Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 11. maí 1988 12 Tíminn FRÉTTAYFIRUT VARSJÁ - Kommúnista- I stjórnin í Póllandi sagðist ætla ao draga til baka þann hluta neyðaráætlunar sinnar þan sem gert var ráð fyrir að bannaj öll verkföll, en ítrekaði þó að hverskonar mótmæli gegn. neyðaráætluninni sem ætlað er að koma efnahagsumbótumi í framkvæmd, yrou bönnuð. Verkamenn, sem verið hafa í verkfalli undanfarna daga í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk undir merkjum óháðu verkalýðssamtakanna Sam-j stöðu, hættu í verkfalli að eiginj frumkvæði. * WASHINGTON - Tals maður Hvíta hússins sagðist vona að utanríkisráðherra; Bandaríkjanna, George Shultz, næði að leysa vanda-j mál í sambandi við INF samn-; inginn í viðræðum sínum við Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, í Genf nú. í vikunni. Þar er nú tilvonandi leiðtogafundur stórveldanna til umræðu. Leiðtogar í Banda- ríkjaþingi hafa frestað sam- þykkt samningsins og visa til, ósvaraðra spurninga varðandij eftirlit með framkvæmd samn-' ingsins. I AMRITSAR, INDLANDI - Aðskilnaðarsinnaðir Shíkar áttu í skotbardaga við lögreglu1 við Gullna hofið annan daginnj í röð. I Nýju Delhi sprakk, sprengja við bandarískan banka með þeim afleiðingum að einn viðskiptavinur bankans' lést og fjórtán manns slösuð-í ust. Aðskilnaðarsinnar Shíka; eru grunaðir um að hafa komið: sprengjunni fyrir. JÓHANNESARBORG Bænaskrá sem ritstjórar helstu' dagblaða Suður-Afríku sendu innanrikisráðherra landsins var birt í fjölmiðlum þar í gær., í bænaskránni er lýst stuðningi i við þau blöð sem hótað hefur: verið útgáfubanni. Einnig er: ráðherrann sakaður um aði koma í veg fyrir að Suður-Afr- íkubúar fái nægar upplýsingar til að taka skynsamlegar ákvarðanir. RIMAL, GAZASVÆÐINU - Israelski herinn þvingaði íbúa á hinu hernumda Gazasvæði til að skila skilríkjum sínum í •þeim tilgangi að aera Pales- ...tínumenn á svæoinu háðari ísraelskum yfirvöldum. BELGRAD - Þing króat- íska landshlutans gekk í lið með Slóvaníu og ákvað að fulltrúar þess á landsþinginu skyldu leggja fram vantrausts- tillögu á ríkisstjórn Mikulics Torsætisráðherra. Telur þingið stjórnina vanhæfa. Verði tillag- an samþykkt yrði það í fyrsta skipti í sögu landsins. Gorbatsjov í ræðu í gær: „Perestrojka hefur valdið ringulreið“ Mikhail Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna segir að umbóta- stefna hans, perestrojka, hafí valdið mikilli ringulreið í sov- ésku þjóðlífí, ekki hvað síst í efstu þrepum valdastigans í Sov- étríkjunum. í ræðu sem Gor- batsjov hélt á fundi með ritstjór- um helstu blaða og tímarita í Sovétríkjunum sagði hann að stór hluti meðlima kommúnista- flokksins hafí Iangt í frá verið tilbúinn að taka við boðskap perestrojku, hvað þá að koma umbótum í framkvæmd. „Við höfum séð að það er langt í frá að allir áhrifamenn í flokknum séu tilbúnir til að útfæra stefnuna rétt. Við höfum skapað hreina ring- ulreið í hugum fjölda fólks, verka- manna, menntamanna og leiðtoga í flokknum, ekki aðeins þeirra sem lægra eru settir, heldur einnig hinna sem eru á toppnum“. Gorbatsjov lagði hins vegar áherslu á að ringulreiðin lýsti sér í því að fólk sé óöruggt og óvisst með tilgang umbótastefnunnar, en fólk sé ekki í sjálfu sér á móti henni. „Óðagotið hefur náð því stigi, og það er mjög alvarlegt, að fólk veltir fyrir sér hvort perestrojka sé niður- rífandi, hvort hún afneiti gildum sósíalismans og leiði til ójafnvægis í samfélaginu," sagði Gorbatsjov. „En ég ntyndi ekki að svo stöddu úthrópa þetta fólk sem ábyrgðar- laust né andstætt perestrojku" Gorbatsjov ítrekaði mjög á fund- inum þann ásetning sinn að koma umbótastefnu sinni í framkvæmd og uppræta neikvæð viðbrögð í garð perestrojku. Mikhail Gorbatsjov sagði á fundi með helstu ritstjórum sovéskra blaða og tímarita að umbótastefna hans, perestrojka, hafi valdið ringul- reið víða í sovésku samfélagi. Hann sýnir þó engan bilbug í því að framfylgja perestrojku. Chirac skilaöi Mitterrand afsögn sinni í gær: Michel Rocard skipaður Sovétmenn munu hefja brottflutning hersveita sinna frá Afganistan á sunnudaginn. Það er því ekki seinna vænna fyrir sovésku dátana að verða sér úti um amerískar sígarettur sem seldar eru á götum í Kabúl. Hér er einn að kaupa sér amerískar sígarett- ur af afgönskum götusala. Poul Schlúter græddi lítið á þing- kosningunum í Danmörku í gær. Stjórnarflokkarnir héldu sínum 70 þingsætum. Dönsku þingkosningarnar: Hægri sveifla í Danmörku Þegar 98% atkvæða höfðu verið talin í dönsku þingkosningunum, sem fram fóru í gær, var ljóst að ríkisstjórn Poul Schlúters, hafði haldið fylgi sínu, en hvorki aukið það né minnkað eins og búist var við. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu 70 þingsæti af þeim 179 sem kosið var um, en ótvíræður sigurvegari kosn- inganna var öfga hægriflokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni að meina útlendingum að flytja til Dan- merkur, en sá flokkur hafði níu þingsæti fyrir kosningarnar, en hlaut 16 þingsæti í kosningunum í gær. Sósialistaflokkarnir þrír töpuðu hins vegar sex sætum. Schlúter sagði þegar ljóst var hvert stefndi, að úrslitin sýndu að þjóðin styddi aðild að NATO. Manntjón í Kabúl Afganskir skæruiiðar gerðu kröftuga eldflaugaárás á Kabúl á mánudag með þeint afleiðingum að tuttugu og þrír létu lífið. Skæruliðarhir skutu sautján eld- flaugum á mismunandi staði í höfuðborg þessa stríðshrjáða lands. Þá munu tuttugu og átta hafa særst alvarlega í þessari árás. Eldflaugaárás þessi var gerð aðeins sex dögum áður en brott- flutningar hinna 115 þúsund sov- ésku hermanna hefjast, en sov- éskar hersveitir taka að yfirgefa Afganistan á sunnudag. forsætisráðherra Það fór eins og búist var við eftir asti stjórnmálamaður Frakklands, að Francois Mitterrand var endur- ákveðinn jafnaðarmaður og í efna- kjörinn forseti Frakklands, að hagsmálum harðurtalsmaðurfrjáls hann myndi útnefna hinn hófsama markaðar. sósíalista Michel Rocard sem for- Gert er ráð fyrir að ríkisstjórn sætisráðherraístaðJacquesChirac Rocards verði blönduð sósíalist- sem sagði af sér í gær. Með þessu um, miðjumönnum og tæknikröt- er greinilegt að Mitterrand ætlar um. Er það í anda stefnu Mitter- sér góða samvinnu við miðjuöflin í rands að undanfömu, en hann frönskum stjórnmálum, því enginn hefur sífellt hallað sér nær miðju er talinn hæfari að ná að sætta og lagt áherslu á að ná breiðri sjónarmið sósíalista og miðju- samvinnu í frönskum stjórnmál- manna. um. Margir miðjumenn hafa tekið Michel Rocard hefur ekki verið mjög vel í þessar hugmyndir Mitt- vinsæll meðal vinstri arms franska errands og má þar fyrstan telja sósíalistaflokksins vegna þess hve Valery Giscard d‘Estang fyrrum nærri miðju stjórnmála hann hefur forseta Frakklands og leiðtogi hóf- skipað sér. Rocard er einn vinsæl- samra hægrimanna. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.