Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 11. maí 1988 Tíminn 9 'IIIHIHIIII VETTVANGUR iÍiilillllilll ■ W . ■''...vl;'!‘''II:!:j ^ ^ ^ Hrafnkell Helgason yfirlæknir: Föðurlandsvinur á Sturlungaöld TIL VARNAR ÞÖRÐI KAKALA í Tímanum þ. 12. mars er greinarkorn um bjórmálið fræga og er þess þar getið, að Þórður kakali sé kunnastur fyrir þá iðju að drekka. Ekki treysti ég mér til að mótmæla þeirri fullyrðingu. Hannes Hafstein orti frægt drykkju- kvæði um Þórð og er efni þess í stuttu máli það, að Þórður hafi ætlað sér að svíkja ættland sitt í tryggðum, en hafí haft samviskubit og drukkið dag og nótt og síðan vitnaðist honum vínsins ár, sem fírrti hann þjóðarskömm með því að Iáta hann drekka sig í hel. Göfugur riddari Nú finnst mér Þórður kakali Sighvatsson hafa legið helst til lengi óbættur hjá garði og mál til komið að taka upp hanskann fyrir hann. Ekki dettur mér þó í hug, að áfellast Hannes Hafstein fyrir þetta ágæta kvæði. Þetta er drykkju- og gamankvæði, ort til þess að syngja í glöðum hópi. Oft heyrði ég það sungið á stúdentsárum mínum og jók það mjög gleði og glasaglaum. En kvæðið á lítið skylt við veruleik- ann. Þórður kakali er að mínu mati einn merkasti og geðfelldasti maður, sem lifað hefur á íslandi. Hann hafði einstaka forystuhæfi- leika, hugrekki brást honum aldrei. Honum þótti fyrir að drepa menn og lifði þó á Sturlungaöld. Hann var herforingi einstakur og tókst að sigra þótt við ofurefli væri að etja. Hann hefur sennilega num- ið einhverja hernaðarlist. Hann sýndi af sér riddaramennsku, er einstök var á þessum tíma. Hann var slíkur föðurlandsvinur, að hann gerði ekkert til að koma íslandi undir Noregskóng, en til þess var hann þó sendur út til íslands sem hirðmaður Hákonar gamla Noregskonungs. Mátti hann þó vel vita, að slík hegðun væri ekki vænleg til vinsælda hjá Nor- egshöfðingja. En nú er að finna þessum fullyrðingum stað. Mannspartar andstæðinganna Þórðar saga kakala er ekki til sem sjálfstæð saga, en hluti hennar er í Sturlungusafninu. Hún er skrif- uð á ofanverðri f3. öld, líklega eldri en íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar. Höfundur ókunnur, en gamla kempan Svarthöfði Dufgús- son gæti verið einn heimildarmanna, naumast er hann höfundur sögunn- ar. Þórður kakali var fæddur 1210 og dáinn 11. október 1256. Þegar Þórður kakali kom út að Gásum í Eyjafirði haustið 1242 eftir 5 ára dvöl í Noregi höfðu orðið mikil umskipti á íslandi. Veldi Sturlunga hafði liðið undir lok. Sighvatur faðir hans, Sturla og Markús bræð- ur hans féllu á Örlygsstöðum 4 árum áður fyrir þeim Gissuri Þor- valdssyni og Kolbeini unga. Reyndar höfðu þeir félagar Gissur og Kolbeinn unnið á þeim feðgum Sturlu og Sighvati með eigin hendi er þeir lágu óvígir af mæði og sárum. Að loknum Örlygsstaða- bardaga voru bræður hans tveir, Kolbeinn og Þórður, leiddir út úr kirkjunni í Miklabæ og höggnir með öxi Sighvats, Stjörnu. Kol- beinn ungi hafði hrakið Halldóru, móður Þórðar, frá Grund í Eyja- firði og var hún þó föðursystir hans. Hann hafði lagt undir sig ríki Sighvats í Eyjafirði og gert eigur hans upptækar. Völd hans í Eyja- firði voru slík, að naumast þorði nokkur maður að tala við Þórð kakala, og móður hans og öðrum ættingjum fannst sem hann væri nálega látinn. Hann tekur þá það ráð að ríða suður Sprengisand og var nú sturlunginn liðfár, því að- eins fylgdu honum tveir menn. Hann hélt að Keldum á Rangár- völlum, en þar bjó Steinvör systir hans og Hálfdán Sæmundarson frá Odda. Litla leiðveislu fékk hann þar og skorti þó ekki ákafa Stein- varar. Skal það ekki rakið nánar, enda mörgum vel kunnugt. En skemmst er frá því að segja, að á næstu árum tekst honum hvað eftir annað að safna að sér liði og ógna veldi Kolbeins unga. Alltaf voru það Vestfirðingar sem dugðu hon- um best. Gissur Þorvaldsson hafði sett Hjalta biskupsson yfir ríki sitt á Suðurlandi, en er hann frétti til Þórðar sunnanlands reið hann norður til Kolbeins unga og virtist ekki þora til við Þórð. Eftir Flóa- bardaga 1244 gerði Kolbeinn sér það ljóst, að hann fengi ekki sigrað Þórð. Því fékk Þórður aftur föður- leifð sína, Grund í Eyjafirði og ríki föður síns norðan Öxnadalsheiðar. Að Þórði skyldi takast að ná öllu þessu úr höndum Kolbeins unga ber vott um einstaka forystuhæfi- leika og dugnað. Kolbeinn ungi var ekkert smámenni og líklega mesti hermaður og herforingi á Sturlungaöld á eftir Þórði. Þórður lagði það fyrir menn sína að eira konum og kirkjum og strengdi þess heit að láta aldrei taka mann úr kirkju, hversu sökótt sem hann ætti við hann og það heit efndi hann. Kolbeinn ungi hafði þar annan sið og lét kanna kirkjur til að vita hvort þar væri einhver, er honum þætti slægur í. Enda fór litlum sögum af menningu og mennt Ásbirninga á þessum tíma. Þetta eru dæmi um riddara- mennsku Þórðar. Hann gaf Þor- steini í Hvammi grið og voru þó sakir ærnar og Vatnsdalsför farin til að hefna fyrir Orlygsstaðafund. Og þegar Brandur Kolbeinsson hafði verið handtekinn eftir Haugs- nesbardaga var Þórði ráðlagt að ganga þar ekki til, ef Brandur skyldi eigi fá grið. Þetta sýnir að honum þótti fyrir að drepa menn. Sem dæmi um hugrekki hans nægir að nefna reið hans frá Þingvelli til Helgafells, Flóabardaga og Haugs- nesfund. Sem dæmi um hernaðar- list Þórðar má taka Haugsnesbar- daga. Þar sigraði hann Brand Kol- beinsson í mannskæðustu orrustu Islandssögunnar. Hafði hann þó um 500 manns en Brandur um 600 manns. Skagfirðingar völdu orrustustaðinn og höfðu nægan tíma til að fylkja liði sínu en ekkert stóðst fyrir Þórði og mönnum hans, enda beitti hann þar sömu hernað- arlist og þýskir skriðdrekaherfor- ingjar urðu síðar frægir fyrir. En vildi Þórður koma íslandi undir Noregskonung? Eftir Haugs- nesfund 1246 fóru þeir báðir á konungsfund Gissur Þorvaldsson og Þórður kakali. Árið eftir er Þórður sendur til íslands, auðvitað til þess að koma því undir Hákon konung. Næstu 2 árin er Þórður einvaldur á Islandi. En sumarið 1249 berst honum bréf Hákonar konungs. Þar er honum stefnt utan og sakargiftir þær, að hann hafi lagt meiri stund á að koma landinu undir sjálfan sig en undir Noregs- konung. Hákon virðist ekki hafa treyst Þórði vel því hann sendi Heinrek biskup með honum til íslands til eftirlits. Biskup fór og á konungsfund árið 1249 og bar Þórði illa söguna og sagði reyndar, að ísland kæmist aldrei undir kon- ung meðan Þórður réði þar. Ekki bendir það til þess, að hann hafi boðið feðrafrón á konungsvald eða ætlað að svíkja ættland sitt í tryggðum. Brennivínsslagið En dó Þórður úr brennivíns- slagi? Brennivfn ætla ég, að menn hafi ekki kunnað að gera á Norður- löndunum á þeim tíma og frásögn- - in af dauða Þórðar er reyndar einkar hugnæm og ber vott um föðurlandsást hans. Vissulega sat hann að drykkju er hann tók banasótt sína og tók sóttina fast og lá skamma stund (klukkutíma? daga? Enginn veit). Spakir menn j hafa bent á, að dauði Þórðar hafi ■ komið á afar heppilegum tíma fyrir 1 Hákon konung. Ótrúlegt er og að konungur hafi ætlað að senda Þórð aftur til íslands eins og stóð í bréfi hans til Þórðar. E.t.v. höfðu sendi- menn konungs fleira í fórum sínum en bréf hans og blönduðu Þórði göróttan drykk, er reið honum að fullu. Oft er minnst á öl og vín í sögu Þórðar. Hann keypti bjór mikinn og flutti til Grundar til að fagna endurheimt föðurleifðar sinnar og bjó vinum sínum veislu góða. Hann átti vín mikið í Vest- mannaeyjum. Hann sat oft að drykkju en það virðist nú hafa verið siður höfðingja í þeirri tíð. Að vísu er þess getið í Arons sögu Hjörleifssonar, að hann hafi ekki verið mjög spakur við drykkinn, * en Arons saga er ótraust heimild og oft með ýkjublæ. Svo mikið er víst, að það var ekki aðaliðja hans að drekka. Ég ætla þó að ef Þórður kakali væri á meðal okkar í dag myndi hann ekki fylla flokk bjór- leysingja og líklega þykja lítið koma til framgöngu sumra Vest- firðinga í því máli. Ekki get ég stillt mig um að endingu að nefna eitt dæmi um orðheppni hans. Árið 1254 dvelja þeir báðir við hirð Hákonar gamla Þórður og Gissur Þorvaldsson. Þórði hefur leiðst að hafa bróðurbana sinn daglega fyrir augum og biður konung að láta Gissur fara á braut. Kóngur tekur því illa og spyr Þórð, hvort hann mundi ekki vilja vera í himnaríki, ef Gissur væri þar fyrir. „Vera gjarna herra," segir Þórður „og væri þó langt á milli okkar". VIÐSKIPTALIFIÐ il illlililll Staða landbúnaðar í Pakistan Staða land- búnaðar í Pakistan í Pakistan hefur að undanförnu verið gerð úttekt á landbúnaði, en í undirbúningi er sjöunda fimm ára áætlun landsins sem taka mun til 1988-1993. íbúar Pakistans eru nú 102 milljónir og fjölgar þeim um 3% á ári. Um 55% þeirra vinna að landbúnaði, en að verðmæti vega búvörur 26% vergrar þjóðarfram- leiðlsu. í Pakistan eru 60 milljónir sauðfj- ar, 17 milljónir nautgripa, 137 millj- ónir alifugla og 14 milljónir vatna- hesta (buffalóa). Árlega eru fram- leiddar 12,2 milljónir tonna af mjólk og 2,6 milljónir tonna af kjöti. Grænmeti og ávextir eru ræktaðir á 620.000 hekturum. Baðmullarupp- skeran var 1987 8,5 milljónir „balla“. Af sykri eru unnar 30 milljónir tonna árlega, en uppskera viðarolíu nemur um 250.000 tonnum. Stjórnvöld gera sér vonir um all- öra framvindu í landbúnaði á næstu árum og hyggjast vinna í Austur- löndum nær markað fyrir grænmeti og ávexti og stendur til að þrefalda uppskeru af viðarolíum. Telja stjómvöld að tvöfalda megi fram- leiðslu á kjöti til aldamóta og einnig á mjólk. Siðustu ár hefur landið verið sjálfu sér nógt um rís, en sykur hefur sum ár þurft að flytja inn. Bresk póstverslun Umsetning breskra póstverslana hefur vaxið hægt, en jafnt, á þessum áratug. Þær hafa samt sem áður ekki haldið fyllilega hlutdeild sinni í samanlagðri umsetningu breskra smáverslana. Hlutdeild þeirra féll úr 3,6% 1981 í 3,4% 1986. (Sjá línurit). Fimm stærstu póstverslanirnar á Bretlandi eru: Great Universal Stor- es (GUS), Littlewoods, Freemans, Grattan og Empire. Uppgangur breskra póstverslana varð á sjöunda áratugnum, áður en atvinnuleysi sagði til sín. Á áttunda áratugnum hallaði undan fæti fyrir þeim, og hinar minni hættu starf- semi. Fólk með lágar tekjur á tiltölu- lega meiri viðskipti við þær heldur en fólk með háar tekjur. Heimildaraðili um breskar póst- verslanir er breska ráðgjafarfyrir- tækið Verdict. Kaup Bandaríkjanna á vopnum frá Vestur-Evrópu Vopnakaup Bandaríkjanna hafa mestallan þennan áratug numið kringum $140 milljörðum á ári. Þau fara að nær öllu leyti fram innan- lands. Einungis um 2% þessarar upphæðar hafa farið til kaupa í útlöndum, en síðustu fjögur ár hafa þau þó aukist. Jafnframt hefur vopnaverslun Bandaríkjanna við önnur lönd ekki orðið þeim eins feiknarlega hagstæð og áður. Seldu Bandaríkin 1984 vopn til Vestur- Evrópu fyrir $8,2 milljarða, en keyptu þaðan vopn fyrir $1,1 milljarð, eða liðlega sjö sinnum minna. Hlutföll þessi voru 1,6:1 árið 1986 (sjá línurit). Þá hafa Bandaríkin tekið að verja árlega nokkru fé til „að prófa“ útlend vopn, 1981-1985 um $10-20 milljónum, 1986 um $25 milljónum og 1987-1988 um $50 milljonum. Glaxe Sjöunda stærsta lyfjafyrirtæki í heimi er nú breska lyfjagerðin Glaxe, en hún var hin 25. stærsta þeirra 1982. Sala Glaxe nam £1,4 milljörðum 1986 og varði hún 8% þeirrar upphæðar til rannsókna. (Starfsfólk á rannsóknarstofum lyfjagerðarinnar er um 3.000 að tölu.) Glaxe vinnur 10 lyf í umtals- verðu magni. Uppgang sinn á Glaxe að þakka lyfi gegn magasári, zantac. Sala þess 1986 nam rétt liðlega $1 milljarði og mun árssala lyfs ekki áður hafa farið yfir þau mörk. Annað helsta lyf Glaxe er ventolin, sem tekið er gegn astma. Sala þess 1986 nam um $250 milljónum. Önnur lyf sín selur Glaxe þannig fyrir miklu lægri upphæðir. Að uppgangi Glaxe hefur líka stuðlað, hve fljótt hún kom zantac á markað. Liðu aðeins 5V6 ár frá því að hafist var handa um að setja lyfið saman, þangað til það varð alþjóðleg markaðsvara. Tilskildar rannsóknir á því, á dýrum og í lækningastofum, fóru fram, um leið og að því var unnið til að stytta bið á markaðssetn- ingu. Miklu lengur tók að gera ventolin að alþjóðlegri markaðs- vöru, en það var sett á markað 1969. Þótt því væri fljótlega vel tekið í Bretlandi og í samveldislöndunum fór lyfið ekki að seljast á alþjóðleg- um markaði fyrr en eftir um það bil 10 ár. Merck í fyrra, 1987, nam árssala Merck, hinnar miklu bandarísku lyfjagerð- ar, $5,1 milljarði, og varð helmingur sölunnar utan Bandaríkjanna. Arð- ur Merck 1987 varð um $906 milljón- ir. Af sölu þess í Bandaríkjunum var um $1 milljarður gegn lyfseðlum, (en sá markaður þarlendis nemur um $28,3 milljörðum). Er Merck fremst bandarískra lyfjagerða á þeim vettvangi. Merck hefur um 32.000 starfsmenn. Á síðustu árum hefur Merck eink- um verið þekkt á meðal leikmanna fyrir vesotec, lyf gegn háum blóð- þrýstingi, og pepcid, lyf gegn maga- kvillum, og nokkur önnur. En í september 1987 setti Merck á mark- að nýtt lyf, mevacor, sem inni heldur lovastin, efni, sem minnkar kólester- ól í blóði um allt að 40%. Er 20 mg-pilla af mevacor seld á $1,64 í Bandaríkjunum. Þótt mevacor keppi við annað áþekkt lyf, lopid sem Parke Davis framleiðir, væntir Merck, að árssala þess fari upp í $1 milljarð 1992. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.