Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. maí 1988 Tíminn 15 GuðrúnSigríður Gísladóttir Fædd 26. desember 1918 Dáin 17. febrúar 1988 Hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer. J.Þ. (Fornl) Þegar hringt var til mín, og mér var tilkynnt að Gunna væri dáin, var undrun mín fyrstu viðbrögð. Dáin ] hún Gunna Gísla. Löngu liðnu árin koma þjótandi til mín og þau hafa sannarlega frá mörgu að segja. Æska, söngur og gleði tengjast þess- um minningum. Man ég kvöldin | þegar Gunnar kom með gítarinn I sinn. Þá var spilað, sungið og dansað I á Laugavegi 84. Þau eru flest horfin af sviðinu: Laufey, Siggi, Grímur, Hjörtur, Stína og Lindi. Öll horfin og hér er ég - hvers vegna - og nú síðast Gunna. Ég var komin fram í eldhús, auðvitað til að hita kaffi handa gestunum, Gunna kemur hlaupandi og dregur blað upp úr vasa sínum. Þetta voru gamanvísur um eitthvað, sem var að gerast á Króknum. Gunna var næm fyrir því skoplega. Allt var þetta undir ljúfum lögum og þarna vorum við farnar að syngja hástöfum eins og við værum einar í veröldinni. Gunna sagði skemmtilega frá og kryddaði ljóðin með fyndnum frásögum. Það var kallað: „Fer ekki kaffið að koma?“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem við gleymdum okkur við Gunna, en nú vorum við fljótar og brátt var kaffið komið á borðið. Gunna var rösk að hverju sem hún gekk, bráðlagin og handfljót. Og hvað henni Gunnu gat dottið í hug. Hugmyndarík var hún í besta lagi og skemmtilegast mun henni hafa þótt að vinna það sem hún fann upp sjálf. Gunnar var ung þegar hún kynnt- ist Inga Sveinssyni vélsmið. Hann var sonur Sveins Helgasonar, er lengi var verkstjóri í prentsmiðjunni Gutenberg. Þau voru glæsilegt par Ingi og Guðrún og ekki skorti bjart- sýnina og dugnaðinn. Fjögur urðu börn þeirra hjóna, eru þau öll mynd- arlegt fólk, er sinna þörfum og velmetnum störfum. Nú eru einnig barnabörn komin til sögunnar. Gunna var félagslynd og naut sín vel í fjölmenni. Á Sauðárkróki þar sem hún hafði alist upp og þekkti alla, var hún vel þegin sem skemmti- kraftur. Hún orti gamanvísur um það sem var að gerast hverju sinni. Vöktu þær ósvikna gleði án þess að vera rætnar. Einatt samdi hún lög við þær. Söngur hennar gleymist aldrei þeim sem heyrðu. Hann kom beint frá hjartanu. Gunna hafði djúpa altrödd, sem hún beitti á sérstakan hátt. Þegar hún sló nokkra takta á gítarinn og hóf að syngja var ekki hægt að komast hjá að hlusta og hrífast. Ég veit að Gunna hefur fengið í vöggugjöf frábæra listamannshæfi- leika á mörgum sviðum. Mörgu varð að sinna. Húsmóðir, móðir fjögurra barna, einnig starfandi í alls konar félögum. Þetta tekur allt sinn tíma. Öllu var sinnt með umhyggju og hlýju. Heimili Gunnu og Inga á Skagfirðingabraut var rómað fyrir myndarskap. Þar var ekki slegið slöku við: Veisla var búin þeim er áttu erindi við þau hjón, og þeir voru margir. Sumir kusu andleg veislu- föng svo sem ljóð, söng og hljóð- færaslátt. Þeim var einnig veitt af rausn og hjartahlýju. Þar var alltaf úr miklu að moða. Ingi hafði mikil umsvif á Sauðár- króki. Skagfirðingar kunnu vel að meta þennan snjalla iðnaðarmann. Hagur þeirra mun hafa verið góður og allt virtist leika í lyndi. Gunna hafði margt í takinu. Leikfélag Sauð- árkróks átti hauk í horni þar sem hún var. Alltaf átti hún til efni hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Mun hún einatt hafa komið meira en lítið við sögu hjá Sæluviku Skagfirð- inga. Kvenfélagið mun einnig hafa átt góðan liðsmann þar sem Gunna var. Ef til vill fannst þeim báðum orðið of þröngt um sig á Sauðárkróki. Varð þeim þá sem fleirum litið til höfuðstaðarins, þar kynnu draumar að rætast og allt að verða stærra í sniðum. Mörgum hafa hillingar orð- ið tálsýn ein og vonbrigði sjá fáir fyrir. Svo fór að leiðir þeirra hjóna skildu. Mun það í raun hafa orðið báðum sárt, en þetta hefur átt svo að fara. Guðrún var félagslynd og eftirsótt á gleðifundum, en þó mun hún hafa verið einfari í raun. Sorgir sínar bar hún ekki á torg. Það fer ekki hjá því, að fólk sem er með þætti í eðli sínu líkt og Guðrún hafði, verður fyrir skilningsleysi hjá skyldum og vanda- lausum. Þetta getur valdið óbærileg- um sársauka einkum þegar nákomn- ir eiga í hlut. Við erum öll orðin til úr „ættanna kynlega blandi" eins og skáldið okkar góða segir svo fallega. Vissir þættir eru kynfylgja, sem getur komið til skila fyrr eða síðar. Þar koma jafnt til greina vankantar ýmsir og snilld. Ég held að Gunna hafi erft margt frá Sölva á Löngu- mýri, langafa sínum, en hann fór til Ameríku nokkru fyrir aldamótin 1900. Próf. Sigurður Nordal kvað Sölva og föður hans Sölva Sveinsson hafa verið listfenga og merkilega menn. Nordal hefur skrifað um Ólöfu Sölvadóttur, sem eignaðist sína furðusögu vestanhafs. Gísli Ólafsson faðir Guðrúnar var þjóð- kunnur fyrir ljóð sín. Flestir íslend- ingar, miðaldra og eldri, kunna ógrynni af vísunum hans snjöllu. Gunna var ekki gömul þegar hún fór að ríma. Gladdist Gísli er hann varð var við hagmælsku hjá telpunni og telpan hélt áfram að yrkja. Ör og viðkvæm lund Gunnu litlu Gísla átti eftir að kynnast bæði skini og skúrum. Degi hallar, hvíldin er góð eftir misvindi lífsins. Gott er að sofna þegar rökkvar í ranni. Gott er að sleppa við langvarandi þjáningar og gott er að þurfa ekki að þola niður- lægingu Elli kerlingar. Og gott er að mæta horfnum ástvinum og gott verður að sjá óuppfylltar óskir rætast. Guð huggi og styrki ástvini Guðrúnar, börnin hennar, eigin- mann, systkini og barnabörn. Ég þakka frænku minni gömul kynni og allt. Þórhildur Sveinsdóttir. Saga Austurríkis Barbara Jelavich: Modern Austria. Empire and Republic, 1815-1986 Cambridge University Press 1987 346 bls. Austurríkismenn eru flestum þjóðum stoltari af sögu sinni og myndi margur ætla, að þeir megi muna fífil sinn fegri, enda ekki fullar tvær aldir liðnar síðan keisari þeirra réð miklum hluta þeirra landsvæða þar sem þýsk tunga er töluð og að auki miklum hluta núverandi Ítalíu, Ungverjalands, Júgóslavíu, Tékkó- slóvakíu og Póllands. En margt breytist á skemmri tíma en tveim öldum og nú er Austurríki eitt af minnstu ríkjunum á meginlandi Evr- ópu og keisararnir löngu gengnir á vit feðra sinna. Herma þó fregnir, að á síðustu misserum hafi margir Austurríkismenn saknað þeirra sárt, áhugi á keisaraveldinu, keisaraætt- inni og sögu hennar hafi aukist stórlega og að afkomendur keisara- ættarinnar hafi endurnýjað kröfur sínar til ríkis. Þessi bók er yfirlitssaga þess tímabils, sem sumir Austurríkis- menn vilja nefna hnignunar- eða samdráttarskeið landsins. Hún hefst á Vínarfundinum 1815 og lýkur með frásögn af kosningunum, sem fram fóru í landinu í nóvember 1986. Höfundur leggur megináherslu á stjómmálasögu og sögu utanríkis- mála og víkur nokkuð að menning- arsögu, en segir Iítið sem ekkert frá öðrum þáttum. Bókinni er skipt í tvo meginþætti og fjallar hinn fyrri um síðustu hundrað árin í sögu keisaradæmisins, þ.e. 1815-1918, og greinir þar mest frá þeim málefnum, sem áttu eftir að hafa sérstök áhrif á þróun mála í sögu lýðveldisins, sem stofnað var að lokinni fyrri heims- styrjöld. í síðari hlutanum fjallar höfundur ítarlega um þróun stjórn- mála á millistríðsárunum, um stjóm- arár Dollfuss og Schussnigg og um innlimun Austurríkis í Þriðja ríkið og þátttöku Austurríkismanna í seinni heimsstyrjöldinni. Að því loknu greinir frá endurreisn Aust- urríkis að styrjöldinni lokinni, frá hernámi landsins og frá samningum bandamanna um hlutleysi þess árið 1955. í síðustu tveim köflunum segir frá stjórnmálaþróun í Austurríki eftir 1955 og leggur höfundur þar megináherslu á frásögn af stjórn- skipun Austurríkis og á valdatíð Bmno Kreiskys forsætisráðherra. Eins og getið var hér að framan er þessi bók yfirlitsrit. Höfundur kafar hvergi djúpt, en lesandinn fær dá- góða heildarmynd af gangi mála í Austurríki síðustu tvær aldirnar. f bókarlok er birt ítarleg ritaskrá, sem þeir, er vilja afla sér frekari fróðleiks um einstök atriði, geta farið eftir. Bókarhöfundur, Barbara Jela- vich, er prófessor í sagnfræði við háskólann í Indiana í Bandaríkjun- um. Hún hefur ritað bækur um síðari alda sögu, m.a. tveggja binda verk um sögu Balkanskaga frá önd- verðri 18. öld og fram á okkar daga. Jón Þ. Þór Ath. breyttan opnunartíma Á tímabilinu 16. maí - 19. september verður skrifstofa B.S.R.B. opin frá kl. 8-16 alla virka daga. Ég þakka af alhug öllum vinum mínum og vanda- mönnum fyrir vináttu og hlýjan hug í tilefni af sjötugsafmæli mínu 4. maí s.l. Þakka góðar gjafir, skeyti og hlýtt handtak um allan bæ. Gangi ykkur allt í haginn. Guðmundur Haraldsson Þakka heimsóknir, gjafir, blóm og skeyti 29. apríl sl. Blessunar bið ég öllum þeim, sem mundu eftir mér og hugsuðu til mín þann dag. Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps, sem ég er búinn að vera samferða alla hans tíð, þakka ég samfylgdina gegnum árin, síðasta daginn ekki síst. Óska ég honum heilla og góðrar framtíðar, svo hann megi áfram sem hingað til bæta mannlífið og krydda tilveruna í annars versnandi veröld, gullkálfa- dansleikja og mammonsdýrkunar, VinarkveðjafráGuðmundiTryggvasyniSölvatungu t Móðir okkar Margrét Guðmundsdóttir Dalbæ, Hrunamannahreppi verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju laugardaginn 14. mal kl. 14. Börnin t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Kristins Björnssonar rafvirkjameistara Ásgarðl 3, Keflavík Magnea Jónsdóttir Fanney Kristinsdóttir Einar Jónsson Björn Kristinsson Jón Kr. Kristinsson Jóhanna Þormarsdóttir Agnar H. Kristinsson Rósa Steinsdóttir Guðbjörg Kristinsdóttir Sævar Jóhannsson Gylfi Kristinsson fris Jónsdóttir og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.