Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. maí 1988 Tíminn 7 Ágreiningur er nú kominn upp í stjórn Hólabúsins að Hólum í Hjaltadal, vegna þess að meirihluti stjórnarinnar hefur ákveðið rót- tæka stefnubreytingu í kynbóta- ræktun á hrossum af Svaðastaða- stofninum eða Austanvatnastofn- inum þar sem vikið verði frá því markmiði að blanda ekki stofninn við aðra stofna. Hólabúið var upphaflega stofn- að til að stunda ræktun á Svaða- staðastofni eða Austanvatnastofni, eins og hann hefur líka verið nefndur, og er stefna þessi skýrt mörkuð í sérstakri reglugerð fyrir búið frá 1971. Sérstök nefnd sem skipuð var til að gera tillögur um framtíðarskipan á Hólabúinu og skilaði af sér fyrir skömmu þeirri niðurstöðu að hverfa bæri frá þeirri stefnu að rækta eingöngu hross af skagfirsku kyni. Þessi niðurstaða nefndarinnar hefur fallið í misjafn- an jarðveg og andstaða hefur þegar komið fram við hana. Á stjórnar- fundi Hólabúsins 29. apríl sl. mun þessi stefnubreyting hafa fengið hljómgrunn hjá meirihluta stjórnar en einn stjórnarmanna, Jón Frið- riksson á Vatnsleysu, mun hins vegar hafa verið henni andvígur. Var samþykkt að leiða 5 hryssur undir Snældu-BIesa frá Árgerði og tvær undir Gassa frá Vorsabæ. Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum vildi ekki kannast ekki við þær fregnir sem spurst höfðu út að stjórnin hafi ákveðið að nokkrar merar búsins yrðu leiddar undir þá Snældu-Blesa og gassa, sem báðir eru af öðrum ættum. Sagði hann að ekki hefði enn verið ákveðið hvaða hestar verða notaðir en það lægi endanlega fyrir seinna í þessum mánuði. Benti hann á að nokkuð víst væri að Þengill frá Hólum yrði notaður og til greina hafi einnig komið að nota Þátt og Feyki. Jón Friðriksson frá Vatnsleysu: Reglugerð verði fylgt „Það er rétt að ég óskaði eftir því að sett yrði á blað að ég væri því andvígur að hryssur úr Hóla- búinu yrðu leiddar undir stóðhest- ana Snældu-Blesa og Gassa,“ sagði Jón Friðriksson, stjórnarmaður í Hólabúinu, kynbótastöð hrossa á Hólum í Hjaltadal. „Það má til sanns vegar færa að þetta sé brot á reglugerð, þó að hún sé nokkuð loðin um þetta atriði." Sagði hann að heimilt væri að leiða hryssur undir stóðhesta sem ekki væru alfarið af Svaðastaðakyni, en þá væri ekki hægt að nota þeirra afkvæmi á Hólabúinu. „Þessi aðferð hefur verið notuð í fremur litlum mæli og hefur gefist frekar illa. Árangur hefur ekki skilað sér og ég hef oftar en einu sinni bent á það í stjórninni að ávinningurinn sé lítill," sagði Jón Friðriksson. Sagði hann jafnframt að þau afkvæmi hafi ekki verið tekin inn í kynbótastarfið. . Jón Friðriksson sagði það rétt að á allra síðustu árum hafi það ekki gerst að frá búinu hafi komið stóðhestur sem náð hefur lág- markseinkunn til ættbókarfærslu. Þó væri rétt að taka það skýrt fram að hryssur búsins væru mjög góðar. „Hryssurnar eru komnar í fremstu röð hryssna í landinu og standa geysilega sterkt. Það má segja að þarna hafi átt sér stað glæsilegur ræktunarárangur. En af 16 folöld- um á ári er ekki hægt að vænta þess að komi stóðhestur á hverju ári. Kröfur til stóðhesta eru orðnar Þengill er ekki nema að hluta til af Austanvatnastofni, og fyrir stuttu var hann dæmdur á sýningu og hlaut þá einkunn sem ekki náði lágmarkseinkunn til ættbókar- færslu. Sagði skólastjórinn það rétt að hann hefði ekki fengið háa einkunn en hann yrði samt notaður þar á Hólum. Benti hann á að Hólabúið sjálft ætti einungis á milli 10 og 20 hryssur, en þangað eru oft sendar hryssur frá bændum og öðrum. Starfsmenn landbúnaðarráðu- neytisins munu nú vera að byrja að fjalla um tillögur nefndarinnar, sem skipuð var sérstaklega til að móta framtíðarskipan á kynbóta- stöðinni á Hólum í Hjaltadal. Þeg- ar Tíminn ræddi við Guðmund Sigþórsson, skrifstofustjóra, sagði hann að ekki hafi unnist tími til að kanna þetta mál innan ráðuneytis- ins. Álit þessarar nefndar hefur þó legið fyrir hjá þeim í vikutíma. Sagði Guðmundur að þó svo að nefnd þessi hafi gert tillögur um stefnubreytingu á Hólabúinu, væri ljóst að stjórn Hólabúsins yrði að starfa samkvæmt gildandi reglu- gerð. Framkvæmd stefnubreytinga eða stofnblöndunar verður sam- kvæmt þessu að bíða undanþágu ráðherra eða tilkomu reglugerðar- breytinga. KB/BG Stóðhesturinn Röðull 1053 frá Akureyri. Knapi er Benedikt Þorbjörnsson. RöðuII er hreinræktaður Svaðastaðahestur og hefur hlotið 1. verðlaun. Hann er undan gæðingnum Kristal frá Kolkuósi og Rebekku 6016 frá Kolkuósi og er hún nú í eigu Hólabúsins. Röðull hefur aldrei verið notaður á Hólum. mun meiri en áður. Hins vegar hafa komið góðir hestar frá búinu þótt það hafí ekki gerst allra síð- ustu árin.“ Sagði hann að það væri auðvitað háð nokkurri heppni að fá góða stóðhesta úr ræktun með ekki fleiri hryssur en þarna eru. Miðað við stöðu meranna innan stofnsins í landinu væri staða búsins góð. „Að mínu mati er ekki þörf á þeim róttæku breytingum sem menn hafa verið að ræða og meðal annars samþykkt á vorfundi stjórnarinnar fyrir skömmu,“ sagði Jón. KB Dr. Petti Wagner kemur til Islands á uppstigningardag: Var myrt en reis upp f rá dauðum! Dr. Petti Wagner kemur á morgun, uppstigningardag. Dr. Petti Wagner, hinn heims- frægi bandaríski læknir og sál- fræðingur kemur til íslands fimmtu- daginn 12. maí og heldur fyrirlestur í Háskólabíói laugardaginn 14. maí kl. 17.00 og sunnudaginn 15. maí kl. 14.00. Óhætt er að fullyrða að saga þessarar bandarísku konu sé ein- stök. Árið 1971 var dr. Petti rænt og henni misþyrmt í þeim tilgangi að fá hana til þess að láta af hendi auðæfi sín, en dr. Petti er vellrík kona. Hún lét þó aldrei eftir misyndismönnun- um, sem að lokum píndu hana til dauðs. En eftir það gerist hið einstæða undur: Dr. Petti Wagner reis upp frá dauðum eftir að læknar höfðu úr- skurðað hana sannanlega látna. Saga þessarar konu er öll hin merkilegasta og hvar sem hún hefur ferðast um heiminn og skýrt frá þessari reynslu sinni, hafa milljónir manna og kvenna hlýtt agndofa á frásögnina af þessum einstæðu atburðum. Dr. Petti Wagner verður eins og áður er getið með fyrirlestra í Há- skólabíói 14. og 15. maí n.k. Þess má og geta að bók um reynslu dr. Petti er nú komin út á íslensku og verður fólki gefinn kost- ur á að kaupa bókina á fyrirlestrun- um í Háskólabíói. Dr. Petti er líklega eina konan sem vitað er um að gengur um með fullu lífi með dánarvottorð upp á vasann. Ásamt fyrirlestrunum verður einnig boðið upp á skemmtiatriði, þar sem fram koma landsþekktir söngvarar og aðrir skemmtikraftar. Er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að koma í Háskólabíó og kynnast reynslu þessarar ein- stæðu og lífsglöðu bandarísku konu. Óhætt er að fullyrða að enginn sem á hana hlýðir verður samur maður á eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.