Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn • Miövikudagur 11. maí 1988 IIIIIIIIIIIIBII VIÐTALIÐ HHHIIIH..... ..Illlllllllllllllllllllllllllllli...Illlllllllllllllllllllllll.. ... .... .Illlll... ..- Snúa þarf stöðunni við Viðtal við Jón Kristjánsson, alþm. og stjórnarformann Kf. Héraðsbúa Jón Kristjánsson alþingismaður er stjórnarformaður Kaup- félags Héraðsbúa á Egilsstöðum, en það er eitt stærsta kaupfélag á Austurlandi. Nýlega er afstaðinn aðalfundur félagsins, og af því tilefni leitaði ég frétta hjá honum af félaginu og rekstri þess. (Timamynd: Pjetur) - Aðalfundur félagsins var hald- inn laugardaginn 30. apríl, sagði Jón, - en hins vegar hagar þannig til með aðalfundi Kaupfélags Héraðs- búa að þeir eru síður en svo undir- búningslausir. Undanfari þeirra eru þrettán deildafundir í öllum deildum félagsins, þangað sem allir félags- menn eru velkomnir, og þar mætir Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri og leggur fram skýrslu sína um starfsemi liðins árs. Þar eru málin síðan rædd, svarað fyrirspurnum um rekstur félagsins og bornar fram tillögur sem síðan eru afgreiddar á aðalfundi. Á þessum deildafundum hafa mætt allt að 300 manns, sem er um einn þriðji af öllum félagsmönnum og verður að teljast mjög gott, þannig að þarna er ekki um neina fámennisstjórn að ræða, og þetta er sú sérstaða sem menn vilja varðveita í félagsstarfinu. Síðan eru kosnir á deildafundunum fulltrúar á aðal- fundinn, en þar eiga sæti um 80 fulltrúar úr þessum 13 deildum. Ég vildi lýsa þessari félagslegu uppbygg- ingu vegna þess að það hefur oft verið gert lítið úr henni af gagnrýn- endum samvinnuhreyfingarinnar, en slíkt hljómar dálítið einkennilega hjá okkur fyrir austan sem eyðum alveg heilum mánuði í það að ferðast þarna um í hverri einustu deild félagsins og halda þessa fundi. - Hvernig gekk svo reksturinn í fyrra? - Á fundinum voru að sjálfsögðu fluttar skýrslur stjórnar og kaupfé- lagsstjóra, og það verður því miður að segja það að útkoman er mun lakari á síðasta ári en árið á undan. Það eru nokkrir þættir sem þar eru afgerandi. Kaupfélag Héraðsbúa er eins og fleiri kaupfélög með slátrun, með verslun og með sjávarútveg, og þetta eru meginþættirnir í starfsem- inni, auk takmarkaðra þjónustu- greina. Það er fljótt frá sagt að síðari hluta ársins versnaði afkoman mjög í sjávarútvegi, þannig að hann skilar ekki tekjum inn í fyrirtækið eins og áður, og er halli á sjávarútveginum í heild. Þar eru náttúrlega utanað- komandi aðstæður drýgstar og geng- ismál sem allir þekkja. Verslunin hefur heldur ekki geng- ið nógu vel á síðast liðnu ári og þar vantar einfaldlega tekjur fyrir út- gjöldum. Þar munar mest um tvo liði í útgjöldunum, þ.e. að launakostn- aðurinn hækkaði um 50% á árinu og fjármagnskostnaðurinn sömuleiðis um 50%, eða nánar til tekið þá hækkaði launakostnaður um 60 milj- ónir og fjármagnskostnaður um 30 miljónir frá fyrra ári. Tekjurnar hækkuðu aftur ekki nema um 26%, sem var raunaukningin á sölunni, en var ekki nægjanleg til þess að standa undir þessum rekstri. Þar að auki á félagið við það vandamál að stríða að minni búðirnar eru reknar með halla, en stærsta búðin okkar er þó rekin með hagnaði. - Er það búðin á Egilsstöðum? - Já, hún kemur út með hagnaði, en hins vegar eru minni búðirnar okkar og öll útibúin rekin með halla. Þar er um að ræða búðirnar á Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgar- firði eystra. Þetta er náttúrlega sama vandamálið eins og landsbyggðar- verslunin á við að stríða í heild, enda sýnir reynslan að það er yfirleitt þannig að stærri verslanir, hvar sem þær eru, hvort heldur er í Reykjavík, á Akureyri eða einhvers staðar ann- ars staðar, þær draga til sín viðskipti Jón Kristjánsson alþingismaður. frá þeim minni, og það ber á því hjá okkur og er náttúrlega sama vanda- málið og hringinn í kringum landið. - Er þá staðan þannig að búðin á Egilsstöðum dragi frá búðunum niðri á fjörðunum? - Hún gerir það að einhverju leyti vegna þess að hún er stærsta búðin og þar er aðstaðan best. En þar að auki er svo líka á það að líta að stærsta markaðssvæðið er í kringum hana. - Er nokkuð inni í myndinni hjá ykkur að loka einhverjum verslun- um? - Það er nú ekki inni í myndinni og lokun hefur ekki verið rædd, nema auðvitað verður að leita allra ráða til þess að bregðast við þessari þróun og snúa þessari vörn í verslun- inni í sókn. - En hvernig kemur slátrunin út hjá ykkur? - Hún er þriðji þátturinn í rekstr- inum, og það er í fyrsta skipti í mörg ár núna sem hún er rekin með tapi. Það er uppgjör slátrunar 1986 sem kemur inn í reikningana 1987, og endanlegt uppgjör á henni sýnir tap, sem er auðvitað vegna samdráttar ogerfiðara reksturs af þeim sökum. Það er auðvitað alveg nauðsynlegt fyrir samvinnufélögin, og að því leyti höfum við ekki neina sérstöðu, að bregðast við hinum breyttu að- stæðum vegna samdráttarins í slátr- uninni, skipuleggja vinnslustöðva- kerfi okkar eftir því og reyna að fá út úr því betri nýtingu en verið hefur. Hins vegar er þar óhægt um vik því að þessi rekstur hefur verið þannig upp byggður í gegnum árin að hann hefur ekki safnað eigin fé. Þess vegna er mjög óhægt um vik með fjárfestingar í honum nema til komi einhver stuðningur, tfl dæmis til úreldingar á þeim sláturhúsum sem þarf að leggja niður. - Hvað rekur Kaupfélag Héraðs- búa mörg sláturhús? - Kaupfélag Héraðsbúa rekur núna þrjú sláturhús, en við tókum eitt úr rekstri á Borgarfirði eystra fyrir tveimur árum. Hin húsin þrjú eru á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði. - Er kannski framundan að fækka þeim enn? - Við þyrftum að taka sláturhúsið á Reyðarfirði úr rekstri, vegna þess að það er starfrækt í fiskvinnsluhús- inu okkar þar og starfsemin rekst á þar á haustin. Hins vegar þurfum við að fara í verulegar endurbætur og endurbyggingu á sláturhúsinu á Eg- ilsstöðum, en þar er óhægt um vik við þær aðstæður sem nú eru, nema til komi einhver stuðningur. Þess utan þyrftum við svo að endurbæta sláturhúsið á Fossvöllum, sem reiknað er með í skýrslu slátur- húsanefndar að verði rekið áfram. Það er tiltölulega lítið fyrirtæki að gera það að nokkuð góðu húsi, enda er það vel staðsett í mestu sauðfjár- ræktarsveitum þarna, Jökuldal og Jökulsárhlíð, og er ekkert því til fyrirstöðu að reka það áfram með tiltölulega litlum lagfæringum, sem eru þó það miklar að það er erfitt fyrir okkur eins og er, að minnsta kosti miðað við þá útkomu sem við erum með núna. - En heildarútkoma félagsins á rekstrarreikningi, hvernig var hún? - Félagið er gert upp með halla upp á 26 miljónir króna í ár en var gert upp með hagnaði í fyrra. Þar hafa því orðið töluvert mikil um- skipti, sem verður ekki við unað til lengdar og þarf náttúrlega að leita allra ráða til þess að snúa þessari stöðu við. Þarna eru auðvitað bæði utanaðkomandi aðstæður sem gera þennan rekstur erfiðari heldur en á árinu á undan og einnig er að sjálfsögðu nauðsynlegt að líta á innra skipulag og það hvað menn geti sjálfir gert til þess að snúa þróuninni við. Þetta er áreiðanlega hægt, því að Kaupfélag Héraðsbúa er ennþá sterkt félag og nauðsyn er á því fyrir byggðarlögin á Austur- landi að það verði áfram það sterka afl í framfarasókninni sem það hefur verið. -esig VETTVANGUR illllllllllllllll Kristinn Snæland: Um ökuferilsskrá og fleira Ómar Smári Ármannsson aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík ritar enn um ökuferilsskrá og punktakerfi í Tímann 14. aprfl síðastliðinn. Greinilegt er að við Ómar erum mjög sammála um að nauðsynlegt sé að finna leiðir til þess að fækka slysum og bæta umferðina. Ómar aðhyllist ökuferilsskrá ásamt punktakerfi með tilheyrandi aðgerðum og refsingum sem eina leiðina að því marki. Ég er honum ósammála um þetta þar sem ég tel þetta kerfi muni mismuna lands- mönnum. Ég byggi þetta álit mitt á því að staðreynd sé að löggæsla sé afar misgóð í landinu, sum landssvæði séu a.m.k. yfir veturinn nánast án löggæslu. Það er einnig staðreynd að þó að ríkislögreglu- menn komi inn á þessi svæði að sumri, þá sinna þeir öllu jöfnu ekki löggæslustörfum á þéttbýlisstöðum þessara landssvæða. Á þessum landssvæðum er því lítil eða nánast engin löggæsla. Slæmur ökumaður á slíku svæði getur því böðlast áfram í sinni litlu umferð sífellt brjótandi hin ýmsu lög og reglur án þess að eiga á hættu að lenda á ökuferilsskrá eða ganga á kvóta sinn í punktakerfinu. Grandvar og í öllum þessum tilfell- um eru ungirökumenn og þá sérstaklega pilt- arnirverri ökumenn en meðalbílstjórinn. góður ökumaður í því þéttbýli þar sem er stöðug sæmileg löggæsla svo sem hér á höfuðborgarsvæð- inu, getur þrátt fyrir allgóða hegð- un lent í því að ganga svo á kvóta sinn að til komi áminning, jafnvel refsins. Það er þessi mismunun fólks vegna misgóðrar löggæslu sem veldur þv; að ég er mótfallinn því að ökuferilsskrá ásamt punktakerfi sé notað f refsingar- skyni. Hvort og hvernig tekið er á þessum málum í öðrum löndum skiptir í raun engu öðru máli en hvað af því má læra. Við Ómar Smári þurfum trúlega ekki að skrif- ast meira á um þetta mál en fróðlegt væri að fleiri tækju þátt í umræðunni. Vilja menn fá eins- konar kvótakerfi ásamt viðeigandi áminningum og refsingum í um- ferðinni eða hafa menn aðrar og betri hugmyndir sem gætu orðið til góðs í umferðinni. Vegna þess sem nýlega kom fram hjá lögreglunni í útvarpi (ég held að það hafi verið Ómar sem sat fyrir svörum) að ungu öku- mennirnir brytu lítið sem ekkert meira af sér en fullorðnir nema hraðaakstur vil ég benda á eftirfar- andi: Ungir ökumenn aka gjarnan með þokuljós kveikt bæði framan og aftan innanbæjar í góðviðri. Ungir ökumenn aka gjarnan Krístinn Snæland með bílinn númerslausan að fram- an og jafnvel að aftan líka. Ungir ökumenn aka stöðugt og stanslaust gegn innakstursmerkj- um t.d. er það mjög áberandi á Hótel íslands plani og af Esso plani í Hafnarstræti. Ungir ökumenn stöðva og trufla umferð mjög í miðbænum og við danshús borgarinnar. Ungir ökumenn sýna gjarnan mikið tillitsleysi varðandi akstur á gróðri. Ungir ökumenn leggja bílum sínum gjarnan af meiri ósvífni en aðrir ökumenn. í öllum þessum tilfellum eru ungir ökumenn og þá sérstaklega piltarnir verri ökumenn en meðal- bílstjórinn. Verst af öllu er að svo virðist sem lögreglan í Reykjavík sé nær alveg máttlaus gagnvart þessum brotum. Vera má að lögreglan sé of fáliðuð, en ég er sannfærður um að ef lögreglan sinnir þessum smá- brotum, þá hefur það einnig áhrif á hin stærri brotin og þar með hraðabrotin sem vissulega eru al- varlegustu brotin, með þeim sorg- legu afleiðingum sem þau hafa oft. Ef ungu ökumennirnir eru látnir komast upp með hin smærri brotin, styttist leiðin í hin stærri og verri brot. Því skora ég á Ómar Smára Ármannsson að beina athygli manna sinna að hinum gífurlega fjölda smábrota sem nú eru látin afskiftalaus á götum borgarinnar. Það gæti bætt umferðina til lengri tíma litið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.