Tíminn - 11.05.1988, Page 16

Tíminn - 11.05.1988, Page 16
) 16 Tíminn DAGBÓK - Miövikudagur 11. maí 1988 Gunnlaugur Finnsson, fyrrum alþingis- maður, nú kaupfélagsstjóri á Flateyri, er 60 ára í dag, miðvikudaginn 11. maí. Þorvaldur Ari 60 ára Þorvaldur Ari Arason er sextíu ára í dag. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi verið mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum til ársins 1958, er hann var gerður óvirkur í þeim flokki sem „hernámsandstæðingur ogof mikill íhaldsmaður." Hafði Þorvald- ur fimm árum áður gert tillögu um að Keflavíkurflugvöllur yrði gerður að al- þjóða flughöfn, en herstöð þar niður lögð. Tillögu þessa felldu sjálfstæðis- menn, en hún var síðar tekin upp af formanni stóriðjunefndar, Vilhjálmi Þór, en náði ekki þar fram að ganga að sögn Þorvalds. Seinna gerðist Þorvaldur framsögu- maður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og mælti fyrir harðri gagnrýni á flokkinn fyrir frávik frá stefnuskrá og slæman sósíalískan rekstur Reykjavíkurborgar. Framborin ályktun fékkst að vísu sam- þykkt með rúmum meirihluta, en að beiðni Ólafs Thors, sem studdi tillöguna, varð samþykktin aðeins innanflokksmál. Foreldrar Þorvalds voru Guðrún Björnsdóttir og Steingrímur Arason, bóndi og póstafgreiðslumaður á Víði- mýri. 1 föðurætt er Þorvaldur kominn af Ásbirningum, en Ara-nafnið er komið frá séra Ara Guðmundssyni, annálsritara í Goðdölum. í móðurætt mun Þorvaldur tengjast svonefndri Steinnesætt og Stein- grímsætt. Þorvaldur telur óþarft vegna síendurtekninga í ættfræðibálkum að telja upp merka, lifandi ættingja, en bendir á þessa sem sjaldan eru nefndir: Ólaf Sverri Þorvaldsson, blaðasala, Skaga-Þorvald Sigurðsson og Guðmund Haraldsson frá Háeyri. Þess má einnig geta að Þorvaldur heldur mikið upp á sinn látna frænda Guðmund Angantýsson, öðru nafni Lása kokk, sem vildi ljúka uppþvotti áður en hann gengi á vit feðra sinna. Núverandi kona Þorvaldar er Anna Elisabet Arason, cand phil, fyrrum dós- ent við Rheinische Musischule, Köln. Af fyrra hjónabandi á Þorvaldur fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur og eru barnabörn orðin sjö. Þorvaldur Ari efnir til afmælis- hófs að Arnarhóli við Hverfisgötu í dag, 11. maí milli klukkan 17-20. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Fyrirhuguð er messuferð að Odda á Rangárvöllum á morgun, uppstigningar- dag. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00. Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð hafi samband við Dómhildi Jónsdóttur í síma 39965. PARENTIVOCALIS • foreldrakórinn kemurtil íslands Þessi kór er til orðinn í skólahverfinu Böler í Osló, en söngstjóri barnakórs þar, Vigdis Oftung, stofnaði einnig „foreldra- kór“ og hófust æfingar fyrir fimm árum. Hér á landi mun kórinn syngja við messu í Hallgrímskirkju á uppstigningar- dag kl. 11:00 og þann sama dag kl. 17:00 halda tónleika í Norræna húsinu. Föstudagskvöldið 13. maí heldur kór- inn tónleika í samvinnu við kirkjukór Hveragerðis í Hveragerðiskirkju kl. 20:30. Laugardagskvöldið 14. maí ætlar félag- ið Samstilling að taka á móti kórnum í Sóknarsalnum, en að morgni 15. maí halda þau til Noregs á ný. Á efnisskrá kórsins er bæði andleg og veraldleg tónlist frá ýmsum löndum. Kynning á flugkennslu Á morgun, fimmtudaginn 12. maí, uppstigningardag, verður kynning á flug- kennslu hjá Vesturflugi. Flugáhugafólki býðst að fara í kynningarflug, sýndar verða myndir og allar upplýsingar veittar um flugkennslu. Kaffiveitingar verða í boði. Vesturflug er ört vaxandi flugskóli, sem hefur á að skipa 4 nýlegum kennsl- uvélum. Síðastliðið haust flutti skólinn starfsemi sína í nýtt húsnæði, sem er rétt norðan við innanlandsdeild Flugleiða (Skerjafj- arðarmegin). Skólinn verður opinn öllum þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér flug og flugkennslu, kl. 11:00-18:00. Handavinnusala á Skálatúni Laugardaginn 14. maí kl. 14:00-17:00 fer fram sala á handavinnu heimilisfólks- ins á Skálatúni í Mosfellsbæ. Salan verður í vinnu- og handavinnustofum Skálatúns- heimilisins. Á boðstólum verða gólfmott- ur, veggteppi og ýmislegt fleira. Ennfremur verða sýnishorn af þjálfun- argögnum sem búin eru til á Skálatúni og notuð eru, ásamt öðru, við þjálfun. Keflavíkurkirkja Á uppstigningardag, fimmtudaginn 12. maí, verður guðsþjónusta kl. 14:00. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. Kaffisala í Kirkjulundi eftir messu. Allur ágóði rennur í Líknarsjóð Kefla- víkurkirkju. Farið verður í ferðalag að Hvalsnesi að lokinni kaffidrykkju í Hólmfríður Þóroddsdóttir Einleikarapróf í Norræna húsinu: Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleikaraprófstónleika í Norræna húsinu í dag, miðvikud. 11. maí kl. 20:30. Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari flytur verk eftir J.S. Bach, Saint-Séns, Hindemith og Mozart. Krystyna Cortes leikur með á píanó og Elín Guðmunds- dóttir á sembal, og jafnframt munu nemendur í strengjadeild skólans að- stoða. Tónleikar þessir eru síðari hluti einleikaraprófs Hólmfríðar frá skólanum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Útivistarferð í kvöld: Þjóðleiðin til Þingvalla 1. ferð: Árbær - Langavutn Brottför kl. 20:00 frá BSÍ, bensínsölu. Farmiðar við bíl (350 kr.) Frítt fyrir börn með fullorðnum. Hclgarferð í Þórsmörk 13.-15. maí Brottför á föstudag kl. 20:00. Góð gisting í Utivistarskálunum Básum. Gönguferðir. Símar Útivistar: a4606 og 23732. Fugla- og náttúruskoðunarferð á Suður- nes á laugardag 14. maí Þetta er ferðin sem auglýst var laugard. 6. maí en féll niður vegna óveðurs. Leiðbeinandi er Árni Waag. Munið eftir sjónauka. Strandganga í landnámi Ingólfs 13. ferð fimmtud. 12. maí kl. 13:00. Hvalsnes - Básendar - Hunangshella. Gengið frá Hvalsneskirkju um Stafnes, Básenda, Þórshöfn, Bárðarvör, Gamla Kirkjuvog og Djúpavog að Hunangs- hellu. Missið ekki af „Strandgöngunni". Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Farmiðar við bíl (800 kr.) Frítt fyrir börn með fullorðnum. Reynhard Schwarz, stjórnar Missa Solemnis á síðustu áskriftartónleikum Sinfómuhljómsveitarinnar í vetur Sinfóníuhljómsveit íslands: MISSA SOLEMNIS eftir Beethoven -flutt ásamt einsöngvurum og 95 manna kór Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á starfsárinu verða helgaðir einu verki, Missa Solemnis eftir Beethoven. Hljómleikarnir verða á morgun, fimmtudaginn 12. maí, upp- stigningardag kl. 20:30. Stjórnandi er Þjóðverjinn Reynhard Schwarz, en einsöngvarar eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Viðar Gunnarsson og þýski tenórinn Adalbert Kraus. Mótettu- kór Hallgrímskirkju og Kór Langholts- kirkju. Kórstjórar eru Hörður Áskelsson og Jón Stefánsson. Miðar eru seldir á skrifstofu hljómsveit- arinnar að Gimli við Lækjargötu og við innganginn í Háskólabíói við upphaf tónleikanna. Gestaboð Skagfirðinga- félaganna fyrir eldri Skagfirðinga á morgun Skagfirðingafélögin í Reykjavík verða með sitt árlega gestaboð fyrir eldri Skag- firðinga í Drangey, Síðumúla 35, á upp- stigningardag kl. 14:30. Þeir sem þess óska verða sóttir. Bílasími á upp- stigningardag er 685540 - eftir kl. 12:00. „Það er einlæg ósk, að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í boðinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Skagfirðinga- félögunum. F.Í. Myndakvöld í Risinu Ferðafélag fslands vekur athygli áhuga- manna á fslandi og náttúru þess, á að síðasta myndakvöld vetrarins verður í kvöld, miðvikud. 11. maí, í Risinu, Hverfisgötu 105 kl. 20:30. Pétur Þorleifsson, Salbjörg Óskars- dóttir og Bjöm Rúriksson sýna myndir frá Kili og nágrenni, Landmannalaugum, Þórsmörk og Norðausturlandi, Kverk- fjöllum og víðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Aðg. kr. 100). ÚTVARP/SJÓNVARP lilllllll e Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 11. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Karl Sigurbjömsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir'kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fróttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 8.45 íslenskt mál. Lokaþáttur. Gunnlaugur Ing- ólfsson flytur. (Endurtekinn frá laugardegi). 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund bamanna: „Sagan af þver- lynda Kalla“ eftir Ingrid Sjöstrand. Guðrún Guðlaugsdóttir les þýðingu sína (8). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17 og 18 í síma 693000. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederik-' sen. Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagslns önn - Fíkniefni. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. (Einnig útvarpað nk. mánudags- kvöld kl. 20.40). 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mand- ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les þýðingu sína (12). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Al- fonsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardags- kvöldi). 14.35 Tónlist. 15.00 Fróttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Fjallað um sumarstörf ung- linga. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. a. Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó í D-dúr op. 70 nr. 1, „Geister“-tríóið. Itzhak Perlman leikur á fiðlu, Lynn Harrell á selló og Vladimir Ashkenazy á píanó. b. Sinfónía nr. 8 í F-dúr op. 93. Fílharmoníusveit Lundúna leikur; Klaus Tenn- stedt stjórnar. 18.00 Fróttir. 18.03 Torgið - Neytendamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn - Menning í útlöndum. Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir. 20.00 lannis Xenakis og tónlist hans - Siðari hluti. Þáttur í umsjá Snorra Sigfúsar Birgisson- ar. 20.40 Dægurlög milli stríða. 21.30 Sorgin gleymir engum. Umsjón: Bernharð- ur Guðmundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis og erlendis. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson. 23.10 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederik- sen. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 hlustendum, kallaðir til óljúgfróðir og spakvitrir menn um ólík málefni. Sólveig K. Jónsdóttir gagnrýnir kvikmyndir. Sigríður Halldórsdóttir flytur pistil dagsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. 22.07 Af fingrum fram. - Gunnar Svanbergsson. 23.00 Staldrað við. Að þessu sinni verður staldrað við á Sauðárkróki, rakin saga staðarins og leikin óskalög bæjarbúa. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttlr kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 11. maí 17.00 Fréttaágrip og táknmálsfréttir 17.10 Töfraglugginn-Endursýning. EddaBjörg- vinsdóttir kynnir myndasögur fyrir börn. Umsjón: Árný Jóhannsdóttir. 18.00 Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu - Úrslit: Ajax frá Hollandi og Mechelen frá Belgíu keppa. Bein útsending frá Strasbourg. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Endurkoma Inkanna (Return of the Inca) Áströlsk heimildamynd þar sem rakin er saga hinnar fornu menningarþjóðar, og fylgst með tilraunum afkomenda þeirra til að tileinka sér gamlar hefðir forfeðra sinna. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 20.20 Kúrekar í Suðurálfu (Robbery Under Arms) - Annar þáttur - Nýr, ástralskur framhalds- myndaflokkur í 6 þáttum, gerður eftir sögu eftir Rolf Boldrewood. Leikstjórar Ken Hannam og Donald Crombie. Ævintýri eðalborins útlaga og félaga hans í Ástralíu á síðustu öld. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Erró - Engum líkur. Sjónvarpið fylgist með uppsetningu eins stærsta myndverks Erros í ráðhúsinu í Lille. Áður á dagskrá 21.12.1987. 22.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. sm-s 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fróttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tíðindamenn Morgunútvarpsins úti á landi, í útlöndum og í bænum ganga til morgunverka með lands- mönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlust- endur. 10.05 Mlðmorgunssyrpa. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón- ustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: RósaGuðný Þórsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Hugað að mannlífinu í landinu: ekki ólíklegt að svarað verði spurningum frá Miðvikudagur 11. maí 16.45 Fjölskylduleyndarmál. Family Secrets. Þrjár konur, amma, mamma og dóttir, dvelja saman yfir helgi og upp á yfirborðið koma vandlega grafin leyndarmál og sannleikur úr fortíðinni. Aðalhlutverk: Maureen Stapleton, Melissa Gilbert og Stefanie Powers. Leikstjóri: Jack Hofsiss. ITC Entertainment 1984. Sýning- artími 90 mín. 18.20 Kóalabjöminn Snari. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 18.45 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Framtíðin blasir við frændunum Larry og Balki. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. Lorimar.______________ 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Undirheimar Miami Miami Vice. Sakamála þáttur með Don Johnson í aðalhlutverki. Þýð- andi: Björn Baldursson. MCA. 21.20 Baka fólkið People of the Rain Forest. Fræðslumynd í 4 hlutum um Baka þjóðflokkinn sem býr í regnskógum Afríku. 2. hluti af 4. Framleiðsla og stjórn upptöku: Phil Agland. Channel 4 1988. 21.45 Hótel Höll Palace of Dreams. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur. 9. hluti af 10. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. ABC Australia. 22.35 Sheriock hinn ungi. Young Sherlock Holmes. Aðalhlutverk: Nicholas Rowe, Alan Cox, Sophie Ward og Anthony Higgins. Leik- stjóri: Barry Levinson. Framleiðandi: Steven Spielberg. Paramount 1985. Sýningartími 105 mín. 00.20 Óvænt endalok. Tales of the Unexpected. Notalegar sakamálasögur með óvæntum endi. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. Anglia. 00.45 McCarthy tímabilið. Tail Gunner Joe. Jos- eph McCarthy var múgæsingamaður og kleif metorðastigann í bandarískum stjornmálum á sjötta áratugnum með því að beita fyrir sig kommagrýlunni. Forseti og fjölmiðlar snerust gegn honum sökum óheiðarleika hans. Aðal- hlutverk: Peter Boyle, John Forsyte, Tim O'Connor, Ned Beatty og John Carradine. Leikstjóri: Jud Taylor. Þýðandi: Ásgeir Ingólfs- son. Universal 1977. Sýningartími 135 mín. 03.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.