Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.05.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 11. maí 1988 Forskoðun kynbóta- hrossa vorið 1988 Á Vesturlandi og Vestfjörðum verða kynbótahross og afkvæmi dæmd vegna ættbókarfærslna og afkvæmasýninga, þessa daga: 16. maí Búðardalur kl. 13.30 17. maí Reykhólasveit kl. 09-12 17. maí Brjánslækur kl. 16.00 18. maí Þingeyri kl. 11.00 18. maí Bolungarvík kl. 16.00 19. maí Tungusveit kl. 13.00 19. maí Hrútafjörður kl. 18.00 20. maí St. Langidalur kl. 09 20. maí Stykkishólmur kl. 11.00 20. maí Grundarfjörður kl. 16.00 21. maí Ólafsvík kl. 09 21. maí Hallkelsstaðahlíð kl. 14.00 24. maí Akranes kl. 14.00 25. maí Stangarholt kl. 09 25. maí Borgarnes kl. 14.00 26. maí Sigmundarstaðir kl. 09 27. maí Skáney kl. 09 27. maí Nýi bær, Skarð, Hvanneyri Lágmarkseinkunnir verða þær sömu og verið hafa, unghryssur geta þó farið í 7.60. Afkvæmadæmd hross verða metin eftir sömu reglum og gilt hafa. Fullkominnar útfærslu skráningarblaða er krafist. Járningar séu réttar samkvæmt reglum L.H. Hóf- hlífar, dökkar og léttar (105 g), eru leyfðar. Búnaðarsamböndin og Búnaðarfélag íslands Auglýsing Óskað er eftir starfsfólki bæði til fastra starfa og afleysinga í Matstofuna í Arnarhvoli. Umsóknum sé skilað til fjármálaráðuneytis fyrir 16. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, 9. maí 1988 Valgerður Guöni Borgfirðingar - Borgfirðingar Framsóknarfélag Borgarness efnir til almenns borgarafundar um byggðamál, sem haldinn verður miðvikudaginn 11. ma( í Samkomu- húsinu í Borgarnesi kl. 20.30. Frummælendur alþingismennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Dagskrá: 1. Ræður framsögumanna. 2. Fyrirspurnir og almennar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélagið í Borgarnesi Akurnesingar Bæjarmálafundur laugardaginn 14. maí kl. 10.30 í Framsóknarhúsinu v/Sunnubraut. Bæjarfulltrúarnir Kópavogur Vorverk í görðum - umhverfismál Fundur um vorverk í görðum og umhverfismál verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 16. maí n.k. kl. 20.30. Frummælandi: Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri Kópavogs. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni. Framsóknarfélögin í Kópavogi I FRIMERKI Afbrigði í íslensku blokkinni Eftir stutta grein, sem ég skrifaði um afbrigði í fyrstu blokkinni á degi frímerkisins 1986, hafa svo margir lesendur ýmist hringt til mín, eða skrifað mér um þessi mál, að ég tel tíma til þess kominn að taka það efni saman, sem borist hefur og gera ykkur grein fyrir því. Þá er fyrst að taka blokkina á degi frímerkisins 1986. Þar er um tvö höfuðafbrigði að ræða er varða skurð og staðsetningu frímerkisins í smáörkinni. Við tökkun frímerk- isins verður þá myndin með tvenns konar afbrigðum. í fyrsta lagi er tökkunin færð það langt til hægri, að kona sem annars er utan við frímerkið sjálft, er allt í einu orðin hluti þess. Þá hefir hesturinn vinstra megin í frímerkinu misst höfuðið. f hinu tilfellinu skerst of mikið neðan af smáörkinni svo að hundurinn stendur á tökkuninni og stór jaðar er yfir orðinu ÍSLAND. Má sjá þetta á mynd 1 og 2. Mynd 3 er svo með ýmsum hlutum úr smáörkinni frá 1987 sem og hluta úr smáörkinni sem síðast var gefin út vegna NORDIA 1984. Tölur í myndhlutunum benda á afbrigðin í þessari röð: 1. Skuggi fuglanna á haffletin- um er eðlilegur í allri prent- uninni. 2. Hann hverfur hins vegar í tökkunina í afbrgiðinu þar sem tökkunin færist upp og merkismyndin því einnig. 3. Hnútur er á stagi þar sem það ber við fjallið í bakgrunni. 4. Dökkur blettur á vinstri legg stafsins N í orðinu ÍSLAND. 5. Brotið L í orðinu JÚLf í síð- ustu Nordia blokkinni. Það að ég geri þessi afbrigði að umtalsefni hér stafar af því að þau eru augljós afbrigði, ýmist þekkt í fáum eintökum en afgerandi breyt- ing á myndfleti frímerkisins. Eða þá að þau eru smærri frávik á viðkomandi smáörk, en koma fyrir í svo stórum hluta upplags að ótvírætt er um afbrigði að ræða í prentun arkarinnar. Ég vil sérstaklega þakka þeim Gísla Bjarnasyni í Borgarnesi og Magna R. Magnússyni frímerkja- kaupmanni í Reykjavík, fyrirhjálp þeirra við að staðsetja og ákvarða þessi afbrigði sem og að afla efnis til ákvörðunar þeirra. Sigurður H. Þorsteinsson. llllíllllllMHHIIHI BÓKMENNTIR Mjúk Ijóð Sverrir Páll: ÞÚ og heima, Umsjón sf., Akureyri 1988. Ef lýsa á með fáum orðum ljóðun- um í þessari fyrstu ljóðabók höfund- ar síns þá er það fyrst og síðast einkenni þeirra hvað þau eru við- kunnanleg og þess vandlega gætt að meiða engan með þeim. Ádeilur er þar til dæmis ekki að finna, né heldur útásetningar neins konar. Höfundur er ákaflega vel sáttur við heiminn umhverfis, þjóðfélagið, pólitíkina, vegakerfið, efnahagsmál- in, þjóðkirkjuna, eða hvað svo sem það ætti að vera annað sem skáld nú á dögum gæti gert sér að ásteytingar- efni. Þetta eru fyrst og síðast mjúk ljóð viðkomu. Efnislega skiptist bókin í tvennt. Framan af í henni eru mest áberandi ljóð sem lýsa bernskuminningum höfundar og tilfinningum hans margs konar gagnvart öðru fólki. í seinni hlutanum eru hins vegar ljóð til orðin á ferðalagi hans til Þýskalands, með lýsingum á því sem þar hefur borið fyrir augu og viðbrögðum hans ýmsum. Ýmislegt er forvitnilegt þarna að finna; ég nefni sem dæmi ljóð sem heitir Mynd og er úr bernskuminningahlutanum: Fjörðurínn breiðir faðm sinn á móti skipinu Innan stundar leggst það upp að hökunni - upp í hálsakot Fegið þykist komið í öruggt var Örugga höfn Þetta er laglega gert og snyrtilega haldið á líkingunni milli skips sem kemur til hafnar og barns sem hleyp- ur í fang fullorðinnar persónu og hér virðist vera á ferðinni. Ég sakna þess raunar að höfundur skuli ekki gera meira af því að beita líkingamáli af þessari tegund, sem trúlega hefði aukið töluverðu við heildarafrakst- urinn af bókinni. Sama máli gegnir um form ljóðanna sem er alfrjálst og gjörsneytt rími, stuðlasetningu eða fastbundinni hrynjandi. Þar hefði að Sverrir Páll. mínu viti aukin sjálfsögun og dálítið af markvissri beitingu þessara hefð- bundnu formþátta einnig orðið til góðs. En bókin er aðlaðandi og meiðir sngan, heldur gefur hún þvert á móti þægilega innsýn í annars vegar minningar höfundar síns um eigin barnæsku og hins vegar viðbrögð hans við erlendu umhverfi. Hér er ekki nein stórbrotin verk að finna, hvorki að því er varðar efni né form. Og vissulega má segja að skáldleg kröfuharka og metnaður höfundar mættu vera meiri. En eigi að síður eru hér á ferðinni lipurlega ort og lagleg ljóð undir frjálsu formi sem hann má teljast fullsæmdur af. -esig Leiðrétting Meinleg villa slæddist inn í grein Árna Benediktssonar í blaðinu í gær, sem beðist er velvirðingar á. Þar stóð að skipulagsleysi hefði leitt til þess að hér á suð-vestur- horni landsins „hefur fiskverkend- um fjölgað um nokkra áratugi á einu einasta ári síðan fiskmarkaðir tóku til starfa.“ í staðinn fyrir orðið áratugi átti að sjálfsögðu að standa tugi. BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíöavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land. (Ekið niður með Landvélum)_

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.