Tíminn - 11.05.1988, Side 19

Tíminn - 11.05.1988, Side 19
y-/- t 'o' \ í h.h\ó \y\ \x iV Miðvikudagur 11. maí 1988 Tíminn 19 Elvis & í þekktum stellingum sem Elvis við sportbílinn og Marilyn við hvíta Rolls Royce-inn. - Þannig stilla þau Jon og Susan sér upp, svo aðdáendur geti myndað þau Marilyn“ - búa saman á Hawaii Hvíti Rolis-Royce bíllinn líður hljóðlaust áfram um stræti Hono- lulu á Hawaii. Fólk rekur upp stór augu þegar það sér parið í bílnum. Þarna eru þau komin ljóslifandi - og greinilega ástfangin hvort af öðru - rokkkóngurinn Elvis Presl- ey og kyntáknið Marilyn Monroe. Það er von að vegfarendur í Honolulu séu undrandi, því að þeir vita ekki betur en að þetta j fræga fólk, Elvis og Marilyn, séu löngu dáin. Þau hittust í j Las Vegas fyrir 5 árum I Þetta eru reyndar tvær mann- | eskjur sem hafa undanfarin ár lifað | á því að líkjast hinum látnu stjörnum, þau Jon Von Brana og Þau Jon Von Bram og Susan Griffiths eru alltaf í hlutverkunum, bæði þegar þau koma fram opinberlega - og eins í cinkalífinu. Þau eru orðin svo samgróin persónunum sem þau leika Susan Griffiths. Þau hittust fyrir 5 árum í Las Vegas þar sem þau komu fram í skemmtiþætti um látna leikara, en þátturinn nefndist „Goðsagnir". Susan og Jon urðu ástfangin og hafa búið saman síðan, en fyrir tæpu ári fluttust þau til Hawaii. Þar búa þau saman í húsi við ströndina. (Rétt hjá Tom Selleck, sem leikur í sjónvarpsþátt- unum „Magnum". Þau Jon og Susan hafa ekki enn gengið í hjónaband, en Jon hefur þó keypt handa Susan geysidýran hring. Þau segjast búast við að brúðkaup „Elvis og Marilyn" verði mikill fréttamatur og ætla að vanda til þess sem best Þau Susan og Jon höfðu alist upp við það, að þau væru eins og Elvis og Marilyn endurborin Susan átti heima í Utah og þar var sífellt verið að dást að því hvað hún væri lík leikkonunni Marilyn Monroe. Það varð til þess að hún dreif sig til Hollywood, til umboðs- manns sem hafði sem sérgrein að greiða fyrir eftirhermuleikurum. Hann fór með Susan til fyrrum hárgreiðslumeistara leikkonunnar Marilyn Monroe, og það varð punkturinn yfir i-ið þegar hann hafði lýst hár Susan og greitt henni eins og Marilyn sálugu. Stelpurnar fóru að æpa og hvía, - og mér líkaði það bara vel, segir Jon Jon hafði heyrt það frá því hann var strákur, að hann væri eins og bróðir Elvis Presley. Þegar hann var um tvítugt fékk vinur hans hann til að troða upp á diskóteki og stæla Elvis. Það gekk alveg ágætlega. „Þegar ég hafði brett upp kragann á svörtu skyrtunni minni og dansaði svo og söng með plötunni „Jail House Rock“ byrj- uðu stelpurnar að æpa og hvía og mér fannst bara gaman að þessu. Síðan hef ég ekki komist úr rull- unni sem Elvis,“ segir Jon. Hefðu stjörnurnar Elvis og Marilyn átt vel saman í lifandi lífi? - Hvernig ætli að þeirn hefði komið saman í lifandi lífi, Elvis og Marilyn? spurði fréttamaður, sem heimsótti Susan og Jon. Jon svaraði:“Elvis vildi eiga sín- ar konur. Hann hafði mestan áhuga á gamaldags Suðurríkja- stúlkum. Marilyn hafði sinn leik- frama að hugsa um. Ég veit ekki hvernig það hefði farið." En Susan var ekki á sama máli: „Marilyn vildi láta eiga sig. Það hefði getað orðið gott ástasamband milli Elvis og Marilyn.“ Garðurinn þeirra nær niður að sjó og hér geta þau Susan og Jon látið sér líða vel. „Yndislegur ; staður!“ segja þau bæði Þannig koma þau fram sem Elvis Presley og Marilyn Monroe Susan er mikill dýravinur - eins og Marilyn Monroe var. Hér eru þau Jon og Susan með Utla hvolpinn sinn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.