Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 7. maí 1988 Timinn 19 unni. Þá má nefna blaðagreinar, þætti í sjómannablaðinu Víkingi, Súlum, Heima er best og Árbók bingeyinga. Einnig er hann einn þeirra sem tóku til máls í Aldnir hafa orðið. Hann var vel ritfær, og væri þetta allt efni í bók, já, lífsbókin lians varð löng. Hólmsteinn Helgason taldi sig gæfumann, hafa átt góða foreldra, ástríka eiginkonu og sjö börn sem öll komust til manns. Hann tók undir með fornkunningja sínum og gömlum sveitunga, Magnúsi Stef- ánssyni (Erni Arnarsyni) áævikvöld- inu, að gaman væri að hafa Iifað svo langan dag. Hólmsteinn var heilsuhraustur og fylgdist með mönnum og málefnum til hins síðasta. Raufarhöfn og byggðirnar þar fyrir norðan áttu hug hans. Hann var dreifbýlissinni, á móti Reykjavíkurbákninu og gall- harður frantsóknarmaður, þótt gott kynni að meta, hvaðan sem kom, enda munu alþýðubandalagsmenn hafa gert liann að heiðursborgara Raufarhafnar. Æðrulaus var Hólm- steinn, áræðinn, traustur og vitur, stundum jafnvel sérvitur að sumra dómi. Hann var drengur góður, bjargfastur og rótfastur, ekki einn í dag og annar á morgun. Flærð eða smjaður var honum fjarri og til dyranna kom hann ætíð eins og hann var klæddur. Hann átti erfitt með að trúa illu um aðra og mat menn eftir kynnum og verkum. Hvar sem hann kom var hann aufúsugestur, enda kunni hann vel frá að segja og var stálminnugur. Með honum er nú genginn einn þeirra fslendinga er Iengst mundu aftur í tímann. Nú vorar fyrir norðan og í dag, laugardaginn 7. maí, verður Hólm- steinn lagður til hinstu hvíldar á Raufarhöfn. Hvergi eru vorkvöldin bjartari og fegurri. Hann hlakkaði til að fara heim. Börn hans hér fyrir sunnan höfðu lofað honum aðstoð til þess með sumri. Sú ferð varð nú á annan veg en ætlað var, en þó farin. Ég vil að lokum þakka honum fyrir allt. Hann reyndist mér ungum vel, var góður frændi. Tólf ára gamall kom ég til hans á Raufarhöfn og var þar hluta vetrar á barnaskóla og aftur næsta vetur, veturinn fyrir fermingu. Hélt ég til hjá honum, og gerði hann til mín sem sinna barna. Hjá honum og hans ágætu konu var alltaf húsrúm og gestir velkomnir. Það var oft mannmargt við stóra borðið í eldhúsinu á Sjávarborg og margt spjallað. Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum var þar þá í fæði og lét oft gamminn geysa. Þeir voru syst- kinasynir hann og Hólmsteinn. Það var annasamt á því stóra heimili, en engu og engum var gleymt. Hann Hólmsteinn mundi eftir kúnum sínum og þær voru vel hirtar og dropadrjúgar svo að þetta stóra heimili var aflögufært með mjólk. Síðan vann ég hjá Hólmsteini eitt sumar við.síldarsöltun og heyskap. Við vorum tveir við heyöflun á Akri sem lá vestur á Sléttu og var þá þegar mikill töðuvöllur. Hólmsteinn eldaði á prímus og man ég að hafragrautur- inn var bæði mikill og góður, annars gerði víst ekki mikið þótt brynni við á stundum. því að hvorugur okkar frænda var kræsinn. en tókum báðir vel til matar okkar. Veðrið lék við okkur, þurrkar, og hirðingin gekk fljótt og vel. Þá var Hólmsteinn kominn að sextugu, en enn ham- hleypa til verka og hafði líka tekið vélarnar í þjónustu sína. Ætíð var mjög kært með þeim bræðrum, föður mínum og Hólm- steini, hátíð í bæ, þegar hann kom í heimsókn. Hólmsteinn trúði á annað líf eftir líkantsdauðann. Það varenginn hál- fvelgja heldur bjargföst vissa. Hann hafði einnig til að bera dulræna hæfileika. Nú er andinn laus úr hrörnandi líkama, andinn sem ætíð var ungur og frjáls, og ég veit að það er bjart framundan. Góðum manni og drenglyndum, sem aldrei mátti vamm sitt vita, verður tekið opnum örmum á ströndinni hinum megin. Ég þakka honum fyrir allt sem hann var mér og mínum og sendi samúðarkveðjur öllum hans nánustu, sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans sem ég á líka mikið að þakka. Hjörtur Jónasson Sigrún Grímsdóttir Fædd 9. nóvember 1897 Dáin 1. maí 1988 Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Þegar börnin okkar velja sér lífs- förunauta tengjumst við og kynn- umst nýjum fjölskyldum. Þessar fjöl- skyldur eru yfirleitt eins og okkar eigin, byggðar upp af foreldrum, systkinum og oft öfum og ömmum. Sú kona, sem ég vil minnast með þessurn línum, var amma yngstu tengdadóttur minnar, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur. Þegar ég kynntist Sigrúnu Gríms- dóttur var hún komin á níræðisaldur svo okkar kynni voru ekki löng miðað við mannsævi. En það er hver ríkari sem hefur kynnst slíkri per- sónu sem Sigrúnu, greindri og góðri manneskju, sprottinni úr kjarngóð- um íslenskum jarðvegi, talandi tungu okkar eins og hún best getur hljómað, sómi sinnar kynslóðar og haldandi reisn sinni fram í andlátið. Sigrún var fædd 9. nóvember 1897 að Tindi í Miðdal Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Barnung flyst hún ásamt fjöl- skyldu sinni að Valshamri í Geiradal þar sem hún ólst upp. Sigrún sagði mér frá því sem hún mundi frá þessum flutningum. Þetta var snemma vors líklega um fardaga og var flutt á hestum yfir Tröllatungu- heiði. Hún sagði mér m.a. að flutt hafði verið með þeim á kviktrjám fullorðin kona, sem var á heimili hennar og var sú „lögst í kör“. Föður sinn Grím Ormsson missti Sigrún 5 ára gömul en móðir hennar Bjargey Símonardóttir giftist aftur Kristmundi Jónssyni. Sigrún bar mikinn hlýhug til stjúpa síns alla tt'ð. Systkini Sigrúnar voru sjö. Eftir fermingu liggur leið Sigrúnar í vinnumennsku hingað og þangað og einnig reyndi hún að afla sér menntunar þó ekki væru margir valkostir í þá daga. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á ísafirði og eitt sumar var hún í garðyrkjuskóla á Knarrarbergi við Eyjafjörð hjá atorkukonunni Guðrúnu Björns- dóttur, sem hún mat mikils alla tíð. Sigrún var m.a. í vinnumennsku í Flatey á Breiðafirði og þar kynntist hún eiginmanni sínum Gunnari Þorgeirssyni frá Höllustöðum í Reykhólasveit. Þar fæddist einka- sonurinn Ásgrímur en þegar hann var á öðru ári fluttust þau að Kletti í Geiradal þar sem þau bjuggu til ársins 1947 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Gunnar var lærður söðlasmiður og vann við þá iðn ásamt búskapnum fyrir vestan og vann síðan við söðla- smíðar hér í Reykjavík meðan hon- um entist aldur til en hann lést árið 1963. Þau bjuggu á Óðinsgötu 17 en að Gunnari látnum fluttist Sigrún á Kleppsveg 60 og síðan á Kleppsveg 134 þar sem hún bjó æ síðan. Margt sagði Sigrún mér frá æsku sinni og uppvaxtarárum og einnig frá ævi sinni eftir að þau hjónin fluttust úr sveit í borg. Það er svo margt sem breytist á svo langri mannsævi og yngri kyn- slóðir hafa sem betur fer ekki kynnst harðæri og miskunnarleysi óblíðra náttúruafla og allsleysi því sem margir bjuggu við fyrr á árum. En þessi fullorðna kona hafði ekki mörg orð um fátækt og basl né erfiði kreppuáranna, sem kannski urðu þess ekki síst valdandi að þau hjónin brugðu búi og fluttu í höfuðstaðinn. En það var líka annað sem kom til. Menntunarmöguleikar fyrir einka- soninn voru mestir í höfuðstaðnum og þær góðu námsgáfur sem hann hlaut í vöggugjöf, vildu þau hjón að nýttust til hins besta. Það var ekki annað að heyra á Sigrúnu en hún hefði fljótlega samið sig að höfúðstaðnum og aldrei heyrði ég hana hallmæla Reykjavík eða tala um kosti dreifbýlis fram yfir þéttbýli og þó fann ég alitaf að hún unni æskustöðvunum af heilum hug. Og skemmtilegar þóttu henni þær stundir, sem henni ásamt fleira eldra fólki var boðið til af Barðstrendinga- félaginu í Reykjavík á hverju vori. Þá hafði hún einnig mikla ánægju af ferðum sem hún fór árlega með eldra fólkinu í Langholtssöfnuði í Reykjavík. Ég veit að margur hefur átt hauk í horni þar sem Sigrún var. Eitthvað prjónaði hún fyrir fólk hér í Reykja- vík og stundum kom fram hjá henni að hún hefði svona af rælni tekið að sér að sitja hjá sjúklingum eða gamalmennum ekki bara eina dagsstund heldur jafnvel daglega vikum og mánuðum saman svo ætt- ingar gætu stundað vinnu eða brugð- ið sér að heiman við og við. En fjölskylda Ásgríms sonar hennar átti þó hug og hjarta Sigrúnar öðru fremur. Hún var vakin og sofin að hugsa um hana - sonardæturnar tvær voru henni afar kærar og elskusemi hennar náði einnig til yngsta sonar míns. Svo voru litlu sonardóttursynirnir, þegar þeir komu til sögunnar. Hún Ijómaði af gleði þegar við ræddum um þessa sameiginlegu niðja okkar og fylgdist með þroska þeirra. Sá yngri var skírður nú á annan páskadag og þar var langamma mætt glöð og hress í peysufötunum sínum. Sigrún Grímsdóttir var af þeirri kynslóð, sem þekkir ekki annað en að vinna og fara vel með það sem hún aflar. Hún braust ásamt manni sínum frá fátækt í sveit til bjargálna í höfuðstaðnum. Hún var ákaflega sérstakur per- sónuleiki. Sjálfstæð svo af bar. Hún var rétt í meðallagi há vexti, grönn og létt á fæti og reisn yfir henni þegar hún gekk eftir götunni svo hratt að þeir sem yngri voru áttu fullt í fangi með að fylgja henni. Hún átti því láni að fagna að vera heilsuhraust alla tíð og átti þá ósk heitasta að geta dvalið í íbúðinni sinni og verið sjálfra sín til æviloka. Sú ósk hennar rættist. Hún veiktist á þriðjudegi 26. apríl og var flutt á sjúkrahús. Á sunnudagsmorgni 1. maí vaggaði fsland þessu aldna barni sínu til hinsta svefns. Steingrímur Thorsteinsson var uppáhaldsskáld Sigrúnar og nú andar guðs blær vorinu og sumrinu til okkar- þessum tveimur árstíðum sem mest hafa verið þráðar á landinu okkar um alda raðir. Ég votta Ásgrími og fjölskyldu hans innilega samúð okkar hjónanna og barna okkar en ég samgleðst líka þeim og okkur öllum að svo löng og farsæl ævi skyldi fá svo ljúf endalok. Blessuð sé minning Sigrúnar Gríms- dóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir. Bændur!!! ELTEX lambamerkin til á lager - númeraraðir 1- 1000. ELTEX merkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bogn- um járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað BUNADARDEILD >9 SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Skrifstofustjóri Við óskum eftir að ráða starfsmenn til eftirtalinna frambúðarstarfa, sem fyrst. III. Starf á skrifstofu við afgreiðslu, innslátt á tölvu, símaafgreiðslu og fleira. II. Gjaldkeri til starfa hjá einni af aðaldeildum okkar. III. Ritara með góða íslensku og vélritunarkunn- áttu. Við leitum að traustum starfsmönnum með reynslu í skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Kona með þrjú börn óskar eftir að komast í sveit í 3 til 4 mánuði. Vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild Tímans í síma 18300 - merkt „VOR“. Flokksstarf Valgerður Guðni Borgfirðingar - Borgfirðingar Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns borgarafundar um byggðamál, sem haldinn verður miðvikudaginn 11. maí í Samkomu- hgsinu í Borgarnesi kl. 20.30. Frummælendur alþingismennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Dagskrá: 1. Ræður framsögumanna. 2. Fyrirspurnir og almennar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið í Borgarnesi Félag framsóknarkvenna í Hafnarfirði minnir á að Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir hreinsun á gróðurreitnum á Suðurlandsbraut kl. 17.00 þriðjudaginn 10. maí. Að þeim störfum loknum er boðið til vorvöku sem haldin verður austan Hellisheiðar. B.K.R. sér fyrir akstri en þátttakendur sjá sér fyrir nesti. Boðið verður upp á glens og gaman. Gert er ráð fyrir að koma í bæinn kl. 23-24 og lýkur ferðinni að Hallveigarstöðum. Þátttöku skal tilkynna í síma 33675 Stella og 23352 Þórey. Ferðakostnaði verður í hóf stillt. Hafið með vinnuföt, skjólflíkur og teppi. Með von um góðar undirtektir. Formaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.