Tíminn - 07.05.1988, Síða 16

Tíminn - 07.05.1988, Síða 16
16 Tíminn, Laugardagur 7. maí 1988 Æ\ KENNARA- HÁSKÓLI ÍSL^NDS Almennt kennara- nám til B.Ed.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara- nám viö Kennaraháskóla íslands er til 5. júní, en dagana 14. og 15. júlí verðurtekið við viðbótarum- sóknum. Áttatíu af hundraði væntanlegra kennara- nema eru valdir úr hópi þeirra sem sækja um fyrir 5. júní. 120 nýnemar verða teknir inn í Kennara- háskólann næsta haust. Inntaka nemenda er í höndum sérstakrar nefndar sem starfar á vegum skólaráðs. Hún byggir niðurstöður sínar á umsókn- um og viðtölum við nemendur. Umsókninni skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Umsækjend- ur koma til viðtals í júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað nám sem skólaráð telur jafngilt. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykja- vík, sími 91-688700. Rektor Kennaraháskóla íslands Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980 verður haldið verklegt próf til löggilding- ar til endurskoðunarstarfa og er áætlað að það verði á tímabilinu frá 20.október til 10. nóvember 1986. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 13. júlí n.k. Tilkynn- ingunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í september n.k. Reykjavík, 3. maí 1988 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda |5| Vinnuskóli S|S Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkurtekurtil starfa um mánaða- mótin maí-jún í nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1973 og 1974 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1987- 1988. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí nk. Þeir sem eiga nafnskírteini eða önnur skilríki, vinsamlegast hafi þau með. Vinnuskóli Reykjavíkur III REYKJKIÍKURBORG III H —__________________'*• ** 'V S&uávi Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími 2-4 klst. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. ARNAÐ HEILLA IIIIUIII Jóhanna Kristjánsdóttir Kirkjubóli í Bjarnadal 80 ára Hún Jóhanna okkar á Kirkjubóli er áttræð í dag 7. maí. Ekki er það nú á henni að sjá, svo teinrétt og grönn og virðuleg í fasi, lítur hún ekki úr fyrir að vera degi eldri en 70 ára. Og í svip hennar er heiðríkja, sem lýsir innri manni. Við kven- félagskonur á Vestfjörðum eigum Jóhönnu svo margt að þakka, hún hefur um áratuga skeið verið í stjórn Sambands vestfirskra kvenna. Og fundarritari á sambandsfundum hef- ur hún verið síðan 1963. Það var einmitt fyrsti sambandsfundur sem undirrituð sat sem fulltrúi fyrir Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal. Ég tók sérstaklcga eftir þessari konu, sem þarna skipaði sæti fundarritara, og jafnframt hafði hún framsögu þegar tekið var fyrir að ræða áfengisvanda- málið. En Jóhanna hefur alltaf verið mikil bindindismanneskja og hvar- vetna fylgt fram þeirri sannfæringu sinni í ræðu og riti. Á þessum sama fundi var henni einnig veitt viður- kenning fyrir störf að garðyrkju- og skógræktarmálum úr Verðlauna- sjóði Kristins Guðlaugssonar frá Núpi. Það var því ekki undarlegt að eftir þessari konu væri tekið. Þannig hefur það líka alltaf verið. Jóhanna hefur unnið sér áðdáun og hylli allra fundarkvenna í S.V.K. æ síðan. Og fundargerðirnar hennar eru svo lif- andi og skemmtilegar og þess vand- lega gætt að skrá allt vel og skil- merkilega. Hún hefur verið fulltrúi S.V.K. á landsþingum ogsótt Haust- vökuK.Í. Og allt sem þarskeði flutti hún okkur af sinni alkunnu frásagn- argleði og klykkti þá gjarnan út með ljóði. Jóhanna er mjög vel máli farin svo sem hún á kyn til, og á létt með að kasta fram vísu, eins og bróðir hennar, skáldið Guðmundur Ingi, sem löngu er þjóðkunnur fyrir ljóð sín og ritstörf önnur. Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Bjarnadal. Foreldrar hennar voru Kristján G. Guðmundsson sem lést 1920 og Bessabe Halldórsdóttir, búendur á Kirkjubóli. Þau eignuðust 4 börn, sem eru: Ólafur Þ. fyrrum skóla- stjóri Flensborgarskóla, hann er látinn, Guðmundur Ingi, skáld, Jóh- anna og Halldór, fyrrum alþingis- maður. Jóhanna vann heimili móður sinn- ar meðan hún var búandi á Kirkju- bóli, eða til ársins 1944 en síðan bjó hún með bróður sínum Guðmundi Inga. Jóhanna hefur alltaf átt sitt heimili á Kirkjubóli. Hún eignaðist eina dóttur Kolfinnu Guðmunds- dóttur 1. ágúst 1950, hún er hjúkrun- arkona og býr á Patreksfirði og hjá henni hefur Jóhanna stundum dval- ist að vetrinum og notið samvista við barnabörn sín. Skólaganga Jóhönnu var eins og gerðist í þá daga. Hún stundaði nám í farskóla sveitarinnar veturna 1920- 1921 og 1921-1922. Og veturinn 1930-1931 var hún í Héraðsskólan- um á Laugum í Reykjadal. Jóhanna hefur mikinn áhuga á íslensku máli og hefur mikið ritað til Orðabókar Háskólans, einnig hefur hún unnið fyrir Þjóðminjasafnið við spurningaskrár þess um þjóðhætti og handiðnir. Hún hefur líka skrifað ritgerðir fyrir tímaritið Hugur og hönd og greinar um dýralíf í Dýra- verndarann. Jóhanna hefur sérstakt yndi af hestum og hafði sérlega gott lag á þeim. Á fyrri árum átti hún góða reiðhesta, sem hún notaði sér þegar tækifæri gafst. Hún var ein af stofnendum Kven- félags Mosvallahrepps og í stjórn þess hefur hún verið frá stofnun þess árið 1960, sem ritari og er enn. Ung var hún að árum er hún gekk í Ungmennafélagið Bifröst, þar var hún 21 ár í stjórn, þar af ritari í 20 ár, eða 1928-1947. Af þessari upp- talningu sést að starfskraftar og hæfileikar Jóhönnu hafa hvarvetna komið að miklum og góðum notum, og hún alltaf fús að leggja sitt af mörkum og vel það. En Jóhanna hefur áhuga á fleiru en félagsstörfum þó þau láti henni vel. Hún er mikil hannyrðakona, vinnur íslensku ull- ina alveg frá byrjun, tekur af kind- inni, tekur síðan ofan af, kembir, spinnur og prjónar. Laufaviðarvett- lingarnir hennar bera henni fagurt vitni um vandaða vinnu og listilegt handbragð. Og sá sem lítur heim að Kirkjubóli í Bjarnadal og dáist að gróðrinum sem þar er, lítur þar handaverk Jóhönnu, það er eingöngu hennar verk eða svo segja bræður hennar. Kannski hafa þeir þó líka tekið til hendi, ekki er það óhugsandi. Þá hefur Jóhanna lagt mikið til málanna í sambandi við garðrækt og skógrækt innan Kvenfélagsins og Ungmenna- félagsins, og unnið að gróðursetn- ingu trjáplantna á hverju vori. Það væri hægt að segja svo margt fleira um hana Jóhönnu, en ég hugsa að henni finnist nóg komið, hún hefur aldrei verið gjörn á að flíka því sem hún hefur verið að gera. Við sem höfum starfað með henni í Sambandi vestfirskra kvenna send- urn henni hugheilar hamingjuóskir í tilefni 80 ára afmælisins. Við þökk- um henni samstarfið sem aldrei hef- ur borið skugga á og vonum að við fáum notið samvista við hana meðan heilsa hennar leyfir. Kvenfélags- hreyfingin á Vestfjörðum á hcnni mikið að þakka, en ég veit líka að Jóhanna ætlast ekki til þakklætis, henni er það svo eðlilegt að leggja fram krafta sína í þágu þeirra mál- efna sem hún hefur áhuga fyrir. Hún vinnur svo sannarlega í anda þess að sælla er að gefa en þiggja. Og við óskum Kvenfélagi Mos- vallahrepps til hamingju með þá gæfu að eiga slíka félagskonu. í dag 7. maí halda þær henni kaffisamsæti í skólanum í Holti, og verður þar örugglega margt um manninn. F.h. Sambands vestfírskra kvenna Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður. Páll Pampichler Pálsson Hann er fæddur í Graz í Austur- ríki þann 9. maí 1928. Þar nam hann tónlistarfræði með trompet sem aðalhljóðfæri. Að námi loknu tók hann að leika með óperuhljómsveit- inni í Graz en síðsumars 1949 kom fyrrum prófessor hans, dr. Franz Mixa, að máli við hann og mælti með því að hann færi um tíma til íslands að leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og jafnframt að taka við stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þessu boði tekur Páll en margt fer öðruvísi en ætlað er því árin urðu fleiri en tvö og hefur Páll starfað á íslandi síðan. Snemma urðu menn þess áskynja að hér var á ferðinni mikill hæfileikamaður og voru hon- um sífellt falin fleiri og viðameiri störf. Um tíma fór hann til Þýskalands og jók við nám sitt í hljómsveitar- stjórn, enda tók hann að stjórna sinfóníunni og var um tíma aðal- stjórnandi hennar en aðstoðar- stjórnandi lengst af. Árið 1964 tók hann við stjórn Karlakórs Reykjavíkur og stjórnar honum enn. Þar hefur hann unnið sextugur 9. maí 1988 frábært starf sem við kórfélagarnir kunnum vel að meta. Hefur árangur kórsins á söngsviðinu einkennst af snilld Páls og flest af því besta sem kórinn hefur afrekað er Páli að þakka. Undir stjórn Páls hefur kórinn til dæmis farið í 9 söngferðir um víða veröld - til Bandaríkjanna og Kan- ada, Sovétríkjanna, Kína, fsraels og fjölmargra annarra landa. Erfitt, ef ekki ómögulegt, væri að festa tölu á fjölda þeirra tónleika sem kórinn hefur staðið fyrir á fslandi undir stjórn Páls. Undantekningarlaust hefur kórnum verið vel tekið og hefur orðstír kórsins stöðugt aukist undir stjórn Páls. Nær 100 lög hefur kórinn sungið inn á hljómplötur undir hans stjórn og mörg hver í útsetningu Páls en Páll hefur útsett fjölmörg íslensk og erlend lög fyrir karlakór sem karlakórar víða um land hafa notið góðs af. Snemma tók Páll að semja lög fyrir kórinn og aðra og er ljóst að hæfileikar hans á því sviði eru ekki minni en með stjórnsprota fyrir framan kór eða hljómsveit. Karlakór Reykjavíkur árnar hon- um alira heilla á þessum tímamótum á ævi hans og þakkar honum hj artan- lega fyrir samstarfið og fjölda ánægjustunda. Sverrir Einarsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.