
kenndum samskiptagrundvelli.
vandlegrar athugunar og hóf-
semi í lagasetningu og valdbeit-
ingu.
Réttur og skylda
Þrátt fyrir þá viðurkenningu á
samningsrétti, sem staðfest er
með lögum og studd er lýðræðis-
hefðum, þá eru það öfgar að
stjórnvöldum séu samningamál
óviðkomandi. I lögbundnu
þjóðfélagi, hversu frjálst og lýð-
ræðislegt sem það er, getur ríkis-
valdið ekki setið hjá og þvegið
hendur sínar af öllu sem snertir
samskiptamál þegnanna. Má
vera að slíkt þætti við hæfi í
óskalandi anarkista, þar sem lög
eiga að vera óþörf eða í þjóðfé-
lagi afskiptaleysisins, sem öfga-
sinnaðir frjálshyggjumenn
boða.
Þótt menn haldi eðlilega fast
við samningsréttinn sem mann-
réttindamál, þá er eigi að síður
heimilt að setja fram þá kröfu að
þessum rétti sé ekki misbeitt af
þröngsýni og oftúlkun á því
hversu víðtækur hann sé. Það er
engan veginn útilokað að samn-
ingafrelsi á sviði vinnuréttar geti
skaðað aðra hagsmuni, sem ekki
er síður réttindamál að hljóti
þjóðfélagslega vernd. Slíkir
hagsmunir geta verið af ýmsum
toga. Þar þarf ekki endilega að
vera um að ræða beina hagsmuni
þeirra viðsemjenda sem tekist
er á við í það og það sinnið í
vinnudeilu. Þar geta allt eins
komið til almannahagsmunir,
þeir hagsmunir sem snerta þjóð-
félagið í heild eða stóran hluta
þess. Þar getur einnig verið um
að ræða sérstaka hagsmuni af-
b r.