Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 11. maí 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskriff og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Sigur miðjumanna Forsetakosningar í Frakklandi vekja jafnan heimsathygli. Þótt varla verði sagt að Frakkland sé það stórveldi sem það eitt sinn var, þá eru Frakkar eigi að síður svo mikils háttar meðal þjóða heims að nokkru skiptir fyrir heimsstjórnmálin hvaða öfl halda þar um stjórnvölinn. Þótt Frakkland hafi skroppið saman sem ný- lendu- og heimsveldi, þá hefur staða Frakka meðal Evrópuþjóða síst orðið áhrifaminni. Frakkar eru vissulega forystuþjóð í fremstu röð í Evrópu. Allt, sem varðar evrópsk málefni og afstöðu Evrópu- þjóða innbyrðis og út á við, markast ekki að litlu leyti af viðhorfum franskra stjórnvalda. Þrátt fyrir dapran ósigur Frakka fyrir Þjóðverj- um í upphafi síðari heimsstyrjaldar og niðurlæg- ingu þeirra undir þýsku hernámi og leppstjórn Vichymanna 1940-44, þá heppnaðist Frökkum eigi að síður að láta líta á sig sem sigurvegara í heimsstyrjöldinni fyrir áhrif frá framgöngu hinna svonefndu Frjálsu Frakka undir einbeittri stjórn Charles de Gaulle hershöfðingja. Það var því ekki ófyrirsynju að Charles de Gaulle varð að átrúnaðargoði Frakka eftir heims- styrjöldina. Fyrirhafnarlítið varð hann að leiðtoga eins konar þjóðfylkingar, sem réð lögum og lofum í frönskum stjórnmálum um áratugaskeið. Þessi þjóðfylkingarmóður sem var á Frökkum á eftir- stríðsárunum og tengdist raunar beinlínis nafni de Gaulles, tók að vísu að fjara út eftir óeirðabylgj- una, sem hófst 1968 og beindist gegn stöðnuðu þjóðfélagskerfi á flestum sviðum, ef ekki persónu- dýrkun, sem yfirleitt er ekki lagið að standa til eilífðarnóns í lýðræðislöndum. Nýafstaðnar forsetakosningar í Frakklandi leiða í ljós að þjóðfylkingarhugmyndin í anda de Gaulles er búin að vera. Það kom greinilega fram í því, að þjóðfylkingin gamla er sundruð og ný flokkaskipting að koma til sögunnar. Ekki er annað sýnna en Frakkar hneigist til að efla hófsama framfarastefnu til vegs að sinni og ætli að hvíla sig á öfgum til hægri og vinstri. Kommúnista- flokkurinn sem var atkvæðamikill í frönskum stjórnmálum, ekki síst á blómaskeiði Gaullismans, er næsta áhrifalítill. Francois Mitterrand, sem verið hefur forseti Frakklands í sjö ár og hefur nú verið endurkjörinn til sjö ára, er forystumaður lýðræðis- jafnaðar- manna og hlýtur að horfa til þeirra sem aðalstuðn- ingsmanna sinna í franska þinginu. En það eitt getur ekki dugað honum. Til þess að mynda meirihlutastjórn verður að koma til samstarf við aðra flokka. Yfirleitt er talið að Mitterrand muni beita sér fyrir samstarfi við miðjumenn í frönskum stjórnmálum, en sækjast ekki eftir stuðningi kommúnista eins og hann gerði 1981. Úrslit frönsku forsetakosninganna eru því sigur fyrir miðjustefnu. Það hlýtur að vera kærkomin tilbreytni eftir hægrisinnaða persónudýrkun á ann- an kantinn og ruglingslega vinstrimennsku á hinn bóginn. GARRI „Garri Tímason“ Frú Magdalena Schram sendi Garra heldur betur tóninn hér i biaðinu í gær. Meðal annars upp- nefndi frúin Garra og nefndi hann Garra Tímason. Ekki sjá þó menn hér á Tímanum ástæðu til að reiðast frúnni fyrir þetta. Þvert á móti felst í þessu ættfærsla sem allir hlutaðeigandi eru ánægðir með, enda síður en svo nokkur skömm að því að vera kenndur við Tímann. Eins og allir vita, sem lesa Tímann að staðaldri, er hann gott blað og heldur uppi með fullum heiðri því hlutverki sínu að vera málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju í landinu. En hitt er annað mál að það var eitthvað minnst á meiðyrði í grein frúarinnar. Þar var hún að tala uni Garragrein frá því á fimmtudaginn, þar sem fjállað var um þá alkunnu staðreynd að kvennalistakonur eru áberandi ómálefnalegar í öllum málflutningi sínum á þingi. Ætli að þegar öllu er á botninn hvolft þá séu uppnefni af þessu taginu ekki nær því að vera meiðyrði heldur en málcfnalcgar ádeilur á pólitískan flokk, líkt og þær sem voru á ferðinni í áminnstri Garragrein? Málið er nefniiega að stjórnmál snúast nú einu sinni um það að stjórnmálamenn geti þolað ádeilur frá andstæðingum sínum. Stjórn- málaflokkar eru ekki sammála um það hvemig stjórna cigi landinu og eiga hcldur ekki að vera það. Alvörustjórnmálamenn vita hins vegar vel að það er síður en svo verið að ráðast á þá persónulega þegar pólitískir andstæðingar deila á þá. Það hvarflar ekki að þeim að taka slíkt til sín prívat, hvað þá að rjúka upp. Þeir vita sem er að pólitísk umræða byggist á því að flokkarnir deUi hver á annan, skýri eigin sjónarmið og gagnrýni við- horf og vinnubrögð hinna. Þetta er hin pólitíska umræða, og út úr hcnni kemur svo að línurnar milli ilokkanna skýrast og kjósendum á að vera mögulegt að vclja mcð málefnalegum hætti á milli þeirra í kosningum. Og alvörustjórnmálamenn læra lika fljótlega að í stjómmála- umræðu þýðir lítið að vera með æsing. Þar er fyrir öllu að halda ró sinni og taka á málunum af stiU- ingu. Sá stjómmálamaður cr ekki verður mikils trausts sem rýkur upp í ofstopa um leið og einhver leyflr sér að gagnrýna vinnubrögð hans. Að ekki sé talað um ef hann fer að uppnefna andstæðinginn. Þvert á móti er slíkum manni Ula trcystandi tU að fara með stjórn landsmála. Eða hvað fyndist mönnum um það ef Steingrímur Hcrmannsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson stunduðu það að finna sem háðulegust upp- nefni hver á annan? Ætli einhverj- um myndi ekki blöskra vitleysan? Dúkkuleikurinn Sannleikurinn er sá að menn af báðum kynjum úr öllum gömlu flokkunum era famir að gerast býsna langeygir eftir því að sjá þær lausnir sem Kvennalistinn hefur á vandamálum þjóðarbúsins. Menn hafa beðið þess lengi að sjá hvað þær hcfðu nýtt fram að færa til þess til dæmis að efla og styrkja atvinnu- vegi þjóðarinnar, halda efnahags- lífinu í skorðum, viðhalda eðlilegu jafnvægi á milli dreifbýlis og þétt- býlis, efla og bæta samgöngumálin, heilbrigðiskerfið eða skólamálin, eða hvar annars staðar sem menn vilja bera niður. Hin nýju ráð Kvennalistans hafa þó látið bíða eftir sér. Þingkonur hans hafa haldið hugljúfar ræður á þingi um nauðsyn þess að bæta hag sjúklinga, mæðra og barna. Þessar ræður hafa verið þess eðlis að fyrir þeim gæti allur þingheimur klapp- að ef sá siður tíðkaðist á þingi. En á raunhæfum tillögum um þessi mál eða önnur hefur lítið bólað. Og líka er þess skemmst að minnast að í vor leið var gengið mjög ákveðið eftir þeim um að taka sæti í ríkisstjórn, og stóðu þar ýmsar leiðir til boða. Með því móti hefðu kvennalistakonur fengið ráðherrastóla og komist í beina aðstöðu til að hrinda baráttu- málum sínum í framkvæmd. Slíkt tækifæri hefðu hinir flokkarnir gripið fegins hendi í þeirra spomm. En þær afþökkuðu. Eftir vinnubrögðum þeirra á þingi að dæma er þvi ekki annað að sjá en að Kvennalistinn vilji eiga fulltrúa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar sem sitji þar til þess eins að halda fallegar ræður um mjúku málin. Það er ekki að sjá að Kvennalistinn kæri sig hið minnsta um að fulltrúar sínir á þingi láti alvörustjórnmál til sín taka. Og spurningin er svo hve lengi þær ætla að halda þessu áfram. Hætt er við að langlundargeð kjósenda verði farið að dvína við næstu kosningar ef þær halda þessnm dúkkuleik áfram allt kjörtímabilið. Garri. VÍTTOG BREITT Neytendur einir stjóma neyslunni Skemmtanastjórar kvarta sár- lega yfir því að búið sé að þurrka sjö þúsund fyllirafta upp og stóru ballhúsin með allar sínar ærandi hljómsveitir og vínstúkur eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var á velsældarárunum þegar drykkjusjúkiráttu ekki íönnurhús að venda en þau sem sjá um að brynna þeim. En eftir því sem fleiri þungaviktarmenn í áfengisþambi hafa tekið upp á þeim skratta að hætta að vera fullir nokkra daga og nætur í viku hafa húsin smátt og smátt verið að tæmast flest kvöld vikunnar. Sjálfsagt kemur fleira til en of- þornun brennivínsberserkja en hún er ein af ástæðunum sem sérfræðingar í skemmtanahaldi bera fyrir sig þegar reynt er að útskýra stórminnkandi aðsókn að stóru dansiböllunum. En þó stórtækir veitingamenn sjái með sjö augunum eftir sjö þúsund fyrrum viðskiptavinum er ekki þar með sagt að ekki séu enn liðtækir drykkjumenn á meðal vor. Að minnsta kosti liggur fyrir að 7% aukning varð í áfengissölu í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Bráðum mega allir Hér eru engar getgátur uppi um hvar sollurinn er mestur og bestur. En einhvers staðar eru greinilega vel rekin trippin því þrátt fyrir gestafæð stóru danshúsanna kemur maður í manns stað og þótt upp- þurrkunin sé mikil er samt aukning í sölu alkóhóls í ríkinu. Rúmlega 70 ára gamalt bjórbann er úr gildi fellt og eftir tæpt ár verður ölþamb löglegt, en hefur ekki verið það nema að einhverju leyti undanfarin ár og jafnvel ára- tugi. Stórir þjóðfélagshópar hafa fengið að belgja sig út af áfengu öli þótt öðrum hafi verið bannað og stórfelld allt að því lögleg bruggun hefur átt sér stað og bjórbannið ekki verið annað en hallærisleg sýndarmennska og siðaðri þjóð ekki bjóðandi. En Alþingi hefur sem sagt mann- að sig upp í að veita öllum lögráða landsins börnum aðgang að áfengu öli, en ekki aðeins nokkrum út- völdum eins og hingað til. Þarna er stigið stórt skref í jafnréttisátt. Verst að bíða þarf eftir réttlæt- inu í nær tíu mánuði. En þeir hljóta að líða eins og hver annar meðgöngutími. Alþingi stjórnar ekki drykkju Ekki lánaðist þingmönnum að samþykkja bjórfrumvarpið eins og það kom fyrir af skepnunni, sem sagt að leyfa bruggun, innflutning og sölu á bjór sem maður verður fullur af að drekka. Inn var sett klásúla um að ein- hver nefnd eigi að draga úr heild- arneyslu áfengis, vara við hættum sem fylgja neyslu þess og svo á nefndin að rjúka upp til handa og fóta mánuði áður en sterki bjórinn flæðir yfir og sjá um fræðsluherferð um áfengismái, einkum meðal skólafólks, eins og stendur í lögun- um um lögleiðingu áfengs öls. Það er undarlegur skratti að fara að setja lög um að fjölga áfengis- tegundum og að hleypa af stað stöðugri dagdrykkju fjölda manns og í sama orðinu er varað við hættum sem fylgja bjórþambinu og að setja í gang áróðursherferð gegn því sem lögin eru að heimila. Þar sem Alþingi ákvað að lög- leiða sterkt öl er eðlilegast að það verði gert undanbragðalaust. Þeir sem ekki kunna sér hóf verða einfaldlega sífellt góðglaðir og fá bjórvömb og skorpulifur í fyllingu tímans og það er þeirra mál. Það er ekki hlutverk Alþingis að stjórna drykkju, aðeins að ákveða hvað má drekka. Dómsmálaráðu- neytið ákveður síðan hvar og hve- nær afgreitt er og fjármálaráðu- neytið hvað dropinn á að kosta. Það er tvískinnungur hjá þeim sem samþykktu sterka bjórinn að halda að þeir geti ráðið einu eða neinu um hvort unglingar eða aðrir drekka meira eða minna, oftar eða sjaldnar eftir að áfenga ölið kemur á markaðinn. Enda þurfa þeir ekkert um það að vita. Þeim kemur ekkert við hvort heildarneysla eykst eða minnkar. Það eru nefnilega neytendurnir sem sjá um þá hlið málsins og fræðsla og valdboð koma því ekk- ert við. Svo er að sjá hvað skemmtibar- ónar og stórbruggarar hafa upp úr öllu saman. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.