Tíminn - 14.05.1988, Page 15

Tíminn - 14.05.1988, Page 15
Laugardagur 14. maí 1988 Timinn 27 ARNAÐ HEILLA Vilborg Krístjánsdóttir Nú eru senn liðin 15 ár frá því fundum okkar Vilborgar Kristjáns- dóttur bar saman í fyrsta sinn. Pað var síðsumarkvöld á ágúst 1973. Ég var að koma norðan úr landi og þreyttur eftir langa ferð og hafði verið boðin gisting á Ölkcldu. Á þeim tíma var búandi á Ölkeldu Guðbjartur Gíslason, sonur Vil- borgar og kona hans Ásdís Þor- grímsdóttir og börn þeirra hjóna, Vilborg löngu orðin ekkja og hætt búskap, enda stóð hún þá á áttræðu. Ég sé hana fyrir mér þessa öldruðu konu, fíngerða og fágaða í fasi, höfðinglega og fríða sýnum þrátt fyrir háan aldur. Og nú eru senn liðin 15 ár frá þessu kvöldi og Vilborg á Ölkeldu er enn meðal okkar og engu líkara en öll þessi ár hafi látið hana ósnortna á ytra borðið, þótt hún hafi orðið fyrir þeirri sáru reynslu að sjá á bak syni sínum Guðbjarti í blóma lífsins nú fyrir 4 árum. Ég veit að það var henni þungbær raun, en á langri ævi hefur hún lært það sem mest er um vert, að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði og í fullkomnu trausti til höfundar lífsins, hvort sem það er gleði eða sorg, meðlæti eða mótlæti. í okkar fámennu kirkjusókn að Staðastað eru þeir fáir sem hafa látið sér jafnannt um kirkju sína sem Vilborg á Ölkeldu. Vart hefur liðið svo ár síðan ég kom hingað vestur sem prestur þessa safnaðar, að Vil- borg hafi ekki á einn eða annan hátt minnst kirkju sinnar með því að færa henni fjárupphæð af sínum litla lífeyri eða höfðinglegar gjafir, nú síðast á liðnu ári forkunnarfagran altarisdúk ofinn. Fyrir allt þetta færi ég henni þakkir nú á 95 ára afmælinu og eins fyrir ógleymanlegar sam- verustundir á heimili hennar að Ölkeldu og vináttu alla við okkur hjónin og heimili okkar. Enn kemur hún til kirkju og gengur óstudd til sætis síns, þótt öldina eigi hún senn að baki. Það er ævintýri líkast að eiga slíkt fólk í hópi sóknarbarna og viss munaður að hafa fengið að kynnast því. Vilborg var á yngri árum ákaflega fríð kona og glæsileg, bar hógværa reisn og höfðingsbrag í fasi, og þótt hún hafi lagt öll þessi ár að baki og mikla lífsreynslu þá fylgir henni enn þetta höfðinglega yfirbragð sem fyrr, hógværð og festa í hennar skæru og gáfuðu augum og röddin lág og hlý. Ég minnist þess hversu skemmtilega ræðu hún flutti í 90 ára afmæli sínu, skýra og rökhugsaða, hógværa og hnitmiðaða, þar voru nú ekki elli- glöpin á. Og enn er hugur hennar tær og minnið ófölskvað. { 73 ár hefur Vilborg átt heima hér á Ölkeldu eða allt frá því hún giftist Gísla Þórðarsyni bónda þar árið 1915, en þá var Vilborg á 22. ári. Vilborg kom frá Hjarðarfelli í Mikl- holtshrepi, hálfsystir Guðbjarts Kristjánssonar bónda og hreppstjóra þar. Foreldrar hennar voru þau hjónin Kristján Guðmundsson bóndi á Hjarðarfelli (d. 1902) og Elín Árnadóttir frá Stafholti. Gísli á Ölkeldu eiginmaður Vilborgar var einn af merkustu bændum sinnar tíðar hér vestra og vann hér mikið að félagsmálum bænda og framfara- málum héraðsins. Hann átti sæti í hreppsnefnd um langt árabil eða frá 1919-46 og var hér oddviti um 12 ára skeið og formaður skólanefnda var hann frá 1934-47. Þau Vilborghéldu skóla á heimili sínu um fjölmörg ár og var það lengstum 6 mánaða skóli og stór hluti barnanna úr sveitinni því í heimavist á Ölkeldu. Öllum þessum bömum var Vilborg sem besta móðir, og ég minnist þess sem vinkona mín ein sagði um Vilborgu er hún minntist þessara löngu liðnu vetra sem hún var í skóla ung telpa á Ölkeldu: - hún Vilborg var eins og móðir okkar, hún hefði ekki getað verið okkur betri þótt við hefðum verið börnin hennar. - Og þannig hefur Vilborg Kristjánsdóttir reynst öllum sínum samferðamönnum, börnum öllum sem móðir og öðrum ráðhollur vinur, einlæg, hlý og góð. á Ölkeldu, 95 ára Vilborg og Gísli eignuðust 7 börn og ólu að auki upp einn son sem þau gengu í foreldra stað. En börn Vilborgar og Gísla á Ölkeldu eru þessi: Þórður, búfræðingur, bóndi á Ölkeldu II, kvæntur Margréti Jóns- dóttur. Elín Guðrún, húsfreyja, gift Þórði Kárasyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Alexander, ókvæntur heima á Ölkeldu. Kristján Hjörtur, búfræðingur, áður bóndi á Fossi í Staðarsveit, nú búsettur í Borgar- nesi, kvæntur Rannveigu Jónsdótt- ur. Ólöf Fríða, húsfreyja, gift Sverri Gunnarssyni bónda í Hrosshaga í Biskupstungum. Guðbjartur (d. 1984), búfræðingur, bóndi á Öl- keldu, kvæntur Ásdísi Þorgríms- dóttur. Lilja, sjúkraliði og húsfreyja, gift Marteini F. Níelssyni, járnsmið í Reykjavík. Fóstursonurinn er Kristján Guðbjartsson, nú búsettur á Akranesi. Fátt er dýrmætara í lífinu en barnalán og barnaláni hefur Vilborg sannarlega átt að fagna. Hún nýtur þeirrar gæfu að geta enn í sinni háu elli búið í skjóli sonar síns Þórðar og Margrétar konu hans á sínu fagra heimili á Ölkeldu, þar sem hún hefur lifað sínar bestu stundir. Þar dvelst hún nú ásamt Önnu Olgeirs- dóttur og einu af sínum fjölmörgu barnabarnabörnum. Og á Ölkeldu vonum við að hún fái að hverfa okkur er þar að kemur, þessum stað þar sem hennar langa og farsæla lífsstarf hefur verið unnið. Við hér á Staðastað færum þér, Vilborg, okkar innilegustu þakkir fyrir góð kynni og biðjum við þér blessunar á 95. afmælisdegi þínum. Rögnvaldur Finnbogason I ■ ■ 'I' Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. Nesjavallaæð pípulögn 2. áfangi, leggja skal 0 800 mm stálpípu yfir Mosfellsheiði. Lögnin er alls tæpir 13.6 km, þar af eru 0.3 km neðanjarð- ar en 13.6 km ofanjarðar. 2. Nesjavallaæð, pípulögn 3. áfangi, leggja skal 2.6 km af 0 900 mm pípu og 1.2 km 0 800 mm pípu milli Nesjavalla og lokahúss 3, sem er austanlega á Mosfellsheiði. Hitaveita Reykjavíkur býður væntanlegum bjóð- endum í skoðunarferðávinnusvæði fimmtudaginn 19. maí 1988. Lagt verður af stað frá bækistöð hitaveitunnar að Grensásvegi 1, kl. 13.15. Þátttaka óskast tilkynnt Hitaveitu Reykjavíkur í síma 82400 fyrir kl. 16. miðvikudaginn 18. maí. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Starfsmenntun í atvinnulífinu Á vegum ráöuneytisins eru komin út í fjölriti erindi sem flutt voru á ráðstefnu um starfsmenntun í atvinnulífinu er haldin var 28. nóvember 1987. Það hefur verið sent til þátttakenda. Þeim, sem ekki gátu setið ráðstefnuna en hafa áhuga á að kynna sér erindin, er bent á að snúa sér til Bóksölu stúdenta, Félagsheimili stúdenta við Hringbraut, sem hefur fjölritið til sölu. Félagsmálaráðuneytið 13. maí 1988 SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK SlMI (91)681411 Alhliða skrifstofustarf Óskum eftir skrifstofumanni á aðalskrifstofu félagsins nú þegar. Starfið erfólgið í alhliöa skrifstofustörfum. Upplýsingar og umsóknar- eyðublöð hjá starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. ■nmrr mykjutæki Mykjudælan og dreifarinn leysa mykjuvandann í eitt skipti fyrir öll.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.