Tíminn - 07.05.1988, Síða 18
18 Tíminn
Laugardagur 7. maí 1988
MINNING
Hólmsteinn Helgason
Fæddur 5. maí 1893
Dáinn 29. apríl 1988
Afi hefur kvatt eftir langan og
starfssaman dag. Við söknum hans
sárt og finnum að héðan af getur
orðið örðugra að halda áttum. En
þakklæti er okkur einnig ofarlega í
huga því Hólmsteinn afi hefur auðg-
að líf okkar meir en orð fá lýst.
Hann gaf það sem mest er um vert,
hann gaf af sjálfum sér! í öllu umróti
hins þversagnakennda íslenska nú-
tíma höfðum við manninn fyrir
norðan, manninn sem var eldri en
öldin og bar með sér hljóða en
fasmikla reynslu kynslóðanna. Við
áttum ást hans og hægláta umvöndun
og kynntumst gildismati sem var
einatt utan við tímana sem við lifum.
- Gildismati trúrrar samvinnuhug-
sjónar þess atorku- og eljumanns,
sem sjaldan leiddi hugann að eigin
hag umfram nauðþurftir.
Við scm fædd erum cftir miðja
öldina og höfunt alist upp við vax-
andi allsnægtir og neysluæði eigum
ekki hægt með að setja okkur fyrir
sjónir hvernig framtíðin hefur horft
við afa okkar átta og níu ára
gömlunt, þegar hann leggur upp
með öldinni, fátækur bóndasonur á
Langanesströndinni. Sjálfstæðisbar-
áttan er enn í fullum gangi, 18 ár í
fullveldi í kjölfar heimsstyrjaldar og
44 ár í lýðveldisstofnun að undan
genginni heimskreppu, annarri
heimsstyrjöld og hernámi íslands.
Við getum samt Iátið okkur detta í
hug, með kynnin af afa í Ituga, að
verðmætin við upphaf aldarinnar
hafi fremur en nú verið mæld í
hugsjónum og óuppfylltum draum-
um um eflingu lands og lýðs.
Afi fæddist að Kálfaströnd við
Mývatn en fluttist kornungur með
foreldrum sínum austur á Langanes
þar sem þau voru að hefja búskap.
Á fyrstu manndómsárum sínum
stundaði hann jöfnum höndum
kennslu og sjómennsku, var formað-
ur á vélbát um margra ára skeið,
fyrst frá Gunnólfsvík og síðan Rauf-
arhöfn, þar sem hann settist að og
bjó alla tíð síðan. Hann kvæntist
árið 1925 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jóhönnu Björnsdóttur frá
Grjótnesi og eignaðist með henni
sjö börn. Afi lét sér annt um vöxt og
viðgang Raufarhafnar og var virkur
í atvinnulífi staðarins langt fram
eftir aldri og enda kjörinn fyrsti
heiðursborgari bæjarins.
Kennarinn, bóndinn, útgerðar-
maðurinn, kaupfélagsstjórinn og
oddvitinn Hólmsteinn Helgason til-
einkaði sér snemma hugsjónir sam-
vinnuhreyfingarinnar og ungmenna-
félagsskapar. Hann var á árum fyrr
góður ræðumaður og sérlega vel
ritfær. Pó hugur hans hneigðist að
slíkum andans störfum kallaði lífs-
baráttan og atorkan hann ávallt til
annarra starfa. Hann vann ótal störf
brautryðjandans og lagði hönd á
plóginn við önnur er vörðuðu upp-
byggingu síns litla bæjarfélags norð-
ur við Dumbshaf. Hann var af
samferðamönnum sínum kosinn til
óteljandi erindareksturs og félags-
starfa. Sat í stjórnum Kaupfélags
N-Þingeyinga og síðan Kaupfélags
Raufarhafnar og skoraðist ekki und-
an því að taka að sér kaupfélags-
stjórastarfið þegar í óefni var komið
og ljóst að félagið fékk ekki risið
undir rekstri. Hann sat í stjórn
Búnaðarsambands N-Pingeyinga um
20 ára skeið, átti sæti á fiskiþingi
svipað lengi og var fulltrúi á aðal-
fundum SÍS unt margra ára skeið.
Þannig mætti lengi telja en maður-
inn sjálfur er það sem mestu varðar
og þar fór einstakur maður og okkur
öllum óumræðilega kær. í návistum
við afa fannst manni sem maður væri
kominn afar nálægt hinum innstu
rökum, a.m.k. eins og þau höfðu
verið fléttuð um langa hríð áður en
svo margt tók á rás út og suður.
Sennilega var hann mikill og góður
fulltrúi þeirrar n-þingeysku sveita-
menningar sem blómstraði á síðustu
öld og frant á þessa og ól af sér
séríslenska róttækni og manngildis-
hugsjón.
Þótt mildi, gleði og umburðar-
lyndi væru ríkur þáttur í þeim eðlis-
eiginleikum sem við barnabörnin
kynntumst hjá honum þá þekktum
við einnig og tókum mark á skoðun-
unt hans og áhyggjum af þróun
þjóðmála. Við vissum að það hafði
blásið um hann og hugsjónir hans og
hann hafði ekki alltaf setið á friðar-
stóli. Við sáum glimta í baráttu-
manninn í verkalýðsfélaginu sem
ekki fékk að starfa fyrir Alþýðu-
flokknum af því að þar fór framsókn-
armaður fremstur í flokki. Og við
þekktum athafa- og eljumanninn
sem vegna skoðana sinna var einatt
settur til hliðar af þeim forkólfum
atvinnulífsins sem lögðu traust sitt
og trú á rétt hins sterka til að hyggja
eingöngu að sjálfs sín hag.
í lifanda lífi var hann orðinn
þjóðsagnapersóna á sínum heima-
slóðum og þótt víðar væri leitað. Af
honum fóru margar sögur og þær
jafnvel sagðar af misjöfnum hvötum.
Allar áttu þær þó það sameiginlegt,
að það voru gamansögur reistar á
áberandi persónuleika og í flestum
leyndist virðingin fyrir eljusemi,
æðruleysi og stefnufestu eínnar
mannssálar. Svo er um söguna
þegar hann átti að hafa fallið útbyrð-
is þegar hann réri einn á kænu og
þurfti að sinna kalli náttúrunnar.
Hann á þá að hafa tautað í barm sér:
„Ooh, hann kemur aftur!“ - Sem og
varð, því báturinn fór í stórum sveig
og kom aftur til mannsins sem svaml-
aði í sjónum og lagði traust sitt á hin
æðri rök.
Eins var það lengi orðatiltæki á
þessum slóðunt, ef einhver bar sig
illa undan ólagi á vélum, „hvort
hann ætti ekki spotta“. Var þar
vísað til annarrar sögu af afa, sem
sönn mun vera. Hann hafði einu
sinni í formennskutíð sinni lent í
vélarbilun í ofsavcðri úti á sjó.
Bátsverjar bjuggust við dauða sínum
þar sem bilunin var alvarleg og engir
varahlutir um borð. Afi var ekki
sama sinnis heldur dundaði lengi við
vélina og kom henni að lokum aftur
í gang. Þegar hann hafði skilað báti
og áhöfn heilum í höfn kom í ljós,
■er kíkt var ofan í vélarhúsið, að þar
var allt bundið saman með spottum.
Sjálfsbjargarviðleitnin var kyn-
slóð hans í blóð borin og eflaust
hefur hörð lífsbaráttan fyrr á öldinni
kennt honum sem fleirum þá nægju-
semi og aðhaldssemi sem vekur
eftirtekt okkar sem vaxið höfum úr
grasi á tímum meiri velmegunar.
Það vekur sömu undrun hjá okkur,
að sjá gamlan mann beygja sig með
erfiðismunum eftir spotta sem verð-
ur á vegi hans og honum blöskraði
sóunin og innihaldsleysi þess efnis-
lega lífsgæðakapphlaups sem við
nútímafólkið gerum okkur öll sek
um.
Nú þegar við kveðjum öldunginn
góða er þakklætið förunautur sorg-
arinnar og óskin um að okkur auðn-
ist að varðveita þig í hjörtum okkar.
Svo mikið er víst að það voru mikil
forréttindi samvistirnar við þig, að
þiggja á hlýju og gestkvæmu heimili
ykkar ömmu uppeldi og uppfræðslu
um margra ára skeið. Það er gott að
búa að þvf veganesti að hafa lært að
lesa á fornaldarsögur Norðurlanda á
hnjám fræðarans og hafa hlotið lif-
andi forsögn í andlegri og líkamlegri
eljusemi og manngildishugsjón.
Takk afi og hvíl í friði.
Kjartan Jónasson.
Heiðursborgari Raufarhafnar, sá
fyrsti og eini, er genginn. Vegferðin
var löng, en nú er henni lokið,
sæmdarferð og vaxið af verki hverju
og þau voru mörg.
Engan held ég mig hafa þekkt sem
vísa Stefáns G. hæfir betur:
Löngum var ég lœknir minn,
lögfrœðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Hólmsteinn Helgason hét hann,
fæddur að Kálfaströnd í Mývatns-
sveit 5. maí 1893, dáinn að Hrafnistu
í Reykjavík aðfaranótt 29. apríl
1988 eftir skamma dvöl þar eða frá í
byrjun febrúar sl.
Foreldrar Hólmsteins voru Helgi
Sigurður Pálsson, Mývetningur að
ætt, síðast bóndi að Ásseli á Langa-
nesi, og kona hans Arndís Karítas
Sigvaldadóttir frá Grund, sömu
sveit.
Hólmsteinn var af traustum
bændaættum í báðar ættir, þrek-
mönnum og búhöldum, sumum
góðum. Hann var af ættum alþýð-
unnar í landinu, þeirrar sem allt lifði
af, ísavetur og óáran, danska áþján
og sóttir alls konar.
Hann var grisjaður óspart stofninn
góði sem hér óx upp eftir landnám.
Þar urðu fá fúasprek eftir að minnsta
kosti í lundi alþýðunnar. Höfðingjar
og embættismannaaðall síðar, ásamt
bændum á vildisjörðunt voru nokk-
uð í stakk búnir til að verjast hungur-
vofunni, en hvað um hina? Þeir féllu
nema þeir albest gerðu. Af slíkum
stofni var Hólmsteinn Helgason.
Hann var meiðurinn sem bar hæst í
frændgarðinum.
Það er margs að minnast að leiðar-
lokunt. Myndir birtast og hverfa.
Það er bjart yfir þeim öllum. Ég sé
Hólmstein fyrst fyrir mér í stofunni
hennar ömmu minnar á Ásseli. Það
var að kvöldi til, og ég mun hafa
verið að koma með föður mínum inn
úr fjárhúsununt og fór beint inn til
ömmu eins og venjulega. Hann sat á
rúmstokknum hennar og hafði lagt
upp frá Raufarhöfn um ntorguninn,
fótgangandi. Vegalengdin er um 70
km. Ég vissi aðeins að hann var langt
að kominn stóri sonur hennar ömmu
minnar og bróðir hans pabba míns,
góður gestur. Mun þetta hafa verið
í skammdeginu fyrir jólin 1936 og ég
fimm ára, fyrsta veturinn eftir að afi
dó. Þetta lýsir Hólmsteini nokkuð.
Þrekið var mikið og hann frár á fæti,
þarna þó þegar kominn af léttasta
skeiði. Ég heyrði að hann hefði
verið mikill fjörkálfur sem krakki og
snemma liðtækur. Má því til sönnun-
ar og nefna að hann var ungur tvö ár
vinnumaður hjá Daníel stórbónda á
Eiði á Langanesi og fékk á ári hverju
mánaðarleyfi á fullu kaupi, og það í
ágúst. Gerði Daníel víst ekki svo við
neina verkskussa. Ekki var leyfið þó
til hvíldar eða letilegu heldur til að
hjálpa föður og yngri bræðrum við
heyskapinn. Foreldraheimilið var
honum alltaf mjög kært, og hann
ástríkur sonur.
Hólmsteinn heitinn var að mestu
sjálfmenntaður. Þó var hann í ungl-
ingaskóla á Vopnafirði veturinn
1909-1910 og í eldri deild Hvítár-
bakkaskóla 1916-1917.
Útgerð sína hóf hann á Skálum á
Langanesi sumarið 1916 á ofurlítilli
lánskænu og reri einn. Eftirtekjan
nægði þó fyrir skólavist á Hvítár-
bakka. Heimkominn þaðan keypti
hann færeyska bátsskel, laskaða, og
gerði við svo sjófær varð.
Já, mjór er oft mikils vísir og
sjómaður eða útgerðarmaður var
hann löngum síðan.
í Noregi dvaldist hann við síld-
veiðar og könnun forna slóða frá
íslendingasögunum veturinn 1924 til
1925 og kom til baka að vori með bát
og byggingarefni í hús sitt á Raufar-
höfn. Það var fokhelt í júlí 1925 og
þann 25. dag sama mánaðar kvæntist
hann frændkonu sinni, Jóhönnu
Björnsdóttur frá Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu, hinni ágætustu konu.
Voru þau systkinabörn. Þau eignuð-
ust sjö vel gerð börn, öll á lífi, og eru
þau þessi:
Björn Stefán, framkvæmdastjóri,
Raufarhöfn (f. 21. janúar 1926),
Aðalbjörg Jakobína, kennari,
Reykjavík (f. 21. janúar 1926),
Helgi Sigurður, skipstjóri, Raufar-
höfn (f. 3. maí 1928), Arndís Sigur-
björg, ljósmóðir, Reykjavík (f. 12.
febrúar 1931), Jónas Maríus, aðal-
bókari hjá Innkaupastofnun ríkisins,
Reykjavík (f. 8. júlí 1934), Gunnar
Þór, viðskiptafæðingur, skrifstofu-
stjóri, Reykjavík (f. 6. mars 1936),
Baldur, útgerðarmaður, Raufarhöfn
(f. 24. september 1937). Barnabörn-
in eru 21 og barnabarnabörn 15.
Hólmsteinn Björnsson, sonarson-
ur hans, er framkvæmdastjóri fyrir
útgerðarfélag og fiskiðju sveitarfé-
lagsins á Raufarhöfn og Pétur bróðir
hans umboðsmaður fiskseljenda í
Hull.
Vil ég síðan ekki hafa þá þulu
lengri, þótt vert væri.
Bræður átti Hólmsteinn fjóra og
eru tveir þeirra látnir, þeir Jónas
Aðalsteinn, faðir minn, og Jón. Enn
eru lifandi og ernir bræðurnir, Valdi-
mar, leikari í Reykjavík, og Páll,
þúsundþjalasmiður, á Raufarhöfn.
Já, hvernig leit út á Raufarhöfn
1925, þegar Hólmsteinn byggði hús
sitt þar á klöppunum og nefndi
Sjávarborg? Ibúar voru fáir, aðeins
nokkur hús, algjör vegleysa á landi
og komur strandferðaskipa strjálar.
Eiginlega var Raufarhöfn bújörð,
en þó miklum annmörkum háð,
ræktun vantaði og var erfið viðfangs,
aðeins um fenjamýri að ræða. Þurra-
búðarmennirnir leystu mjólkur-
vandræði sín með geitahaldi. Geit-
urnar voru þurftarminni en kýrnar,
en hálfgerðir vandræðagripir,
stukku yfir allt. Þess vegna beitti
Hólmsteinn sér fyrir að fá hjóladrátt-
arvél, þá fyrstu í Norður-Þingeyjar-
sýslu, og ræsa fram mýrarnar. Það
var upphaf að Jarðræktarfélagi
Raufarhafnar.
Þess má geta að fyrir Noregsförina
hafði Hólmsteinn keypt í félagi við
Sigurð Árnason á Oddsstöðum 7
lesta þilfarsbát úr eik. Var það hin
mesta happafleyta og hét Fönix, en
sökk að síðustu í fárviðri á legunni
á Raufarhöfn. Hafði Hólmsteinn þá
átt hann einn um áratug. Sigurð
Árnason þekkti ég sem strákur.
Hann var orðsnillingur þeirra Rauf-
arhafnarbúa og lét enga aðkontna
slordóna kveða sig í kútinn.
„Alltaf má fá annað skip“, segir
Hannes Hafstein í kvæðinu Áfram
og Hólmsteinn Helgason var maður
sem alltaf hélt áfram. Hann var
enginn uppgjafarsinni og fleyin hans
urðu fleiri. Ég hirði ekki um að rekja
það nánar enda skip og sjómennska
ekki mín sterka hlið.
Hólmsteinn lagði víða hönd á
plóg. Hann fékkst oft við kennslu-
störf á vetrum, fyrst farkennslu og
heimiliskennslu og sfðar kennslu við
unglinga- og barnaskóla Raufar-
hafnar, þar sem hann var prófdómari
í 20 ár (1943-1963) og lengi formaður
skólanefndar. Hann sat í hrepps-
nefnd Presthólahrepps um árabil
eða frá 1928 til 1945, en þá varð
hann hreppsnefndarmaður og
oddviti hins nýstofnaða Raufarhafn-
arhrepps og var það löngum til 1962,
þó ekki oddviti árin 1950-1958, er
Leifur Eiríksson var það. Hann var
formaður Jarðræktarfélags Raufar-
hafnar frá stofnun 1930-1940 og
einnig Búnaðarfélags Austur-Sléttu
í nokkur ár. Þá var hann hvatamaður
að stofnun Akurs og framkvæmda-
stjóri frá 1946. Var það heyöflunar-
félag sem nokkrir menn frá Raufar-
höfn stóðu að. Formaður og gjald-
keri Sjúkrasamlags Raufarhafnar
var hann f um tuttugu ár, frá stofnun
þess 1950. í stjórn Kaupfélags Norð-
ur-Þingeyinga var hann frá 1938, uns
því var skipt, en síðar formaður
Kaupfélags Raufarhafnar og kaup-
félagsstjóri þess 1965-1967, er félag-
ið hætti störfum. Fulltrúi var hann á
aðalfundum S.f.S. bæði fyrir Kf.
N.-Þing. og síðar Kf. Raufarhafnar.
Þá var hann afgreiðslumaður Eim-
skipafélags íslands frá 1930 og
Skipaútgerðar ríkisins frá stofnun til
1948. Hann barðist einnig ötullega
fyrir byggingu stórrar síldarverk-
smiðju á Raufarhöfn, og var hún
reist 1940 en Norðmaður hafði áður
komið þar upp lítilli verksmiðju
1925 og selt ríkinu tíu árum síðar,
1935. Hólmsteinn sat og á frumbýl-
ingsárunum í stjórn fyrsta verka-
mannafélags Raufarhafnar. Á Fiski-
þingi átti hann sæti frá 1953-1972,
gerður heiðursfélagi Fiskideildar í
Norðlendingafjórðungi 1974 og
heiðursborgari Raufarhafnar 1975.
Riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu var hann svo sæmdur, níræður,
1983, fyrir sveitarstjórnar- og fé-
lagsmál.
Um árabil stóð hann í útgerð og
hafði eigin síldarverkun 1950-1962.
Bóksölu rak hann og búskap, hafði
kýr og síðast kindur sem hann hirti
sjálfur, sér til andlegrar og líkam-
legrar heilsubótar eins og hann
sagði.
Ég hef drepið á þetta hér til
sönnunar lofi um Hólmstein látinn
og til að sýna fram á hvers virði hann
var Raufarhöfn og íbúum. Annars
leiðast mér þurrar upptalningar. og
þeir sem til þekkja þurfa ekki á þeim
að halda. Þó vil ég bæta við að hann
fékkst einnig nokkuð við ritstörf allt
frá 1915 að barnasaga kom í Æsk-
t
Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
Kristjáns Guðmundssonar
bónda
Brekku, Ingjaldssandi
Virðing sú sem minningu hans hefur verið sýnd er mikils virði.
Árelfa Jóhannesdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
t
Móðir okkar
Sigríður Gísladóttir
Esjubergi, Kjalarnesi
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí n.k. kl. 15.
Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði.
Árni Snorrason
Oddný Snorradóttir
Gísli Snorrason