Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 2
2 Tírhlrlri r-.-QGO] ií'ií/' G tiiDH-' i « i.i Fimmtudagur 9. júní 1988 íslendingar í Bandaríkjunum skipuleggja hagsmunagæslu: Stofna þrýstihóp til að gæta íslenskra hagsmuna „Fríends of Iceland“, íslandsvinir, heitir félag sem veríð er að hleypa af stokkunum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þetta er mjög merkilegt fyrirbæri því meiningin er að þetta verði nokkurs konar þrýstihópur, tengiliður milli íslenskra aðila, sem eiga hagsmuna að gæta í Bandaríkjunum, og stjórnvalda þar í landi. „Þetta verður vonandi þannig að ef einhver vandamál koma upp hjá íslenskum aðilum hér í Bandaríkj- unum þá geti þeir leitað til okkar. Við mundum setja af stað herferð í þeirra þágu,“ sagði Guðrún Unnur Martyny í samtali við Tímann, en hún er nokkurs konar framkvæmda- stjóri félagsins. „Þetta gætu verið hverjir sem er, íslensk stjórnvöld eða fyrirtæki sem selja fisk á Bandaríkjamarkaði, svo dæmi séu tekin. íslendingar sem búsettir eru í Bandaríkjunum mundu þá skrifa bréf til þingmanna þeirra fylkja þar sem þeir búa og leggja viðhorf viðkomandi aðila fyrir þá. Þannig gengur kerfið hér. Þetta er mjög algeng aðferð til að ná eyrum stjórnvalda. Þegar þingmað- ur fær kannski 20 bréf um sama málið þá segir hann: „Það er best að ég hlusti'*. Þannig fer hann að taka þátt. Þetta er mjög sterk og áhrifarík aðferð," sagði Guðrún. Formleg stofnun í september Örn Friðriksson, sem starfar sem efnaverkfræðingur hjá Dupont fyrir- tækinu í Delaware, er faðir hug- myndarinnar. Guðrún var formaður íslendingafélagsins í Washington síðast liðin tvö ár en þar áður var hún ritari félagsins í Delaware þar sem örn er formaður. Þau byrjuðu að vinna að þessari hugmynd þá. „Ég er gagnasafnari félagsins. Þetta er á byrjunarstigi ennþá en fundur hefur verið haldinn með Ingva Ingvarssyni, sendiherraa í Wash- ington, og þar var ákveðið að vinna að því í sumar að safna heimilisföng- um allra íslendinga sem búsettir eru í Bandaríkjunum,“ sagði Guðrún. „Meiningin er að halda annan fund í september og þá verður félagið formlega stofnað. Við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir frá íslendingum hér á austurströnd- inni en það eru íslendingar búsettir um öll Bandaríkin og við eigum eftir að leita til þeirra. Við höfum heimil- isfang 300 til 400 manna núna. Það eru meðlimir í íslendingafélögunum í New York, Washington, Dela- ware-Valley og Norfolk í Virginia fylki. Þetta er byrjunin." Árangur þegar kominn í Ijós Þótt undirbúningurinn sé enn í gangi hefur félagið þegar sýnt hverju má fá áorkað með samtakamættin- um. „í desember sl. átti að hækka gjöld á símaþjónustu til íslands og annarra Evrópulanda. Þá sendi ég bréf til allra íslendinga hér á austur- ströndinni þar sem ég bað þá um að senda mótmælabréf til símamála- stjórnar Bandaríkjanna, sem og var gert. Það var tekið mark á okkur og hætt við hækkanir á sfmaþjónustu til fslands. Síðan komu boð frá ATT, sem verið hefur stærsta símafyrirtækið í Bandaríkjunum, þar sem óskað var eftir viðræðum við okkur. Fyrirtækið sendi þrjá fulltrúa frá New Jersey til fundar við íslendingafélagið í Wash- Guðrún Unnur Martyny. ington. Þetta voru yfirmenn síma- þjónustu fyrirtækisins við öll Evr- ópulöndin. Þessi þróun kom veru- lega á óvart og þetta var mjög merkilegur fundur. Fulltrúarnir bentu okkur á hlut sem við vissum ekki um, að ísland þyrfti að leigja línur frá Danmörku vegna álags. Hér er mun ódýrara að hringja heim eftir kl. 18.00 á daginn, gjaldið er aðeins 40% af því sem það kostar annars. Þess vegna hringir fólk til íslands eftir þann tíma og álagið verður svo mikið að Póstur og sími á íslandi verður að leigja línur í gegnum Kaupmannahöfn. Þetta hefur mikinn kostnað í för með sér. Við komumst að málamiðlunarnið- urstöðu með þessum fulltrúum. Hún var sú að gjaldið á morgnana yrði 25% af því sem það kostar venjulega um eftirmiðdaginn. Síðan yrði gjald- Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. mm Ný spariskírteini 7,2-8,5% ávöxtun umfram Eldri spariskírteini 8,5-8,8% ávöxtun umfram Veðdeild Samvinnubankans 10,0% ávöxtun umfram Samvinnusjóður íslands hf.* 10,5% ávöxtun umfram Lind hf* I 1.5% ávöxtun umfram Glitnir hf, I > .0% ávöxtun umfram önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% ávöxtun umfram Fasleignatryggð skuldabréf I 1 5,0% ávöxtun umfram * Með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf. • Við innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar Nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. W 91 - 20700 verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu verðbólgu hæð, ið 40% eftir kl. 20.00 á kvöldin. Þannig er hægt að dreifa álaginu og breyta símavenjum fólks. Þessu komum við fram í anda þessa fyrir- bæris, „Friends of Iceland“,“ sagði Guðrún. Hún var spurð hvort einhverjar aðgerðir væru fyrirhugaðar í tengsl- um við hvalamálið. „Hvalamálið er voðalega mikið að dofna. Áhugi almennings hefur dvínað svo mikið og það er okkur í hag. Þessi fáu skipti sem fjallað er um hvalamálið í fréttum eru Sovétríkin og Japan nefnd. ísland er ekki einu sinni nefnt í því sambandi lengur, þannig að það virðist ekki vera mikil þörf á vinnu á því sviðinu. En ef ríkið telur þörf á jtví þá getur það sett sig í samband við okkur.“ Áróður eftir löglegum leiðum „Það er mjög mikilvægt þegar félagið verður formlega stofnað að það verði gert í samræmi við banda- rísk lög. Félagið verður gert að „non-profit organization", þ.e. að það sé ekki gróðafyrirtæki. Það verður byggt upp á sjálfboðavinnu. Lögfræðingur Eimskips og Flugleiða hér í Bandaríkjunum er í sjálfboða- vinnu með okkur og er að safna gögnum um lagalega stöðu félagsins. Ef við erum að reka áróður fyrir ísland á erlendri grund verður að standa löglega að því og það er svolítið meira að gera það en að segja það. Það þarf ekki meira en að einhver einn einstaklingur verði reiður út í okkur og höfði mál til að allt falli saman. Þegar talað er um málssókn í Bandaríkjunum þá er talað um milljónir dollara." Skrifstofan verður heima Hlutverk Guðrúnar verður að senda út bréf til meðlima félagsins með upplýsingum um þau mál sem eru á döfinni hverju sinni. Höfuð- stöðvar félagsins eru og verða á heimili hennar og þar verður skrif- stofa félagsins skráð. Meiningin er að félagið fjalli einnig um menning- arleg málefni. „Ef vel tekst til yrði jafnvel fréttabréfi dreift til allra meðlima með upplýsingum um at- burði á menningarsviðinu, kannski einhverjar fréttaklausur frá íslandi og um það sem er að gerast í sendiráðunum,“ sagði Guðrún. „Ef íslendingar heima vilja taka þátt eða fá frekari upplýsingar þá er það velkomið," sagði hún að end- ingu. Við Iátum þvf heimilisfang hennar fljóta hér með. Guðrún Unnur Martyny 8410 Brewster Drive Alexandria, Virginia 22308 Bandaríkin JIH Ungir framsóknarmenn planta trjám á 50 ára afmæli SUF: TÁKNRÆNT AD FÓSTRA UPP- BLÁSIÐ LAND „Við hvetjum þingmenn og ráð- herra flokksins, sveitarstjórnarmenn og alla trúnaðarmenn flokksins, sem og auðvitað SUF-ara alla að leggja okkur lið í þessu verkefni," sagði pissur Pétursson formaður SUF í samtali við Tímann en SUF hefur í samvinnu við Landgræðslu ríkisins fengið landsvæði skammt frá Galta- lækjarskógi í Landi, til uppgræðslu og gróðurverndar. „Næstkomandi laugardag köllum við miðstjórn SUF til fundar austur í Laugalandi í Holtum þar sem við ætlum að ræða hið uggvænlega ástand þjóðmálanna sem nú blasir við einkum hvað varðar lífsafkomu landsbyggðarfólksins. Að fundinum loknum síðdegis á laugardag munum við síðan halda með hópinn allan upp að Galtalæk og dreifa áburði og fræjum og gróðursetja hríslur undir yfirstjórn þeirra landgræðslumanna. Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera umhverfisvernd- ar- og um leið landnýtingarflokkur og ég tel það vera mjög táknrænt verkefni að ungliðahreyfing flokks- ins fái svona uppblásið landsvæði til fósturs og sýni í verki hvernig að umhverfisvernd skuli staðið. Hér er ekki bara verið að tala um hiutina heldur framkvæma þá einn- ig,“ sagði Gissur, „nokkuð sem nú- Gissur Pétursson. verandi ríkisstjórn hefði betur haft að leiðarljósi". Gissur sagði að unnið væri að ýmsum öðrum verkefnum í tilefni afmælisins en hæst bæri þar viðamik- ið afmælisþing sem haldið verður 2.-^1. september að Laugarvatni, en Samband ungra framsóknarmanna var stofnað þar 13. júní 1938 og fyrsti formaður þess var Þórarinn Þórarinsson löngum ritstjóri Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.