Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. maí 1988 Tíminn 11 lllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllilllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil Víðavangshlaup: Daníel og Danícl Sniárí Guðinundsson USAH og Stcinunn Jónsdóttir ÍR sigruðu í karia- og kvenna- ilokki i stigakcppni víða- vangshlaupara í vetur. í drengjaflokki varð Björn Pét- ursson FH sigurvegarí. Gefin eru stig eftir sætaröð í ákveðn- um hlaupum yflr veturinn cn mest er hægt að fá stig úr 10 hlaupum. Röð efstu manna í flokkunum þremur varð þessi: Karlaflokkur (Stig/hlaup): 1. Daníel Guðmundss. USAH (138/10) 2. Jóhann Ingibergsson FH (135/10) 3. Bessi Jóhanncsson ÍR (124/10) Kvennaflokkur: 1. Steinunn Jónsdóttir ÍR (114/8) 2. Margrét Brynjóllsd. UMSB (97/7) 3. Rakel Gylfadóttir FH (53/4) Drengjaflokkur: 1. Bjöm Pétursson FH (120/9) 2. Finnbogi Gylfason FH (87/6) 3. Bjöm Traustason FH (60/5) - HÁ Blak: Evrópukeppni smáþjóða Karlaiandsliðið í blaki kepp- ir um næstu helgi í Evrópu- keppni smáþjóða í Lúxem- borg. Auk íslcndinga keppa á mótinu lið frá Kýpur, Lichten- stein, Mónakó, Möltu (í A- riðli), og San Marino, Lúxem- borg, Gíbraltar og Færeyjum í B-riðli. íslensku liðið hefur vcrið valið og er það skipað eftirtöld- um leikmönnum: Leifur Harð- arson Þróttur, Einar Ásgcirs- son HK, Einar Hilmarsson Þróttur, Vignir Hlöðversson HK, Jón Ámason Þróttur, Sig- urður Þráinssfln ÍS, Páll Svans- son IS, Stcfán Jóhannesson Víkingi, Þröstur Friðfinnsson Víkingi, Bjami Þórhallsson Víkingi, Stefán Magnússon KA, Haukur Valtýsson KA. Þjálfari er Jia Chang Wen en með í ferðinni verður Þorvald- ur Sigurðsson dómari og farar- stjóri cr Kjartan Páll Einars- son. Fyrir keppnina verður liðið við æfingar og keppni í V- Þýskalandi og verður þar m.a. leikið við B-iandslið heima- manna. - HÁ Blak: Kvennalands- liðiðáNM Landslið kvenna í blaki tek- ur um helgina þátt í Norður- landamótinu sem haldið verður i Noregi. Liðið hefur verið valið og skipa það eftirtaldir leikmenn: Sigurborg Gunnars- dóttir UBK, Ursula Junemann ÍS, Snjólaug Bjarnadóttir Þrótti, Bima Hallsdóttir Vík- ingi, Ingibjörg Arnardóttir ÍS, Hildur Grétarsdóttir UBK, Linda Jónsdóttir Þrótti, Oddný Erlendsdóttir UBK, Málfríður PáLsdóttir fS, Björk Benediktsdóttir Víkingi. Þjálf- ari er Zhiao Shan Wen og fararstjóri Berglind Þórhalls- dóttir en Gunnar Árnason dómari vérður cinnig með í för. íslandsmótið í knatt- spyrnu, SL-deildin: Fram spáð sigri Framarar verða íslandsmeist- arar í knattspyrnu ■ haust sam- kvæmt spá þjálfara, fyrirliða og formanna 1. deildarliðanna sem gerð var í gær. KR-ingar verða samkvæmt þessari sömu spá í 2. sæti en Völsungum og Leifturs- mönnum er spáð falli í 2. deild. Spá þessi sem er orðin árlegur viðburður á kynningarfundi sam- taka 1. deildarfélaganna hefur undanfarin ár staðist hvað varðar íslandsmeistarana en síður með fallliðin. Eftir er svo að sjá hvort knattspyrnumennirnir reynast jafn getspakir í ár. Röð liðanna verður þessi sam- kvæmt spánni: 269 stig (af 300) 250- 221- 209- 176- 159- 147- 99- 69- 51- 1. Fram 2. KR 3. Valur 4. ÍA 5. ÍBK 6. Þór 7. Víkingur 8. KA 9. Leiftur 10. Völsungur í fyrra var Valsmönnum spáð íslandsmeistaratitli sem og gekk eftir en Víði og Völsungi falli. Það urðu FH-ingar sem féllu með Víðismönnum. - HÁ íslandsmótið í knattspyrnu - SL-deildin: Byrjað á mölinni - Grasvellirnir eiga enn nokkuð í land Fyrsta umferð fslandsmótsins í knattspyrnu verður ekki leikin á grasi enda grasvellir 1. deildarlið- anna margir hverjir nær því að vera brúnir á litinn en grænir. Árlegur blaðamannafundur sam- taka 1. deildarliðanna var haldinn í gær, en með nokkuð nýstárlegu sniði. Hann var haldinn um borð f Boeing 737-200 þotu Arnarflugs í boði Samvinnuferða-Landsýnar og var flogið yfir velli 1. deildarliðanna og þeir skoðaðir. í máli talsmanna liðanna kom fram að grasvellir þeirra yrðu ekki tilbúnir fyrir 1. umferðina en víðast hvar er vonast til að úr því verði hægt að bæta í 2. umferð. Aðalleik- vangurinn á Akureyri verður þó örugglega ekki orðinn tilbúinn þá enda vart stingandi strá á honum ai sjá. Munu KA-menn leika á heima velli sínum, á grasi, en Þórsara þurfa eitthvað áfram að leika á möl Von er þó til að í 3. umferð verð allir komnir á gras, nema að sjálf sögðu Leiftur sem enn hefur ekk eignast grasvöll. Þriðja umferðii verður leikin fyrstu dagana í júní ei íslandsmótið hefst á sunnudaginn. -H/ Fyrirliðar 1. deildarliðanna flugu í gær ásamt blaðamönnum og forráðamönnum KSÍ og 1. deildarfélaganna í Boeingþotu Arnarflugs yfir landið og skoðuðu vellina sem keppt verður á í 1. deildinni í sumar. Á myndinni eru Þorgrímur Þráinsson fyrirliði Vals, Jóhann Þorvarðarson fyrirliði Víkinga, Pétur Ormslev fyrirliði Fram, Þorvaldut Öriygsson KA, Sigurður Björgvinsson fyrirliði fBK, Ágúst Már Jónsson fyririiði KR, Aðalsteinn Aðalsteinsson Völsungi og Guðbjörn Tryggvason fyrirliði ÍA. Tímamynd Pjeiu. Zola Budd hættir keppni á alþjóðlegum mótum: Alger hvíld í ár - Taugaspenna undanfarinna vikna varð henni um megn Zola Budd hefur ákveðið að keppa ekki á alþjóðlegum mótum, næsta árið að minnsta kosti. Er þessi ákvörðun hennar að læknisráði, and- legt álag á hana undanfarnar vikur hefur verið of mikið og hún þarf á hvíld að halda. Budd tilkynnti þessa ákvörðun sína í fyrrakvöld og hélt í gær frá Bretlandi til heimilis foreldra sinna í S-Afríku. Zola Budd er 21 árs hlaupari sem þekkt er fyrir að hlaupa berfætt. Hún er fædd í S-Afríku en fékk breskan ríkisborgararétt á mettíma fyrir Ólympíuleikana árið 1984. Fer- ill hennar hefur verið stuttur en stormasamur og nú síðast var hún ásökuð um að hafa brotið reglur alþj óða frj álsíþróttasambandsins (IAAF) með því að taka þátt í víðavangshlaupi í S-Afríku. Hefur IAAF gefið breska sambandinu kost á að setja Zolu Budd í keppnisbann eða lenda ella sjálft f keppnisbanni. Lausn hefur ekki enn fengist á því - HA/1 máli. /Reuter. Zola Budd Iris komin í hóp 50 bestu spjótkastara í heiminum - Hefur fyrst íslenskra kvenna tryggt sér rétt til aö keppa á Grand Prix mótunum Iris Grönfeldt hefur fyrst ís- lenskra kvcnna tryggt sér rétt til að keppa á Grand Prix mótunum í frjáisum íþróttum. Hún setti sem kunnugt er íslandsmet í spjótkasti, 61,04 m, sl. laugardag. Með þeim árangri er hún komin ■ 48. sæti á heimslistanum miðað við síðustu tvö ár en 50 bestu íþróttamenn ■ hverri grein tryggja sér rétt til að keppa á mótunum. Aðcins þrír íslendingar hafa áður náð þessum árangri, þeir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson ■ spjótkasti og Vésteinn Hafsteinsson í kringlu- kasti. íslandsmet írisar, 61,04 m, setur hana sem fyrr sagði í 48. sæti á heimslistanum. Er sá ILsti miðaður við árangur á síðustu tveimur keppnistímabilum (’87 og ’86) og dagsettur 19. febrúar 1988. Hún er í 5. sæti Norðurlandakvenna en fremst þeirra er Trina Solberg frá Noregi (69,20 m). Hún cr í 5. sæti heimslistans. Tiina Lillak frá Finn- landi, fynrum heimsmethafl, er önnur á Norðurlöndum (67,86 m), Tuula Laaksalo Finnlandi þríðja (64,56 m), Elisabeth Nagy Svíþjóð fjórða (62,92 m) og íris fimmta. Árangur spjótkastaranna er mjög jafn, einkum í neðri hluta listans, en tvær eru í algerum sérflokki á toppnum. Það eru þær Petra Felke frá Austur-Þýskalandi Iris Grönfeldt á 48. besta árangur- inn í spjótkasti í heiminum á síð- ustu tveimur árum. sem á heimsmetið, 78,90 m og Fatima Whitbread frá Bretlandi sem átti fyrra hcimsmet, 76,64 m. Þriðja er Ingrid Thyssen V-Þýska- landi með 69,68 m. Tíunda sætið er 67,86 m, 20. 65,18 m, 30. 63,72 m, og 40. sætið 62,16 m. fris þarf því ekki að bæta sig mikið til að komast á listann yfir 40 bestu spjótkastarana. íris er um þessar mundir við æfingar og keppni í Noregi þar sem hún hyggst gera aðför að Ólympíu- lágmarkinu sem íslenska ólympíu- nefndin setur, 61,50 m. Þess má geta að fris hefur þegar kastað langt yfir alþjóðlega lágmarkið en það er 56,00 m. - HÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.